Morgunblaðið - 21.12.2003, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 21.12.2003, Qupperneq 53
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 53 SKOÐUN HINN 4. september 1998 birt- ist í Morgunblaðinu grein um Dupuytren-sjúkdóminn (DD). Ég hef kosið að kalla þetta „hand- arkreppu“ þótt lófa- kreppa eða fingra- kreppa væri kannski nær sanni. Margir Íslendingar eru haldnir handar- kreppu. Hef ég feng- ið margar hringingar í kjölfar greinarinnar í Morgunblaðinu og fúslega veitt mönnum þær upplýsingar sem ég hef og miðlað af eigin reynslu. Nú, 5 árum seinna, hef ég ekki orðið var við að læknar hérlendis hafi tekið að beita þessari aðferð. Verið getur að blessaðir Frakk- arnir séu ekki nógu duglegir að birta niðurstöður sinna sam- anburðarrannsókna í við- urkenndum tímaritum, en það mun vera ein af forsendum þess að nýjar aðferðir séu samþykktar og teknar upp, eins og skiljanlegt er miðað við þær kröfur sem við gerum til heilbrigðiskerfis okkar. Í greininni var fjallað um með- ferðarúrræði gegn sjúkdómnum. Hérlendis og á Vesturlöndum er venjulega beitt skurðaðgerð en fyrir mörgum árum hófu gigt- arlæknar í Frakklandi að beita annarri aðferð með góðum ár- angri. Sú aðferð er yfirleitt fram- kvæmd á stofu viðkomandi sér- fræðings en einnig á sjúkrahúsi. Hún felst í því að læknirinn beitir nál, deyfingu og handafli einu saman við að rétta úr krepptum fingrum sjúklingsins. Þessi aðferð á sífellt auknum vinsældum að fagna meðal þeirra, er þurfa lækningar við. Að mati undirritaðs, sem reynt hefur bæði skurðaðgerð og „frönsku rétt- inguna“, er sú síðartalda mun einfaldari og þægilegri fyrir sjúk- linginn, jafnvel ódýrari (fyrir samfélagið og sjúklinginn) og ár- angurinn af meðferðinni jafn- góður og jafnvel betri en skurð- aðgerð. Sjúkdómurinn Dupuytren-sjúkdómurinn, eða handarkreppa, birtist í því að þykkildi eða hnútur myndast í lófa og veldur afmyndun eins fingurs eða fleiri. Venjulega kreppast baugfingur og litlifingur fyrstir inn í lófann. Slík kreppa veldur því að menn hafa ekki full not af hendinni þegar sjúkdóm- urinn ágerist. Á alvarlegasta stigi má segja að um fötlun sé að ræða, jafnvel svo mikla að aflim- unar sé þörf. Einhverra hluta vegna er þetta sjúkdómsfyrirbæri mjög ríkjandi hjá eldri karlmönnum og svo virð- ist sem hann sé arfgengur. Í sum- um tilfellum er talið að hann tengist öðrum sjúkdómum svo sem sykursýki, flogaveiki og áfengissýki. Dupuytren-sjúkdóm- urinn hrjáir marga í hinum vest- ræna heimi, þar á meðal marga Íslendinga. Meðal frægra ein- staklinga, sem hafa haft hand- arkreppu má nefna Margaret Thatcher og Ronald Reagan. Vissir þættir benda til að aukn- ar líkur séu á að sjúkdómurinn verði umtalsverður hjá ein- staklingi. Þar er fyrst nefnd til sögunnar fjölskyldusaga, svo og að hans verði vart snemma á æv- inni og að hans verði samtímis vart á öðrum líkamssvæðum eins og til dæmis í iljum. Sjúkdóm- urinn getur þróast þannig að beita þurfi skurðagerð fyrr en seinna á ævinni. Handarkreppa er miklu tíðari hjá körlum en konum og kemur venjulega í ljós þegar menn hafa náð 40–60 ára aldri. Margt bendir til að hvítir karlmenn, sem eiga ættir að rekja til Norður-Evrópu, fái Dupuytren frekar en aðrir. Kenning er um, að uppruna sjúkdómsins megi rekja til nor- rænna víkinga, sem á ferðum sínum sunnar í álfuna ollu því að hann