Morgunblaðið - 06.03.2004, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 06.03.2004, Qupperneq 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2004 41 MIKIL umræða hefur nú staðið um hríð á opinberum vettvangi um rjettlætingu þess að gefa saman í hjónaband fólk af sama kyni. Þjóð- kirkjan hefur legið undir ámæli fyr- ir það, að hafa ekki hlaupið til þess að hafa forystu um að koma þessu nýmæli á. Hafa þar farið fyrir nokkrir frjálslyndir og víðsýnir þjóðkirkjuklerkar, bornir uppi af fjöl- miðlum þeim, sem hafa tekið sjer forystu um þetta pólitíska rjettindamál. Þar hef- ur Ríkisútvarp og Sjónvarp borið af, þótt skylt sje að geta og framtaks Morg- unblaðsins. Þarna hafa jábræður farið allir í einum dyn og farið mikinn. Minna hefur farið fyrir málflutningi andstæðinga, sem þó hljóta að vera bæði voldugir og illir viðureignar, fyrst hið brýna rjett- lætismál hefur enn ekki fengið framgang. Eg hefi verið að hlusta eftir því, hverjir þeir muni nú vera, og ekkert heyrt. Því hefi eg undrazt það mjög, að enginn fjölmiðill hefur haft fyrir því að finna þá og leiða þá fram einhvern talsmann þeirra til þess, þó ekki væri annað, en að hafa þar þrjót til að hengja. Það hefur þó jafnan þókt gagnlegt í hetjureið af þeim toga sem hjer er á ferð, þar sem framfaramenn ætla sjer afrek. Nú hefur ekki farið mikið fyrir guðfræði eða umræðu um forsendu kirkjulegrar afstöðu í þessu efni, enda umræðan að öllu leyti pólitísk og rekin á vettvangi hinnar lýðræð- islegu afgreiðslu, þar sem til grund- vallar liggur frelsi mannsins til þess að hafa skoðun og fylgja henni eftir, hvað sem öllum rökum líður. Hver einn ræður því, hvað honum finnst, annars er ekki krafizt. Þó er gagn- legt að rifja það upp, hvers vegna Kirkjan hefur jafnan haldið fram hjúskap karls og konu og kennt að helgur sje. Undarlegt er að þetta hefur enn hvergi komið fram í um- ræðunni. Þó er texti Mattheusar Guðspjallamanns enn lesin fyrir öll- um brúðhjónum: „Hafið þjer eigi lesið, að skap- arinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu vera eitt hold. Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur eitt. Það sem Guð hefur tengt saman, má mað- ur eigi sundur skilja.“ (Mt. 19: 4–6) Þarna er þá komin orsökin til hjúskapar karls og konu hjá kristnum mönnum. Fyrir honum liggja fyrirmæli, að sínu leyti eins og fyrirmæli Drottins Jesú eru hjá þeim haldin um heilaga skírn og máltíð Drottins. Hjúskapurinn gengur nærri því að vera sakra- menti vegna þessa, enda kallar Marteinn Lúther hann stundum sakramenti vináttunnar og skóla trúarinnar. Í tilvitnuðum orðum Frelsarans hjá Mattheusi vísar hann í Genesis 2:24. Jesús er því að vísa til þess, sem verið hefur frá öndverðu: Skikkan skaparans. Eng- inn kristinn maður hefur hingað til þurft að velkjast í vafa um það, hvers vegna karli og konu er ætlað að stofna með sjer hjúskap og halda hann heilagan með sjer á meðan lifa bæði. Þar er ekkert undan skilið, hvorki elska, sambúð, sálufjelag, vinátta eða munúð og líkamslosti. Alls þessa má vafalaust njóta ríku- lega með mönnum af sama kyni, sem stofnað geta með sjer fjelags- skap um þetta, í engu