Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 29 annan skóla. Ríkið greiðir skólanum, hvort sem það er ríkis- eða einkaskóli, ákveðna fjárhæð með hverjum innrituðum nemanda, sem þýðir að vilji skólar halda fjárveitingum sínum verða þeir að leggja sig fram um að höfða til nemenda og for- eldra. Ríkið greiðir allan kostnaðinn við skólavist og í sjálfstæðu skólunum er ekki gert ráð fyrir að foreldrar greiði skólagjöld. Hins vegar njóta bæði ríkisskólar og sjálfstæðir skólar fjárstuðnings frá foreldrasamtökum og fyrirtækjum. Upphæðin, sem greidd er með hverjum nemanda, er ekki allt- af sú sama; ríkið greiðir meira með börnum úr efnaminni fjölskyldum og skólar á fátækum svæð- um fá sömuleiðis hærri upphæð með hverju barni. Justesen fjallar um þær áhyggjur, sem and- stæðingar valfrelsis í skólamálum hafi af því að lé- legir skólar á vegum hins opinbera missi frá sér nemendur og fjárveitingar og veiti þeim, sem eftir sitja, enn verri þjónustu. Hann segir hollenzka dæmið afsanna kenningar af þessu tagi. Vegna samkeppninnar verði skólar, sem byrji að tapa nemendum, að bæta sig og vinna nemendurna aft- ur til baka til að tapa ekki fjárveitingunum. Þannig hafi allir veitendur skólaþjónustu hvata til að gera betur, sem þeir hefðu ekki ella. Sömuleiðis segir Justesen að hollenzka kerfið afsanni þá goðsögn að valfrelsi foreldra og fjölbreytt rekstrarform skóla leiði til stéttaskiptingar og ójafns aðgangs að beztu skólunum. Vegna þess hvað valfrelsið sé víð- tækt, geti sjálfstæðu skólarnir ekki leyft sér að gera of miklar kröfur til nemenda sem þeir innrita. Slíkt gæti hins vegar gerzt ef minna frelsi væri til að velja. Niðurstaðan sé sú að lítill munur sé á fé- lagslegri samsetningu nemenda í sjálfstæðu skól- unum og í ríkisskólunum. Kerfið auki í raun jafn- rétti til náms, vegna þess að ekkert hindri að börn efnaminni foreldra komist í góða skóla. Það liggi einmitt fyrir að sjálfstæðu skólarnir í Hollandi standi sig betur en ríkisskólarnir, sama hvaða mælikvarði sé lagður á gæði kennslu og árangur nemenda. Valfrelsi og nemenda- greiðslur fari saman Í umfjöllun um eigið heimaland getur Justesen þess að rétt eins og í Hollandi tryggi danska stjórn- arskráin foreldrum og kennurum rétt til að setja á stofn sjálfstæðan skóla. Jafnframt eigi for- eldrar stjórnarskrárvarinn rétt á að setja börn sín í skóla, sem ekki sé rekinn af hinu opinbera. Sjálf- stæðu skólarnir eru miklu færri í Danmörku en í Hollandi, en u.þ.b. 12% barna á grunnskólaaldri ganga í slíka skóla. Hins vegar eru verulegar hömlur á frelsi foreldra til að velja á milli skóla, sem reknir eru af sveitarfélögum, það er undir ein- stökum sveitarfélögum komið, hvort slíkt val er leyft og oft flókið fyrir foreldra að sækja um það. Að því leyti virðist ástandið í Danmörku svipað og á Íslandi. Hins vegar kemst Justesen að þeirri niðurstöðu að sjálfstæðu grunnskólarnir séu nógu margir til þess að veita skólum á vegum hins opinbera nokkra samkeppni og þar með hvata til að standa sig betur. Sjálfstæðu skólarnir eiga rétt á fjár- styrkjum frá hinu opinbera en fá þó ekki greiddan allan kostnaðinn við menntun hvers nemanda, heldur bæta foreldrar við því sem upp á vantar með skólagjöldum. Efnaminni foreldrar geta reyndar sótt um að fá þau felld niður og Justesen segir sjálfstæðu skólana veita börnum úr öllum þjóðfélagshópum menntun. Alls koma 77% fjár sjálfstæðu skólanna frá hinu opinbera, 18% frá foreldrum og 5% frá styrktaraðilum. Hins vegar er kostnaður á hvern nemanda lægri í sjálfstæðu skólunum en í skólum á vegum sveitarfélaganna, þeir sýna betri árangur á samræmdum prófum og foreldrar eru ánægðari með þjónustu þeirra en opinberu skólanna. Bæði Holland og Danmörk koma mjög vel út í alþjóðlegum samanburði á árangri grunnskóla- nemenda. Justesen segir í niðurstöðum sínum að lykillinn að skilningi á velgengni skólakerfisins í þessum löndum sé að valfrelsi foreldra sé spyrt saman við