Morgunblaðið - 12.02.2003, Síða 23

Morgunblaðið - 12.02.2003, Síða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 23 „ÉG byrjaði í poppbandi þegar ég var bara krakki, – spilaði á trommur, þangað til krakkarnir fundu strák sem var að læra á trommur; þá varð ég að snúa mér að fiðlunni til að fá að vera með, og fór bara að spinna og leika mér á fiðluna, – ég held ég hafi bara grætt á því.“ Una Sveinbjarnardóttir fiðluleik- ari hefur orðið, nýkomin frá Berlín þar sem hún lauk nýlega fyrri hluta einleikaraprófs síns í fiðluleik, en í kvöld kl. 20.00 heldur hún tónleika ásamt Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur píanóleikara í Karlakórshús- inu Ými við Skógarhlíð. Ef marka má framúrskarandi árangur og þær viðurkenningar og verðlaun sem Unu hafa hlotnast á námsferlinum má þakka trommudrengnum margt; – Una átti augljóslega erindi við fiðl- una. Alls staðar hefur hún brillerað í námi, – hún lauk Diplom-prófi í Berlín fyrir tveimur árum með hæstu einkunn, og hefur jafnframt því að vera í skólanum leikið með Útvarpshljómsveitinni í Berlín og fleiri þekktum hljómsveitum ytra, auk þess að vera um tíma kons- ertmeistari hljómsveitar skólans. Löngu áður en þetta var var hún konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar æskunnar hér heima. Hún spilar jafnt kammermúsík sem sin- fóníska músík, og hún hefur spilað með Björk og ýmsum tónlist- armönnum í popptónlist, – og hlust- ar talsvert á djass. „Ég er fyrst og fremst klassískur fiðluleikari, en ég hef haft þá stefnu að sérhæfa mig ekki í neinu einu. Mér finnst gaman að spila barokk- tónlist, og líka klassíska tónlist, en er bara mikil alæta á tónlist. Maður tapar engu á því að kynna sér mis- munandi stíltegundir og stefnur í tónlist og kafa svolítið inn í þær. Þegar allt kemur til alls græðir mað- ur á þessu, en maður þarf jafnframt að taka aðra tónlist alvarlega og bera virðingu fyrir því sem maður fæst við hverju sinni. Sem dæmi: Fyrir tuttugu, þrjátíu árum spiluðu allir Bach eins og þeir væru að spila Brahms. Í dag er þekkingin miklu meiri og við vitum betur hvernig ætlast var til að tónlist væri spiluð. Við þurfum að bera virðingu fyrir þessu, spila tónlistina eins og til var ætlast, og höfum enga afsökun fyrir því að „feika“ okkur í gegnum hana eftir eigin geðþótta.“ Efnisskrá tónleikanna í kvöld er fjölbreytt, og verkin öll úr uppá- haldsverkasafni Unu. Nýjast er Im Volkston, verk sem Atli Heimir Sveinsson samdi sérstaklega fyrir Unu, og hún frumflutti á prófinu sínu frá Universität der Künste í Berlín á dögunum. „Þetta er ramm- íslenskt verk, byggt á tveimur þjóð- legum stefjum. Það byrjar hægt, þar sem fiðlan leikur mjög veikt en pí- anóið mjög sterkt. Í milliköflunum er unnið úr stefjunum, en lokakafl- inn er byggður á seinna stefinu.“ Una leikur líka Sónötu í f-moll eftir Prokofijev sem hún segist hafa mik- ið dálæti á. „Þetta er stóra verkið á prógramminu, en eftir hlé spilum við litla sónötu í G-dúr eftir Bach fyrir fiðlu og fylgirödd, þá Fantasíu eftir Arnold Schönberg og loks Zigeuner- weisen eftir Pablo de Sarasate.“ Fantasía Schönbergs er tólf tóna verk, en Una segir það engu að síður mjög rómantískt. Sígaunavísur Sar- asates er verk sem Una hefur oft spilað; – og verk sem allir sem á ann- að borð hlusta á fiðlumúsík þekkja. Það er einmitt þetta þar sem stefið Til eru fræ birtist í miðkaflanum, – mitt á milli virtúósískra tilþrifa fiðlu- meistarans Sarasates. „Þetta verður voða gaman; – samstarfið við Önnu Guðnýju er frábært; – hún spilaði oft með mér þegar ég var í Tónlistar- skólanum hér heima, þannig að það hefur reynt á samspilið áður.