Morgunblaðið - 21.12.2003, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 21.12.2003, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 75 DAGBÓK Glæsilegar ullarkápur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið í dag frá kl. 12.00-20.00. Hverafold 1-3 Torgið Grafarvogi Sími 577 4949 Sun. 21. des. frá kl. 12-22 Mán. 22. des. frá kl. 11-22 Þri. 23. des. frá kl. 11-23 Mið. 24. des. frá kl. 10-12 Opnunartími fyrir jólin BIÐJIÐ OG YÐUR MUN VEITAST Ég horfði út um gluggans gler og geigur um mig fór. Af himni féll á hæð og dal hinn hljóði jólasnjór. Og eins og dúnn af englum guðs hann út og suður fauk, er stormsins frosni fingur létt um fjallabrúnir strauk. Og jörðin eins og liðið lík í líni hvítu svaf, og allt, sem minnti á lífsins land, var löngu fennt í kaf. Og ungum dreng fannst ægileg hin endalausa þögn, sem væri eilíft helstríð háð í hverri minnstu ögn. Jóhannes úr Kötlum. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 21. desember, er sjötugur Jón Helgi Hálfdánarson, Hveragerði. Hann dvelur með eiginkonu sinni, Jónu Einarsdóttur, í Noregi hjá syni þeirra á afmælisdaginn. Blekkisagnir eru tvíeggj- að vopn, eins og spilarar þekkja, því ágóðinn af því að blekkja andstæðingana er oft fjármagnaður með tapinu sem fylgir því að af- vegaleiða makker. „Ég blekki bara á móti and- stæðingum sem eru betri en ég,“ er haft eftir Ira Rubin, eða „Skepnunni“ (The Beast), eins og hann er jafnan kallaður af spila- félögum sínum í Bandaríkj- unum. „Enn sem komið er hef ég aldrei fúlmeldað,“ bætti Ira við. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ D76 ♥ ÁD862 ♦ 4 ♣Á763 Suður ♠ 103 ♥ 105 ♦ KG52 ♣109852 Jeff Meckstroth er ekki eins vandlátur og Skepnan í þessu efni og gerir greini- lega töluvert af því að fúl- melda þótt hann hafi í fullu tré við mótherja sína. Í bókinni „Win the Bermuda Bowl With Me“ er að finna tvö dæmi um nokkuð djarf- mannlegar blekkisagnir. Þetta er annað þeirra. Vestur Norður Austur Suður Mari Rodwell Levy Meckstr. -- 1 hjarta Pass 1 spaði ! 1 grand Dobl * Pass 2 lauf Pass 3 lauf Pass Pass Pass Mótherjarnir eru Frakk- arnir Christian Mari og Alan Levy. Opnun Rod- wells á einu hjarta er tak- mörkuð við 15 punkta mest, svo Meckstroth sá strax að mótherjarnir áttu meiri- hlutann af punktunum og kannski styrk í geim. Og brá sér í fúlið. Mari kom inn á einu grandi, sem Rod- well doblaði til að sýna þrí- litarstuðning við spaðann! Stuðningsdobl. Þar með leit tveggja laufa sögnin ekkert grunsamlega út og þegar Rodwell hækkaði í þrjú var nánast útilokað fyrir AV að komast inn í sagnir. Meckstroth vann þrjú lauf, en á hinu borðinu sögðu og unnu sveitarfé- lagarnir þrjú grönd í AV. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Be7 6. Rde2 0-0 7. g3 He8 8. Bg2 Bf8 9. 0-0 Ra6 10. He1 Rc5 11. Rd4 Bg4 12. f3 Bd7 13. Be3 c6 14. a4 a5 15. Kh1 d5 16. exd5 Rxd5 17. Rxd5 cxd5 18. b3 Df6 19. Dd2 Re6 20. Had1 Dg6 21. Rxe6 Bxe6 22. Bf2 Hac8 23. c3 d4 24. Bxd4 Bxb3 25. Ha1 Hxe1+ 26. Dxe1 Dc6 27. f4 Bd5 28. Bxd5 Dxd5+ 29. Kg1 Hc4 30. Df2 Dc6 31. Da2 Staðan kom upp í lokuðu alþjóðlegu móti sem fram fór í Dómíníska lýðveld- inu fyrir skömmu. Rúmenski ofurstór- meistarinn Liviu- Dieter Nisipeanu (2.675) hafði svart gegn Lasaron Bru- zon (2.603). 31. ... Hxc3! 32. Bxc3 Bc5+ 33. Kf1 Df3+ SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 34. Ke1 Dxc3+ 35. Kd1 hvítur yrði mátaður eftir 35. Kf1 Df3+ 36. Ke1 Bb4+. Í framhaldinu reynist staða hans einnig töpuð. 35. ... Dd4+ 36. Ke2 De3+ 37. Kd1 Bb4 38. Kc2 De4+ 39. Kb2 Be7 40. Db1 Bf6+ 41. Ka3 De3+ 42. Ka2 Dd2+ og hvítur gafst upp. Jóla- pakkamót Taflfélagsins Hellis fer fram í Borgarleik- húsinu í dag og hefst kl. 11. Öllum krökkum á grunn- skólaaldri er velkomið að taka þátt. Góð verðlaun eru í boði og aðgangur er ókeyp- is. HLUTAVELTA STJÖRNUSPÁ Afmælisbörn dagsins: Þú ert viljasterk/ur og ástríðufull/ur og getur náð mjög langt. Þú ert jafnframt þagmælsk/ur og metur einkalíf þitt mikils. