Morgunblaðið - 06.03.2004, Page 2

Morgunblaðið - 06.03.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 6. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRESTA UNDIRRITUN Framkvæmdaráðið í Írak frestaði í gær undirritun bráðabirgðastjórn- arskrár vegna skyndilegrar and- stöðu fulltrúa nokkurra sjíta-hópa við viss ákvæði í plagginu. Vilja sjít- ar meðal annars koma í veg fyrir að Kúrdar, sem eru um fimmtungur þjóðarinnar, geti beitt neitunarvaldi gegn samþykkt endanlegrar stjórn- arskrár standi þeir saman. Ætlunin er að endanleg stjórnarskrá verði borin undir þjóðina á næsta ári. Óljóst er hvenær samningar hefjast á ný en talið var að samkomulag hefði náðst á mánudag. Forngripirnir heim? Forsætisráðherrar Danmerkur og Íslands hafa ákveðið að láta kanna hvernig taka megi á málum varðandi íslenska forngripi sem eru í vörslu danskra safna. Davíð Oddsson for- sætisráðherra segir að Íslendingar eigi enga kröfu á hendur Dönum vegna forngripanna. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, er sannfærður um að lausn finnist á málinu í góðri sátt milli landanna. Frumvarp bíði Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra telur rétt að bíða með frumvarp um vernd Laxár og Mývatns. Segir hún rétt að heimamenn eigi síðasta orðið. Kristilegir sterkir Nýjar kannanir í Þýskalandi gefa til kynna að systurflokkarnir Kristi- legir demókratar, CDU og Kristi- lega sósíalsambandið, CSU, fengju samanlagt um 49% atkvæða ef geng- ið væri til þingkosninga núna. Dygði það flokkunum til að fá hreinan meirihluta á sambandsþinginu, neðri deild þingsins. Jafnaðarmenn Ger- hards Schröders kanslara fengu í könnuninni aðeins 28%. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 36 Viðskipti 16 Viðhorf 40 Erlent 17/19 Minningar 42/46 Höfuðborgin 22 Kirkjustarf 47 Akureyri 23 Myndasögur 56 Suðurnes 24 Bréf 56/57 Landið 25 Dagbók 58/59 Árborg 27 Íþróttir 60/63 Listir 28/29 Leikhús 64 Úr Vesturheimi 30 Fólk 65/69 Daglegt líf 31 Bíó 66/69 Ferðalög 32/33 Ljósvakamiðlar 70 Umræðan 34/41 Veður 71 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir kynningarblað frá Verkmennta- skólanum á Akureyri. SJÓMAÐURINN sem drukknaði þegar hann féll útbyrðis af netabátnum Fylki KE 102 á fimmtudagsmorgun hét Magnús Öl- versson, fæddur 1937. Magnús var til heim- ilis á Hamarsbraut 9 í Hafnarfirði. Hann lætur eftir sig fjögur uppkomin börn. Magnús Ölversson Lést þegar hann féll útbyrðis Frumjarðfræðiathugunum vegna jarðganga undir Hrafnseyrar- heiði milli Dýrafjarðar og Arn- arfjaðar verður væntanlega lok- ið í ár og eru þá komnar þær athuganir sem venja er að gera áður en framkvæmdir eru tíma- settar, en eftir það er ráðist í dýrari athuganir sem duga til hönnunar mannvirkisins. Jón Rögnvaldsson vegamála- stjóri sagði að lokaathuganir sem gerðar væru áður en ráðist væri í framkvæmdir væru yf- irleitt það kostnaðarsamar að ekki væri ráðist í þær fyrr en tímaáætlun vegna fram- kvæmdanna lægi fyrir. Göng undir Hrafnseyrarheiði hefðu verið nefnd í jarðgangaáætlun sem hefði verið samþykkt fyrir nokkrum árum, en þar hefðu verið tekin sem tvær fyrstu framkvæmdir jarðgöng sem væri verið að vinna að nú milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarð- ar og síðan Héðinsfjarðargöng. Jón sagði að ýmsir aðrir möguleikar á göngum á Vest- fjörðum hefðu verið nefndir. Þar á meðal hefði verið nefnt að fara undir Dynjandisheiðina úr Arn- arfirði og í Vatnsfjörð. Þar væri hins vegar um mjög löng göng að ræða. Sú umræða væri á frumstigi og Vegagerðin hefði fremur gert ráð fyrir að leggja veg um Dynj- andisheiði, þar sem þeir teldu að hægt væri að leggja veg um hana sem halda mætti opnum í öllu venjulegu árferði. Jarðgöng undir Hrafnseyrarheiði á dagskrá Frumjarðfræði- athugun lokið í ár HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot, frelsissviptingu, eigna- spjöll og þjófnað í maí í fyrra. Ákærði var sakfelldur fyrir kyn- ferðisbrot með því að hafa þröngvað fyrrverandi sambýlis- konu þrisvar sinnum til