Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 41
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 41 MARÍA Magdalenahefur löngum ver-ið sveipuð ein-hverjum dul-arfullum og óræðum hjúp í kirkjusögunni. Vangaveltur um þátt hennar í til- urð kristindómsins eru ekki nýjar, þær hafa verið lengi í umræðunni og gefið af sér ýmsar kenningar. Ástæðan er hin mikla þögn Nýja testamentisins um þessa konu, sem öll guðspjöllin segja að hafi staðið hjá krossi meistarans á Golgata forðum og komið að gröfinni að morgni páskadags. Af þeim tekur Jóhannesarguðspjall dýpst í árinni, þar kemur hún ein að gröfinni; ann- ars staðar er hún fyrst í röð vitna (Mark. 16:1-11; Matt. 28:1; Lúk. 24:10; Jóh. 20:11-18 og 1. Kor. 15:5-8). Almennt er talið, að María hafi verið kennd við bæinn Magdala Nunayya á suðvesturströnd Galíleuvatnsins, skammt frá Tíb- erías. Sagnir geta um kirkju þar á síðari helmingi 4. aldar, sem var helguð Maríu, og á 10. öld töldu menn sig geta bent á æskuheimili hennar. Þegar rússneski ábótinn Daníel (1106) og fransiskanamunk- urinn Quaresimus (1616) fara um þær slóðir heitir bærinn Magdalia. Hann er nú á tímum kallaður El- Mejdel og er smáþorp á milli Tab- aryya og ‘Ain Tabgha. Engum blöðum er um það að fletta, að María Magdalena var áhrifamesta konan í lærisveinahópi Jesú. Fornir kirkjufeður gáfu henni snemma virðingarheitið apostola apostolorum, eiginlega „postula postulanna“, þ.e.a.s. bjuggu til kvenkynsmynd latneska orðsins apostolus (postuli); á ís- lensku myndi það samt útleggjast postuli postulanna. Enginn veit samt neitt um hana að ráði. Sumir hafa kallað hana þekktustu gleði- konu sögunnar, en í raun bendir ekkert í frásögn Nýja testament- isins til þess, að sú hafi verið iðja hennar. Hvergi segir, að bersynd- uga konan á heimili Símonar farí- sea í borginni Nain, sem lesa má um í 7. kafla Lúkasarguðspjalls, sé „María, kölluð Magdalena, er sjö illir andar höfðu farið úr“, í 8. kafla sama guðspjalls. Ekki er heldur minnst á nafn hennar í Jóhannesar- guðspjalli, 8:1-11, þegar menn draga fyrir Jesú „konu, staðna að hórdómi“ og vilja að hún sé grýtt. Allt frá öndverðu hefur t.d. aust- urkirkjan greint hér á milli, en Gregoríus I páfi (540?-604) taldi þær eina og sömu konu, og að auki væru þær allar María í Betaníu, systir Mörtu og Lazarusar. Þessi skoðun hans gerði það að verkum að hróður Maríu Magdalenu óx hröðum skrefum í vesturkirkjunni og fóru menn að líta á hana sem af- bragðsdæmi um hinn djúpþenkj- andi og iðrandi syndara. Varð hún einn vinsælasti miðaldadýrling- urinn. Á málverkum er hún gjarn- an sýnd fáklædd, með sítt og mikið, rautt hár, eflaust vegna áð- urnefndra meintra tengsla við ber- syndugu konuna eða þá hórseku; þetta er tákn fyrir ástríðu og belj- andi lífskraft. Í þessu sambandi mætti nefna Það var svo ekki fyrr en árið 1969, að rómversk-kaþólska kirkj- an yfirgaf túlkun Gregoríusar páfa, um að allar væru Maríurnar ein og hin sama, og tók upp skoðun aust- urkirkjunnar. Nú á tímum er farið að gera því skóna, að María Magdalena hafi verið mun áhrifameiri í frumkirkj- unni en talið hefur verið. Er það m.a. í kjölfar mikillar fornleifaupp- götvunar um miðja 20. öld, nærri egypska bænum Nag Hammadi, en þá fundust handrit sem geyma um fimm tugi rita frá bernskuárum kristninnar og er umtalsverður fjöldi þeirra ekki varðveittur ann- ars staðar. Eitt af ritunum er Tóm- asarguðspjall, annað brot úr Mar- íuguðspjalli svo kölluðu (Magdalenu), og hið þriðja er Fil- ippusarguðspjall, en öll eru þau af gnóstískum uppruna og hlutu því ekki náð fyrir augum þeirra manna, sem völdu í endanlegt ritsafn Biblí- unnar í kringum aldamótin 400. Af síðast nefndum tveimur guð- spjöllum virðist mega ráða, að María Magdalena hafi verið „læri- sveinninn, sem Jesús elskaði“, en ekki Jóhannes, eins og margir hafa þó yfirleitt talið. Þykja ritin, borin saman við guðspjöllin fjögur í Nýja testamentinu, endurspegla átök í röðum lærisveinanna, einkum hvað varðar forystu, og er Pétur sýndur í hlutverki þess afbrýðisama í garð Maríu. Hafa sumir fræðimenn jafn- vel gengið svo langt að fullyrða, að Jóhannesarguðspjall sé verk henn- ar að mestu leyti, en það