Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LÝSINGARORÐIÐ ein-breiður fer í taugarnar áumsjónarmanni. Hannætlar sér því að leyfa sér að nöldra svolítið yfir því, þrátt fyr- ir að það sé gott og gilt orð í íslensk- unni og dæmi séu um það í ritmáls- skrá Orðabókar Háskólans. Hins vegar fundust engin dæmi um það á heimasíðu Íslenskrar málstöðvar. Í stað þess að segja einbreiður vill umsjónarmaður segja mjór eða þröngur. Til dæmis mjór eða þröngur vegur, eftir því hvernig hann liggur. Orðnotkunin einbreið brú pirrar umsjónarmann verulega og vill hann heldur segja þröng brú eða hættuleg brú. Ef talað er um einbreiða brú, yrði tveggja akreina brú þá ekki að vera tvíbreið? Um- sjónarmaður er viss um það að Vegagerðin sé honum sammála þegar hann segist vilja útrýma ein- breiðum brúm. Dæmin í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru frá 19. og 20. öld og er orðið þá notað um vefnað og vað- mál. Elstu dæmin eru frá miðri 19. öldinni úr Bunadar-Riti Sudur- Amtsins Húss- og Bú-stjórnar Fé- lags I–II, sem gefið var út í Viðey árin 1839–1846. Þar kemur fyrir tvívegis: einbreidt frekjuvadmál, illa tætt. Undir aldamótin 1900 eru tvö dæmi úr Fjallkonunni um Karl- manns fatatau tvíbreitt á 1,25–1,90 alinina, einbreitt, 65 au. Úr Ísafold eru dæmin einnig tvö. Tvisttau, einbreitt og tvíbreitt. Loks er að nefna bók Halldóru Bjarnadóttur um vefnað á íslensk- um heimilum, en hún kom út árið 1966. Þar er sagt frá vefstólum, sem voru ýmist einbreiðir eða tví- breiðir: Hér voru víða tvíbreiðir vefstólar, en margir létu breyta þeim í einbreiða og flestir voru vef- stólar þessir einbreiðir, nema þar sem ofin voru brekán og áklæði. Í Húnavöku frá árinu 1961 segir: Vefstóll var keyptur 1933 […] Hann var einbreiður og gamall en gegndi vel sínu hlutverki. Alls eru dæmin í ritmálssafninu 11 og er ekkert yngra en frá sjö- unda áratug síðustu aldar. Það er reyndar merkilegt, því örugglega hafa dagblöðin greint frá árekstr- um á einbreiðum brúm árum sam- an. – – – Á öðru orði hefur umsjón- armaður dálæti. Það er hundaklyf- beri. Þetta er sérstakt orð og í fyrstu illskilj- anlegt, því aldr- ei hafa Íslend- ingar notað klyfbera á hunda. Þegar leitað var í rit- málsskrá Orðabókar Háskólans komu upp tvö dæmi um þetta merkilega orð. Bæði komin frá Halldóri Laxness. Annað dæmið er í þýðingu hans á Fjallkirkju Gunn- ars Gunnarssonar og hitt úr Heims- ljósi Halldórs. Orðið er að finna í Orðabók Menningarsjóðs en ekki hjá Sigfúsi Blöndal. Í Orðabók Menningarsjóðs er orðið sagt notað í niðrandi merkingu og í dæmum ritmálssafns Orðabókar Háskólans má glöggt sjá að sú er merking orðsins. Í Fjallkirkjunni segir: Hæ, hæ – hundaklyfberi, lúðulaki, lufsa. Og í Heimsljósi lýsti stassjónistinn yfir því að hann þyldi ekki þennan hundaklyfbera nálægt sér. En hvaðan er þetta skrítna orð komið? Umsjónarmaður minnist þess að hafa heyrt um að minnsta kosti eina skýringu á því og ætterni þess. Líklega má rekja söguna að einhverju leyti til aldamótanna 1900. Þá bárust þau tíðindi til Ís- lands að í Danmörku væru til menn sem hefðu af því atvinnu að klippa hunda og væri starfsheiti þeirra á dönsku því hundeklipper. Þetta þótti Íslendingum með endemum auvirðilegur starfi, enda hundar ekki klipptir á Fróni. Það hlytu að vera algjörir lúðulakar, sem stund- uðu slíka vinnu. Orðið hundeklipper lagaði sig svo að íslenskunni og varð að hundaklyfbera og merking þess var landeyða, aumingi eða ræfill. Því miður virðist þetta sér- kennilega