Morgunblaðið - 06.03.2004, Side 67

Morgunblaðið - 06.03.2004, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2004 67 Sýnd kl. 2. Íslenskt tal. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.15 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4 og 6. Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. LÆRÐU AÐ ROKKA!! Fleiri börn...meiri vandræði! FRUMSÝNING Charlize Theron: fyrir besta leik í aðalhlutverki. ÓHT Rás2 HJ MBL Kvikmyndir.com Jack Black fer á kostum í geggjaðri grínmynd sem rokkar! Miðaverð kr. 500. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www .regnboginn.is Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40.Sýnd kl. 8 og 10.20. „Dýrmætt hnossgæti“ EPÓ Kvikmyndir.com Allir þurfa félagsskap SV MBL „Glæsilegt ævintýri. Hreinn unaður frá upphafi til enda.“ Fréttablaðið „ l il t i t ri. r i r fr fi til .“ r tt l i SV Mbl. ÓHT Rás 2Kvikmyndir.comvi y ir. ÓHT Rás2 Sýnd kl. 4 og 6. Fleiri börn...meiri vandræði! Vinsælasta fjölskyldumynd ársins í USA! Þau eiga 12 börn og mamman er fjarverandi - þetta endar með ósköpum! Frábær skemmtun! FRUMSÝNING Hvernig leysir þú morðmál þegar öll vitnin og allar vísbendingar benda á þig? Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington MÖGNUÐ SPENNUMYND! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Besta frumsamda handrit Pabbi og Pápi Sýnd kl. 4 Yfir í Eden Sýnd kl. 6 Alice, Selma og Soffía Sýnd kl. 8 Þú kemst yfir þetta Sýnd kl. 10 Grensásvegi 7, sími 517 3535 Frítt inn til kl. 24.00 Opið 9.00-01.00 virka daga og 9.00-05.30 um helgar FRAM hefur komið að hin forn- fræga og áhrifamikla rokksveit, Pixies, er komin saman á nýjan leik og ætlar að spila á fjölda tónleika á þessu ári. Tónleikafyrirtækið Hr. Örlygur hefur nú gert samning um að sveitin spili hér á landi í maí og fara tónleikarnir fram 26. þess mánaðar í Kaplakrika, Hafnafirði. Verða þetta fyrstu tónleikar Pix- ies í Evrópu í meira en tólf ár og er þetta að sönnu meiriháttar hvalreki fyrir tónlistarunnendur, en Pixies er án efa ein áhrifamesta rokksveit tónlistarsögunnar. Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs (Mr. Destiny), segir að þetta verkefni megi rekja til aðila sem hafa verið að vinna með Einari Erni Benediktssyni að dreifingu á Ghostigital-plötu hans. Þessir aðilar eru að vinna með Pixies núna í Bandaríkjunum og unnu með þeim hér áður fyrr og þá einnig Syk- urmolunum en útgáfurfyrirtæki sveitanna í Bandaríkjunum í þá daga var það sama, Elektra. „Pixies-liðar voru alltaf mjög áhugasamir um að koma til Íslands þegar þeir voru að túra sem mest,“ segir Þorsteinn. „Fyrir stuttu kom upp sú hugmynd að Einar Örn og Ghostigital myndu leika saman á tónleikum í Bandaríkjunum. Ég og Einar vorum svo að ræða saman og þá kom upp þessi hugmynd – að bjóða þeim til Íslands. Og það varð úr. Ghostigital mun sjá um upp- hitun.“ Þorsteinn segir Pixies-liða hafa tekið mjög vel í þessa hugmynd. Fyrstu Evróputónleikarnir áttu að vera í Barcelona 28. maí en nú er ljóst að þeir verða í Reykjavík. „Þau ætla að meira að segja að dvelja hérlendis í nokkra daga til að æfa fyrir túrinn.