Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 17
hvaða gerð af vélum þarf og hversu stórar þær eigi að vera. Túrbínuframleiðendur bjóða í verkið og með þeim t.d. framleiðendur rafala. Á einum stað er stýrikerfið framleitt, á öðrum vatnshjólið og ýmsir grófari hlutar á þeim þriðja. Við þurfum að fara yfir teikningar þeirra, sem taka að sér verkið, samræma þær og sjá til þess að allt fyrirkomulag gangi upp. Loks má svo nefna, sem dæmi um óvenjuleg verkefni stofunnar, að við hönnuðum snjóflóða- varnargarða á Flateyri. Þar var reynsla af hönnun varnargarða í stíflum virkjana nýtt til að beisla náttúrufyrirbrigði og straumfræðin kom að góðum notum. Við höfum einnig hann- að svokölluð upptakavirki, sem koma í veg fyr- ir að snjóflekar skríði af stað í fjallshlíðum og á Neskaupstað voru settar jarðvegskeilur í hlíð- ina fyrir ofan bæinn. Slíkar keilur eru nýjung í baráttunni gegn snjóflóðum. Til þess að geta sinnt öllum þessum fjöl- breytilegu verkefnum er eins gott að búa yfir starfsfólki með fjölbreytta sérhæfingu og þar stendur VST vel að vígi.“ Gríðarleg uppbygging hér á landi Viðar segir að þótt VST hafi unnið einstaka verk erlendis sé heimamarkaðurinn það sem máli skipti. „Uppbyggingin hér á landi hefur verið gríðarleg á örfáum áratugum og þá þarf ekki að líta til álverksmiðja og virkjana, sem eru í raun verkefni umfram venjulega starf- semi verkfræðistofa. Frá því um 1960-1970 hefur verið byggður hér á landi fjöldi íþrótta- húsa og skóla, svo dæmi séu tekin. Hér er varla að finna íþróttahús í notkun, sem byggt var fyrir 1970. Líklega gerir fólk sér ekki almennt grein fyrir hversu ör þessi uppbygging hefur verið. Í raun eru umsvif verkfræðistofa hér á landi meiri en stærð þjóðfélagsins gefur til kynna, vegna þessarar miklu uppbyggingar.“ Útboð í ágætu horfi Viðar segir aðspurður að starfsumhverfi verkfræðistofa hafi breyst til batnaðar á und- anförnum árum, með auknum skilningi stjórn- valda, og sé ágætt. „Ríkisvaldið leggur nú áherslu á að bjóða verk út. Um tíma vafðist fyr- ir mönnum að bjóða út óáþreifanlega hönnun, en það er að færast í ágætt horf. Nú eru verk oft boðin út á þann hátt, að verkfræðistofur fá einkunn fyrir ýmis atriði eins og hæfi og af- kastagetu stofunnar, en verðið er ekki eina álitamálið. Hönnun er oft um 5-10% af kostnaði við byggingu, en er mjög þýðingarmikill þátt- ur. Mér finnst því eðlilegt að litið sé til fleiri þátta en verðsins þegar tilboð eru metin.“ Að sögn Viðars hefur ríkisvaldið einnig bætt aðferðafræði sína við kaup á ráðgjöf. „Nú eru markmiðin betur skilgreind en á árum áður, þegar stundum skorti á frumundirbúning, til dæmis kostnaðaráætlanir. Núna endurmeta menn áætlanir sínar reglulega, skipta verkinu í áfanga og hafa því betri yfirsýn yfir fram- kvæmd þess.“ Viðar segir að íslenskar verkfræðistofur keppi á Evrópska efnahagssvæðinu, sem þýði að erlend fyrirtæki bjóði í stór verk hér á landi, ýmis ein síns liðs eða í samvinnu við íslensk fyrirtæki. „Þetta á jafnt við um virkjanir sem verksmiðjur. Hins vegar er því ekki að leyna, að hér sem í öðrum löndum njóta heimamenn góðs af að þekkja útboðsfyrirkomulag og verk- lagsreglur. Við höfum því enga ástæðu til að kvarta undan samkeppninni. Á milli innlendra stofa er einnig mikil samkeppni, sem kemur kaupendum þjónustunnar til góða. Hér ríkir engin fákeppni.