orð vera að hverfa úr málinu. – – – Þór Jónsson, fréttamaður á Stöð tvö, fær hrós fyrir málnotkun, þeg- ar hann fyrir nokkru skreytti texta sinn með verkfærisþágufalli eða ablativus instrumentalis eins og það heitir á latínu. Þór sagði þá frá konu sem var ákærð fyrir að stinga mann hnífi. Í auglýsingum að undanförnu hefur borið á einkennilegri mál- notkun. Símafyrirtæki auglýsti að mínútugjald væri 0 krónur og í auglýsingu frá bílaumboði er talað um 0% vexti. Líklega halda þeir, sem auglýsingarnar gera, að núllið gangi betur í fólk heldur en að segja að vextir séu engir, lánið vaxtalaust og ekkert mínútugjald sé tekið eða að símtalið sé ókeypis. Í dagblaði var fyrir nokkru sagt að skólinn samanstæði af miklum byggingum. Þar var hægt að gera miklum mun betur. Húsakostur skólans er einfaldlega annaðhvort mikill eða góður. Að nota orðið samanstendur þarna er óttalega klúðurslegt. lýsti stassjón- istinn yfir því að hann þyldi ekki þennan hundaklyfbera nálægt sér hjgi@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Hjört Gíslason ÞAÐ hefur vafa- laust ekki farið framhjá neinu foreldri að klámvæðing hefur á undanförnum árum verið í algleymingi hérlendis. Endalaus skilaboð um hvað kynlíf er berast í gegnum sjónvarps- stöðvar víða að úr heiminum, frá Inter- netinu, í kvikmynda- húsum, á myndbönd- um, í tímaritum, tónlist, á nektardans- stöðum og svona mætti lengi telja. Þessar upplýsingar eru því miður oftast bæði villandi og fordæmandi, sérstaklega í garð kvenna. Lögð er ofuráhersla á tæknileg atriði í kynlífi á kostnað tilfinninga, virðingar og tillitssemi. Unglingar eiga oftast mjög auð- veldan aðgang að þessari afskræm- ingu veruleikans. Hún yfirgnæfir upplýsingar um eðlilegt og heilbrigt kynlíf og gefur því unglingum brenglaða mynd af því hvað raun- verulegt kynlíf ætti að vera. Hvað með kynheilbrigði unglinga? Er það e.t.v. í góðu lagi þrátt fyr- ir allt? Samanburður á tölulegum upplýsingum frá Íslandi annars vegar og Norðurlöndunum hins vegar veldur miklum áhyggjum. Fjöldi fæðinga meðal 15–19 ára stúlkna er tvisvar til þrisvar sinnum meiri hér á landi en á hinum Norð- urlöndunum. Samt fer helmingur þeirra sem verða ófrískar í fóstur- eyðingu. Hér á landi er hæsta tíðni fóstureyðinga hjá ungum konum á aldrinum 15–19 ára á Norðurlönd- unum. Á meðan fóstureyðingum hefur farið fjölgandi á Íslandi 1976– 1998 hefur tíðni fóstureyðinga á Norðurlöndunum og í hinum vest- ræna heimi farið lækkandi. Klam- ydíusýking er einnig mest hér og hefur aukist frá árinu 1995. Árið 2001 greindust 2.146 með klamydíu og var hún langalgengust í yngsta aldurshópnum. Þetta eru bara tölu- legar upplýsingar en við erum í raun að tala um líf og velferð barnanna okkar. Afleiðingar þessa raunveruleika geta haft varanleg áhrif á heilsufar og félagslega stöðu þeirra sem fyrir þeim verða. Hvað getum við foreldrar gert? Við getum verið öflugt mótvægi við þær villandi upplýsingar og þann mikla kynlífsþrýsting sem á sér stað í þjóðfélaginu í dag og leið- beint börnunum okkar á þessu sviði. Við höfum sem oftast sjálf mikla reynslu í þessum málum og af miklu að miðla. Ef ekki er alltaf hægt að afla sér upplýsinga um þessi mál. Þegar við tölum við börn- in okkar getum við haft eftirfarandi í huga: Verum til taks til þess að ræða við þau þegar þau leita til okkar með spurningar um kynlíf eða sem tengjast kynlífi. Verum einlæg og reynum að svara þeim út frá þeirra þroska og skilningi. Töl- um við þau, ekki til þeirra. Dæmum þau