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Samræður við maka þinn eða áhrifamikinn einstakling gætu komið þér í opna skjöldu í dag. Sýndu þolinmæði og stjórnkænsku. Naut (20. apríl - 20. maí)  Óhefðbundnar hugmyndir vekja áhuga þinn í dag. Sam- ræður um geimverur, stjörnu- speki og vísindi höfða óvenju sterkt til þín. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Reyndu að fara ekki yfir strikið á bankareikningnum í dag. Það er hætta á óvæntum fjárútláum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú munt að öllum líkindum hitta áhugaverðan einstakling í dag sem er ólíkur því fólki sem þú ert vön/vanur að um- gangast. Vertu opin/n fyrir nýjungum og mundu að mað- ur getur alltaf lært eitthvað nýtt og spennandi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú gætir fengið óvænta gjöf eða glaðning í dag. Einhver gæti líka tekið upp á því að gera þér óvæntan greiða. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir upplifað ást við fyrstu sýn í dag eða þá að ein- hver óvenjulegur heilli þig. Það er hætt við að hrifningin vari stutt en minningin mun þó verða ánægjuleg. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Einhver í fjölskyldunni mun að öllum líkindum koma þér á óvart í dag. Það gæti líka eitt- hvað óvænt og ánægjulegt gerst á heimilinu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni. Það er einhver spenna og eirðarleysi í þér. Þér finnst eitthvað vera í að- sigi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú munt hugsanlega kaupa eitthvað sérkennilegt til heim- ilisins eða fyrir fjölskylduna í dag. Þú hefur gaman af því að koma fólki á óvart. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér finnst hversdagsleikinn óvenju áhugaverður í dag. Þú gætir jafnvel fengið einhvers konar hugljómun í honum miðjum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ímyndunarafl þitt og forvitni eru vakin í dag. Samræður ættu að verða líflegar og skemmtilegar. Þú ert skýr í hugsun og því hentar dag- urinn vel til einhvers konar rannsóknarvinnu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér finnst sjálfstæði þitt skipta meira máli en það að standa undir væntingum ann- arra og ert því staðráðin/n í að gera hlutina eftir þínu eigin höfði. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Frances Drake BOGMAÐUR ÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Sjón- arhóli/ Í góðum höndum og söfnuðu þær 5.623 kr. Þær eru Hildur Ösp Reynisdóttir, Elfa Rún Guðmundsdóttir og Anna Margrét Pétursdóttir. MORGUNBLAÐIÐ birt- ir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík    Fyrirgefið, mér seinkaði aðeins. Ég er kominn til að gera við þvottavélina. FRÉTTIR KROSSGÁTUBÓK ársins 2004 er nýkomin út. Er þetta 21. árgangur bókarinnar. Krossgátubókin er 68 blaðsíður að þessu sinni og eru lausnir birtar af annarri hverri krossgátu. Forsíð- una prýðir teikning Brians Pilk- ington af Björk Guðmundsdóttur. ÓP útgáfa prentsmiðja ehf. gefur bókina út. Hún fæst í öllum helstu bókaverslunum og blaðsöluturnum. Krossgátu- bók ársins komin út Á DÖGUNUM var undirritað- ur þjónustusamningur milli Heilbrigðisstofnunar Austur- lands (HSA) og Tölvusmiðjunn- ar. Í fréttatilkynningu segir að samkvæmt samningnum muni Tölvusmiðjan, í samvinnu við HSA, sjá um að þjónusta tölvu- kerfi stofnunarinnar og veita starfsfólki aðgang að þeirri reynslu og þekkingu sem Tölvusmiðjan hýsir. HSA rekur eitt stærsta og umfangsmesta tölvukerfi á Austurlandi og eru miklar kröf- ur gerðar til öryggis og áreið- anleika kerfisins. HSA tók formlega til starfa 1. janúar 1999 og nær þjónustu- svæðið frá Bakkafirði, suður til Djúpavogs. Mikil þróun hefur átt sér stað í nýtingu upplýs- ingatækni hjá stofnuninni á þeim tíma. Nú liggja fyrir áætl- anir um frekari breytingar og mun Tölvusmiðjan koma að þeim málum í samvinnu við tæknimenn HSA. Semur um tölvu- þjónustu Morgunblaðið. Egilsstöðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.