óburðugri en gerist í hjúskap karls og konu. Eng- in fyrirmæli eru þó um það, hvorki í lögmálinu og hjá spámönnunum eða hjá Jesú Kristi og postulum hans. Sambúð samkynhneigðra verður því að finna sjer annað form en það, sem ætlað er karli og konu að skikkan skaparans og fyrirmælum Drottins Jesú. Fráleitt er að skamma kirkjuna fyrir það, að halda það sem Herrann býður, en hitt verra að ætla henni að hafa mannasetningar jafngildar því. Hins vegar er það kennilýðnum til skammar að bera það fyrir sig í þessari umræðu að lög landsins leyfi ekki hjónavígslu samkyns fólks. Alþingi breytir ekki Guðs lög- um, en á þess jafnan kost að hafa þau að engu. Alþingi er frjálst að lögleiða fjölkvæni eða fjölveri, hjú- skap samkynhneigðra eða banna allan hjúskap að lögum. Það breytir hinsvegar engu um fyrirmæli Drott- ins um hjúskap karls og konu og hvað í honum felst. Það liggur allt fyrir. Kennilýðnum væri líka gott að gæta þess, að fremur ber að hlýða Guði en mönnum. Reykholti á Jónsmessu Hólabisk- ups á föstu. Um hjúskapinn Geir Waage skrifar um hjúskap ’Alþingi breytir ekkiGuðs lögum, en á þess jafnan kost að hafa þau að engu.‘ Geir Waage Höfundur er sóknarprestur. ÞAÐ var að mörgu leyti ánægju- legt að lesa línur útvarpsstjóra þar sem hann talar um m.a. um stöðu ís- lenskra kvikmynda- gerðarmanna gagn- vart Ríkissjónvarpinu. Markús Örn Ant- onsson fór þar yfir ýmis mál og vil ég hér spegla á hann í þessari umræðu. Byrjum á svonefndu innkaupastoppi sem kveikti umræðu sem reyndar hefur verið allt að því árlegur við- burður frá kvikmynda- gerðarmönnum. Útvarpsstjóri segir að nokkrir kvikmyndagerðarmenn hafi gengið fram fyrir skjöldu í fjöl- miðlum og hnjóðað í Ríkissútvarpið fyrir innkaupastopp á verk sjálf- stætt starfandi kvikmyndagerð- armanna þetta ár. Það er rétt, að nokkrir skrifuðu fyrir hönd iðngreinarinnar um þetta mál, umræðunni var ekki minna beint að aðstandendum Ríkissjón- varpsins og að menntamálaráð- herra. Að nú þyrfti að gera ein- hverjar áherslu- breytingar til frambúðar. Þannig að við kvikmyndagerð- armenn, sem og ís- lenskir áhorfendur, nytum góðs af betri ís- lenskri dagskrá. Af einhverjum ástæðum hefur ein- ungis Ríkissjónvarpið tekið þessa umræðu á sig. Framkvæmda- stjóri sem og dag- skrárstjóri innlendrar dagskrárdeildar Rík- issjónvarpsins hafa á sannfærandi hátt gert grein fyrir stöðunni gagn- vart þessu máli. Staðan er sú að Sjónvarpið getur ekki keypt meira efni af okkur kvikmyndagerð- armönnum það sem eftir er af árinu. Þarna er þrengt heldur mikið að dagskrástjóra innlendrar dag- skrárdeildar. Íslensk kvikmynda- gerð blómstrar sem aldrei fyrr, Ríkissjónvarpið þarf að vera í stakk búið til að vökva garðinn með okk- ur. Til þess að svo megi verða þarf menntamálaráðherra að gera eitt- hvað í málinu. Við kvikmyndagerðarmenn ger- um ekki síður okkur sjálfa seka í þessu máli. Höfum ekki verið nógu duglegir að vekja máls á þessu. Það er kannski ekkert einkennilegt að menn haldi sig yfirleitt hljóða vegna þeirra viðbragða sem hafa komið frá Ríkissjónvarpinu vegna þessa máls. Viðbröðin hafa ýmist verið á þá leið að það sé allt í lagi með allt á