Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 47 Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Lausar kennarastöður Við Öldutúnsskóla eru lausar eftirtaldar stöður: ● Kennsla í sérdeild (100%) ● Tónmenntakennsla (60%) Allar upplýsingar um störfin veitir skóla- stjóri, Helgi Þór Helgason í síma 895 8648. Umsóknarfrestur er til 2. ágúst og umsóknir berist til Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31 en einnig er hægt er sækja um rafrænt á hafnarfjordur.is . Fræðslustjórinn í Hafnarfirði. Kennarar Tálknafjörður er góður valkostur Við grunnskólann á Tálknafirði vantar fjölhæf- an kennara til starfa. Til greina kemur: Almenn bekkjarkennsla á miðstigi. Kennsla í íslensku í 10. bekk. Kennsla í dönsku á mið- og unglingastigum. Stuðningskennsla. Ýmislegt fleira. Vinnuaðstaða kennara er mjög góð, allgott tölvuver og hljóðver til tungumálakennslu. Kennarar fá fartölvur, sem gefur möguleika á sveigjanlegum vinnutíma. Nemendur við skólann eru um 65 í 1.—10. bekk. Samkennsla er allnokkur og eru 7 til 16 nemendur í hverjum hóp/bekk. Flutningsstyrkur og niðurgreitt hús- næði. Umsóknarfrestur er til 6. ágúst 2002. Tálknafjörður er skjólgóður, lygn og gróðursæll fjörður miðja vegu á milli Bíldudals og Patreksfjarðar. Fjölbreytt mannlíf, gott félagslíf, afar virkur og góður tónlistarskóli, íþróttamannvirki eins og þau gerast best og margt fleira. Í kauptúninu búa um 370 manns. Nánari upplýsingar veitir: Ingólfur Kjartansson skólastjóri í símum 456 2660 og 897 6872. Heimasíða Tálknafjarðarhrepps er: www.talknafjordur.is . Netfang skólastjóra er: ingolfur@talknafjordur.is . R A Ð A U G L Ý S I N G A R NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Hús og mannvirki í Sauðanesi, 50% ehl. Kristins Péturssonar, þingl. eig. Kristinn Pétursson og Rósa Benónýsdóttir, gerðarbeiðandi Vélar og þjónusta hf., fimmtudaginn 1. ágúst 2002 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Höfn, 26. júlí 2002. TIL SÖLU Sumarbústaður við Þingvallavatn í Mjóaneslandi, vel viðhaldinn, til sölu. Stór baðstofa m. kamínu, hreindýrahöfuð, húsgögn, panilklæddur. Einnig stórt og gott veiðisvæði og stór lóð m. friðsælum skógi. Uppl. í síma 561 1590 og heima 561 6290. TILKYNNINGAR 50% afsláttur af öllum bókum, aðeins þessa helgi. Gvendur dúllari, alltaf góður Fornbókaverslun, Kolaportinu. VEIÐI Norðurá Óvænt losnuðu tvær stangir í bestu á landsins 30. júlí 2002. Sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 897 5547, Steingrímur eða 862 2363, Sigurbjörg. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF 28. júlí, sunnud.: Ok við Kalda- dal (1.198 m). Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. 4—5 klst., fararstjóri Þóroddur Þóroddsson. Verð 2.200/2.500. Verslunarmannahelgi með FÍ: Fjölskylduhelgi í Þórsmörk 2.—5. ágúst; göngur, leikir, grill. Hraðganga um Laugaveginn 2.—5. ágúst. Fossar í Þjórsá 3.—4. ágúst (uppselt). Lónsör- æfi 31. júlí—3. ágúst (uppselt). Þjórsárver 2.—7. ágúst (upp- selt). Trússferð um Laugaveginn 1. ágúst, 3 sæti laus, Kjalvegur hinn forni 7. ágúst, nokkur sæti laus. Norðurárdalur — Hjalta- dalur 10. ágúst, nokkur sæti laus. Sími FÍ 568 2533. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. 28. júlí. Botnsúlur. Leiðin er 12-14 km. Áætlaður göngutími 5- 6 tímar og hæðaraukning um 1050 m. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð kr. 1.800/2.100. Fararstjóri: Tómas Þ. Rögnvaldsson. VERSLUNARMANNAHELGI 3.–5. ágúst. Básar á Goðalandi. Dveldu í Básum um Verslunarmanna- helgina. Brottför frá BSÍ kl. 08.30. Verð kr. 7.100/8.300 í skála, kr. 6.300/7.300 í tjaldi. 3.–5. ágúst. Fimmvörðuháls (Næturganga). Brottför frá BSÍ kl. 17.00. Verð kr. 8.200/9.700. 1.-5. ágúst. Laugavegurinn. Trússferð. Brottför frá BSÍ kl. 08.30. Verð kr. 20.900/23.800. Fararstjóri: Ingibjörg Eiríksdóttir. 2.-5. ágúst. Sveinstindur - Skælingar. Trússferð. Fararstjóri: Sigurður Jóhanns- son. UPPSELT. 2.-5. ágúst. Strútsstígur. Trússferð. Brottför frá BSÍ kl. 08.00. Verð kr. 16.900/19.500,- Fararstjóri: Steinar Frímannsson. 3.-9. ágúst. Gæsavatnaleið (Jeppadeild). Brottför frá Hrauneyjum kl. 12.00. Verð kr. 10.900/12.900 pr. bíl. Fararstjóri: Jósef Hólmjárn. 