Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 17 Snyrtiklefi Austurstræti 12, sími 562 9020 Estée Lauder andlitsmeðferðin miðar öll að því að veita þér slökun og dekra við þig - allt frá vandvirkri hreinsun húðarinnar að yndislega róandi nuddinu. Nútímaleg húðumhirða okkar vinnur gegn vandamálum sem stafa af þurri húð eða feitri, hrukkum, slælegri blóðrás, þreytulegri húð og öðru sem hrjáir húðina. Öll er meðferðin umvafin ljúfri munúð og slökun. Veittu þér andlitsmeðferð eins og þær gerast bestar og sjáðu hvað svolítið dekur gerir húðinni gott. Það kostar aðeins kr. 2.500. Hringdu og pantaðu tíma. Síminn er 562 9020 Aðeins það besta fyrir andlit þitt Árvekni um brjóstakrabbamein ÞEGAR við látum hugann reika aftur í tímann veltum við því held ég flest oft fyrir okkur hvers vegna ekki urðu fleiri til að rísa upp og and- æfa mestu og alvar- legustu glæpaverk- um mannkynsins. Þá verða efst í huga útrýmingarbúðir nasista þar sem murkað var lífið úr milljónum gyð- inga af vísindalegri yfirvegun og nákvæmni. Illvirkinn var þýska rík- ið og morðin voru viðbjóðslegri fyr- ir þá sök að þau voru unnin af verkfræðingum og vísindamönnum á hvítum sloppum; mönnum sem fóru heim til sín á kvöldin, kysstu börnin sín og hlustuðu á skemmti- þátt í útvarpinu. Þarna liggur mun- urinn á milli tilfinningaverunnar, sem hefur misst barnið sitt eða bróður í sprengjuárás, múruð inni í gettói og leitar hefnda, jafnvel reiðubúin að láta nota sig til ill- virkja eins og stúlkan sem tók líf sitt og annarra í sjálfsmorðsárás- inni í Haifa fyrir fáeinum dögum; þarna liggur munurinn á milli manneskjunnar sem buguð af sorg og vitstola af örvæntingu sér að- eins svartnættið framundan og hins vegar ríkisins sem hefur verið fengið það hlutverk að veita tilfinn- ingum okkar og bræði inn í yf- irvegaðan farveg. Í mörg þúsund ár hefur mannkynið verið að basla við að hafa hemil á hefnigirninni með boðun trúar- og heim- spekikenninga og á síðari öldum hefur okkur tekist að ná það langt að smíða réttarríki og hinar Sam- einuðu þjóðir, sem eiga að halda uppi merki réttarríkisins á heims- vísu. Hvorki gyðingar né Palest- ínumenn heldur manneskjur Vitur maður sagði í mín eyru fyrir fáeinum dögum, að þegar allt kæmi til alls hefðu nasistar ekki verið að ofsækja gyðinga. Þeir hefðu verið að ofsækja manneskjur og því mættum við aldrei missa sjónar á. Nú, þegar það hefur orðið hlutskipti gyðinga að vera í hlut- verki þess sem ofsækir og beitir valdi á miskunnarlausan hátt, þá megum við ekki missa sjónar á því að nú sem fyrr eru það manneskjur sem eru að ofsækja manneskjur. Hörðustu gagnrýnendur ofsókna Ísraela á hendur Palestínumönnum eru einmitt gyðingar, afburðamenn í andanum, sem neita að sjá trú- flokka og kynþætti heldur aðeins manneskjur. Hið sama gildir í hópi Palestínumanna. Þar er að finna menn sem tala fyrir vináttu og friði. Þetta er það fólk sem raun- verulega heldur uppi merki vegvís- isins til friðar. Á vinnustað mínum við Aust- urvöllinn í Reykjavík heyrði ég til manns sem lagði að jöfnu gjörðir stúlkunnar sem áður er vitnað til og svipti sig lífi og tók líf annarra í Haifa – hann lagði hennar gjörðir að jöfnu við árásir ísraelska hers- ins, íraelska ríkisins á búðir flótta- manna í Sýrlandi. Þetta var