varð útbreidd- ari. Í bók, sem ástr- alskur læknir, John Hueston, gaf út 1963, segir að Dupuytren sé bundinn fólki af evrópskum uppruna. Algengastur sé hann á Íslandi. Að vonum sé tíðni hans einnig há á Norðurlöndum: Í könnun, sem gerð var á 15.950 norskum borgurum reyndust 10,5% karl- manna hafa sjúkdóminn en 3,2% kvenna. Talið er að í heildina séu 1–2% mannkyns haldin Dupuytr- en-sjúkdómi. Taldar eru 65% líkur á að sjúk- dómsins verði vart á meira en einum stað samtímis hjá sama sjúklingi. Hann getur lagst á aðra líkamshluta eins og td. iljar, fing- ur handarbaksmegin, kynfæri, úlnliði og aðra bandvefi. Hand- arkreppan þróast hægt og rólega til hins verra, getur stöðvast um tíma en jafnvel ágerst mjög hratt. Eftir að fyrstu þykkildi eða hnút- ar hafa myndast í lófa virðast þeir hafa tilhneigingu til að renna saman og mynda streng í átt til fingranna og valda kreppu þeirra. Þannig heftir handarkreppan bæði réttingargetu og glenning- argetu fingranna. Húðin í lóf- anum virðist „síast“ innávið í kringum þykkildin. Venjulega er sjúkdómurinn sársaukalaus. Hann er og talinn ólæknandi, en þó má draga úr honum a.m.k tímabund- ið. Úrræði við handarkreppu eru tvenns konar, þ.e. skurðaðgerð eða „nálarrof“. Í upphafi er ávallt reynt að beita lækningu án skurðaðgerðar, t.d. með sjúkraþjálfun. Fylgst er vel með þróun sjúkdómsins. Hann er algerlega sársaukalaus (að minnsta kosti í byrjun) og ekki talin ástæða til skurðaðgerðar (eða meðferðar) fyrr en fingur fara að kreppast. Mér skilst að skurðlæknar mæli með aðgerð þegar kreppan hefur náð 30° eða ef sársauka verður vart í hnútum og strengjum . Árangur skurða- gerðar er yfirleitt góður. Skurðagerð kemur þó ekki í veg fyrir að sjúkdómsins verði aftur vart. Skurðaðgerð sú er ég gekkst undir fólst í innlögn á sjúkrahús og svæfingu meðan á aðgerð stóð. Höndin var svo í nærri 2 vikur að jafna sig en nokkur örvefur myndaðist, sem gerði „nálarrofs“-meðferðina erf- iðari síðar. „Ný aðferð“ – Nálarrof Þessi nýja meðferð við Dupuytr- en á rætur að rekja til franskra gigtarlækna við Lariboisiere- sjúkrahúsið í París allt aftur til 1970. Lermusiaux gaf út fyrstu skammtímaniðurstöður um árang- ur meðferðarinnar 1979. Smám saman þróaðist meðferðin til hins betra og hefur verið beitt , sem fyrsta úrræði á fyrstu þrjú stig sjúkdómsins af fjórum ( I-III) bæði á lófa og fingur. 1987 lagði Badois til, að meðferðin væri köll- uð „needle fasciotomy“ sem þýða mætti sem „nálarrof“. Aðferðin hefur sætt 10 ára gagnrýni skurð- lækna. Útgáfa greina með nið- urstöðum úr rannsóknum á ár- angri meðferðinnar, annars vegar 1993 (123 hendur) og 1996 (992 hendur), sýndu hins vegar að meðferðin er mjög árangursrík og einföld, áhættulaus og veldur lág- marksóþægindum. Niðurstöður 5 ára rannsókna sýna, að aft- urkoma sjúkdómsins er sambæri- leg við skurðaðgerð, þótt greina megi að sjúkdómsins verði aftur vart örlítið fyrr en þegar skorið er. Engu að síður er auðveldara að framkvæma „nálarrof“ aftur og aftur en að endurtaka skurð- aðgerð. Þá má fullyrða að „nál- arrof“ er mun ódýrari aðgerð en skurðaðgerð. Meðferðin fer þannig fram að sjúklingurinn situr andspænis lækninum, sem byrjar á því að sótthreinsa hina sjúku hönd eða svæði. Því næst sprautar lækn- irinn staðdeyfilyfi (2% lidocane) í þann stað, sem meðhöndla skal. Með nálinni rífur hann