fjármögnunarkerfi, þar sem peningarn- ir fylgi nemendum. Sé boðið upp á valfrelsi án slíkrar fjármögnunar eða greiðslu á hvern nem- anda án valfrelsis, náist ekki sami árangur. Með því að gera félagasamtökum, foreldrum og kenn- urum jafnframt auðvelt fyrir að stofna sjálfstæða skóla, megi efla samkeppni milli skóla og hvetja þá til að sinna óskum og þörfum viðskiptavina sinna betur. Full ástæða virðist til að Íslendingar, jafnt og Bretar, gefi því gaum að gera umbætur á skóla- kerfinu í átt til þess sem tíðkast í Hollandi og að einhverju leyti í Danmörku. Eins og staðan er nú hér á landi, eru út af fyrir sig ekki verulegar höml- ur í vegi þess að t.d. foreldrasamtök eða kennarar stofni einkaskóla, en slíkir skólar eiga lögum sam- kvæmt ekkert tilkall til fjárstuðnings af opinberu fé og reynsla síðustu ára sýnir að pólitískur vilji virðist ekki vera fyrir því að einkaskólar njóti sama fjárstuðnings frá sveitarfélögunum og skól- ar sem sveitarfélögin reka sjálf. Umræður um einkaskóla og valfrelsi Þá virðist takmarkað- ur skilningur á gildi þess að fjölga veitend- um þjónustu í mennta- kerfinu vera fyrir hendi hjá þeim, sem stýra skólamálum í stærstu sveitarfélögunum. Flestir einkaskólarnir, sem áður voru taldir upp, eru í Reykjavík. Styrkir borgarinnar til þeirra hafa reyndar farið hækkandi á undanförnum ár- um og greidd er tiltekin upphæð með hverjum nemanda. Minnihluti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn hefur lagt til að einkaskólarnir fái sömu upphæð með hverjum nemanda og reiknað hefur verið út að það kosti að þjónusta hvern nemanda í skólum borgarinnar. Það hefur meirihluti Reykja- víkurlistans hins vegar ekki tekið í mál. Árið 2000 var talið að kostnaður við hvern nemanda í skólum borgarinnar væri um 314.000 krónur á skólaárinu, en á síðasta ári samþykkti fræðsluráð að hækka styrki til einkaskóla í 218.000 krónur á skólaárinu. Bilið verða foreldrar barna í einkaskólum að brúa. Hjá borgarstjórnarmeirihlutanum virðist ekki vilji til þess að ýta undir fjölbreytnina með því að hið opinbera veiti fulla fjármögnun en leyfi fleirum að veita þjónustuna, eins og eftirfarandi ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur, þáverandi formanns Fræðsluráðs Reykjavíkur, hér í blaðinu hinn 26. ágúst 1999 bera vott um: „Einkaskólar eru af hinu góða og eru holl viðbót við skólastarf. Ég tel hins vegar fráleitt að krefjast þess að börn í einkaskól- um fái sama framlag og reiknað hefur verið út að börn í Reykjavík fái. Þá er alveg eins gott að þau séu í sínum hverfisskóla. Foreldrar taka ákvörðun um að senda börn í einkaskóla og greiða fyrir það.“ Þetta eru athyglisverð ummæli, ekki sízt í því ljósi að foreldrar barna í einkaskólum hafa vænt- anlega greitt Reykjavíkurborg útsvarið sitt eins og aðrir, en borgin telur ekki ástæðu til að leggja jafnmikið af mörkum til menntunar barna þeirra og annarra, vegna þess að þeir hafa valið að hafa þau í skóla sem hún rekur ekki sjálf. Þó hafa einkaskólarnir undantekningarlítið staðið sig með mikilli prýði í samanburði við skóla borgarinnar og foreldrar eru upp til hópa afar ánægðir með það starf, sem þar fer fram. Fyrir nýafstaðnar borgarstjórnarkosningar lögðu sjálfstæðismenn til að „vistarböndin“ yrðu afnumin og foreldrar í Reykjavík hefðu frelsi til að velja hvaða grunnskóla sem væri í borginni fyrir börn sín. Með þessu er þó ekki gengið alla leið til t.d. hollenzka kerfisins, þar sem innbyrðis sam- keppni á milli skóla hins opinbera er tryggð, ekki síður en á milli opinberu skólanna og einkaskól- anna, með því að greiðslur fylgi nemendum. Hins vegar er hugmyndin um valfrelsi komin á dagskrá borgarmálanna og verður fróðlegt að fylgjast með umræðum um þetta málefni á kjörtímabilinu, sem í hönd fer. Málið hlýtur að brenna á mörgum Reykvíking- um. Það hefur t.d. komið fram að í borgarhverfum, þar sem skólar hafa skilað hvað beztum árangri í samræmdum prófum, hafi fasteignaverð