4.-7. ágúst. Fögrufjöll – Sveinstindur. Bakpokaferð. Brottför frá BSÍ kl. 08.30. Verð kr. 13.900/15.700. 6.–8. ágúst. Snæfellsöræfi - Jökudalsheiði. Þriggja daga öku- og gönguferð norðan Vatnajökuls. Nú fer hver að verða síðastur að skoða fyrir- hugaðar virkjanaslóðir. Brottför frá Egilstöðum kl. 10.00. Verð kr. 16.900/19.200. Farar- stjórar: Gunnar Hólm Hjálmars- son og Anna Soffía Óskarsdóttir. mbl.is ATVINNA YFIRREIÐ biskups í Borgarfjarð- arprófastsdæmi hófst annan dag páska í Hallgrímskirkju í Saurbæ og lauk á Borg sunnudaginn 21. júlí sl. Alls voru haldnar 17 messur og guðþjónustur auk 5 helgistunda í vísitasíuferðinni í prófastsdæminu, en yfirreiðin var tvískipt, í seinni heimsóknarlotunni voru Fitjakirkja í Skorradal, Knarranes, Hjörsey og Borg heimsótt. Fitjakirkja fékk heimsókn bisk- ups föstudaginn 19. júlí sl. Með bisk- upi voru prófasturinn sr. Þorbjörn Hlynur Árnason og sóknarprestur Hvanneyrarsóknar, sr. Flóki Krist- insson. Hin 105 ára gamla kirkja á Fitjum var þéttsetin í messunni, en kirkjugestir voru 35. Eftir messu buðu kirkjueigendur til veislu, en Fitjakirkja er bændakirkja, og þar var biskupi gefin útskorin mynd af Fitjakirkju gerð af Guðmundi Þor- steinsyni, bónda í Efri-Hreppi, til minningar um heimsóknina. Síðasti biskup sem messað hafði á Fitjum í vísitasíuferð, var faðir núverandi biskups, sr. Sigurbjörn Einarsson, en hann messaði á Fitjum sumarið 1969. Laugardaginn 20. júlí fór biskup með föruneyti í Knarranes og í Hjörsey, þar sem kirkja stóð í aldir, en nú er það ekkert guðshús, svo guðþjónustan fór fram í gamla kirkjugarðinum. Síðasta messa biskups í þetta sinn var svo á Borg sunnudaginn 21. júlí. Kirkjan á Borg er orðin sérlega glæsileg, söfnuðinum, prófastinum og þeim iðnaðarmönnum sem að verkinu komu til sóma. Viðgerðin stóð frá hvítasunnu 2001 til hvíta- sunnu 2002. Eftir eftirminnilega biskupsmessu í Borgarkirkju, þar sem viðstaddir voru auk biskups og prófasts, prestarnir sr. Árni Pálsson, sr. Brynjólfur Gíslason og sr. Ágúst Sigurðsson. Að lokinni messu bauð sóknar- nefndin til veislukaffis á Hótel Borg- arnesi. Þar flutti Árni Guðmundsson frá Beigalda stórfróðlegt erindi um Borg á Mýrum og staðarhaldara þar. Þar kom meðal annars fram að einungis voru þrír prestar kosnir í Borgarprestakalli sl. 114 ár. Sr. Ein- ar Friðgeirsson fékk prestakallið 18. júlí 1888 og þjónaði til 27. mars 1929, sr. Björn Magnússon fékk presta- kallið 3. júlí 1929 og þjónaði til 16. október 1945. Sr. Leo Júlíusson kom að Borg 28. febrúar 1946 og fékk lausn 1981. Núverandi prestur, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, kom að Borg í júní 1982, svo miðað við aldur hans nú verður næsta prestskosning í Borgarprestakalli árið 2024. Að lokum má geta þess að síðustu þrír Borgarprestar hafa allir orðið prófastar og annað óvenjulegt gerð- ist á Borg árið 1990; þá leysti faðir núverandi prests, sr. Árni Pálsson, son sinn af og þjónaði Borgarpresta- kalli til ársins 1995. Vísitasíu biskups í Borgar- fjarðarprófastsdæmi lokið Morgunblaðið/Davíð Pétursson F.v.: Séra Ágúst Sigurðsson, séra Þorbjörn Hlynur Árnason, prestur á Borg, biskup Íslands, séra Karl Sig- urbjörnsson, séra Árni Pálsson, faðir Þorbjörns Hlyns, og séra Brynjólfur Gíslason, prestur í Stafholti. MARKAÐUR verður haldinn í Lónkoti í Skagafirði sunnudag- inn 28. júlí frá kl. 13 til 18. Markaður í Skagafirði Trabant sér um hljóðmynd Í frétt í blaðinu á miðvikudag um æfingar Dansleikhússins með Ekka á dansverkinu Evu láðist að geta þess að hljómsveitin Trabant sér um hljóðmynd verksins og er öll tónlistin frumsamin. Stofnfjárfundur SPRON 12. ágúst Ranglega var sagt í Morgun- blaðinu á fimmtudag að fundur stofnfjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis yrði haldinn 16. ágúst. Fundurinn verð- ur haldinn 12. ágúst eins og raun- ar hefur áður komið fram í blaðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangt millinafn Rangt var farið með seinna nafn Helgu Laufeyjar Finnbogadóttur í blaðinu í gær en hún er ein þriggja söngkvenna sem syngja á sumar- tónleikum við Mývatn í Reykja- hlíðarkirkju í kvöld. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.