Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 50
„MAMMA, hvernig er Skotland? Við kynntumst svo skemmtilegum krökk- um frá Skotlandi á landsmótinu að mig langar að fara þangað einhvern tímann!“ Svona mælti 12 ára dóttir mín við heimkomuna eftir að hafa dvalið í tjaldi í eina viku á skátamóti þar sem skátar á öllum aldri frá mörgum löndum komu saman. Svo bætti hún við að hún myndi sakna þess að syngja ekki með öllum hinum skátunum skátasöngva á hverju kvöldi en skátahreyfingin er jú vel þekkt fyrir alla hressu söngvana sína. Dóttir mín minntist einnig á fleiri lönd og fleiri skáta bæði héðan og þaðan, sýndi okkur skiptigjafirnar sem hún fékk frá ýmsum þjóðlöndum en þar kenndi margra grasa. Það var að sjá að vikudvöl í samfelldu skáta- starfi hafði gert henni heilmargt gott. Hún var himinlifandi og uppveðruð yfir þessari lífsreynslu að búa í tjald- búðum svona lengi og njóta þeirrar dagskrár sem landsmótið bauð upp á. Þarna var mikið sungið og trallað, leikið og lært. Við hjónin fórum í helg- arheimsókn og dáðumst að skipulagi mótsins og stemmningunni þarna. Við dáðumst einnig að öllum hand- gerðu hlutunum en skátarnir notuðu mest tréspírur og bönd til þess að búa til allt mögulegt, allt frá tjaldbúðar- hliði til flóknustu leiktækja, sköpunin allsráðandi. Þarna var vatnasafarí, flekar, klifurgrindur o.fl. o.fl. Auðvit- að á þetta ekkert að koma manni á óvart því skátarnir eru vel þekktir fyrir hugmyndaauðgi í svo mörgu, þetta er sannkölluð ævintýrahreyf- ing! Þarna var vönduð blaðaútgáfa dag hvern sem færði landsmótsgest- um fréttir af mótinu sjálfu og þátttak- endum þess. Ef það er ekki forvarnarstarf og kynning á skemmtilegri lífssýn að vera í skátunum allt árið og komast svo í kynni við svona góða samkundu sem landsmót skáta er þá er ég hissa. Við tökum hattinn ofan fyrir skát- um landsins og sérstaklega þeim sem skipulögðu landsmótið en einnig öll- um þeim er sáu sér fært að koma þangað. Allt uppbyggingarstarf með börn- um og unglingum er nauðsynlegt þessa dagana til þess að sýna æsk- unni hversu dásamlegt lífið getur ver- ið án vímuefna. Eitt sinn skáti ávallt skáti! MARTA EIRÍKSDÓTTIR, skáti og kennari. marta@fss.is Frábært Lands- mót skáta Frá Mörtu Eiríksdóttur: Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Veðrið lék við skáta á Landsmótinu á Akureyri. Frá Mörtu Eiríksdóttur: 50 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                               ! "     ##   $           "  %      BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ VELDUR miklum áhyggjum og vonbrigðum að búið er að klúðra þeim einstæða möguleika sem fyrir hendi var til uppbyggingar á sjó- minjasafni í Reykjavík. Ég á hér við varðskipið Þór, sem nú er alfarið á förum úr landi. Þór er eitt elsta og söguríkasta skip landsins og hefði getað orðið vegleg uppistaða í slíku safni. Um langt árabil hafa sjóminjar týnst og farið forgörðum á höfuð- borgarsvæðinu. Því miður hefur Ár- bæjarsafn alfarið látið eiga sig að sinna þessum mikilvæga þætti í sögu Reykjavíkur. Sem dæmi um ástandið má benda á að mótorbáturinn Aðal- björg er að fúna niður í Árbæjarsafn- inu, en hún var smíðuð í Reykjavík 1935, Kútter Sigurfari að fúna niður á Akranesi, smíðaður árið 1885 í Englandi, Þorsteinn björgunarskip í eigu Slysavarnafélags Íslands, smíð- aður í London 1901, kom til Reykja- víkur 1929 og liggur nú í reiðileysi í Sandgerði. Skaftfellingur smíðaður í Danmörku 1917 er að fúna niður í Vík í Mýrdal og enn gráta menn Ný- sköpunartogarana, sem flestir fóru í niðurrif, og svona mætti lengi telja. Útgerð, fiskvinnsla og fiskveiðar, voru á sínum tíma undirstöðuat- vinnuvegur Reykvíkinga. Það er því sorglegt að sjá hve lítill áhugi virðist vera meðal safnayfirvalda á þessum þætti í sögu borgarinnar. Okkur sjómönnum finnst hörmu- legt að sjá hafnarsvæðið lagt undir tónlistar- og ráðstefnuhöll, þar sem frekar ætti að vera aðstaða til sýn- inga á undirstöðu atvinnuháttum þjóðarinnar til margra áratuga. Symfóníur og ráðstefnur má örugglega staðsetja á öðrum og jafn fallegum stöðum í borginni án þess að eyðileggja alla möguleika á að byggja upp aðstöðu við hæfi um grundvallar atvinnuþætti íslensku þjóðarinnar. FRIÐRIK FRIÐRIKSSON, Tómasarhaga 36, Reykjavík. Mál er að linni Frá Friðriki Friðrikssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.