Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 27 FRÁ því að hitamælingar byrjuðu á Jan Mayen 1921 hefur hitinn í ágúst-janúar reynst vel til að segja fyrir um hafís við Ísland á komandi ári, enda segir þessi lofthiti mikið til um sjávarhitann kringum eyjuna. Að þessu sinni varð þar hlýrra að jafnaði þessa sex mánuði en nokkru sinni síðan 1947. Árið 2002 varð hins vegar það hlýjasta frá upphafi mæl- inga á Jan Mayen, og árið var líka tiltölulega hlýtt á Spitsbergen og Bjarnarey. Hafís í norðurhöfum hef- ur líka verið með minnsta móti. Þess vegna eru miklar líkur til þess að ís verði mjög lítill við landið á þessu ári. Nú hefur verið tekið saman hvernig þessi spáregla um hafísinn eftir Jan Mayen hita hefur gefist í 80 ár. Fylgni spáreglunnar við raun- verulegan hafís hefur verið 0,76 og fyllilega marktæk. Einnig má prófa spárnar með því að skipta árlegum hafís við landið í þrjá flokka, lítinn ís (0 til 1 ísmánuð), miðlungs ís (1,1 til 3 ísmánuði) og mikinn ís (3,1 til 6 ísmánuði). Í 60 ár hljóðaði spáreglan upp á lítinn hafís. Það reyndist rétt í 51 skipti. Í 9 af þessum 60 árum varð ís- inn meiri, miðlungs ís, en aldrei mik- ill. Í 17 ár sýndi spáreglan miðlungs ís. Það reyndist 10 sinnum rétt, en sjö sinnum varð ísinn lítill, aldrei mikill. Í þrjú skipti sýndi spáreglan mikinn ís, og það reyndist rétt í öll- um tilfellum. Niðurstaðan er sú að 64 spár, 80%, reyndust réttar eftir þessari flokkun, en 16 rangar, þó aldrei svo að skeikaði nema einum stærðar- flokki. En það er ekki undarlegt að á tveimur árum með álíka kaldan sjó norður undan geti hafísinn við landið orðið nokkuð misjafn vegna ríkjandi vinda sem ógerlegt er að spá um svo langan tíma. Þetta sýnir að það er sjávarhitinn miklu fremur en vind- arnir sem ræður ísnum. Spár um mikinn ís voru allar réttar. Þær voru þó fáar og ekki víst að svo vel gengi ef mörg ár með langvinn hafþök af ís yrðu algeng. En þessi árangur hlýt- ur samt að teljast til stuðnings þeim rökum sem fyrir aðferðinni voru færð, og til nokkurrar leiðbeiningar fyrir þá sem eiga mikilla hagsmuna að gæta vegna hafíssins, sem auk þess segir mikið til um árferði að öðru leyti, bæði á sjó og landi. Eftir Pál Bergþórsson „Niðurstað- an er sú að 64 spár, 80%, reynd- ust réttar eftir þessari flokkun, en 16 rangar, þó aldrei svo að skeikaði nema ein- um stærðarflokki.“ Höfundur er veðurfræðingur og rithöfundur. Hafísspá árið 2003 ÞAÐ tók langan tíma að byggja upp félagslegt húsnæðiskerfi hér á landi. Alþýðuflokkurinn barðist fyr- ir því að sett yrðu lög um byggingu verkamannabústaða. Það mál náði fram að ganga.Var sett mjög merk löggjöf, sem lagði grundvöllinn að byggingu verkamannabústaða um allt land. Samkvæmt lögunum um byggingu verkamannabústaða var byggður mikill fjöldi ódýrra íbúða með hagstæðum lánum fyrir lág- launafólk. Fengu mjög margar efnalitlar fjölskyldur húsnæði í verkamannabústöðum. Í tíð viðreisnarstjórnarinnar svo- nefndu, ríkisstjórnar Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins, sem sat að völdum 1959-1971, var ákveðið að byggja félagslegar íbúðir í Breið- holti í Reykjavík, svonefndar fram- kvæmdanefndaríbúðir en sérstök framkvæmdanefnd byggingaráætl- unar stóð fyrir byggingunum. Það var í samráði við verkalýðshreyf- inguna, sem ríkisstjórnin og Reykjavíkurborg ákváðu árið1965 að beita sér fyrir byggingu þessara íbúða og urðu þær 1.251 talsins. Íbúðir þessar voru byggðar á hag- kvæman hátt og með góðum kjör- um. Þessar íbúðir voru einnig ætl- aðar launafólki og þeir látnir ganga fyrir við úhlutun,sem bjuggu við erfið kjör. Byggingarsjóður ríkisins lánaði einnig til bygginga leiguíbúða á vegum sveitarfélaga svo og til bygginga dvalarheimila aldraðra. Einnig fjármagnaði Byggingarsjóð- ur ríkisins endurúthlutun fé- lagslegra eignaríbúða og lánaði nýj- um kaupendum 80-90% af verði þeirra. Gerði það ungu fólki með lítil efni kleift að eignast íbúðir í þessu félagslega