Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórir ValdimarOrmsson fæddist í Reykjavík 28. des- ember 1927. Hann lést á Akranesi 13. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ormur Ormsson vél- stjóri og kona hans Helga Kristmundar- dóttir. Börn þeirra voru 12 og eru 11 þeirra á lífi. Eftirlifandi eigin- kona Þóris er Júl- íana Svanhildur Hálfdánardóttir, f. 4.5. 1932 á Litlu-Þverá í V-Hún., foreldrar Hálfdán Árnason og Elín Jónsdóttir. Börn Þóris og Júlíönu erui: 1) Elín Helga, f. 25.2. 1950, maki Guðmundur Jónsson, f. 7.10. 1949. Börn þeirra eru: A. Jón Þór- ir, f. 7.6. 1969, maki Katrín Edda Snjólaugsdóttir, f. 2.7. 1969, börn þeirra a. Ívar Hrafn, f. 28.3. 1997, og b. Ásta Sóley, f. 25.11. 2001. Barn Jóns Þóris með Kolbrúnu Jönu Harðardóttur c. Linda Rut, f. 1.1. 1985. B. Sólveig Ásta, f. 25.2. 1975, maki Karl Guðjón Karlsson, f. 11.2. 1974. C. Helena Björk, f. 27.6. 1958, börn þeirra: A. Kristín Birna, f. 9.8. 1976, maki Örnólfur Kristinn Bergþórsson, f. 1.9. 1975. B. Pálmi Þór, f. 29.6. 1981, maki Silja Eyrún Steingrímsdóttir, f. 7.2. 1982. C. Hólmfríður Valdís, f. 11.7. 1988. 4) Drengur fæddur andvana 23.2. 1956. 5) Stúlka fædd andvana 23.2. 1956. 6) Hálfdán Ægir, f. 3.4. 1960, maki Guðlín Erla Kristjánsdóttir, f. 23.4. 1962, börn: A. Kristján Böðvars, f. 13.7. 1982. B. Júlíana Þóra, f. 9.7. 1988. C. Sigursteinn Orri, f. 20.6. 1991. D. Sigurdór Ísak, f. 19.5. 1993. 7) Hafsteinn Óðinn, f. 18.6. 1964, maki 1 Borghildur J. Kristjáns- dóttir, f. 23.5. 1964, þau skildu, barn: A. Hafdís Lind, f. 30.9. 1992; maki 2 Þóra Árnadóttir, f. 21.5. 1967, barn Árni Hrafn, f. 20.3. 2000. Þórir hlaut barnaskólanám í þeirra tíma farskóla, vann öll sín unglingsár við bú foreldra sinna á Laxárbakka í Miklaholtshreppi, fluttur til Borgarness nam hann svo trésmíði og vann við það alla tíð, lengst með eigin verkstæði og byggði fjölda húsa í Borgarnesi og nágrenni. Seinustu ár sín vann hann svo heima við útskurð og eft- ir hann liggur mikill fjöldi lista- verka sem hann bæði gaf og seldi. Þórir verður borinn til grafar frá Borgarneskirkju á morgun, mánudaginn 22. júlí, og hefst at- höfnin klukkan 14. 27.10. 1980, maki Pálmi Blængsson, f. 30.5. 1978, barn þeirra a. Elvar Daði, f. 30.9. 2001. D. Davíð Örn, f. 30.7. 1984. 2) Sigríður Björk, f. 12.7. 1951, maki Þorvaldur Þorvaldsson, f. 13.3. 1948, börn: A. Anna Heiðrún, f. 28.9. 1980, maki Samúel Helga- son, f. 12.4. 1980, barn þeirra Alexandra Líf, f. 9.3. 2001. B. Þor- valdur Ægir, f. 24.9. 1985. Börn Sigríðar Bjarkar áður: C. Svanhildur Mar- grét Ólafsdóttir, f. 9.5. 1970, maki Haraldur H. Guðbrandsson, f. 29.9. 1965, börn þeirra: a. Eyþór Freyr, f. 26.4. 1994, b. Smári Hrafn, f. 4.11. 1995, d. Dagbjört Diljá, f. 3.12. 1999. Maður Svan- hildar Margrétar áður Ólafur Jennason, f. 2.12. 1962, þau skildu. D. Þórir Valdimar Indriðason, f. 8.3. 1974, maki María Hrund Guð- mundsdóttir, f. 15.2. 1974, barn þeirra Hafþór Örn, f. 29.4. 1996. 3) Sævar Þór, f. 29.6. 1953, maki Kristín María Valgarðsdóttir, f. Elsku pabbi, þá er komið að kveðjustund. Ekki hvarflaði það að okkur að hún kæmi svona fljótt en svona er lífið. Þó að þetta sé sárt og söknuðurinn mikill þá verðum við að vera sátt þar sem við vitum að þér líður vel núna. Við viljum þakka þér allt sem þú varst okkur og munum sameinast um að passa mömmu fyrir þig en fyrir henni barst þú alltaf mikla umhyggju. Hvíl þú í friði, elsku pabbi. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín börn og tengdabörn Elín Helga og Guðmundur, Sigríður Björk og Þorvaldur, Sævar og Kristín, Hálfdán og Guðlín Erla, Hafsteinn og Þóra. Elsku afi minn. Ekki hélt ég að ég væri að kveðja þig í síðasta skiptið þegar ég fór frá þér á fimmtudagskvöldið. Þó svo að þú værir mikið veikur hélt ég ennþá í vonina af því að þú hafðir risið svo oft upp áður, eða eins og amma sagði einu sinni: „Hann hefur níu líf.“ En þessi níu líf eru ekki enda- laus og við sitjum eftir með sorg í hjarta. En þú fékkst að fara eins og þú hafðir óskað þér, í svefni. Í öllum þessum veikindum skorti þig aldrei húmorinn. Eins og þegar við Svana vorum að kveðja þig á fimmtudaginn, þá sagðirðu við okk- ur: „Þið verðið að setja eitthvað undir hana svo hún sjái upp fyrir stýrið.“ Þá meintir þú mig, hana Önnu litlu, eins og þú kallaðir mig svo oft. Nei, þig skorti aldrei húm- orinn né viljann til að lifa. Maður kom til þín einn daginn. Þá varstu mikið veikur og þann næsta varstu kominn á fullt úti í skúr að skera út. Já, útskurðurinn var líf þitt og yndi og ófáar stund- irnar sem ég stóð og fylgdist með þér í skúrnum. Þeir eru margir fal- legir hlutirnir sem við eigum eftir þig sem þið amma hafið gefið okkur í jólagjafir. Alltaf var jafn spenn- andi hver jól að sjá hvað leyndist í jólapakkanum frá afa og ömmu. Við getum sagt með stolti að snilling- urinn hann afi okkar hafi gert þessa hluti. Þegar ég hugsa til þín sé ég þig í skúrnum og einnig að spila á munn- hörpuna, sem þú og við öll hin höfð- um gaman af. Það er ekki nema mánuður síðan ég kom með Alex- öndru Líf til þín og við vorum hjá þér meðan mamma skrapp út. Þá varst þú í rúminu en lést það ekki stöðva þig og dróst upp munnhörp- una og spilaðir fyrir okkur. Við dönsuðum og skemmtum okkur konunglega. En ég á hvorki eftir að sjá þig í skúrnum né heyra þig spila á munnhörpuna oftar. En þú átt ef- laust eftir að spila fyrir tvíburana ykkar ömmu þarna hinum megin. Þar hafa eflaust orðið miklir fagn- aðarfundir og þér líður eflaust mjög vel, laus við allar kvalir. Mér þykir vænt um þig, elsku afi minn. Hafðu það gott og við sjáumst síðar í Paradís. Jesús, af hjarta þakka’ ég þér, þú, Jesús, varst í dag með mér, gef þú mér, Jesús, glatt og rótt, góða og sæla værðarnótt. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma, mamma, Ella, Sæv- ar, Halli, Haffi, afa- og langafabörn, Guð gefi okkur styrk í sorginni. Anna Heiðrún. Þegar við hugsum um afa dettur okkur fyrst í hug orðið „kærleikur“. Hann hafði endalausan kærleik að gefa. Og mikið þótti honum gott að vera í faðmi fjölskyldunnar. Það var alltaf tekið vel á móti manni þegar maður kom til afa og ömmu. Alveg síðan við munum eftir okkur var okkur öllum boðið heim til þeirra í jólakaffi eftir að pakkarnir voru opnaðir á aðfangadagskvöld, og ekki skipti máli þótt við værum orð- in yfir 30 manna fjölskylda. Þrátt fyrir slæmt heilsufar sein- ustu árin skorti ekki kraftinn og viljastyrkinn hjá afa. Alltaf var hann eitthvað að aðhafast og mjög oft hafði hann tréklump í hendinni og var að skera út. Í hvert skipti sem maður kom í heimsókn var kominn nýr hlutur í listaverkasafn- ið. Elsku afi. Nú kveðjum við þig með söknuði og erum viss um að þér líður vel þar sem þú ert núna. Minningin