samræðis og hótanir í hennar garð með hnífi. Var hann einnig sakfelldur fyrir frelsissviptingu með því að hafa haldið konunni nauðugri á heimili hennar og þá beitt hana líkamlegu ofbeldi, hótað að beita hana líkamlegu ofbeldi og ógnað henni með hnífnum. Að mati dómsins var framburð- ur ákærða um kynferðisbrotin ótrúverðugur og rangur en vitn- isburður konunnar þótti trúverð- ugur. Dóminum þóttu brot ákærða stórfelld og hrottafengin og ætti hann sér engar máls- bætur. Ákærði var einnig dæmdur til að greiða konunni tæpar 1,4 milljónir króna í skaðabætur. Hefur hann hlotið 22 refsidóma fyrir ýmiss konar afbrot frá árinu 1991. Málið dæmdu héraðsdómararn- ir Guðjón St. Marteinsson sem dómsformaður, Sigríður Ólafs- dóttir og Sigurður T. Magnússon. Verjandi ákærða var Jón Ármann Guðjónsson hdl. og sækjandi Kol- brún Sævarsdóttir saksóknari hjá ríkissaksóknara. Þriggja og hálfs árs fang- elsi fyrir kynferðisbrot ÚRVALSVÍSITALA Aðallista í Kauphöll Íslands lækkaði um 2,5% í vikunni en vikuna áður hækkaði hún um 5,9%. Hækkun vísitöl- unnar frá áramótum nemur 21,2% en hún stendur nú í 2.562,25 stigum. Nokkrar sveiflur hafa verið á Úrvalsvísi- tölunni í þessari viku, rúmlega 2% lækkun varð bæði á mánudag og þriðjudag en næstu tvo daga hækkaði vísitalan og lækkar svo aftur lítillega á föstudag. Í vikunni áður hafði vísitalan hins vegar hækkað hvern dag, mest þó á föstudeginum um 2,8%. Úrvalsvísi- talan lækkaði um 2,5%                              Lax úr Eystri-Rangá hafbeitarlax ORRI Vigfússon, formaður verndarsjóðs villtra laxa, segir lax úr Eystri-Rangá haf- beitarlax og því ekki villtan. Það sé því rangt sem fram kom í máli Gísla Jónssonar, dýra- læknis fisksjúkdóma, í Morgunblaðinu í gær, að smitkveikja nýrnaveiki laxa í seiðaeldis- stöðvum hér á landi sé úr villtum seiðum úr Eystri-Rangá. Það sé eins og Gísli vilji koma óorði á villta laxa og ætti að kynna sér betur gögn Alþjóðahafrannsóknastofnunarinnar. Vísindaleg skilgreiningin á villtum laxi sé sú að laxinn hafi ætíð lifað í villtu umhverfi og sé afkvæmi foreldra sem báðir hafi ætíð lifað í villtu umhverfi. Orri segir að nýrnaveikin hafi komið upp í ágústmánuði á seinasta ári í seiðastöð sem þá hafi nýverið dreift seiðum í nokkrar aðrar stöðvar. Hann spyr hvers vegna yfirlæknir fisksjúkdóma hafi haldið þessu leyndu þar til nú sjö mánuðum síðar, m.a. fyrir Veiðimála- stofnun. Það verði að teljast ámælisvert. Íslenskur leikstjóri í Ástralíu UPPSETNING Þorleifs Arnar Arnarssonar á leikverkinu Kitchen eftir Vanessu Badham er meðal sýninga á Adelaide-jaðarleiklist- arhátíðinni sem haldin er í Suður-Ástralíu um þessar mundir. Hátíðin er önnur stærsta jað- arleiklistarhátíðin í heimi, næst á eftir hátíðinni í Edinborg. Að sögn Þorleifs Arnar hafa viðbrögð við sýningunni verið ansi hörð og hafa sum- ir áhorfendur hrein- lega gengið út í hléi. „Það sem virðist fara svona fyrir brjóstið á sumum er nokkuð gró- tesk nauðgunarsena, sem mér fannst verkið kalla á og vera full innstæða fyrir, enda snýst meginþema verksins um vald og misbeit- inguna á því. Þetta hefur farið illa í Ástralana, því hérna er pólitísk réttskoðun og rit- skoðun mjög sterk,“ segir Þor- leifur í samtali við Morg- unblaðið. Auk þess að leikstýra í Ástr- alíu hefur Þorleifur verið að leggja drög að nýju leikriti í samvinnu við Vanessu Badham, sem Hið lifandi leikhús mun frumsýna hérlendis á hausti komanda. Að sögn Þorleifs má búast við nokkuð pólitísku verki, enda Badham þekkt fyrir beitt skrif.  Jaðrar við/Lesbók 13 Þorleifur Örn Arnarsson ♦♦♦ VÖRUBÍLL með áfastan krana, á leið suður Hafnarfjarðarveg, rakst upp undir brúna, sem ligg- ur þvert yfir veginn á Arn- arneshæð um hádegisbil í gær. Höggið var mikið og skipti eng- um togum að grind vörubílsins brotnaði í sundur. Bílstjórinn slapp að mestu með skrekkinn, hruflaðist aðeins á höfði. Óveru- legar tafir urðu á umferð að sögn lögreglu. Morgunblaðið/Kristinn Rakst upp undir brú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.