hafi síðar verið ritskoðað og áhrif hennar minnkuð í því eins og hægt var. Þar hafi karlaveldið verið með fingurna í málum. Alla vega er ljóst, að eitthvað mikið liggur á bak við það, að María er gerð að fyrsta upprisuvotti. Austurkirkjan segir, að María Magdalena hafi fylgt Jóhannesi lærisveini og postula og Maríu guðsmóður til Efesus, nærri Selçuk í Tyrklandi nútímans, og dáið þar og verið grafin og jarðneskar leifar hennar síðar, eða árið 886, verið fluttar til Konstantínópel og séu þar enn. Frakkar segja hins vegar, að María hafi kristnað allt Provens- hérað í suðaustanverðu Frakklandi og eytt síðustu 30 æviárunum í helli í frönsku Ölpunum. Á kaþólskum tíma á Íslandi var hún nafndýrlingur Deild- artungukirkju og aukadýrlingur (þ.e.a.s. verndardýrlingur, ásamt með öðrum, mismörgum) sex ann- arra kirkna: í Felli í Kollafirði, Hvammi í Hvammssveit, Meðalfelli í Kjós, Skarði á Skarðsströnd, Stað í Grunnavík og Þerney með Sund- um. Einkenni þessa dýrlings eru slegið hár, eins og áður er nefnt, og buðkur með smyrslum. Minning- ardagur hennar er 22. júlí. Postuli postulanna sigurdur.aegisson@kirkjan.is María Magdalena er áber- andi í frásögum guðspjall- anna af tveimur meg- inatburðum í lífi Jesú, þ.e.a.s. krossfestingunni og upprisunni. Sigurður Ægisson lítur á sögu þessa vinsæla dýrlings kaþ- ólskra manna, en 22. júlí er einmitt messudagur hennar. Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Rannveig Á.Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 821 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L A SAFAMÝRI - SÉRHÆÐ Góð og vel staðsett 144 fm neðri sérhæð auk bílskúrs - hornlóð. Íbúðin skiptist m.a. í 4 herb., stórar stofur og gott eldhús með nýjum inn- réttingum. LOGAFOLD - EINBÝLI Mjög vel staðsett 218 fm steinsteypt einbýli á einni hæð sem staðsett er innst í götu. Verð 21,5 m. kr. FRÉTTIR Sultartangalína 3 Fallist á fram- kvæmdina með skil- yrðum SKIPULAGSSTOFNUN fellst í úr- skurði sínum til umhverfisráðherra á fyrirhugaða byggingu 400 kV Sultar- tangalínu 3 frá Sultartanga að Brennimel samkvæmt öllum fram- lögðum kostum eins og þeim er lýst í matsskýrslu Landsvirkjunar, en með skilyrðum í fimm liðum. Kærufrestur vegna úrskurðarins er til 23. ágúst næstkomandi. Skipulagsstofnun telur ljóst að enginn framlagðra kosta muni hafa umtalsverð áhrif á gróður, jarðmynd- anir og fugla, verði fylgt þeim mót- vægisaðgerðum sem boðaðar eru í matsskýrslu og skilyrtar eru í úr- skurði þessum. Stofnunin telur enn- fremur sýnt að enginn framlagðra kosta sé líklegur til að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á fornminjar. Þá telur stofnunin sýnt að ekki muni hljótast af lagningu Sultartangalínu 3 veruleg hávaðamengun eða áhrif af rafsviði eða segulsviði og gildi það einnig um alla kosti. Skipulagsstofn- un telur hins vegar ljóst að sjónræn áhrif og áhrif á landnotkun, ferða- mennsku og útivist verði veigamest umhverfisáhrifa við lagningu línunn- ar. Einkum eigi þetta við á vestasta hluta línuleiðarinnar þar sem línu- lögnin valdi verulegum sjónrænum áhrifum í byggð og á austurhluta leið- arinnar á fjölsóttum ferðamannastöð- um við Gullfoss og Háafoss. Varðandi kröfur um að breytingar á Sultar- tangalínu 1, þ.e. niðurrrif, færsla eða lagning hennar í jarðstreng, verði skilyrtar í úrskurði um mat á um- hverfisáhrifum Sultartangalínu 3 þá bendir Skipulagsstofnun á að í mats- áætlun hafi ekki verið gert ráð fyrir slíkum breytingum á Sultartangalínu 1 og þar með hafi umhverfisáhrif slíkra breytinga ekki verið metin. Skilyrðin sem stofnunin setur er að fyrirhuguð vöktun á uppgræðsluað- gerðum standi í a.m.k. tíu ár, að Landsvirkjun afmarki nokkur námu- svæði áður en til framkvæmda kemur í samráði við Náttúruvernd ríkisins, að Landsvirkjun meti í samráði við Náttúruvernd hvernig efnistöku á svæðunum sé best háttað, að fugla- fræðingur verði fenginn til að meta áhrif efnistökunnar á fuglalíf og að slóðagerð vegna línulagnar verði samræmd landnotkunaráformum sveitarfélaga og landeigenda. Hárlos það er óþarfi Þumalína, Skólavörðustíg 41 Þumalína flutt á Skólavörðustíg 41 s. 551 2136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.