um yndislegan afa lifir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín barnabörn, Birna, Pálmi og Hólm- fríður Sævarsbörn. Þá er þrautagöngunni lokið, elsku afi. Þú hefðir eflaust ekki vilj- að kalla þetta það. Þú hafðir það alltaf fínt ef einhver spurði og hafð- ir frekar áhyggjur af því hvernig aðrir hefðu það. Þú fékkst að lifa vorið, sjá blómin springa út og heyra fuglana syngja og fyrir það varstu þakklátur. Ég var svo lánsöm að fá að kynn- ast afa nokkuð vel, þar sem ég ólst að mestu leyti upp hjá ömmu og afa til 13 ára aldurs. Afi var frekar hæglátur maður, anaði aldrei að neinu né sagði neitt vanhugsað. Hann var ávallt tilbúinn að gefa manni góð ráð og styrkja mann í því sem að maður gerði. Hann fræddi mann um náttúruna, lífið og tilveruna. Mínar bestu minningar sem barns eru Laxárbakkaferðirnar með ömmu og afa. Þar kenndi afi mér að veiða og umgangast náttúr- una, svo gat hann tekið upp munn- hörpuna og spilað fyrir okkur nokk- ur lög. Á seinni árum fór afi að hafa mikinn áhuga á allskyns tréútskurði og það sem hann afrekaði á því sviði sín síðustu æviár er alveg með ólík- indum. Þetta var hans líf og yndi allt fram á síðasta dag og hann skar út þó að hann gæti varla staðið. Viljastyrkurinn var mikill og oft hugsaði ég að þetta ætti maður að taka til fyrirmyndar, aldrei að gef- ast upp þó að á móti blési. Elsku besti afi, minningarnar um þig mun ég geyma innst í mínu hjarta. Hvíl í friði, elsku afi. Guð gefi þér styrk í sorginni, amma mín. Svanhildur M. Ólafsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar, viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þessi orð segja okkur afabörn- unum á Mávakletti 16 svo margt þegar okkur langar að minnast afa með örfáum orðum. Komin er stundin sem þú kannski varst farinn að þrá því þú varst þjáður af þínum veikindum. Margs er að minnast, við munum öll eftir því hve gaman var að vera með þér og ömmu á Laxárbakka, þar var hugur þinn alla tíð. Við munum eftir því þegar við áttum að læðast að ánni og horfa í hylinn með varúð til að styggja ekki fiskinn en oftar en ekki sást þú og gast bent okkur á fisk, en ef ekki gast þú alltaf frætt okkur um fuglana í nágrenninu því þú varst svo mikill náttúruunnandi. Alltaf var velkomið að fá sér djús og kex í veiðiskúrnum. Fyrir allt þetta erum við þakklát og eigum eftir að sakna þess en minningin lifir í huga okkar um ókomna tíð. Þú skildir eftir mörg listaverkin sem við eigum eftir að njóta. Þú varst iðinn við að vinna handverk í bílskúrnum þrátt fyrir veikindin og hafðir gaman af ef við komum í heimsókn að sýna okkur hvað þú varst að dunda. Ekki var nú kannski alltaf uppgefið hvað var verið að smíða en við fengum svo kannski eitt listaverkið í jólagjöf og skildum þá hvers vegna þetta var hálfgert leyndarmál. Við vitum að þér líður vel núna þar sem þú ert, elsku afi, laus við þjáningar og þrautir sem þú varst búinn að berjast lengi við en viljinn til að lifa var mikill. Guð blessi minningu þína. Við biðjum góðan Guð að styrkja ömmu Júllu, hennar missir er mestur, einnig pabba og mömmu og öll börnin, tengdabörnin og afabörnin. Kristján, Júlíana, Sigursteinn og Ísak. Þá er baráttunni lokið. Þrátt fyr- ir mikla mótspyrnu og dugnað hafði hinn illvígi sjúkdómur betur. Ormsþráinn svonefndi var víst ekki nóg og þú varðst að gefa eftir í bar- áttunni. Þú ert