Ríkissjónvarpinu, og að engu þurfi að breyta, og að stofnunin gegni forystuhlutverki sínu betur nú en nokkru sinni. Jú, stofnunin er fremst, enda á hún að vera það sem ríkisfjölmiðill og það forskot sem gefst með því. En það þýðir ekki að skella skollaeyrum við því óvið- unandi ástandi sem nú ríkir. Markús Örn hnjóðar í okkur kvikmyndagerðarmenn á móti, klagar okkur til almennings fyrir hér og hvar slæleg vinnubrögð varðandi gæði, skiladaga og ósann- gjarna tilætlunarsemi. Ég gæti imprað á ýmsum atriðum varðandi Ríkissjónvarpið sem lýtur að þessu sama. Læt það ógert, enda á um- ræðan alls ekki að vera á þessu plani, það er misjafn sauðurinn, hjá okkur eins og hvar annars staðar. Við erum í sama liði. Þetta er ekki árás á Ríkissjónvarpið, að engu leyti. Þetta er neyðarkall til þeirra sem hafa með stofnunina að gera, utan hennar, að veita við- unandi fjármagn til kaupa á ís- lensku efni. Það leikur enginn vafi á því í mín- um huga að stofnunin sé vel rekin að flestu leyti, en alltaf má bæta. Fastir liðir hjá Ríkissjónvarpinu, Fréttir, Spaugstofan, Gísli Mar- teinn, Kastljósið, Af fingrum fram, Mósaík, At-ið og Stundin okkar, allt eru þetta þættir sem eru unnir af miklum metnaði og standa vel fyrir sínu. Einnig lætur útvarpsstjóri að því liggja að Ríkissjónvarpið sé að gera okkur kvikmyndagerðarmönnum greiða með því að gefa út vilyrði. Að Sjónvarpið hafi lagt sig í fjár- hagslega hættu fyrir okkur. Það má ekki gleyma því að þetta eru við- skipti sem eiga sér stað. Sjónvarpið fær frá okkur efni fyrir þetta. Auk þess er það lögbundin skylda stofn- unarinnar að bjóða efni sem lýtur að íslenskri menningu og veitir áhorfendum þjóðarinnar ómet- anlega samtímaspeglun. Ég skora á menntamálaráðherra að taka þetta mál upp sem allra fyrst. Einnig vil ég ítreka að þetta er ástand sem þarf að laga. Menn mega ekki týna sér í umræðu sem er málinu óviðkomandi. Við kvik- myndagerðarmenn erum í sama liði og Ríkissjónvarpið, báðir aðilar bera hag þess djúpt fyrir brjósti. Af þeim sökum legg ég til að við fáum okkur kaffi eða te saman, og ræðum þessi mál í stað þess að hnýtast hér. Staða kvikmyndagerðar á Íslandi gagnvart Ríkissjónvarpinu Ólafur Jóhannesson svarar Markúsi Erni Antonssyni ’Þetta er neyðarkall tilþeirra sem hafa með stofnunina að gera, utan hennar, að veita við- unandi fjármagn til kaupa á íslensku efni.‘ Ólafur Jóhannesson Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. EINU sinni fyrir langa löngu var forsætisráðherra er var með loforð um það við þjóð sem bjó við verð- bótakerfið að hægt væri að afnema það þegar verðbólgan væri farin niður fyrir 10%. Fjöldi manna hafði farið mjög illa út úr viðskiptum sínum við verðbótadrauginn og forsætisráðherra þessi var mannlegur og vor- kenndi fólki. En þó svo að ríkisstjórn hans tækist með þjóðarsátt að koma verðbólgunni niður fyrir þetta pró- sentustig varð ekkert úr þessu. Kannske af því að hann varð ekki lengi forsætisráðherra eftir þetta. Af honum tók svo við fólk sem vildi tengjast umheiminum enn frekar en orðið var og gerði þykka og mikla samninga og lagði allt sitt í þá vinnu og þótti sumum mikið afrek. En þrátt