Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.10.2003, Blaðsíða 27
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 27 bílar Auglýstu hann í Bílablaði Morgunblaðsins og kláraðu dæmið. Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. Pantaðu núna í síma 569 1111 eða sendu tölvupóst á augl@mbl.is alltaf á miðvikudögum Áskrifendum Morgunblaðsin s býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr. Ertu að hugsa um að selja bílinn þinn? LEIRVOGSÁ er besta laxveiðiáin sumarið 2003 sé mið tekið af meðal- veiði á hverja dagstöng. Alls veiddust 558 laxar í Leirvogsá á tvær stangir og er engin á nálægt ánni í meðalveiði. Leirvogsá hefur löngum vermt ann- að sætið, á eftir Laxá á Ásum, en þar var aflabrestur í sumar, áin gaf að- eins á fjórða hundr- að laxa á sama tíma og Leirvogsá hélt sínum hlut og vel það, gaf 17 löxum meira en í fyrra. Upp og ofan í Dölunum Þurrkarnir í sumar komu hvað harðast niður á laxveiðiánum í Döl- unum, en þær tóku misjafnlega vel við sér þegar loks rigndi undir haust- ið. Besta kippinn tók Laxá í Dölum, en í henni var alger mokveiði síðustu vikurnar. Lokatalan þar er 1.394 lax- ar, en til samanburðar veiddust í ánni 880 laxar í fyrra. Haukadalsá endaði með 640 laxa sem er þokkaleg tala þar á bæ, en hins vegar var allur gangur á öðrum ám í héraðinu. Miðá gaf t.d. um 150 laxa, helmingi meira en í fyrra, en Fáskrúð var ekki eins spræk, gaf aðeins 182 laxa, sem er þó 12 löxum meira en í fyrra. Krossá gaf aðeins 95 laxa á móti 134 í fyrra svo dæmi séu tekin. Snaraður Maríulax Skemmtileg saga barst frá Tannastaðatangan- um í Hvítá, þar sem Sogið rennur í móðurána, er veiðimað- ur einn hugðist í haust næla sér í sinn fyrsta lax á ferlinum. Það var snar- brjálað veður, rok og rigning, þannig að göfug ætlan að ná hinum merka fiski á flugu var sett á ís. Maðki með nokkrum sökkum var þess í stað kastað upp í rokið og skyndi- lega var rifið í með látum. Und- arleg viðureign tók síðan við þar sem laxinn ýmist nánast hreinsaði lín- una út af hjólinu, eða lá sem steinn. Eftir svo sem tíu mínútur sprakk hann svo gersamlega, sneri kviðnum upp og var dröslað upp í fjöru þar sem hann nánast fauk upp í móa. Þetta var 7 punda hængur og snaraður yfir stirtluna. Var það svo kirfilega gert að öngullinn var fastur undir línunni og hélt eins og skrúfstykki! Ragnhildur Guðmundsdóttir, sem er 8 ára, veiddi þennan fallega lax í veiðistaðnum Lambatanga í Búðardalsá í haust. Leirvogsá besta áin Tímasnaran: Sjónarhóll foreldra og stjórnenda í fyrirtækjum á samhæfingu atvinnu og fjöl- skyldu. Miðvikudaginn 15. október kl. 12.10–13.10 flytur Guðrún Hann- esdóttir fyrirlestur í málstofu upp- eldis- og menntunarfræðiskorar. Fyrirlesturinn er í stofu 201 í Odda, Háskóla Íslands og er öllum opinn. Fyrirlesturinn er byggður á MA- ritgerð Guðrúnar. Tímasnaran fjallar um það hvernig foreldrum á vinnumarkaði tekst að samhæfa at- vinnu og einkalíf og hvernig samspil þessara þátta birtist stjórnendum starfsmannamála. Alþjóðlega þýskuprófið TestDaF verður haldið í Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands 12. nóvember nk. Prófið er ætlað þeim sem ætla að fara í nám í Þýskalandi. Prófgjaldið er 9.000. Nánari upplýsingar er að finna á eftirfarandi heimasíðu: www.testdaf.de Umsjón með prófum hefur Carsten Thomas, lektor í þýsku við HÍ, og skráning fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ, Nýja Garði: 525 4593, ems@hi.is. Athugið að um- sóknir eiga að berast ekki síðar enn 21.10. 