ekki bara einhver maður. Þetta var ut- anríkisráðherra Íslands. Halldór Ásgrímsson sagði að stúlkan hefði ekki verið ein á báti heldur á bandi hryðjuverkamanna og með nokkr- um þjósti spurði hann undirritaðan hvort verið gæti að ég væri að rétt- læta þetta hryðjuverk. Í reynd var ráðherrann með málflutningi sínum að taka undir með þeim Sharon og Bush: Enginn friður getur orðið fyrr en stjórn Palestínumanna hef- ur haft hemil á öllum hópum sem berjast gegn hernámi Ísr- aelsmanna. Nú er það svo að Ísraelsríki hef- ur þverbrotið ályktanir Sameinuðu þjóðanna, alþjóðalög og mannrétt- indasáttmála í málefnum Palest- ínumanna, ekki síst flóttamanna, í meira en hálfa öld. Hernámið stríð- ir gegn samþykktum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hefur gert í 36 ár. Þessi brot virðast skipta þessa aðila minna máli en brot Saddams Husseins gegn sam- þykktum sama ráðs. Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, og Bush Bandaríkjaforseti segja að örygg- issveitir Arafats verði að ráða nið- urlögum Hamas-samtakanna og annarra andspyrnuhreyfinga gegn hernáminu. Undir þetta tekur tals- maður ríkisstjórnar Íslands í utan- ríkismálum. En trúa þessir menn því að rétt- kjörin stjórnvöld Palestínu hafi burði til þess arna? Ísraelsmenn og vitorðsmenn þeirra vita sem er að samstundis myndi blossa upp borg- arastyrjöld þar sem þau fengju ekkert við ráðið. Hafa menn skoðað myndir af nánast hverri einustu lögreglustöð öryggissveita heima- stjórnarinnar á Vesturbakkanum? Þær eru allar sundurskotnar, rúst- ir einar. Hafa menn skoðað ný- byggð íbúðahverfi Palestínumanna á hernumdu svæðunum sem byggð hafa verið fyrir gjafafé frá Vest- urlöndum? Ágætar myndir er að finna á vefsíðu félagsins Ísland- Palestína: www.palestina.is. Þar má sjá að öll nýju íbúðarhverfin eru meira og minna sundurskotin eftir árásir ísraelska hersins. Múrinn Og hafa menn skoðað myndir af Aðskilnaðar-múrnum, dæmigerðan fyrir apartheid-stefnu Ísraela? Berlínarmúrinn bliknar. Múr Shar- ons er tvöfalt hærri eða allt að átta metra hár. Á stöðum sem taldir eru „viðkvæmir“ er múrinn sér- staklega styrktur. Sitt hvorum megin eru fimm metra djúpir skurðir og síðan gaddavír. Í gadda- vírinn er leitt rafmagn. Raf- eindanjósnabúnaður er á múrnum á þessum stöðum og örfínt sandlag til hliðar svo nema megi fótspor. Ekki er múrinn alls staðar styrktur á þennan hátt en nánast alls staðar skerðir hann land Pal- estínumanna. Hann sníður af gróð- ursælustu lönd þeirra og bestu vatnsbólin. Þeir sem eru innan múrs eru fangar – í eigin heim- kynnum. Og þó, því ekki fá þeir notið eigin heimkynna. Viðar Þor- steinsson var með áhrifaríka lýs- ingu í morgunútvarpi RÚV fyrir fáeinum dögum. Hann var við hlið á múrnum. Hann var þar ásamt öðrum Íslendingi, Sigrid Valt- ingojer, í hópi sjálfboðaliða sem komnir voru til að veita bændum vernd með nærveru sinni og að- stoða við ólífutínsluna. Bændurnir höfðu brotið upp hliðið til að kom- ast inn á landið sitt, þar sem ólífu- trén og aldingarðar þeirra eru, lífs- björgin. Ísraelsmenn segja að þetta sé ekki þeirra land. Og ef dæma skal af málflutningi ríkisstjórnar Íslands virðast áhöld um að þetta sé þeirra land. Að minnsta kosti er enginn merkjanlegur áhugi á að ræða málið af alvöru fyrr en