Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorlákur Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 17. nóvember 1957. Hann lést á heimili sínu í Árósum 5. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- mundur Sigurðsson, f. 13.7. 1929, d. 28.1. 1976, og María Helga Guðmundsdóttir, f. 31.10. 1933. Stjúpfað- ir Þorláks var Sig- urður Leifsson, f. 1.4. 1926. Þorlákur átti þrjár systur. Þær eru: 1) Sigurrós Guðmundsdóttir, f. 16.11. 1948, maki Gísli Sigurðs- son, f. 14.5. 1948. Þau eiga fimm börn og átta barnabörn. 2) Kristín Guðmundsdóttir, f. 24.9. 1956, maki Hróar Pálsson, f. 4.10. 1949. Þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. 3) Rósa Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 4.6. 1966, maki Rúnar H. Sigurðsson, f. 25.11. 1957. Þau eiga þrjú börn. Þorlákur átti tvær dætur. Þær eru Að- albjörg Jóhanna, f. 17.6. 1982, móðir hennar er Bára Sveinsdóttir, f. 1.5. 1962; og Anna Heið- ur, f. 24.1. 1986, móðir hennar er Ey- dís Ólafsdóttir, f. 13.10. 1960. Þorlákur ólst upp í Reykjavík og varð gagnfræðing- ur frá Ármúlaskóla. Árið 1988 fluttist hann til Árósa og lauk þar stúdentsprófi. Hann stundaði nám í hugmyndasögu við háskólann í Árósum. Útför Þorláks fór fram í kyrr- þey hinn 16. júlí. Það var bjartur laugardagur að vori í Árósum árið 1999. Ég og kona mín tókum daginn snemma og varð okkur tíðrætt um okkar gamla vin, Lalla. Á göngu okkar um stræti borgarinnar og þegar áð var á kaffi- húsum vöktuðu augu okkar mann- fjöldann í þeirri trú að Lalli gengi þar á meðal. Við vorum þess hand- viss að endurfundir væru á næsta leiti. Ekkert bólaði hins vegar á „höfðingjanum“. Þegar degi var vel farið að halla og við á heimleið heyr- um við nöfn okkar nánast hrópuð upp. Fyrir aftan okkur stóð maður sem við höfðum mætt fáum andar- tökum áður en yfirsést. Trúin varð að veruleika. Lalli stóð andspænis okkur og fagnaði okkur vel. Hann hafði búið í borginni í um áratug og þekkti þar hvern krók og kima. Fáum andartökum eftir handaband og koss vorum við sest inn á rólegan stað með „Grön“ í glasi og röktum garnir hvert úr öðru. Ákveðið var við lok fundar að vekja upp þau góðu kynni sem voru til staðar þegar hann flutti búferlum til Danmerkur. Engir svo háir þrösk- uldar ættu að koma í veg fyrir að gömlu félagarnir gætu skipst á skoðunum líkt og áður. Heimilisföng voru hripuð á munnþurrkur og símanúmer þess sem slíkt apparat rak. Þétt handtak að lokum og koss á kinn frúarinnar. Andartaki síðar, léttur í spori var Lalli horfinn fyrir næsta horn. Ég hef ekki séð hann síðan. Örlögin hafa hagað því svo að þetta varð okkar síðasti fundur. Bréfaskipti urðu þó nokkur fyrstu mánuðina á eftir en svo rofnaði sambandið. Vænn drengur á góðum aldri hef- ur fengið svar við stóru spurning- unni: „Hver er tilgangur lífsins?