Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 45 DAGBÓK Bútar á kr. 500 Öll efni á kr. 500 • 1.000 • 1.500 metrinn Laugavegi 101, sími 552 1260 Útsala •Útsala FYRIR KLASSAKONUR Stílisti veitir faglega ráðgjöf þér að kostnaðarlausu Stærðir 36-54 Útlitsráðgjafi Kristjana Mbaye STÓRÚTSALA Leyfið okkur að dekra við ykkur. MARGAR aðferðir er þekktar til að trufla sagnir eftir opnun á sterku laufi, til dæmis ýmsar tvílita innákomur og „brandara- grand“. Tveggja laufa al- krafan í Standard fær hins vegar oftast að vera í friði. Ástæðan er tvíþætt: Al- krafan er byggð á sterkari spilum og einsleitari, sem þýðir að það er bæði hættulegra og þjónar minni tilgangi að hræra upp í sögnum. Ungverska liðið á EM var þó með þró- að varnarkerfi gegn al- kröfu og beitt því óspart í leiknum við Ísland. Hér er dæmi: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ ÁD ♥ KD64 ♦ Á983 ♣KD3 Vestur Austur ♠ K952 ♠ 863 ♥ G982 ♥ Á10753 ♦ K7 ♦ DG ♣G106 ♣Á95 Suður ♠ G1074 ♥ -- ♦ 106542 ♣8742 Vestur Norður Austur Suður Kemeny Bjarni Szappanos Þröstur -- -- -- Pass Pass 2 lauf 2 tíglar * 2 spaðar 3 hjörtu Pass Pass 4 tíglar Pass Pass Pass Bjarni Einarsson vakti á tveimur laufum, sem var annað hvort krafa í geim eða sýndi jafna skiptingu og 19-21 punkt. Innákoma Szappanos á tveimur tígl- um var tvíræð – annað hvort hjarta eða a.m.k. 4-4 í svörtu litunum. Tveggja spaða svar Þrastar kemur undarlega fyrir sjónir, en í þeirra kerfi er svar á hálit við tveimur laufum veikt og afneitun á geimi á móti 19-21. Undir venjulegum kringumstæðum ætti Þröstur fimmlit í spaða fyrir þessari sögn, en hann taldi víst að innákoma austurs væri byggð á hjarta og vildi ekki missa af lestinni. Framhaldið er ekki síð- ur athyglisvert. Vestur berst í þrjú hjörtu í skjóli fjórlitarins í spaða og þeg- ar sú sögn kemur til Þrast- ar ákveður hann að koma tíglinum í leikinn. Bjarni velti svolítið vöngum yfir þessari þróun, en sagði svo pass. Spilið lá vel fyrir sagnhafa og Þröstur fékk 11 slagi. Á hinu borðinu fengu Karl Sigurhjartar- son og Snorri Karlsson að spila tvö hjörtu í AV, sem unnust slétt, þannig að Ís- lands vann 6 IMPa á spilinu og leikinn 23-7. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson ÁÐUR hefur verið rætt um no. ártíð og merkingu þess, en margur virðist álíta það merkja hið sama og afmæli almennt. Svo er ekki, því að orðið er haft um dánardag ákveðins manns, en ekki fæðingar- dag hans. Þessa misskiln- ings gætir enn í töluðu og rituðu máli. Þá er oft sagt sem svo, ekki sízt þegar sérstaklega skal vanda orðfærið og minnast t.d. hundrað ára fæðingaraf- mælis merks manns, þótt hann sé löngu látinn, að nú sé hundraðasta ártíð hans. Hér fara menn villir vegar, því að þá eru ekki liðin hundrað ár frá láti hans. En svo hefur þriðja orðinu skotið upp í þessu sambandi, sem ég hef ekki áður orðið var við í al- mennu máli nú á dögum. Í Fréttablaðinu fyrir nokkru stóð þetta: á dán- artíð Þórðar biskups. Var greinilega átt við dánar- dag Þórðar biskups í Skál- holti. Þarna er þá mynduð samsetning af orðunum dánardægur og ártíð og gert úr því no. dánartíð. Hvorki verður fundið dæmi um þetta no. í Orða- bók Menningarsjóðs né orðabók Blöndals. Hins vegar er eitt dæmi í seðla- safni OH. Er það runnið frá Sigurði Vigfússyni fornfræðingi, þar sem hann er að lýsa Hóladóm- kirkju 1886. Um mynda- spjald úr tré yfir einni biskupsfrúnni, segir hann, að þar standi undir burð- artíð og dánartíð hennar, þ.e. fæðingar- og dánar- dagur hennar. Nokkur dæmi eru í OH um burð- artíð og hið elzta úr Nýja testamenti Odds Gott- skálkssonar frá 1540. Vafalítið hefur Sigurður þekkt no. burðartíð um fæðingardag úr fornum bókum og þess vegna fundizt fara vel á því að nota no. dánartíð um and- látsdag frúarinnar, þótt engin gömul dæmi séu til um það. Ártíð er hins veg- ar vel þekkt orð frá fornu fari. – J.A.J. ORÐABÓKIN Ártíð – dánartíð STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú átt gott með samskipti og býrð yfir innsæi varðandi samferðafólk þitt í lífinu. Þú hefur gott skopskyn. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þörf þín fyrir að sleppa fram af þér beislinu og taka þér frí frá vinnu eykst sífellt. Frá og með deginum í dag muntu krefjast meiri gleði og skemmtunar í lífi þínu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nú skaltu bretta upp ermarn- ar og taka til hendinni heima hjá þér. Sýndu öðrum í fjöl- skyldunni þolinmæði og mundu að allar fjölskyldur ganga einhvern tímann í gegnum erfiðleika. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þarft að ræða ákveðna hugmynd við einhvern. Gerðu það. Segðu hug þinn en ekki fyrr en þú hefur gert þér skýra hugmynd um hvað þú vilt segja. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þig blóðlangar til að þéna meira af peningum og eyða þeim. Sem betur fer hefurðu fullt af góðum hugmyndum um hvernig þú getur aukið tekjurnar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vegna afstöðu stjarnanna langar þig til að láta meira að þér kveða í samfélaginu. Ekki halda aftur af þér því aðrir eru tilbúnir að hlusta á fram- lag þitt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Leynilegir ástarfundir skapa aukna þörf á friðhelgi. Gættu þín á því að segja ekki ein- hverjum eitthvað sem er bet- ur látið ósagt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er sífellt meira að gera hjá þér í félagslífinu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Metnaðargirni þín er vakin og nú býrð þú yfir hugrekki til að ræða drauma þína við aðra manneskju. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú skalt ákveða eitthvert ferðalag þó svo að það sé stutt. Það er mikilvægt að þú gerir breytingar á daglegri rútínu og gerir hana meira spennandi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Náinn vinur er reiðubúinn að segja þér á hvern hátt er best að búa um hnútana varðandi tryggingar, fasteignir, erfða- skrár og arf. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að sýna þolinmæði og tillitsemi í samtölum við vini í dag. Ekki hugsa bara um það sem þú þarft að segja heldur skaltu einnig hlusta af athygli á hinn aðilann. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Talaðu við samstarfsfólk þitt um hvernig megi bæta vinnu- ferlið. Þú hefur líka góðar hugmyndir varðandi það hvernig aðrir geta bætt skipulag sitt í vinnunni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT LEIÐSLA Og andinn mig hreif upp á háfjallatind, og ég horfði sem örn yfir fold, og mín sál var lík ístærri svalandi lind, og ég sá ekki duft eða mold. Mér þótti sem hefði ég gengið upp gil fullt með grjótflug og hræfuglaljóð, fullt með þokur og töfrandi tröllheimaspil, unz á tindinum hæsta ég stóð. Matthías Jochumsson Árnað heilla 90ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 22. júlí, er níræður Kjartan Sveinsson, símaverkstjóri, Deildarási 5, Reykjavík. Kjartan verður að heiman á afmælisdaginn. 60 ÁRA afmæli. N.k.þriðjudag 23. júlí verður sextugur Magnús H. Sigurðsson í Birtingaholti. Hann mun, ásamt eiginkonu sinni Guðbjörgu Björgvins- dóttur, taka á móti vinum og vandamönnum að morgni afmælisdagsins og bjóða til morgunverðar í tilefni dags- ins. 60 ÁRA afmæli. Nk.miðvikudag 24. júlí verður sextug Marólína Arnheiður Magnúsdóttir, Staðarseli 4, Reykjavík. Malla og Bogi vonast til að vinir og vandamenn komi og gleðjist með þeim á afmæl- isdaginn eftir kl. 19 í Stað- arselinu. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rc3 e6 5. g4 Bg6 6. Rge2 c5 7. h4 h5 8. Rf4 Bh7 9. Rxh5 cxd4 10. Rb5 Rc6 11. Rxd4 Rge7 12. c3 Rxe5 13. Bb5+ R5c6 14. Bg5 Dc8 15. O-O a6 16. Ba4 b5 17. Bb3 f6 18. Bf4 e5 19. Rxc6 Dxc6 20. He1 Bg8 21. Bg3 Bf7 22. a4 b4 23. cxb4 Db7 24. b5 axb5 25. axb5 Hd8 26. Ha6 d4 Staðan kom upp á öðru bikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Alexander Grischuk (2702) hafði hvítt gegn Yasser Seirawan (2631). 27. Hxf6! Bxh5 Óneitanlega hefði 27...gxf6 28. Rxf6# verið skemmtileg lok á skákinni. Í framhald- inu veldur biskupapar hvíts svörtum miklum búsifjum. 28. Hxf8+ Hxf8 29. gxh5 e4 30. h6 g6 31. h7 Hh8 32. Dg4 e3 33. fxe3 d3 34. b6 Hxh7 35. Ba4+ Kf8 36. Bc7 Hd5 37. e4 Hdh5 38. Dd7 Hf7 39. Bb3 d2 40. Dxd2 Dc8 41. Bxf7 Kxf7 42. Df4+ Kg8 43. Hd1 Rc6 44. Hd6 g5 45. Hg6+ og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5 Trúlofunar- og giftingahringir 20% afsláttur www.gunnimagg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.