kerfi. Verkamannabústaðirnir og bygg- ingar framkvæmdanefndar bygg- ingaráætlunar í Reykjavík voru mikið átak á sviði félagslegra íbúða- bygginga. Þetta var kjarninn í fé- lagslega íbúðakerfinu. Þetta fé- lagslega íbúðakerfi hefur nú verið lagt í rúst. Páll Pétursson, félags- málaráðherra, var ekki ánægður með þetta kerfi og lagði það af. Með einu pennastriki var það lagt í rúst. Í staðinn eiga þeir, sem ekki geta keypt á frjálsum markaði og upp- fylla ákveðin skilyrði, að fá sérstök viðbótarlán á lægri vöxtum ásamt húsbréfum svo þeir geti keypt sér íbúðir á almennum markaði. Lánin til þeirra geta í heild numið allt að 90%. Það fyrirkomulag gerir ekki hálft gagn enda hefur ástandið í húsnæðismálum stórversnað síðan félagslega íbúðakerfið var lagt í rúst. Húsaleiga hefur farið upp úr öllu valdi og er nú nánast útilokað fyrir láglaunafólk að leigja sér íbúð á almennum markaði. Leiga fyrir tveggja herbergja íbúð í Reykjavík getur farið í 60 þúsund kr. á mánuði. Fjögurra herbergja íbúð kostar í leigu í kringum 90 þús. á mánuði. Allir sjá að verkafólk ræður ekki við slíka leigu. Það er nú einnig búið að gefa sölu á „félagslegum íbúðum“ frjálsa, þannig að nú er unnt að selja íbúðir úr hinu gamla fé- lagslega kerfi á uppsprengdu verði á frjálsum markaði. Á þann hátt tekur aðeins skamman tíma að full- komna eyðilegginguna á gamla verkamannabústaða- og félagslega íbúðakerfinu. Þessar íbúðir verða á sama verði og íbúðir á frjálsum markaði. Það er kaldranalegt að flokkur Jónasar frá Hriflu, Framsókar- flokkurinn, flokkurinn, sem var fé- lagshyggju- og samvinnuflokkur, skuli hafa lagt félagslega íbúðakerf- ið í rúst. En það er eigi að síður staðreynd. Félagslega húsnæð- iskerfið lagt í rúst Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er fv. borgarfulltrúi. „Nánast er útilokað fyrir láglaunafólk að leigja sér íbúð á al- mennum markaði.“ ORÐSPORIÐ SEGIR SÍNA SÖGU Veiði í ám og vötnum í 4 eða 5 daga FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www. gjtravel.is Netfang: outgoing@gjtravel.is ELSTA STARFANDI FERÐASKRIFSTOFA LANDSINS, FERÐARÁÐGJÖF OG FARPANTANIR UM ALLAN HEIM 80.900Verðfrá Flug, sigling, veiðileyfi, gisting og leiðsögn Flogið er frá Reykjavík með Flugfélagi Íslands og lent í Narsarsuaq á Suður- Grænlandi. Þar tekur fararstjóri á móti hópnum og siglir með hann til Narsaq þar sem dvalið er og siglt til veiða á hraðbátum alla dagana. Þú kynnist töfrum náttúrunnar meðan þú rennir fyrir laxi við stórkostlegar aðstæður. Vötnin eru bæði stór og smá. Árnar eru flestar stuttar, straumharðar og vatnslitlar með flúðum og fossum. Fluguveiði á Grænlandi hefur gengið mjög vel, en veiði á spún í vötnum og í sjó hefur einnig gefist vel. Takmarkaður fjöldi í hverri ferð Við leggjum metnað í góða fararstjórn og vandaða leiðsögn við veiðar. Þess vegna er fjöldi í hverri ferð takmarkaður við 8 manns í bát. Tilvalið fyrir veiði- félaga, hjón, pör eða fjölskyldur að skella sér í skemmtilega veiðiferð á framandi slóðir við ógleymanlegar aðstæður. Faglegar ráðleggingar um búnað og veiðina fyrir brottför. HREINDÝRAVEIÐAR EINNIG Í BOÐI. Brottfarardagar fyrir 4ra daga ferðir: 1. júlí, 8. júlí, 15. júlí, 19. ágúst og 26. ágúst. Brottfarardagar fyrir 5 daga ferðir: 4. júlí, 11. júlí, 15. ágúst og 22. ágúst. Verð miðast við gengisforsendur í janúar 2003. Innifalið: Flug Reykjavík–Narsarsuaq–Reykjavík, flugvallaskattar, siglingar með hraðbát alla dagana, gisting í 2ja manna herbergi í svefnpokaplássi, veiðileyfi, fararstjórn. VERÐ Á 4RA DAGA FERÐ 80.900 KR. VERÐ Á 5 DAGA FERÐ 89.900 KR. Stangveiðiferðir til Grænlands STUNDUM er sagt að það séu ekki til nema svo og svo margar sögur í heiminum. Allar skáldsögur sem eru skrifaðar séu byggðar á einhverri af þessum fáu sögum. Kanadamenn segja stundum að það séu ekki nema átta meginspurningar til að fást við í kanadískri sögu. Og þeir eru til sem segja að öll viðfangsefni stjórnmálanna séu angi af einu og því sama. Þetta hangi allt saman ef grannt er skoðað. Stóriðjuáformin sem nú er tekist á um eiga sér margar hliðar. Sumt af því áli sem Alcoa framleiðir er notað í hergagnaiðnaði, það er notað í sprengjur eins og þær sem Banda- ríkjaher hefur í hyggju að varpa á Írak. Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo, sem Landsvirkjun hyggst semja við um byggingu Kárahnjúka- virkjunar, er að hluta í eigu Fiat-sam- steypunnar sem mynduð er af 888 fyr- irtækjum í 62 löndum. Meðan á Persaflóastríðinu 1980–1988 stóð var Fiat-samsteypan flækt í ólöglega vopnasölu til Írans. En það var Fiat og Fiat er ekki Impregilo, eða hvað? Því miður virðist Impregilo ekki hafa verið vandara að virðingu sinni í gegnum tíðina. Impregilo hefur unnið að mörgum stórframkvæmdum þar sem fólk hefur verið hrakið eða flutt nauðugt frá heimilum sínum í þús- unda- og tugþúsundavís. Svo dæmi séu tekin voru það 30.000 vegna Ert- an-stíflunnar í Kína, 80.000 manns úr 740 þorpum í Ghana var komið fyrir í 52 nýjum þorpum þegar Akosombo- stíflan var reist, 13.000 sáu á eftir lífs- viðurværi sínu undir vatn í Bakolori- stíflunni í Nígeríu og önnur 44.000 voru rekin burt svo hægt væri að stífla Níger-fljótið við Kainji. Það væri hægt að nefna fleiri dæmi í Pak- istan, Íran, Sambíu og Hondúras. Stundum vildi fólk ekki hlýða stjórn- völdum og mótmælti því að aleigu þeirra yrði sökkt, ræktarlandi og hús- um. Í Guatemala voru nær 400 frum- byggjar myrtir af dauðasveitum her- foringjastjórnarinnar svo Impregilo hefði frið við að byggja Chixoy-stífl- una. Í Bakolori voru meira en 120 mótmælendur skotnir í febrúarmán- uði 1980 þar sem Cogefar, sem nú er hluti af Impregilo, vann að stíflugerð. Gerð Kainji-stíflunnar í Nígeríu kostað mörg mannslíf, sem rekja mátti til óvandaðra vinnubragða verk- takanna. Stíflan var reist á árunum 1964–1968 af þremur ítölskum fyrir- tækjum: Impresit, Girola og Lodigi- ani sem seinna voru sameinuð í Imp- regilo. Árið 1998 brast stíflan að hluta – þrjátíu ára gömul – og flóðbylgjan lagði 15 þorp í rúst. Í Hondúras byggði Impregilo stíflu við El Cajon og lauk framkvæmdum árið 1995. El Cajon-virkjunin skilaði einhverra hluta vegna ekki nema helmingi þess afls sem til stóð og frá því í júlímánuði 1994 var almenningi skammtað raf- magn í tíu tíma á sólarhring. Tarbela- stíflan í Pakistan kostaði rúmlega tvöfalt meira en áætlað var vegna linnulítilla viðgerða frá því að hún átti að heita fullkláruð 1974 fram til 1986. Fern göng voru boruð til að flytja vatn og stjórna hæð á vatnsborði stífl- unnar. Tvenn göng reyndust ónýt frá upphafi og var fljótlega lokað. Viku síðar féllu þriðju göngin saman. Þetta leiddi til þess að tæma varð stífluna í flýti. Neðan við stífluna er 50 metra djúpur og 300 metra breiður hylur sem myndaðist þegar vatni var hleypt á aðalyfirfallið 1976. Hér hefur verið dregin upp dökk mynd af fyrirtækinu sem Landsvirkj- un hyggst greiða 47 milljarða fyrir verkefni, sem hafa mun í för með sér grófustu spjöll sem framin hafa verið á íslenskri náttúru af manna völdum. Kárahnjúkavirkjun var fædd og fóstruð af ríkisstjórninni á einu og sama kjörtímabilinu, þjóðin hefur ekki fengið að tjá sig um málið í al- mennum kosningum. Er það sann- gjarnt að leiða svo afdrifaríkt mál til lykta án þess að þjóðin eigi beina að- komu að því og án þess að gagnrýnin umræða fari fram um einstaka þætti þess? Á ekki þjóðin rétt á að fá tíma til að skoða samhengi hlutanna? Upplýsingarnar sem koma fram í þessari grein eru sóttar á vef alþjóð- legra samtaka sem fylgjast með virkjanaframkvæmdum í veröldinni: International Rivers Network, http:// www.irn.org. Eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur „Er það sanngjarnt að leiða svo afdrifaríkt mál til lykta án þess að þjóðin eigi beina aðkomu að því?“ Höfundur er alþingisþingmaður. Samhengi hlutanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.