sjálfsagt hvíldinni feginn og líður vel þar sem þú ert núna á meðal foreldra þinna og barna. Afi átti sér sælureit, á æsku- stöðvunum á Laxárbakka í Mikla- holtshreppi. Þangað fór hann öllum stundum á meðan heilsan leyfði. Bæði til þess að veiða og dytta að hinu og þessu. Hann átti sér þá ósk að fjölskylda hans sameinaðist í þessum sælureit, gróðursetti tré og gerði huggulegt svæði þar. Afi tal- aði oft um að gaman væri að við gætum farið þangað oftar og átt góðar stundir þar saman. En því miður fórum við allt of sjaldan í þennan sælureit afa. Fjölskylda okkar er mjög sam- heldin og fannst mörgum stundum nóg um. Við erum saman bæði jól og áramót og á sumrin eru haldnar fjörmiklar grillveislur og þá er oftar en ekki slegið á létta strengi og sungið og spilað á gítar, munnhörpu og harmoniku langt fram á nótt og var afi oftar en ekki hrókur alls fagnaðar í þessum veislum. Oft hringdi mamma í okkur og sagði að nú væri komið að því að ormarnir ætluðu að hittast og skemmta sér saman. Afi var mikill handverksmaður og var það líf hans og yndi nú síðustu árin að fara út í skúr og dunda sér við útskurð. Eigum við systkinin marga fallega muni sem hann hefur skorið út og gefið okkur og eru þessir munir okkur mjög kærir og dýrmætir. Elsku afi við þökkum þér sam- fylgdina og vonum að þér líði vel. Við munum alltaf sakna þín. Elsku amma, mamma, Sigga, Sævar, Halli, Haffi og fjölskyldur, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu þína, elsku afi. Í bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Þín afabörn Jón Þórir, Sólveig Ásta, Helena Björk og Davíð Örn. Nær áratugar hetjulegri baráttu er lokið. Þórir bróðir sýndi fádæma kjark og lífsvilja sem að lokum laut í lægra haldi fyrir þeim er engu hlífir. Hann er sá fyrsti af tólf systkinum til að kveðja þennan heim. Við hljótum að fyllast stolti yfir vasklegri baráttu hans við ill- vígan sjúkdóm. Á stundu sorgar og saknaðar leit- um við til guðs, biðjum hann að vera með okkur, hann einn hefur máttinn til að milda sárasta svið- ann, hann einn getur lagt líkn með þraut. Þegar ekkert er hægt að gera lengur er svefninn kærkomin hvíld. Þórir sofnaði aðfaranótt 13. júlí. Við trúum því að þarna hafi líknandi hönd Guðs gripið inn í og lagt líkn með þraut. Þannig segir skáldið Matthías Johannessen í sínum ágæta sálmi: Og þó að páskahretin hurðir lemji, er hitt jafn víst, að sólin brýst í gegn. Í þessum heimi illra verka og ótta er ekkert það, sem honum er um megn. Júlla mín, um leið og við sam- hryggjumst þér og þínu fólki frá innstu hjörtum, hafðu okkar bestu þakkir fyrir einstaka umönnun og hjálpsemi við bróður okkar. Guð blessi þig og allt okkar fólk. Karl Ormsson. Í dag kveðjum við eitt af Lax- árbakkasystkinunum, Þóri Valdi- mar. Hann er sá fyrsti af þessum glæsilega systkinahópi, sem átti heima á Laxárbakka á fyrri hluta aldarinnar sem leið, til að kveðja þennan heim, 74 ára að aldri. 12 voru börnin sem ólust að hluta upp á þessum afskekkta bæ þar sem foreldrar okkar bjuggu á árunum 1936-1946 og við tókum slíku ást- fóstri við að síðan höfum við kallað okkur systkinin frá Laxárbakka. Ég ÞÓRIR VALDIMAR ORMSSON                                     !     #$    %$$&  !  !""# $  % &'"'! ! (  !"'! %  ) "# *$ +"$,!"'! !$  ! "'! - " % "'! . '!  ! "'! !,)!&",% ""# - +"$, ! "'!/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.