ekki, því þá getum við misst traust þeirra. Hver og einn ungling- ur á að finna sjálfur hvenær hann er tilbúinn til að hefja kynlíf og hann þarf að vita að hann tapar ekkert á því að bíða. Kynlíf á aldrei að geta átt sér stað vegna þrýstings frá öðrum eða til að þóknast öðrum. Það er því mikilvægt að geta verið tillitssamur, en geta líka sagt nei. Könnun hér á Íslandi árið 1992 sýndi að rúm 50% höfðu haft sín fyrstu kynmök 15 ára gömul. Lík- amlegur þroski einn og sér er ekki nægjanlegur mælikvarði til þess að hefja kynlíf. Það þarf líka að hafa tilskilinn tilfinningalegan og fé- lagslegan þroska til þess að geta hlúð að því á réttan hátt. Í kynlífi er mikilvægt að vera ábyrgur bæði gagnvart sjálfum sér og hinum að- ilanum. Til þess að vera það verða báðir aðilar að vera færir um að ræða saman þau skref sem þeir vilja stíga og hvernig þeir vilja tryggja öryggi sitt. Á þann hátt geta þeir m.a. komið í veg fyrir kynsjúkdóma og ótímabærar þung- anir. Jafnrétti í kynlífi er líka mik- ilvægt og eiga báðir aðilar alltaf að eiga kost á því að geta notið þess til jafns við hinn aðilann. Foreldrar þurfa ekki að óttast að umræður við börn og unglinga hvetji þau til þess að hefja kynlíf fyrr en ella, því rannsóknir hafa einmitt sýnt hið gagnstæða. Um- ræður um kynlíf verða til þess að unglingar byrja seinna að stunda kynlíf og nota frekar getnaðarvarn- ir þegar þeir byrja. Með auknum aldri öðlast þeir aukinn þroska til þess að sinna kynlífi á ábyrgari og ánægjulegri hátt. Best er að koma réttum viðhorfum um kynlíf til barna áður en þau verða unglingar. Foreldrar eru mikilvægir! Best væri að margir gætu snúið bökum saman til þess að leggja þessu málefni lið. Það er t.d. hægt að gera með því að bæta kyn- fræðslu í skólum, hafa aðgengilega þjónustu um getnaðarvarnir og leggja áherslu á markvisst og margþætt forvarnarstarf og fræðslu um kynlífs- og frjósemis- heilbrigði. En það þarf líka vitund- arvakningu í þjóðfélaginu öllu, að opna og efla umræðuna um þessi mál. Við höfum trú á því að hér get- um við sem erum foreldrar eða for- ráðamenn barna okkar komið að góðu gagni. Við getum breytt skað- legri þögn í upplýsingar og umræðu og þannig lagt okkar af mörkum til þess að bæta kynheilbrigði og vel- líðan barna okkar hér á landi. Við þurfum bara að hafa trú á því að við getum þetta og vilja til þess að framkvæma. Óskist nánari umræða eða fræðsla um þetta efni á for- eldrakvöldum í skólum eða annars staðar hikið þá ekki við að hafa samband við undirritaðar. Foreldrar skipta máli! Sigurlaug Hauksdóttir Bergþóra er framkvæmdastjóri SAMFOK. Sigurlaug er yfirfélags- ráðgjafi hjá Landlæknisembættinu. Kynlíf Foreldrar geta verið öflugt mótvægi við þær villandi upplýsingar og þann mikla kynlífs- þrýsting sem á sér stað í þjóðfélaginu í dag, segja Bergþóra Valsdóttir og Sigurlaug Hauks- dóttir, og leiðbeint börnum sínum. Bergþóra Valsdóttir FYRIRSÖGN þessa greinarstúfs er sú ein- kunn sem Ragnar Arn- alds, formaður Heims- sýnar, hreyfingar sjálfsstæðissinna í Evr- ópumálum, gefur ör- stuttum pistli sem rit- aður var á vef Samtaka iðnaðarins hinn 10. júlí sl. um samninga milli Möltu og ESB. Deilt á Möltu Andstæðingar aðild- ar Möltu að ESB hafa gagnrýnt niðurstöð- urnar í sjávarútvegs- málum eins og raunar niðurstöður allra þeirra 22 samn- ingskafla sem Malta hefur þegar lok- ið. Stjórnarandstæðingar hafa kallað samninginn svik við þjóðarhagsmuni, sbr. t.d. ummæli Noel Farrugia, sem er talsmaður stjórnarandstöðu- flokksins (Labour Party) í landbún- aðar- og fiskveiðimálum. Í sama streng tekur formaður flokksins Al- fred Saint. Þeir hafa líka gagnrýnt túlkun yfirvalda á Möltu á niðurstöð- unum. Greinilegur samhljómur er í gagnrýni þeirra og Ragnars Arnalds. Óþörf gífuryrði Það er óþarft af formanni Heims- sýnar, þó að hann vilji vekja athygli á viðhorfum stjórnarandstöðunnar á Möltu, að grípa til þess að saka und- irritaðan í Morgunblaðinu 24. júlí sl. um „svæsnar rangtúlkanir“ og segja „ … það harla ósvífið þegar talsmað- ur Samtaka iðnaðarins laumar … að lesendum sínum … “, þegar vitnað er til opinberra skjala og túlkunar malt- neskra samningamanna og stjórn- valda um innihald og þýðingu samn- ingsins. Áróðursbragð ESB? Á vef Samtakanna var einungis vakin athygli á niðurstöðum samn- inga sem Möltubúar hafa gert við ESB á sviði sjávarútvegsmála í tengslum við aðildar- viðræður. Í greininni er vísað til frumheimildar skrifanna sem er fréttatilkynning frá Malta-EU Information Centre sem er opinber stofnun sett á fót af maltneskum yfirvöld- um og hefur það hlut- verk að upplýsa al- menning á Möltu um gang aðildarviðræðna, þýðingu og áhrif aðild- ar Möltu að ESB. Það er því sérkennilegt að sjá Ragnar enda grein sína á því að upplýsa að „ … þessar blekkingar hafa verið raktar beint til upplýs- ingaskrifstofu ESB á Möltu … … þarf tæpast að taka fram að þessi blekkingaleikur hefur vakið mikla reiði á Möltu og verið þar harðlega fordæmdur.“ Það er því ein- faldlega rangt hjá Ragnari að þessar upplýsingar eigi með nokkrum hætti rætur að rekja til ESB og fullyrð- ingar hans um reiði og fordæmingu eiga að minnsta kosti ekki við um maltnesk stjórnvöld. Maltnesk stjórnvöld ánægð Í grein sem sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra Möltu, Ninu Zammit, skrifar í The Times of Malta 12. júlí segir hann m.a: „Framkvæmdastjórn ESB viður- kenndi og samþykkti öll vísindaleg gögn sem voru lögð fram [af Möltu] og bauð Möltu að gera tillögur að stjórnkerfi veiða innan verndarsvæð- isins [25 mílna lögsögunnar] – hins fyrsta innan ESB. Reglurnar fyrir verndarsvæðið voru ekki settar af ESB heldur voru þær samdar af stakri vandvirkni af maltenskum stjórnvöldum í sam- ræmi við alþjóðlega viðurkenndar aðferðir við að tryggja sjálfbærar veiðar með ábyrgum hætti. Það vill svo til að á sama tíma og hinar nýju reglur hafa engin áhrif á 94% maltneska flotans þá er nánast ómögulegt (practically impossible) fyrir veiðiskip frá öðrum aðildar- ríkjum ESB að veiða innan lögsög- unnar.“ [leturbr. höf.] Ráðherrann segir ennfremur: „Maltneskir sjómenn og Möltubúar í heild hafa sannarlega náð mjög dýr- mætum samningi … “ Lítilfjörlegur lærdómur Ragnar Arnalds telur að það sé harla lítilfjörlegt þegar sagt er á vef Samtaka iðnaðarins: „Lærdómurinn sem draga má af viðræðum ESB og Möltu er sá að það er um eitthvað að semja og það er hægt að semja um niðurstöðu sem er ásættanleg, bæði frá sjónarhóli ESB og umsóknar- landsins.“ Ég stend hins vegar fast við þessa skoðun mína. Samninga- menn ESB og Möltu settust að samningaborði og náðu samkomulagi sem þeir telja viðunandi fyrir báða aðila. Það er mergurinn málsins í augum þeirra sem vilja semja um að- ild Íslands að ESB. Svæsnar rangtúlkanir Jón Steindór Valdimarsson ESB Samningamenn ESB og Möltu settust að samn- ingaborði, segir Jón Steindór Valdimarsson, og náðu samkomulagi sem þeir telja viðunandi fyrir báða aðila. Höfundur er aðstoðarframkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.