síðan eða sargar hinn harða bandvef er veldur kreppunni og losar þannig um ófögnuðinn. Að því búnu rétt- ir hann hinn bogna fingur varlega með handafli. Sjúklingurinn heyr- ir smell eða brak þegar bandvef- urinn rofnar, finnur þegar hann losnar frá undirliggjandi sin og horfir á fingurinn réttast. Einu óþægindin felast í að nokkur sviði verður á meðan á deyfingunni í upphafi stendur. Að lokinni að- gerð, sem tekur um 15–20 mín- útur hvor hönd (1–2 fingur lagað- ir á hvorri), er höndin vafin umbúðum, sem skulu vera á í 1–2 sólarhringa og hendinni helst hlíft á meðan. Sjúklingurinn er hins vegar í fullu fjöri og getur fljótlega farið að beita hendinni aftur eðlilega. Sú var a.m.k mín reynsla í öllum fjórum tilvikum. Mín reynsla hefur og verið sú til þessa, að sjúkdómurinn hverfur ekki og bognun hefur hafist aftur að 3–4 árum liðnum eftir meðferð. Það gerðist líka eftir skurð- aðgerðina. Lokaorð Fyrir mitt leyti get ég mælt með aðferðinni og veit ekki betur en þeir Íslendingar, sem leitað hafa meðferðar hjá dr. Henri Lellouche og kollegum hans í Paris hafi fengið góðan bata. Margir hafa lýst áhuga á að fá hann til Íslands. Hann hefur sjálfur hug á að koma hingað. Þeir sem hug hafa á að kynna sér meira um Dupuytren og með- ferðarúrræði geta fengið heil- miklar upplýsinga á Internetinu. Einfaldast er að fara inná www.google.com og slá þá inn leitarorðin: treatment of dupuyt- ren disease. Þarna er að finna óhemju mikinn fróðleik um þetta efni. Jafnframt er þess vænst, að íslenskir gigtarlæknar og/eða heilbrigðisyfirvöld fari að taka upp frönsku aðferðina. Undirrit- aður veit að dr. Lellouche er tilbúinn til að vera þeim innan handar við það. Netfang hans er: henrilel@noos.fr. Þess má að lok- um geta að dr. Lellouche er ritari læknasamtaka um þessa lækn- ismeðferð, en allmargir franskir gigtarlæknar beita þessari aðferð og hafa með sér sérstök samtök til að auka veg hennar. Dupuytren-sjúkdómur- inn eða handarkreppa Eftir Jón H. Karlsson ’Aðferðin felst í því aðlæknirinn beitir nál, deyfingu og handafli einu saman við að rétta úr krepptum fingrum sjúklingsins.‘ Jón H. Karlsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Nú eru ekki nema þrírdagar í hátíð ljóss-ins, sem árlegakemur til okkarþegar myrkrið er svartast og nóttin lengst, og minnir okkur á atburðina í fyrnd- inni, þegar himinninn kyssti jörð- ina. Frá þeirri stundu tók veldi hins illa að dvína, lífið og öll hin bjarta sköpun komst á sigurbraut og er þar enn. Á aðventunni gerast æði merki- legir atburðir; þá er eins og losni um höftin í mannssálinni, og hinir dýrmætu eiginleikar okkar að gleðja aðra taka yfir. Hámarki nær umbreytingin á aðfangadag, þegar allt verður heilagt. Í Fréttablaðinu 23. desember 2002 var tekið hús á biskupi Ís- lands, Karli Sigurbjörnssyni, og kom hann m.a. inn á þessi atriði og benti jafnframt á sérstöðu Ís- lendinga hvað aðfangadag varðar. Orðrétt sagði í viðtalinu: Sr. Karl er þeirrar skoðunar að helgi aðfangadagskvölds sé með öðrum hætti á Íslandi en víðast hvar í öðrum lönd- um. Hann segist hafa haldið jól bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum og þar hafi hann ekki fundið fyrir þeim algjöra friði sem einkennir íslenskt samfélag á aðfangadagskvöld. „Þar var eins og maður vissi ekki almennilega hvenær jólin hæfust. Þau voru eins og á floti. Hér eru þessi skil sem verða nákvæm- lega klukkan sex svo einstök. Það er nánast sama hvar maður er staddur. Skilin eru svo skörp og á augabragði er eins og helgin detti yfir og ró og hátíð- leiki taki völdin.