“ Ekkert unnið með stærri stofum Aðspurður segir Viðar að ekki hafi borið á því hér á landi að menn vildu sameina stórar verkfræðistofur í enn stærri rekstrareiningu. „Ég held að ekkert væri unnið við að hér væru örfáar og mjög stórar stofur, þó ekki væri nema vegna þeirrar reglu, sem víða er beitt, að menn mega ekki sjálfir hafa eftirlit með þeim verkum sem þeir hanna. Þeir sem vinna frum- áætlanir að gatnamótum mega t.d. ekki taka þátt í verkhönnun, teikningum og útboðs- gagnagerð. Það er því nauðsynlegt að hafa úr flóru verkfræðistofa að velja. Þar að auki myndu verkkaupar hér áreiðanlega kvarta undan fákeppni og leita til verkfræðistofa er- lendis. Þar með væri stóra verkfræðistofan ekkert betur sett en fyrir sameiningu.“ Viðar segir að vissulega sé vöxtur fyrirtækis fagnaðarefni, en sjálfur vilji hann fremur sjá hægan vöxt en of hraðan. „Hönnun er huglægt starf og starfsfólk þarf að hafa næði til að koma hugmyndum sínum frá sér. Þá er ekki æskilegt að vera með miklar sviptingar á vinnustaðnum. Persónulegt samband skiptir miklu innan fyr- irtækjanna og ef fyrirtæki verða of stór er hætt við að það glatist.“ Ekki hægt að staðna Viðar Ólafsson segir að einn skemmtilegasti þátturinn í rekstri stofunnar sé þegar menn reyna að sjá fram í tímann. „Sigurður Thor- oddsen gerði þetta, allt frá 1952 þegar hann gerði áætlanir um vatnsafl Íslands, sem þá var lítið nýtt. Við höfum fetað í fótspor hans. Á átt- unda áratugnum lögðum við til dæmis fram áætlun um að virkja saman jökulárnar þrjár frá norðanverðum Vatnajökli, Jökulsá á Fjöll- um, Jöklu og Jökulsá í Fljótsdal, í einni stórri virkjun. Þótt það hafi ekki gengið eftir hefur þessi áætlun þróast yfir í núverandi virkjunar- hugmyndir. Við tókum líka þátt í vinnu með Reykjavíkurborg og Hollendingum um sæ- streng til Evrópu. Stundum verður svona hug- myndavinna að veruleika síðar.“ Verkfræðistofur sjá sjaldnast fram á verk- efni til langs tíma. „Við vitum aldrei hvað fram- tíðin ber í skauti sér. Sum verkefni eru föst í hendi, til dæmis erum við að hanna sundlaug í Laugardal, en svo eru menn að tala um að fresta Kárahnjúkavirkjun. Árið 2003 er því að hluta til óskrifað blað. Við grípum þau tækifæri sem gefast á hverjum tíma, hvort sem það er að hanna vegi, brýr eða hús. Í slíku umhverfi er ekki hægt að staðna,“ segir Viðar Ólafsson, framkvæmdastjóri sjötíu ára Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. bestir en stærstir rsv@mbl.is ’ Verkefni Verkfræðistofu SigurðarThoroddsen hf. hafa verið fjölbreytt. Stofan hefur meðal annars unnið að hönnun Hallgrímskirkju, fangelsis á Litla Hrauni, Sundlaugar Kópavogs, Sultartangastíflu, Kröfluvirkjunar og snjóflóðavarna á Neskaupstað. ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 17 SIGURÐUR Thoroddsen verkfræðingur fædd- ist 24. júlí árið 1902 og hefði því orðið 100 ára á þessu ári. Sigurður fæddist á Bessastöðum á Álfta- nesi, en þangað höfðu foreldrar hans, Theó- dóra og Skúli, flutt frá Ísafirði þar sem Skúli var sýslumaður og kaupmaður. Skúli var þó kunn- ari fyrir þingmennsku og ritstjórn Þjóðviljans eldri. Árið 1908 flutti fjölskyldan í Vonarstræti 12 í Reykjavík. Sigurður gekk í Landakotsskóla og síðar í Menntaskólann í Reykjavík. Þaðan út- skrifaðist hann stúdent árið 1919, á sautjánda ári. Eftir eins árs nám í heimspeki við Háskóla Íslands fór Sigurður til Kaupmannahafnar, las verkfræði og lauk prófi árið 1927. Ekki var um auð- ugan garð að gresja í atvinnumálum verk- fræðinga hér á landi þegar hann kom heim úr námi. Sigurður vann ýmis verk, gerði úttekt á hafn- arstæðum á