fyrir þessa miklu samninga og tengingu við hin siðvædda heim var ekki heldur hægt að afnema þessar verðbætur og því síður þá þjáningu að pabbar og mömmur og afar og ömmur þeirra sem tóku lán máttu oftar en ekki skrifa upp á þau sem ábyrgðarmenn, þó umheim- urinn hefði í fæstum tilvikum kröfur um verðbætur og slíkar ábyrgðir. Nú liðu árin og með endalausri þrautseigju stjórnvalda og samvinnu þjóðarinnar var hægt að koma verð- bólgunni niður fyrir 5%. En þrátt fyrir það hefur ekki enn verið hægt að skera þessa skepnu, verðbótaþáttinn, sem hækkar skuld- ir þjóðarinnar við það eitt að græn- meti hækkar í verði af því að tveir menn úti í bæ sem eru að selja það hafa enga pössun. Hið sama á einnig við um þá olíumenn er héldu verðinu uppi í samræmdri samkeppni. Og nú er líka farið að tala um þá er hafa verið að selja vöru frá landi hins veika dollars, en ekki lækkað verðið þrátt fyrir svigrúm til þess hina síð- ustu mánuði að áliti Neytenda- samtakanna. Eða man fólk ekki lengur, þó skammtímaminni fólks í pólitík sé stutt, þegar dollarinn var á 110 kr. en kostar nú um sinn 80 kr. Já, þegar allir kaupmennirnir á horninu eru dánir og aðeins fáeinir stórir eftir á öllum sviðum verður hin siðferðilega skylda um sann- gjarnt vöruverð enn þá ríkari. Því ef grænmet- issalarnir klikka á því eða olíusalarnir eða þá ameríkuvörusalarnir þá hækka húsnæðislánin og önnur lán hjá verka- fólkinu sem er á lágum launum. (Í svona kerfi mega salarnir alls ekki eiga bankana líka. Það hljóta allir að sjá.) Ef svo heldur fram sem lýst var hér áðan munu þær raddir vakna að ríkið veki upp Græn- metisverslun ríkisins eða Olíusölu ríkisins eða þá Matvöruverslun ríkisins og svo koll af kolli. Og í framhaldi af því yrði svo nýr og stór Alþýðubanki Íslands stofnaður með verka- fólki í stjórninni. Fólki sem vinnur við fisk- vinnslu og þrif á spítöl- um og við afgreiðslu- störf í búðum og veit hvað það getur verið erfitt að afla fjárins þó fólkið sé heið- arlegt og grandvart. Ef satt reynist að ólöglegt samráð og græðgisfull verðmyndun séu far- in að stjórna verðbótaþætti skulda okkar landsmanna þá verður hin ár- vökula hönd ríkisvaldsins að grípa í taumana eða öllu heldur „beltin og axlaböndin“ svo vitnað sé til orða bankamálaráherrans þegar hún ræddi um að það gengi ekki til lengdar að fjármálastofnarnir beittu bæði vöxtum og verðbótum (beltum og axlaböndum) í viðskiptum sínum við alþýðu þessa lands. Spyrja má að lokum hversu stóran hluta verðbóta- þátturinn á í „súperofsagróða“ bankanna þessa dagana. Landsfundarsamþykkt Samfylk- ingarinnar um afnám verðbóta á húsnæðislánin endurspeglar að þetta fyrirkomulag er úrelt, þvingandi og ranglátt. Afnemum verðbótarþátt lánanna í íslensku við- skiptalífi og tökum upp eðlilegri við- mið. Grænmetis- verslun ríkisins Karl V. Matthíasson skrifar um verðbætur Karl V. Matthíasson ’Spyrja má aðlokum hversu stóran hluta verðbótaþátt- urinn á í „súper- ofsagróða“ bankanna þessa dagana.‘ Höfundur er prestur og fv. alþingismaður. Vorblómin komin í miklu úrvali Laugavegi 63 • (Vitastígsmegin) • sími 551 2040 Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.