03. Sjögrenshópur Gigtarfélags Ís- lands boðar til fræðslufundar með félagsmönnum og öðrum sem hafa áhuga á málefninu miðvikudaginn 15. október, klukkan 19.30 í húsnæði Gigtarfélags Íslands, annarri hæð. Reynir Jónsson, tryggingayfirtann- læknir hjá Tryggingastofnun rík- isins (TR), og Peter Holbrook, pró- fessor við tannlæknadeild HÍ, verða með erindi. Reynir Jónsson mun fjalla um nýja reglugerð TR og vinnureglur í sambandi við tann- lækningakostnað við heilkenni Sjö- grens og Peter Holbrook verður með erindi um rannsóknir á munnþurrki við Sjögrens, með- ferðarúrræði og forvarnir. Boðið verður upp á veit- ingar gegn vægu gjaldi. Á NÆSTUNNI Útflutningsráð Samtaka versl- unarinnar boðar til hádegisverð- arfundar mánudaginn 13. október kl. 12 í Skálanum, Hótel Sögu. Fram- sögumaður á fundinum verður Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs Íslands. Að loknu framsöguerindi verða fyrirspurnir og umræður. Þátttökugjald með hádeg- isverði er kr. 2.500. Tilkynna skal þátttöku á netfang: lindabara@fis.is. Heimssýn stendur fyrir málþingi undir yfirskriftinni evran fyrir krón- una í Norræna húsinu í dag og hefst það kl. 16.15. Lars Wohlin, hagfræð- ingur og fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Svíþjóðar, flytur erindi um hvers vegna Svíar höfnuðu evr- unni. Að því loknu svarar hann spurningum og síðan verða pall- borðsumræður með þátttöku Geirs H. Haarde fjármálaráðherra, Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, Margrétar Sverrisdóttur fram- kvæmdastjóra og alþingismannanna Steingríms J. Sigfússonar og Helga Hjörvar. Í DAG Fyrirlestur hjá Sagnfræðinga- félagi Íslands verður á morgun, þriðjudaginn 14. október, kl. 12.05 í Norræna húsinu. Gísli Gunnarsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, heldur erindi í fyr- irlestraröð félagsins, Hvað er (um) heimur? Erindið nefnist Valdaskipti á Indlandshafi á 15. og 16. öld. Upp- haf Evrópskra heimsyfirráða. Að- gangur er ókeypis og allir eru vel- komnir. Á MORGUN ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? RÁÐUNEYTISSTJÓRI utanríkis- ráðuneytisins kallaði John Culver, sendiherra Bretlands, á sinn fund fyrir helgina og afhenti honum svar íslenskra stjórnvalda við orðsend- ingu Breta þar sem komið var á framfæri athugasemdum tuttugu og þriggja ríkja við hvalveiðirannsókn- ir Íslendinga. Að auki var varpað fram tveimur spurningum sem ríkin voru beðin að svara hvert fyrir sig. Í fyrsta lagi hvers vegna viðkom- andi ríki hafi séð sig knúið til að lýsa andstöðu við rannsóknaráætl- un sem er í samræmi við alþjóða- lög, fylgir reglum Alþjóðahvalveiði- ráðsins og ógnar ekki viðkomandi dýrategund. Í öðru lagi hvers vegna viðkomandi ríki sé andsnúið rann- sóknum sem fela í sér aflífun sjáv- arspendýra á sama tíma og það andmælir ekki slíkum rannsóknum á spendýrum á landi. Vegið að starfsheiðri íslenskra vísindamanna Í svari Íslands er ítrekað að með vísindaveiðum sínum séu Íslending- ar ekki að brjóta nein lög eða regl- ur Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og með þeim sé engan veginn verið að stofna hrefnustofninum í Norð- ur-Atlantshafi í hættu. Þá er órök- studdum fullyrðingum sumra full- trúa í vísindaráði IWC um að vísindaveiðar Íslendingar standist ekki vísindakröfur alþjóðlegra rannsóknarstofnana algerlega hafn- að og það harmað að verið sé að reyna að vega að heiðri íslenskra vísindamanna með slíkum dylgjum. Þá er á það bent að rannsóknir á því hver fæða hrefnu á Íslands- miðum er séu aðeins einn liður rannsóknanna; framlag Íslands á sviði fjölstofnarannsókna sé viður- kennt á alþjóðavísu og því séu um- fangsmiklar rannsóknir nauðsyn- legar til þess að auka skilning og uppfæra fjölstofnalíkön sem unnið sé með. Niðurstöður sem fást með vís- indaveiðum á hrefnu auki þekkingu manna á þessu sviði, segir í svarinu. Athugasemdum vegna hvalveiði- rannsókna svarað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.