Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lestu meira um þetta einstaka tilboð á www.microsoft.is/frabaerttilbod og hvað þú græðir á því... Microsoft og HP gera þér frábært tilboð! Fáðu leyfin á hreint og þú færð fartölvu í staðinn G R E Y C O M M U N IC AT IO N S IN TE R N AT IO N A L G C I IC E LA N D ÁHYGGJUR AF ÁHRIFUM Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra hefur áhyggjur af því að áhrif EFTA-ríkjanna á ákvarð- anatöku í EES- og Schengen- samstarfinu minnki í kjölfar breyt- inga á stofnsáttmála ESB, sem kunni að auka völd ráðherraráðsins og Evrópuþingsins. Bjarni geimfari á frímerki Kanadíska póstmálastofnunin hef- ur gefið út frímerki með mynd af Bjarna Tryggvasyni geimfara. Frí- merkin eru gefin út til heiðurs Kanadísku geimferðastofnuninni og átta núlifandi kanadískum geimför- um. Frímerkin eru gefin út í sex milljónum eintaka. Veiði hætt við stofnlágmark Jean Boulva, forstjóri hafrann- sóknastofnunarinnar í Mont-Joli í Quebec, telur æskilegt að veiðum á fisktegundum sé sjálfkrafa hætt þegar stofnstærð fer niður fyrir ákveðið lágmark. Þetta verði að ger- ast án afskipta stjórnmálamanna. Samningar séu virtir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir fulla samstöðu um að ekki eigi að líða nein undanbrögð frá kjarasamningum. Hann segir þau réttindi sem kjara- samningar skapa eiga við um alla sem hingað koma til starfa. Árás í Bagdad Að minnsta kosti sex menn fórust er bíll var sprengdur upp nærri Bagdad-hótelinu í Bagdad í gær. Þar hafa meðal annars aðsetur starfsmenn CIA, bandarísku leyni- þjónustunnar, bandarískir verktak- ar og félagar í írösku framkvæmda- stjórninni. Þeir sem féllu voru aðallega íraskir lögreglumenn, en þeir sem voru inni á hótelinu sluppu. Heimilin eyðilögð Ísraelar hafa eyðilagt á annað hundrað húsa og heimila um 1.500 manna í Rafah-flóttamannabúð- unum á Gaza í þriggja daga hern- aðaraðgerðum. Jöfnuðu þeir húsin við jörðu með jarðýtum. Hafa palest- ínskir embættismenn lýst svæðið hamfarasvæði og talsmaður Samein- uðu þjóðanna segir eyðilegginguna meiri en dæmi sé um áður. mánudagur 13. október 2003 mbl.is Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fasteignablaðið // Listiðnaður Þrjár listakonur eru komnar með vinnustof- ur á Gránufélagsgötu 48 á Akureyri. Þær fást við leirlist, skartgripahönnun og mósaík – niðri á Tanga eins og kallað er.  12 // Holland Stefna Hollendinga í húsnæðismálum beinist á síðustu árum í þá átt að ýta undir séreign á húsnæði. Gert er ráð fyrir, að árið 2010 búi um 65% Hollendinga í eigin húsnæði.  31 // Básbryggja Bryggjuhverfi hefur mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hjá Miðborg eru nú til sölu nýjar íbúðir í fjölbýlishúsi við Básbryggju 2. Húsið er á þremur hæðum auk bílakjallara.  41 // Smáatriðin Fólk á skilið, að því sé kennt að bjarga sér með smáatriði sem pirra alla og enginn fag- maður fæst til að lagfæra. Fagmaðurinn ætti að kenna fólki þessi einföldu verk.  44 w w w .f rj a ls i. is Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 6,50% 7,50% 8,50% 9,50% 10,00% 5 ár 19.600 20.000 20.500 21.000 21.200 15 ár 8.700 9.300 9.800 10.400 10.700 30 ár 6.300 7.000 7.700 8.400 8.800 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Kjörhiti í hverju herbergi                                                                                           !" #$%&' (  )*' +*!" , *- %%'   ./0112 *./0112 ' 3  ./0112 *./0112   4   4 1   66 6            !  .071 .071 .071 .071 8 8 8  "#  $  %  # $   " "& %  " % '   (             1 15  )       1.1  ))    )    )   *  #    1466 1 166 HÚSIÐ Lyngheiði 21 í Kópa- vogi á sér óvenjulega sögu en það var upphaflega félags- heimili KFUM. Nú hafa hjónin Ríkey Pétursdóttir og Birgir Másson gert þetta hús upp. „Húsið var einstaklega vel byggt og hefur t.d. aldrei lek- ið,“ segja þau í viðtali hér í blaðinu í dag. En það var ým- islegt komið til ára sinna og þau hjón segja að her- bergjaskipan að innan hafi verið látin halda sér en allt annað tekið í gegn. Allar hurðir voru ónýtar og ekkert skápapláss. Baðher- bergið var mjög hrátt og eld- húsið of lítið. En það er sann- arlega ekki í kot vísað að búa í þessu húsi í dag. Það er með eindæmum fallega uppgert og garðurinn einstaklega vel hannaður. /26 Gamalt hús gert upp UM ÞESSAR mundir standa yfir lóðarframkvæmdir við Kennarahá- skóla Íslands að norðanverðu. Þess- ar framkvæmdir koma í kjölfar ný- byggingar skólans sem vígð var í desember sl. „Við köllum þetta stundum í gamni „menntabrautina“, þennan göngustíg frá Háteigsvegi að aðal- dyrunum,“ segir Guðmundur Ragn- arsson, fjármálastjóri KHÍ. „Í nýbyggingunni, sem gefið hefur verið nafnið Hamar, eru kennslustof- ur, tveir stórir fyrirlestrarsalir og það sem við köllum „menntasmiðju KHÍ“, en menntasmiðjan er bóka- safn, gagnasmiðja og tölvuþjónusta. Lóðarframkvæmdirnar hófust nú í september og er áætlað að þeim ljúki um mánaðamótin nóvember/desem- ber nk. Aldrei nóg af bílastæðum Við erum að útbúa bílastæði, en þau eru orðin „eilífðarvandamál“ allra háskóla. Það er aldrei nóg af þeim því allir nemendur eru á bílum, auk kennaranna. Síðan erum við að ganga frá gönguleiðum og gróðri á lóðinni. Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hannaði lóðina en aðalhönnuður hússins og framkvæmdanna allra er Batteríð. Verktakinn er fyrirtækið Mottó en framkvæmdirnar eru í höndum Framkvæmdasýslu ríkisins. Verkið var boðið út og áætlaður verkkostn- aður er um 35 millj. kr.“ Unnið við „menntabraut“ Kennaraháskólans Morgunblaðið/Ásdís Unnið er nú að því að ljúka framkvæmdum við lóð Kennaraháskóla Íslands. 2003  MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A BÆTTU FYRIR MISTÖKIN 1966 Á WEMBLEY / B6 ÞORLÁKUR Árnason hætti í gær störfum sem þjálfari knattspyrnuliðs Vals eftir að hafa stýrt því undanfarin tvö ár. Í fyrra unnu Valsmenn öruggan sigur í 1. deildinni undir hans stjórn en í haust féllu þeir á ný úr úrvalsdeildinni þrátt fyrir að þeir fengju 20 stig. Þorlákur sagði við Morgunblaðið í gær að hann myndi halda áfram að þjálfa en óráðið væri í augnablikinu hvar það yrði. Þrjú félög úr úrvalsdeildinni hafa ekki gengið frá sínum málum, Fylkir, Fram og Grindavík, en Þorlákur vildi ekkert segja um hvort hann væri á leið til einhvers þeirra. „Ég skil við Valsmenn í algjörri sátt og það er engin misklíð á milli mín og þeirra. Ég tel mig skila góðu búi, enda þótt ég sé að sjálf- sögðu ekki ánægður með niðurstöðu sumarsins. Vonandi tekst Val að komast aftur í hóp þeirra bestu þar sem félagið á að vera.