“ Við andlát góðs vinar allt frá æskudögum er líkt og tíminn stöðv- ist eitt stundarkorn og fortíðin taki sér far með vísum klukkunnar. Ótrúlegustu hlutir tylla sér á tá. Hver þeirra reynir að gera sig breiðan og úr verður heild. Saga unglings- og manndómsára er ljós í minningunni. Uppátækin fjölskrúðug, vináttan sterk og fram- tíðin bara heillavænleg. Dómarinn blæs leikinn af og leik- mennirnir standa á krossgötum. Ýmsar leiðir eru í boði og hver og einn leggur af stað í góðri trú. Bratt- ar eru misháir, meðbyr á köflum, sigrar á stundum og töpin læða sér með. Þegar upp er staðið kvittar hver sinna gjörða. Þá bókfærslu er okkur ekki gert að skilja hérna megin. Eftir stendur minning um góðan dreng. Dreng sem var leitandi, víð- lesinn, listhneigður og tryggur. Þín minning er varðveitt, mörgum svo kær, margslungin persóna varstu. Í atómskri hugsun afburða fær, orðin fram snilldarleg barstu. Far vinur þá mildu og björtu braut, brattur og glaður sem forðum. Ég varðveiti það sem frá þér ég hlaut þar til aftur við skiptumst á orðum. Hafðu þökk fyrir samfylgdina, kæri vinur. Gunnar A. Hansson. Fyrir rúmum 30 árum í nýbyggðu Breiðholtinu kom saman einn af fyrstu árgöngum gagnfræðaskóla- nema í Breiðholtsskóla. Allir ný- fluttir í hverfið og í þessu hráa og nýja umhverfi hitti maður þá vini sína sem kærastir hafa verið síðan. Ég man eftir Lalla vini mínum á fyrsta skóladegi horfandi alvarleg- um og jafnvel ógnandi augum yfir bekkinn, en það var vörn hans við óþekktum aðstæðum. Það var fyrst við knattspyrnuiðkun sem ég kynnt- ist Lalla náið. Hann var mjög lið- tækur í boltanum, fljótur og fylginn sér. Lalli var svo fljótur að hlaupa að stundum gleymdi hann boltanum í rispum sínum upp kantinn. Það skipti hann hins vegar engu, hann hljóp bara til baka og náði í boltann. Lalli hefði getað náð langt í bolt- anum, en eins og flestir í vinahópn- um varð hann bara ungur og efnileg- ur og hætti alltof snemma. Lalli hneigðist til lista. Hann mál- aði myndir og svo var það tónlist- in.Tónlistin átti hug hans allan og þá bara djasstónlist. Hann keypti sér saxófón og byrjaði að „djamma“ með köllunum á djassplötunum. Innlifunin og sporin voru flott en hljóðin voru ógurleg og skerandi, enda lauk saxófónferli Lalla snögg- lega þegar hljóðfærið fékk eðlilega að fjúka fram af svölunum í Íra- bakkanum. Við Lalli og vinirnir héldum mikið til á Írabakka og seinna í kjallaran- um í Lækjarseli. Þolinmæði Maríu móður Lalla og systra var mikil. Það var spiluð djasstónlist í botni og um- ræðan um ágreiningsefnin gat orðið hávær. Oft var bara hlegið, en Lalli hafði einstaklega smitandi hlátur og þá sérstaklega á innsoginu eins og við kölluðum það. Það kom fyrir að það var hlegið í 10 til 20 mínútur og svo spurði einhver: „Hvað var svona fyndið?“ Enginn vissi það, Lalli hafði bara fengið eitt af sínu mörgu hlátursköstum og tekið alla með sér. Skákin var líka vinsæl. Tólf skáka einvígi okkar Lalla í Lækjarseli sem tók nokkrar vikur að klára er mér ógleymanlegt. En nú var stefnan tekin á bók- menntir og heimspeki. Upphófst nú mikill lestur og skriftir. Lalli flutti til Árósa, tók BA-próf í hugmynda- sögu og stundaði skriftir og önnur störf. Lalli var búinn mörgum mann- kostum. Hann var strangheiðarleg- ur, mikill húmoristi og frábær vinur. Hann var líka sérlundaður og gerði miklar kröfur til sjálfs sín, kannski of