“ Una Sveinbjarnardóttir og Anna Guðný á tónleikum í Ými Morgunblaðið/ÞorkellAnna Guðný Guðmundsdóttir og Una Sveinbjarnardóttir á æfingu í Ými. „Ég er fyrst og fremst klassískur fiðluleikari“ FÉLAG bókagerðarmanna hefur afhent handritadeild Lands- bókasafns Íslands handrita- og bréfasafn hjónanna Hallbjarnar Halldórssonar prentara og Krist- ínar Guðmundsdóttur hár- greiðslumeistara. „Það er kunnara en frá þurfi að segja hvern sess þau hjón skipuðu í menningarlífi ungs og framsækins fólks hér í borg á fyrri hluta nýliðinnar aldar, en segja má að heimili þeirra gengi næst Unuhúsi sem miðstöð þessa hóps um árabil. Í því sambandi má benda á að þeirra er víða getið í minningafrásögnum rithöfundanna Halldórs Laxness og Þórbergs Þórðarsonar, svo tveir hinna þekkt- ustu séu nefndir – enda mun í þessu safni að finna áður ókunn bréf er þeir hafa ritað og jafnvel annað efni, svo sem prentsmiðjuhandrit að greinum eða sögum – að ógleymdum bréfum eða öðrum handritagögnum frá öðru ónefndu fólki, sem kannski eru í sjálfu sér ekki síður athyglisverð þegar rýnt er í sögu fyrri kynslóða,“ segir í frétt frá Landsbókasafni. Landsbóka- safn fær handrit og bréf að gjöf Sæmundur Árnason, formaður Félags bókagerðarmanna, afhendir Sigrúnu Klöru Hannesdóttur Landsbókaverði gjöfina við athöfn í Þjóðarbókhlöðu. Agatha Kristjánsdóttir sýnir nú ol- íuverk í kaffistofunni Lóuhreiðri, Laugavegi 59. Agatha hefur verið meðlimur í myndlistarklúbbi áhuga- manna um árabil og haldið fjölmarg- ar sýningar. Sýningin stendur til mánaðamóta. Í DAG 13 .0 2 20.02 13.03 27 .0 2 Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 /0 2 Á þessum tónleikum kemur fram glæsilegt tríó einleikara með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Þessir frábæru hljóðfæraleikarar fá næg tækifæri til að láta ljós sitt skína í skemmtilegum þríleikskonsert Beethovens. Þrír magnaðir einleikarar Tónleikar í gulu röðinni í Háskólabíói fimmtudaginn 13. febrúar kl. 19:30 Fáir fiðlukonsertar tuttugustu aldarinnar njóta jafn mikillar hylli og Fiðlukonsert Barbers enda gætti höfundurinn þess að gæða verkið bæði ljóðrænu og leikgleði. Þetta er snúinn konsert sem afburðar fiðluleikarar ættu einir að taka til kostanna. Sigrún og Fiðlukonsert Barbers Drífðu þig! Tónleikar í rauðu röðinni í Háskólabíói fimmtudaginn 20. febrúar kl. 19:30 Þorkell Sigurbjörnsson: Gangur Ludwig van Beethoven: Þríleikskonsert Gustav Mahler: Sinfónía nr. 1 Hljómsveitarstjóri: Thomas Kalb Einleikarar: Judith Ingólfsson Bryndís Halla Gylfadóttir Vovka Stefán Ashkenazy Eitt vinsælasta verk Ralph Vaughan-Williams, Lundúnasinfónían, hefur aldrei verið flutt hér á landi og það sama gildir um verk Arvo Pärt, Cecilia, verndardýrling tónlistarinnar. Hamrahlíðarkórinn fær að spreyta sig á tónlist meistara Pärts, sem sjálfur er einlægur aðdáandi kórsins. Lundúnasinfónían Tónleikar í bláu röðinni í Háskólabíói fimmtudaginn 27. febrúar kl. 19:30 Atli Heimir Sveinsson: Via Dolorosa Arvo Pärt: Cecilia Ralph Vaughan-Williams: Lundúnasinfónían Hljómsveitarstjóri: Tõnu Kaljuste Hamrahlíðarkórarnir Camille Saint-Saëns: Le rouet d'Omphale Samuel Barber: Fiðlukonsert Maurice Ravel: La mère l'oye Maurice Ravel: La valse Hljómsveitarstjóri: Gilbert Varga Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir Vinsældir svítu 1 og 2 úr Pétri Gauti þarf ekki að tíunda, en fyrir þá sem það ekki vita er flautukonsert Rautavaara ægifagurt verk, enda maðurinn af mörgum talinn mesta norræna samtímatónskáldið. Þessir tónleikar eru margbrotnir og athyglisverðir fyrir alla unnendur góðrar tónlistar. Láttu koma þér á óvart Tónleikar í gulu röðinni í Háskólabíói fimmtudaginn 13. mars kl. 19:30 Edvard Grieg: Pétur Gautur, úr svítu 1 og 2 Einojuhani Rautavaara: Konsert fyrir flautur - Dansar með vindunum Robert Schumann: Sinfónía nr. 2 Hljómsveitarstjóri: Justin Brown Einleikari: Hallfríður Ólafsdóttir Pantaðu miða núna í síma 545 2500 Fjöldinn allur af frábærum tónleikum framundan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.