“ Þorlákur er hættur með Val á ferðinni og menn voru lengi að átta sig á vellinum. Það var allt annað að sjá til leikmanna í byrjun seinni hálf- leiksins og við náum að jafna, en öll- um til undrunar dæmdi dómarinn það af. Ég gat ekki séð neitt athugavert við markið. Upp úr því skora Þjóð- verjar sitt annað mark og það má Logi sagði að eftir að strákarnirhöfðu sofnað á verðinum þegar Þjóðverjar skoruðu fyrsta markið í byrjun leiksins, hefðu þeir verið nokkuð lengi að koma sér inn í leikinn. „Það var ákveðin taugaveiklun segja að það hafi drepið okkur. Eftir það tökum við ákveðna áhættu, enda vissum við að tap og jafntefli gæfu okkur ekkert. Við það riðlast leikur okkar og Þjóðverjar ná betri tökum á leiknum og skapa sér nokkur góð marktækifæri – og nýttu eitt þeirra til að skora þriðja mark sitt.“ Það sást í leiknum að þú og Ásgeir voruð ekki sáttir við dómarana. Þú lést austurríska eftirlitsmanninn heyra það? „Jú, við vorum afar óhressir með hvernig samvinna dómara og aðstoð- ardómara var. Dómarinn dæmdi af okkur löglegt mark og annar aðstoð- ardómarinn sleppti að veifa nokkrum sinnum á leikmenn Þýskalands er þeir voru rangstæðir innan við vörn okkar er þeir fengu knöttinn. Stund- um veifaði aðstoðarmaðurinn, en lét síðan fánann snöggt niður. Þetta voru óþolandi vinnubrögð – já, fyrir neðan allar hellur. Svona á ekki að sjást í landsleikjum í Evrópukeppni, eða í neinum leikjum. Það var sárt að sjá dómarann dæma markið af Her- manni.“ Logi sagði að þrátt fyrir tapið væri hann ánægður með margt í leik ís- lenska liðsins. „Það sást að leikmenn okkar höfðu sjálfstraustið og báru ekki virðingu fyrir Þjóðverjum á þeirra heimavelli. Það var ákveðin spenna hjá strákunum í upphafi leiks- ins. Þeir voru þónokkra stund að átta sig á vellinum, sem er erfiður – mikil ljónagryfja. En strákarnir voru mjög yfirvegaðir og rétt stemmdir. Við get- um ekki sagt við neinn að hann hafi ekki lagt sig fram. Við getum ekki lokað augunum fyr- ir því að við vorum að leika við þjóð sem var númer tvö á síðasta heims- meistaramóti. Þjóð sem hefur tugi milljóna íbúa – á móti 280 þúsund íbú- um. Þó að það sé alltaf súrt að tapa, þá getum við ekki annað en verið sátt- ir við framlag okkar manna á vellin- um.“ Hvað er framundan hjá landslið- inu? „Nú bíðum við spenntir eftir að dregið verði í riðla í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í Þýska- landi 2006. Það verður gert fimmta desember. Þá sjáum við hverjir verða mót- herjar okkar og um leið hefst und- irbúningur fyrir að mæta þeim. Þá brettum við upp ermarnar og spýtum í lófana, ákveðnir að gera betur,“ sagði Logi. Morgunblaðið/Einar Falur Vonbrigðin leyna sér ekki í svip Eiðs Smára Guðjohnsens, fyrirliða, og Loga Ólafssonar eftir tapið fyrir Þjóðverjum á AOL Arena í Hamborg, vitandi það að Skotar unnu á sama tíma á heimavelli og skutust þar með upp fyrir íslenska liðið og tryggði sér um leið sæti í umspili í nóvember fyrir Evópumótið á næsta ári. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari var ekki ánægður með þátt dómarans frá Rússlandi Vonlaus vinnubrögð „ÉG verð að viðurkenna það að fréttirnar frá Glasgow voru ekki þær ánægjulegustu sem komu í kjölfarið á tapinu hér í Hamborg. Nei, þar voru ekki gleðifréttir sem komu þaðan. Eftir á að hyggja þá misstum ekki af tækifærinu til að komast áfram hér, heldur heima á Laugardalsvellinum þar sem við náðum ekki að nýta okkur þau tækifæri sem við fengum gegn Þjóðverjum, sem höfðu þá heppnina með sér í jafnteflisleik,“ sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari sem var ekki ánægður með framgöngu dómaranna frá Rússlandi í leikn- um í Hamborg – sagði vinnubrögð þeirra hafa verið fyrir neðan allar hellur. Þjóðverjar fengu 18 stig í riðlinum, Skotar 14 og Íslendingar 13. „Með sigri á Þjóðverjum í Reykjavík hefðum við verið með fimm- tán stig, sem hefði gefið okkur annað sætið,“ sagði Logi. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Hamborg Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 25 Vesturland 11 Kirkjustarf 25 Erlent 12/13 Bréf 26 Daglegt líf 14/15 Dagbók 28/29 Listir 16 Leikhús 30 Umræðan 17 Fólk 30/33 Forystugrein 18 Bíó 30/33 Hestar 20 Ljósvakar 34 Minningar 21/24 Veður 35 * * * ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra skoðaði virkjunarsvæðið við Kárahnjúka í fyrsta sinn í björtu og fögru veðri á laugardag. Með í för voru fulltrúar frá Vinnumálastofnun, Vinnueftirliti, emb- ættismenn úr ráðuneytinu og yfirtrúnaðarmaður verkalýðsfélaganna á virkjunarstað. „Það er með ólíkindum að þessar miklu fram- kvæmdir skuli þó hafa gengið svo vel fram sem raun ber vitni, miðað við þann stutta tíma sem menn hafa haft til að setja sig niður og svo þær veð- urfarslegu aðstæður sem eru brostnar á og við þekkjum vel,“ sagði ráðherra eftir ferðina. Vantar enn þá vettlinga „Við hittum m.a. portúgalska starfsmenn Impregilo þar sem þeir voru að borða í mötuneyti og spjölluðum við þá. Þeir sem við hittum voru komnir með galla og skó, kvörtuðu raunar yfir því að hafa ekki enn fengið vettlinga, en fannst þetta greinilega horfa til betri vegar.“ Árni skoðaði framkvæmdir og aðbúnað, fundaði með fulltrúum Landsvirkjunar og sagði að í lok ferðarinnar hefði hann átt stuttan fund með yfir- mönnum Impregilo. „Þeir gera sér grein fyrir að það er mikil pressa á þeim að uppfylla og standast þær kröfur sem við gerum,“ sagði ráðherra. „Mér sýnist þeir vera vel meðvitaðir um það og átta sig líka á að hér hefur verið um ákveðna byrjunarörðugleika að ræða. Mér fannst hins vegar bæði á þeim og verkamönnum sem við töluðum við að hlutirnir væru á réttri leið með því samkomulagi sem hefði nú náðst. Auðvitað sér maður að ýmsir hnökrar eru enn á vissum svið- um, það var farið hratt af stað og fyrirtækið hefur núna ákveðna fresti til að leysa þau mál. Vinnu- málastofnun og Vinnueftirlit ríkisins munu fylgjast vel með framvindu mála við Kárahnjúka og ég mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með því einnig.“ Reistu virkjuninni níðstöng Það voru fleiri á ferð á virkjunarsvæðinu á laug- ardag. Tæpt hundrað björgunarsveitarmanna af Austurlandi kynnti sér aðstæður og aðkomuleiðir að svæðinu miðað við verstu skilyrði sem upp gætu komið. Þá var fólk úr Ásatrúarfélaginu og Nátt- úruvaktinni við Kárahnjúka á laugardag og ákallaði landvætti og goð. Var m.a. reist níðstöng gegn framkvæmdunum. Félagsmálaráðherra vitjar virkjanasvæðisins við Kárahnjúka í fyrsta sinn Horfir allt til betri vegar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Meðal þess sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra skoðaði í ferð sinni var ný aðstaða Landsvirkj- unar sem stendur gegnt aðalbúðunum í Laugarási. Hún verður tekin í gagnið í vikunni. UNG vinstri græn (UVG) stóðu fyr- ir gjörningi í Reykjavík á laugar- dag til að vekja fólk til umhugsunar um vændi. Með þessu vildu UVG sýna í verki stuðning við fyrirhug- að frumvarp um að kaup á vændi verði gerð refsiverð. Anna Tryggvadóttir, stjórnar- maður í UVG, segir að á síðasta kjörtímabili hafi VG lagt fram frumvarp um þetta efni en það hafi ekki fengið hljómgrunn. „Nú er verið að leggja fram frumvarpið aftur í breyttri mynd með stuðningi þingkvenna frá öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum.“ Morgunblaðið/Sverrir Styðja vændisfrumvarp ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var kölluð út á laugardag til að sækja slasaðan mann á Snæ- fellsnes. Fékk hann stálbita í brjóstkassann við vinnu á bæn- um Miðhrauni um klukkan eitt eftir hádegi. Samkvæmt skýrsl- um sátu nokkrir úr áhöfn þyrl- unnar fastir í umferð nálægt Valsheimilinu og töfðust tals- vert. Neyðarlínunni barst hringing klukkan 13.15 og fyrsta útkall barst Landhelgisgæslunni klukkan 13.35 og fór þá af stað útkallsrannsókn. Tuttugu mín- útum síðar bárust Landhelgis- gæslunni frekari upplýsingar um líðan mannsins og klukkan 14.27 tók TF SIF á loft frá Reykjavíkurflugvelli. TF SIF lenti svo í Reykjavík um hálf- fjögur. Kvartað um seinagang Maðurinn er ekki talinn í lífs- hættu, en hann brotnaði á þrem- ur hryggjarliðum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kvörtuðu vinnufélagar manns- ins yfir því hversu langan tíma tók að fá lækni á staðinn. Fyrst hafi komið tveir lögreglubílar og síðan sjúkrabíll en enginn lækn- ir hafi komið fyrr en um klukku- tíma eftir að slysið var tilkynnt. Töfðust í umferð á leið í útkall nú fyrir nokkrum vikum um sam- starf milli landanna og Clarkson spurðist fyrir um það. Hydro Manitoba eða „Landsvirkjunin“ í Manitoba, er t.d. miklu stærri en Landsvirkjun hér heima og rekur sextán vatnsaflsvirkjanir. Kanada- menn standa vel að vígi og fram- leiða mikla vatnsorku og flytja hana jafnvel suður yfir landamær- in. Þeir vilja nota enn meira af endurnýjanlegum orkulindum enda eru endurnýjanlegar orku- lindir eitt höfuðstefið í opinberri SEGJA má að landstjóri Kanada, Adrienne Clarkson, hafi ferðast úr fortíð í framtíð í heimsókn sinni í Þjóðmenningarhúsið um helgina; fyrst skoðaði hún hand- ritasýninguna en að loknum hringborðsumræðum um orkumál ók hún síðan á brott í vetnisstræt- isvagni – knúðum kanadískum efnarafal. „Við förum yfirleitt með er- lenda gesti í Þjóðmenningarhúsið og sýnum þeim handrit en það er dálítið skemmtilegt að þetta er líklega í fyrsta sinn sem orkumál komast á blað sem þjóðmenning,“ segir Þorsteinn I. Sigfússon, stjórnarformaður Nýorku, sem stjórnaði hringborðsumræðunum. Kanadískt hjarta í vetnisvögnunum Efnarafalarnir í strætisvagn- inum, sem Clarkson ók í, eru framleiddir af fyrirtækinu Ballard sem er með höfuðstöðvar í Van- couver á vesturströnd Kanada. Þorsteinn segir að allir efnaraf- alarnir í þeirri línu af strætis- vögnum sem eigi að aka í tíu borgum Evrópu séu framleiddir af Ballard og ekki að undra að Kan- adamenn séu nokkuð stoltir enda megi segja að rafallinn sé hjartað í vetnisstrætisvögnunum. „Það er raunar mikil vatnsorka í Quebec og Manitoba og iðnaðarráðuneytið gerði samning við Manitoba-fylki heimsókn landstjóra Kanada hing- að,“ segir Þorsteinn. Adrienne Clarkson og föruneyti verða í dag á Akureyri og kynna sér starf stofnunar Vilhjálms Stef- ánssonar. Flytur landstjórinn minningarfyrirlestur þar, þiggur hádegisverð í boði menntamála- ráðherra, Tómasar Inga Olrich og sækir sameiginlega kynningu Út- gerðarfélags Akureyringa og Samherja í höfuðstöðvum ÚA. Á morgun verður farið í Skagafjörð og Mývatnssveit. Úr fornum handritum í vetnisstrætisvagn Morgunblaðið/Sverrir Landstjóri Kanada leggur af stað í ökuferð með vetnisstrætisvagninum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.