“ Þetta kallar hann töfrastund, sem er orð við hæfi og betra í raun og veru ekki til, ef grannt er skoðað. Og þessi opnun hjartanna fyrir náunganum og áhrifum þess góða á að sjálfsögðu rætur í jöt- unni í Betlehem. Ljósgeislinn úr ríkinu eilífa hefur þetta vald, fals- laust bros sveinbarnsins, dýptin í skilningsríkum og hlýjum augum þess, varminn í höndunum. Allt fasið. Slíkt verður ekki toppað, eins og unglingarnir myndu segja. Þess vegna er líka desem- ber bjartasti tími ársins, þá er minningin um þessa „frelsisins lind“ sterkust. Arnór Sigmundsson er með þetta í huga í ljóði sínu „Hugsað til jóla“, úr bókinni Ljósgeislar, 1985: Boðaði unað englalið, upp rann kærleikssólin. Opnast mönnum æðri svið, einkum þó um jólin. Þeir, sem áttu tæki tengd, – ef truflun ekki skeði – á þeim fundu öldulengd ástúðar og gleði. Og danski presturinn og rithöf- undurinn Kaj Munk (1898–1944) ritar eftirfarandi orð í prédik- anabókinni „Með orðsins brandi“, í þýðingu Sigurbjörns Ein- arssonar biskups: Jólaguðspjallið – það er eina sagan, sem ég þekki um Irmelin Rós og Irmel- in Sól og Irmelin alls, sem er dýrðlegt. Hún segir frá ungri konu, hinni ynd- islegustu á jörðu, ástmey og móður í senn. Hún segir frá litlu barni, trú og von og kærleika mannkynsins. Hér eru hirðar úti í haga, og hljómlist, sjálf hljómsveit himnanna er að leika. Og hér er asni, sem rymur. Því ekkert má vanta. Og þetta á sér stað hér á jörð- inni. Og hér er fegursta kvæðið, sem kveðið var nokkru sinni, aðeins þrjár línur, en hver getur hlustað á það án þess að þurfa að bæla grát sinn: Dýrð sé Guði í upphæðum, friður á jörðu, velþóknun Guðs yfir mönnunum. Það er söngur framtíðar – þjóðanna og hnattkerfanna í senn. Og svo er hér vitanlega stjarna, einnig hin fegursta, sem á hvolfinu skein á langri nóttu mannkynsins. Nóttin helga hálfnuð var huldust nærfelt stjörnurnar. Þá frá himinboga’ að bragði birti af stjörnu. Um jörðu lagði ljómann hennar sem af sól ... Jólastjarnan heitir Jesús Kristur. Hann er viti mannkynsins. Hann er trúfastari en nokkur stjarna á dimmum næturhimni, og í öllum kulda alheims- geimsins er hjarta hans óslökkvandi bál af kærleika. Fæðingarnóttin hans er að koma í mannheim á ný, eins og verið hefur síðastliðnar tuttugu aldir. Hún á erindi við alla, einnig þá sem búa við ysta haf, þús- undum kílómetra frá Gyðinga- landi, rétt eins og hún átti erindi til þeirra, sem komu saman í torf- kirkjunum á Íslandi fyrr á öldum, og alla tíð síðan. Því hún minnir okkur á, að yfir okkur er vakað á æðri stöðum, að Guð lætur sig hlutskipti jarðarbúa varða, hverr- ar þjóðar eða litar eða tungu, sem þeir kunna að vera. Fram undan er hátíð trúar, gjafa og kærleika, hátíð nýs lífs, hátíð vonarinnar og gleðinnar yfir ljósi sem kviknaði, hátíð konungs, sem lagður var í jötu lágt. Megirðu eiga gleðileg jól. Töfrastund Enginn tími ársins er bjartari hér á landi en des- ember. Ótrúlegt en satt. Aðventan gerir eitthvað sérstakt við hjörtun og jólin fullkomna síðan verkið, umbreyta mannskepnunni gjörsamlega. Sigurður Ægisson fjallar í dag um þá hluti. sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.