Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 53 ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5 og 8. B. I. 16. Sýnd kl. 5, 8 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10. Náðu þeim í bíó í dag. í mynd eftir Steven Spielberg. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. / Sýnd kl. 4. Ísl. tal. KRINGLAN ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6 og 8. kl. 6, 8 og 10. B. i. 14. / kl. 8 og 10.8 B. i. 14. / kl. 6 og 8. B. i. 14. Sýnd kl. 10.30. leonardo dicaprio tom hanks Radíó X SV MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com Missið ekki af einni skemmtilegustu mynd ársins. Leonardo diCaprio og Tom Hanks hafa aldrei verið betri. KEFLAVÍK / AKUREYRI Sýnd kl. 8. / Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI KEFLAVÍK Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 4 og 6 ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI KRINGLAN Kvikmyndir.isRadíó X a. Sýnd kl. 5. ísl. tal. / Sýnd kl. 8. enskt tal. ÁLFABAKKI KEFLAVÍK AKUREYRI Massive Attack 100th Window Virgin Fjórða plata Massive Attack. Síðasta plata, Mezzanine, kom út 1998. MASSIVE Attack eiga að baki þrjár plötur sem allar eru meistara- verk og ég er ekki fjarri því að þeim hafi tekist það enn einu sinni með 100th Window, sem beðið hefur verið eftir í hartnær fimm ár. Það tekst nefnilega dálítið (eða öllu heldur dámikið) á þessari plötu sem jafnan misferst þegar listamenn eru í samskonar stöðu og Massive Attack eru í nú (Underworld og Stone Roses, punktið niður hjá ykkur!). Hér er stíl sveitarinnar nefnilega viðhaldið án þess að hann hljómi hallærislegur eða um listræna stöðn- un sé að ræða. Öll lögin, sem flest eru sex til átta mínútur að lengd, rúlla þannig áfram af miklu öryggi – hrynj- andin er svöl og hæglætisleg, öll stemning myrk og dulúðug. Heildar- svipurinn er þægilegur og hlýr um leið og hann er skuggalegur. Hljóð- heimur Massive Attack er einstakur og 100th Window er vel heppnuð út- færsla á þeim styrk sem þar býr. Þessi heimur er nú meira inn í sig en áður, er einsleitari og gefur þetta plötunni nokkuð sérstæðan sjarma. Um leið nær hún ekki sömu hæðum og t.d. Mezzanine en þetta er heldur ekki þess lags verk. Gestasöngkonan Sinead O’Connor fellur þá vel að hljómunum sem hér eru ofnir og ar- abískir strengir sömuleiðis. Hljómarnir eru kunnuglegir, já, en það er unnið með þá af natni og innsæi fyrir því hversu langt er hægt að ganga í þeim efnum. Þetta er þann- ig fjarri endurvinnsla á fornri frægð. Engu að síður grunar mig að þessi plata verði sett niður af bæði hörðum aðdáendum og þeim sem nýjabrumið hugnast best. Það gerir biðin eftir nýju verki og sú staðreynd að engar listrænar breytingar hafa átt sér stað. Gott og vel. En þær (hugsanlegu) ásakanir hafa bara enga „laga“stoð. Þessi plata, ein og óskipt, er frábær og stendur glæst sem fjórða rósin í hnappagat sveitarinnar (sem inni- heldur víst bara einn liðsmann nú, Robert „3D“ Del Naja). Innan raf- og danstónlistarinnar er árangur sem hér er staðreynd sjaldgæfur. Það er því enn allt opið hjá Massive Attack og máttur þeirra er enn sem áður mikill.  