miklar. Hann valdi aldrei léttustu leiðina út úr hlutunum. Hann var trúr eigin sannfæringu! Ég hitti Lalla síðast fyrir ári er hann kom heim til að ná sér af veik- indum. Þá var hann hjá móður sinni í Lækjarseli sem hlúði að honum eins og endranær. Hún var alltaf an- keri hans í lífinu. Við vinir Lalla hlökkuðum til að hitta hann heilan og hressan. Tíminn sem við héldum að við ættum varð að engu. Allt of snemma er þessi yndislegi maður allur. Hans verður sárt saknað. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til Maríu, Sigga, systra og dætra Lalla og annarra vandamanna. Þórarinn Haraldsson. ÞORLÁKUR GUÐMUNDSSON „Þú blíða drottning bjartari en sólin.“ – Þannig hljómar byrj- un á lagi eftir Sig- valda Kaldalóns sem minnir okkur á ömmu. Því amma var alltaf til staðar og amma gaf okkur alltaf í gogginn og gætti þess vel að enginn færi svangur út um dyrnar. Hún amma kunni að segja frá, sögur um gömlu góðu dagana af börnunum sínum og þegar hún og afi kynntust á Grund. Hún sagði okkur líka frá pabba sínum sem dó langt um ald- KRISTÍN ELÍN THEODÓRSDÓTTIR ✝ Kristín ElínTheodórsdóttir fæddist á Brávöllum í Stokkseyrarhreppi 10. september 1914. Hún lést 14. júlí síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 22. júlí. ur fram og það var auðvelt að skynja að amma var mikil pabbastelpa. Við ömmu var hægt að ræða um allt milli himins og jarðar og amma bjó til bestu fiskbollur í heimi. Minningarnar um ömmu eru fullar af birtu og hlýju og við sjáum hana nú fyrir okkur hönd í hönd með afa geislandi af gleði og sátt. Loksins komin í paradís. Það er eins og okkur fyndist að amma ætti að vera eilíf því hún var alltaf til staðar. Elsku amma, þú gafst okkur svo marga gimsteina úr hjarta þínu sem við nú varðveitum í minning- arskríninu okkar. Hvíldu í faðmi hins eilífa í friði. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Örlagastraumurinn áfram rennur, alla að markinu ber. Hlæjandi söngstu þín sólarljóð, og söngurinn yljaði mér. Horfin ertu yfir hafið mikla, nú er heitasta óskin til þín að Guð þig beri í birtu og hlýju beina leið heim til sín. (Brynja Bjarnadóttir.) Þín ömmubörn Jóhann, Kristín og Margrét. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina                     !" #$%&'$               ! "  #  $ %  &''( !)        ()& (%& & * +   + & ,-   +   .%-&/& &,-   ,&0%1 $()& ,-   (& & ()& ,-   (%1  '& ()& * 2'&3 &,-    4+&3 &,-   0 +, 3 &,-   ( & , 3 &,-  *+5& &5& &51 6 !             7  3 $-+)8 #$%&'$    *    +  ,    "   - )& 96&+& * (+&-&,-   ,'& ,&+& * -&&/&+,-   -6&+& * : &0&, ,-   1 &+& ,-   &  -&+ *  &+&+& ,-   + %-;   * + &+96&+& ,-   -&7% )* 5& &51 *+5& &5& &51 6 )          (. :<   %$ & = +  * 1) )>? #$%&'$ .  # " /  0  " $ 1  ,      - '@ 6:A  *   -,-   24+&:A  ,-   7+& / 0-&* @  :A  ,-    B& + *+# $&51 6 04 +' )&   +1 ?"5 #$%&'$  .  #  "  1     ! "    &  &+(( !)   "     (& &, 6& *6 *    0       0    0 @@  3 ))C? #$%&'$ "      ! "  $ %  &''( 2 "    "    03 0      0   '   $* &  $* +   )*& ,-    $* @& 96 &+,-   &)6 $DE55 && E**,B& , *+ %1$#, 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.