“ Þorsteinn segir að það hafi tekið um mánuð að ganga frá þessum málum en áhuginn hafi frá upphafi verið mjög mikill og strax hafi verið tekin ákvörðun um að koma þessu í höfn. Um Pixies Fyrir þá sem ekki vita var Pixies stofnuð í Boston, Bandaríkjunum árið 1986 af Frank Black, sem þá kallaði sig Black Francis. Fyrsta plata sveitarinnar, Come on Pilgrim, er átta laga stuttskífa sem kom út árið 1987. Voru þar á ferðinni prufuupptökur sem sveitin hafði sent til yfirmanns 4AD- útgáfunnar bresku. Hann varð svo hrifinn að hann gaf upptökurnar út, óbreyttar. Sveitin vakti svo gríð- arlega athygli með fyrstu breiðskíf- unni, Surfer Rosa, sem út kom árið 1988. Þar stýrði hinn goðsagna- kenndi Steve Albini upptökum. Pixies innsiglaði svo stöðu sína með Doolittle sem út kom árið eftir. Tvær síðustu plöturnar, Bossanova og Trompe Le Monde, þóttu vafa- samar á sínum tíma en hafa hlotið uppreisn æru eftir því sem frá hef- ur liðið. Þannig að í raun má segja að opinbert efni Pixies sé svo gott sem skothelt. Sveitin var svo leyst upp snemma á árinu 1993 en meginástæðan er rakin til ósættis á milli Frank Black, aðallagasmiðs og bassaleik- arans, Kim Deal. Hún einbeitti sér í kjölfarið að The Breeders, sveit sem hún hafði stofnað nokkrum ár- um fyrr. Frank Black hóf hins veg- ar sólóferil sem staðið hefur fram á þennan dag. Pixies er hiklaust ein áhrifamesta nýrokkssveit sem fram hefur kom- ið, var t.a.m. mikill innblástur fyrir Kurt Cobain og félaga í Nirvana en sú sveit átti hvað mestan þátt í því að neðanjarðarrokk komst upp á yfirborðið snemma á tíunda ára- tugnum, eitthvað sem breytt hefur popp- og rokklandslaginu til fram- búðar. Allar upplýsingar um miðasölu á tónleikana verða auglýstar síðar. Rokksveitin Pixies spilar á Íslandi í maí Fyrstu Evróputónleikarnir Pixies hefur verið talin með áhrifameiri nýrokkssveitum sem fram hafa kom- ið: Kim Deal, Black Francis (Frank Black), David Lovering og Joey Santiago. arnart@mbl.is LOKATÓNLEIKAR Gusgus af plötunni Att- ention verða haldnir á NASA í kvöld en hljómsveitin er búin að fylgja henni eftir bæði hér á landi og víða í Evrópu og Bandaríkj- unum, síðan hún kom út seint á árinu 2002. Tónlistarmaðurinn Aaron-Carl frá Detroit mun hita upp en hann spilaði hér á síðustu Airwaves-hátíð. Birgir Þórarinsson öðru nafni Biggi veira í Gusgus lofar góðri stemmningu eða dæmigerðu Gus- gus-partíi eins og hann segir. Ein- göngu verða flutt lög af Attention en Birgir segir að sú tónlist sé samt allt- af í þróun. „Það bætist nefnilega allt- af eitthvað við lögin,“ segir hann og hlær. „Þau eru farin að vera dálítið mikið öðruvísi en þau voru fyrst þannig að fólk fær alveg að heyra vísi að næstu plötu þarna. Lögin eru þannig að við getum gert nokkurn veginn það sem okkur sýnist sem er mjög krefjandi og skemmtilegt. Þetta þýðir líka að engir tvennir tón- leikar eru eins.“ Hljómsveitin er um þessar mundir að vinna nýja plötu sem kemur út í haust ef allt gengur að óskum, segir Birgir. Hann bendir á að Att- ention sé nokkuð mikið í anda níunda áratugar- ins en á nýju plötunni færi þau sig yfir á tí- unda áratuginn. „Við ætlum að rifja dálítið upp gamla reif-fíling- inn og acid-house auk þess sem við förum út í meiri radd-pælingar. Þetta verður líka jafnvel einhvers konar elektró-punk og R’nB-pakki.“ Hann segir að það sé auðveldara að spila hérna heima en úti. „Aðal- lega af því það er svo lítið mál, maður þarf ekkert að ferðast með græjurn- ar og svona, svo er svo stutt í eftirá- partí þar sem maður þekkir ein- hvern. Áður var líka oft meiri pressa á manni hér en úti, manni fannst maður þurfa að standa sig svo vel á tónleikum annars myndi fréttast út um allt ef maður gerði einhver mis- tök, en það er ekkert svoleiðis leng- ur.“ Húsið opnað klukkan 23 og frítt er inn til miðnættis. Athygli vakin á lokatónleikum Gusgus á NASA Gusgus á sviði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.