Arnar Eggert Thoroddsen Tónlist Allt opið SAMKVÆMT opinberri heimasíðu Bjarkar Guðmundsdóttur (www.bjork.com) vinnur hún að nýrri plötu hér á landi um þessar mundir. Fréttin er reyndar nokkuð ruglingsleg en fram kemur að platan muni heita Lake Experience. Lauslega þýtt, þá kemur þetta fram á vefnum: „ …spennt. Já. Lag á dag. Lag á dag …Enginn friður. Það er sköpun nýrrar plötu …Bráð- um? Já, vinn hörðum hönd- um næstu vik- ur og mánuði. Áður en sum- artónleikarnir hefjast. Við er- um skilin eftir. Skilin eftir með engin lög. En tvenns konar upplifun. Ekki áður heyrt. Ekki lög. Kannski smá- skífur …Vatnsplatan? Já, þetta er vatnsplatan …“ Morgunblaðið hafði samband við talsmann Bjarkar hjá www.bjork- .com. „Björk ætlar að halda tónleika í Evrópu og Bandaríkjunum í sumar. Hún er byrjuð að taka upp nýja plötu og það gengur bærilega. Hún ætlar að afhenda hana áður en hún leggst í ferðalög.“ Skv. sömu heimild hyggst hún sem sagt klára alla vinnu fyrir túrinn en óráðið er með útgáfudag plötunnar. Aðspurður af hverju vinnan sé svona hröð segir heimildarmaður að Björk sé stöðugt semjandi. „Vespertine var t.d. löngu klár fyrir útgáfudag. Það eru útgáfufyr- irtækin sem eru með einhverjar markaðsmeldingar með sjálfan út- gáfudaginn.“ Þetta skjóta vinnsluferli styður reyndar það sem Björk lýsti yfir í Kastljósi um daginn, þ.e. að hana langaði til að vinna næstu plötu hrað- ar en Vespertine. Þess má geta að í gær var sér- stakur Bjarkardagur hjá sjónvarps- stöðinni MTV Europe þar sem meðal annars var sýnt sérstakt viðtal sem stöðin tók hérlendis fyrir stuttu. Ný Bjarkarplata Upplifun í vatni TENGLAR ..................................................... www.bjork.com í burðarliðnum Hvaða dularfullu skilaboð eru þetta á heimasíðu Bjarkar Guð- mundsdóttur? TÍSKUVIKAN í New York þar sem sýnd er tískan fyrir næsta haust og vetur stendur enn yfir. Sýningar Carolinu Herrera og Oscar de la Renta voru fyrir glæsilegar konur með nóg fé handa á milli og hlutu ágætis viðtökur. Að þessu sinni verður litið til hönnuða sem höfða til heldur yngri aldurshóps en það eru Marc Jacobs og Betsey John- son. Jacobs er áhrifamikill hönn- uður og oftar en ekki ratar það sem hann sýnir á sýningarpöll- unum í New York í búðir í Kringl- unni, á Laugaveginum og í Smáralind. Stjörnur í tónlistar-, tísku- og kvikmyndaheiminum eru fasta- gestir hjá Jacobs og sitja í fremstu röð. Í þetta sinnið fylgdust P. Diddy, Liv Tyler, Kristin Davis, Clare Danes, Anna Sui og Helena Christensen með. Sýning hans var poppuð og í anda sjöunda áratugarins undir áhrifum frá hönnuðum á borð við Paco Rabanne. Litirnir voru sterkir og litasamsetningar sérstakar, rautt og fjólublátt saman og blátt og appelsínu- gult. Engin löngun til að blandast inn í bakgrunninn þar, enda hafa rokkstjörnur og leikarar yfirleitt litla þörf í þá áttina. Betsey Johnson sýndi á mánudaginn og kallaðist sýn- ingin Betseyville. Sýningin var litrík og ungæðisleg eins og hennar er von og vísa. Sýningarstúlkurnar sem búa í Betseyville ganga ekki sviplausar um pallana heldur brosa og blikka augum. Þannig að það er aldeils líf í tusk- unum í New York þessa dagana, að minnsta kosti hjá Jacobs og John- son. AP Marc Jacobs Betsey Johnson Tískan fyrir haust/vetur 2003–4 í New York Líf í tuskunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.