Pal- estínumenn taki „betur á öryggis- málum heima fyrir og taki betur á öfgamönnum“ í eigin röðum. Vissu- lega fylgir það líka með í málflutn- ingi utanríkisráðherrans, Halldórs Ásgrímssonar, að nauðsyn beri til að Ísraelsmenn „vinni betur í sam- ræmi við þær áætlanir sem hafa verið gerðar“. Á þessum forsendum er málið rætt í Stjórnarráði Ís- lands. Er ekki kominn tími til að rík- isstjórnin endurskoði afstöðu sína og áherslur í þessu máli, skoði það í sögulegu samhengi og freisti þess að vera ögn betur sjálfri sér sam- kvæm þegar samþykktir Samein- uðu þjóðanna eru annars vegar? Eru allir jafn sekir? Eftir Ögmund Jónasson Höfundur er alþingismaður. Í ÁVARPI núverandi félagsmála- ráðherra, Árna Magnússonar til fé- laga í Átaki, sem er hluti af al- heimshreyfingu fólks með þroska- hömlun, á tíu ára afmæli hins íslenska félags á Evrópuári fatlaðra 2003 og birt er í 2 og 3 tbl. Þroskahjálpar, tímariti um málefni fatlaðra, segir ráðherrann meðal annars: „Barátta Átaks gegn fordómum er einnig af- ar mikilvæg vegna þess að for- dómar geta valdið því að fólk með þroskahömlun njóti ekki þeirra tækifæra sem samfélagið býður upp á, auk þess sem fordómar geta haft slæm áhrif á líðan þeirra sem fyrir þeim verða. Við verðum að stuðla að því í samvinnu að fólk með þroskahömlun njóti virðingar til jafns við aðra og að á það sé hlustað. Í þessu sambandi er mik- ilvægt að fólk með þroskahömlun þekki réttindi sín og geti notið þeirra og öruggt sé að því séu tryggð sömu réttindi og aðrir njóta í samfélaginu.“ Sjónarhóll er einmitt vettvangur þess megininntaks er ráðherrann vitnar til. Ekki bara að fólk með þroskahömlun þekki réttindi sín, heldur að samfélagið viðurkenni þær sjálfsögðu skyldur, að allar fjölskyldur barna með sérþarfir á Íslandi þekki réttindi sín, þegar upp koma tilvik sem oft á tíðum breyta verulega högum slíkra fjöl- skyldna til framtíðar. Það er foreldrum áfall þegar barn greinist með alvarlegan sjúk- dóm, varanlega fötlun eða önnur þroskafrávik. Eðlilegar væntingar breytast í áhyggjur og við taka ófyrirséð verkefni s.s. greining, rannsóknir meðferð, upplýsingaleit, útvegun hjálpartækja, fundir og viðtöl svo eitthvað sé nefnt. Mikill tími fer í að fá yfirsýn yfir og samræma þann stuðning sem í boði er og foreldrum er oft að óþörfu vísað frá einum stað til ann- ars. Fjölskyldulífið fer að verulegu leyti að snúast um þarfir hins veika barns og umtalsvert vinnutap með tilheyrandi fjárhagsvanda er óum- flýjanlegt. Hér skortir sárlega leiðsögn og stuðning aðila sem þekkja málin af eigin raun og geta með reynslu sinni veitt foreldrum þá yfirsýn sem þeim er nauðsynleg til að gera leitina að réttu úrræði sem stysta og áhrifaríkasta. Sjónarhóll er slík- ur aðili – ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Markmið Sjónarhóls er að veita foreldrum stuðning og leiðsögn til að fóta sig í hinu nýja hlutverki sínu. Ætla má að hérlendis séu um 4.000 til 5.000 fjölskyldur barna með sérþarfir og að málefnið snerti því um 25 til 30 þúsund Íslendinga. Þá er einungis átt við nánustu ætt- ingja, en ef vinnuveitendur og starfsfélagar sem taka á sig aukin verkefni vegna fjarveru foreldris eru teknir með í reikninginn, hækkar sú tala töluvert. Foreldrafélag barna með AD/HD (áður Foreldrafélag misþroska barna), Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Landssamtökin Þroska- hjálp og Umhyggja, félag til stuðn- ings langveikum börnum hafa unn- ið frá því í byrjun árs að undirbúningi stofnunar ráðgjaf- armiðstöðvar fyrir foreldra barna með sérþarfir. Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum 20. maí síðastliðinn til- lögu Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra þess efnis að fulltrúar ráðu- neyta, félags-, mennta- og heilbrigðismála tækju upp viðræður við félögin fjögur. Þegar þetta er ritað nú í byrjun október 2003, hafa liðið vel yfir fjórir mánuðir, sem ráðuneytin hafa haft mál þetta til skoðunar. Svar hefur enn ekki fengist um hvort ríkisvaldið hyggst taka þátt í mótun þessa tilraunaverkefnis Sjónarhóls við að geta stutt og bætt lífskjör sem/og réttindamál foreldra barna með sérþarfir á Ís- landi er fái leiðbeint foreldrum um frumskóg þess kerfis sem samfélag okkar byggist á. Reynsla félaganna fjögurra er fyrir hendi. Stuðningur þeirra, sem spannar öll frjáls félög barna með sérþarfir á Íslandi, er í dag ómetanlegur fyrir þær fjöl- skyldur sem oft í þungum sporum standa. Vonir standa þó til að fé- lagsmálaráðherra, Árni Magnússon, sá hinn sami og vitnað er til hér að framan, leggi fram tillögur vinnu- hóps ráðuneytanna til ríkisstjórnar, með hvaða hætti stjórnvöld gætu komið að þessu framfararmáli í samvinnu við félögin fjögur. Starfsemi Sjónarhóls er ætlað að verða þekkingartorg foreldra um völundarhús „kerfisins“. Eins kon- ar „fyrsta hjálp“ um eðlileg og sjálfsögð mannréttindi þeirra, þeg- ar upp koma tilvik um alvarleg veikindi barns. Sjónarhóll er og verður ávallt óháður vettvangur fyrir foreldra gagnvart starfandi opinberum stofnunum ríkis og sveitarfélaga sem skv. lögum eiga að sinna samfélagslegum skyldum sínum í þágu borgaranna. Sjón- arhóll er í raun leiðsögn foreldra um frumskóg kerfisins og raunhæf leið foreldra til að úrbætur fáist. 7. júní síðastliðinn var ráðgjaf- armiðstöðin Sjónarhóll formlega stofnuð við hátíðlega athöfn í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum Laug- ardal. Sjónarhóll verður rekinn af sjálfseignarstofnuninni Í góðum höndum ses., en að henni standa áðurnefnd félög. Mörg hliðstæð fé- lög innan annarra Norðurlanda horfa til þessa verkefnis og hvernig til muni takast hér á landi. Hér er um að ræða óháð afl, þ.e. vel sam- stillt átak félaganna fjögurra, nokk- urs konar umboðsmaður foreldra, við að ná fram réttindum og hand- leiðslu fyrir foreldra barna með sérþarfir, innan samfélags okkar. Þótt vonir standi til að hægt verði að tryggja Sjónarhóli samn- inga við ríki og sveitarfélög er ljóst að starfsemin verður að verulegu leyti háð frjálsum framlögum ein- staklinga og fyrirtækja. Laugardagskvöldið 8. nóvember nk. verður efnt til landssöfnunar til styrktar húsnæðiskaupa Sjón- arhóls, með tilstyrk ríkisútvarps – sjónvarps. Lesandi góður, við leit- um til þín um stuðning. Sælir þeir, er sárt til finna sinnar andans nektar hér, þeir fá bætur þrauta sinna, þeirra himnaríkið er. (Sb. 201. Valdimar Briem.) Sælir þeir, er sárt til finna … Eftir Arnar Pálsson Höfundur er stjórnarmaður Í góðum höndum ses. Tískuvöruverslun Laugavegi 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.