Norð- Austurlandi, vann við athuganir á virkj- anamöguleikum og var starfsmaður Vita- málastofu í fjögur ár. Hann stofnaði eigin verkfræðistofu vorið 1932, Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, sem var fyrsta verkfræðistofa landsins. Rekst- urinn fór rólega af stað, en frá stríðslokum óx hann hratt. Sigurður var mikill áhugamaður um virkjanir og hannaði m.a. vatnsaflsvirkjanir á Eiðum og í Hallormsstað. Á norrænni ráðstefnu árið 1952 kynnti hann fyrstu yfirlitsáætlun sína um vatnsafl á Íslandi. Hann endurskoðaði þá áætl- un árið 1962 og taldist svo til, að virkjanleg vatnsorka í meðal vatnsári næmi 35 þúsund GWh á ári. Sósíalisti á þingi Pólitíkin var Sigurði í blóð borin. Faðir hans og Þórður föðurbróðir hans sátu á þingi og systkini hans tvö, Skúli og Katrín, sátu um tíma á Alþingi og í borgarstjórn. Sigurður studdi Sósíalistaflokkinn og var kjörinn á þing fyrir flokkinn í Ísafjarðarkjördæmi árið 1942. Á þingi sat hann í fjögur ár og lét sig raforkumál mestu varða. Sigurður Thoroddsen sat í raforkuráði, nátt- úruverndarráði, ráðgjafarnefnd í virkjunarmál- um og útboðsnefnd. Þá sat hann um tíma í stjórn Landsvirkjunar og í raforkunefnd. Hann lét sig náttúruverndarmál miklu varða og ritaði grein í Tímarit verkfræðinga árið 1955 um mik- ilvægi náttúruverndar. Þar segir hann m.a. að verkfræðingum beri „beinlínis skylda til að sjá um að mannvirkjagerð sé svo af höndum leyst, að sem til minnstra lýta verði í landslagi, því ef svo verður, er gengið á rétt almennings, en heill hans á verkfræðingurinn að bera fyrir brjósti ...“ Málaði í frístundum Sigurður Thoroddsen var frístundamálari og mun hafa fengið hvatningu frá Muggi frænda sínum, sem gat sér gott orð á myndlistarsviðinu. Sigurður lagði pensilinn á hilluna á árunum 1954- 1967, vegna anna í verk- fræðistörfum, en hóf að mála á ný og mest vatns- litamyndir. Árið 1972 hélt hann sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins og seldi margar myndanna. Þá átti hann myndir á haustsýningum FÍM á ár- unum 1974-1977 og hald- in var sýning á vatnslita- verkum hans á Kjarvalsstöðum árið 1977. Hann var alla tíð virkur í félagsmálum, var m.a. hvatamaður að stofnun Félags íslenskra ráðgjaf- arverkfræðinga árið 1961 og formaður Verkfræð- ingafélags Íslands 1962- 1964. Hann gerði verk- fræðistofu sína að sameignarfélagi 5 manna árið 1962, lét sjálfur af framkvæmdastjóra- starfi árið 1975 og seldi þá sinn hlut í stofunni. Sigurður Thoroddsen lést í júlí 1983, nýorð- inn 81 árs. Hann var tvíkvæntur og eignaðist átta börn. Margfróður samkomumaður Viðar Ólafsson, framkvæmdastjóri VST, seg- ir að Sigurður hafi verið skemmtilegur maður og góður húsbóndi, minnisstæður öllum sem þekktu hann. Í minningargrein starfsfélaga Sig- urðar um hann sagði m.a. að hann hefði verið gæddur stálminni og svo athugull hafi hann verið að fátt hafi farið fram hjá honum. „Hann hafði þann hátt á að setja vandamál í undirvit- undina, og vitja lausna þegar á þurfti að halda. Hann var margfróður í náttúrufræðum, skóg- ræktarmaður og umhverfisverndarsinni, þótt hið síðastnefnda vægist stundum á við virkj- anafrumkvöðulinn. ... Sigurður var jafnan í ljúfu skapi og stundum leiftrandi fyndinn, en hann átti sér einkaorðfæri sem ekki hentar öðrum. Samkomumaður var hann góður og jafnan hrókur alls fagnaðar þar sem við átti.“ Sigurður Thoroddsen verkfræðingur SIGURÐUR THORODDSEN, sjálfsmynd frá 1969.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.