hækkað og fólk sótt sérstaklega í þessi hverfi til að tryggja börnum sínum góða menntun. Það er auðvitað önnur af tveimur leiðum, sem fólk á í núverandi kerfi, sé það óánægt með hverfisskólann sinn – að flytjast búferlum eða reyna að koma börnum sín- um í hóp fáeinna hundraða, sem ganga í einka- skóla. En jafnframt hefur komið fram að slökustu skólarnir séu í hverfunum, þar sem tekjur eru hvað lægstar og menntun foreldra minnst. Hafa tekjulágir foreldrar, sem sætta sig ekki við slíkan skóla, einhvern möguleika á að bæta menntun barna sinna? Hafa þeir efni á íbúð í dýrara hverfi? Hafa þeir efni á að borga skólagjöld í einkaskóla til að brúa muninn á styrk borgarinnar og því sem það kostar að mennta barn? Í Hafnarfirði gerði fyrrverandi bæjarstjórnar- meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna at- hyglisverða tilraun með að bjóða út kennsluþátt nýs hverfisskóla í Áslandshverfi, eins og áður var getið. Persónulegir árekstrar stjórnenda skólans vörpuðu nokkrum skugga á starf hans í upphafi, en ljóst er að þar hafa blómstrað nýjar hugmyndir og áherzlur eru að ýmsu leyti ólíkar því sem gerist í öðrum grunnskólum. Þetta virðist hafa fallið for- eldrum vel í geð, því að nýlega fékk skólinn verð- laun Foreldraráðs Hafnarfjarðar fyrir tómstunda- starf og fram kom hér í blaðinu í febrúar sl. að í könnun meðal foreldra á miðjum vetri gáfu 96% þeirra skólastarfinu einkunnina mjög gott, ágætt eða gott, en 4% sæmilegt. Það má því segja að tilraunin hafi tekizt vel að ýmsu leyti, þótt reyndar hafi mátt gagnrýna að til- raun af þessu tagi hafi verið gerð í hverfisskóla, sem foreldrar eiga ekkert val um. Eitt af kosn- ingamálum Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, sem nú er í meirihluta bæjarstjórnar, var að draga í land með tilraunina í Áslandsskóla. Það virðist skammsýni að leyfa ekki samtökunum, sem tóku að sér rekstur skólans, að þróa áfram það merki- lega starf, sem þar er hafið. A.m.k. ættu samfylk- ingarmenn að spyrja foreldra barna í Áslands- skóla álits, áður en þeir reyna að snúa klukkunni í skólamálum aftur á bak. Það sætir raunar nokkurri furðu að ekki skuli vera meiri áhugi hjá stjórnmálamönnum á því að auka valfrelsi um grunnskóla, hvetja til stofnunar einkaskóla og efla samkeppni milli skóla með því að binda fjárstuðning við nemendafjölda, því að hér innanlands höfum við góða reynslu af slíku fyrirkomulagi á öðrum skólastigum. Í mennta- málaráðherratíð Björns Bjarnasonar var í fyrsta lagi komið á því kerfi að háskólar fá stuðning frá ríkinu á grundvelli reiknilíkans, sem m.a. tekur mið af nemendafjölda. Þannig hafa háskólar hag af því að laða að sér nemendur, því að með því fá þeir meiri fjármuni. Ýmsir aðilar aðrir en ríkið reka nú háskóla og eru Háskólinn í Reykjavík og Viðskiptaháskólinn á Bifröst dæmi þar um. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu jákvæð áhrif samkeppnin frá þeim skólum mun hafa á t.d. laga- og viðskiptanám í Háskóla Íslands. Í öðru lagi hafa skólahverfi á framhaldsskóla- stigi verið afnumin og nemendur um allt land gátu á síðasta ári sótt um skólavist í hvaða framhalds- skóla sem er. Jafnframt því eru skólarnir fjár- magnaðir samkvæmt reiknilíkani, þar sem nem- endafjöldi vegur talsvert þungt. Þannig hefur skapazt nýr hvati fyrir framhaldsskólana að leggja sig fram um að mæta óskum nemenda sinna og hefur mátt sjá þess merki undanfarin misseri að skólarnir leggi bæði meira í námsfram- boð og kynningu á starfsemi sinni en áður var. Ætla má að svipaðar breytingar á grunnskólastig- inu myndu einnig hafa jákvæð áhrif. Morgunblaðið/Þorkell Við höfnina. „Foreldrar hljóta að spyrja hvort út- svarinu þeirra, sem ráðstafað er til rekstrar grunnskól- ans, sé nægilega vel varið við núverandi aðstæður og hvort börn þeirra gætu með öðru fyr- irkomulagi fengið menntun, sem væri betur sniðin að þörf- um þeirra.“ Laugardagur 20. júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.