Morgunblaðið - 06.03.2004, Síða 46

Morgunblaðið - 06.03.2004, Síða 46
Vegna mistaka birt- ist greinin með minn- ingargreinum um Árna Guðjónsson. Hlutað- eigandi eru beðnir vel- virðingar á mistökun- um. Elskulegur frændi minn, Árni, er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 12. febrúar. Árni var ákaflega heiðarlegur og traustur. Hann var dulur og flíkaði ekki til- finningum sínum. Hann hafði jafn- aðargeð og var drengur góður. Árni missti móður sína aðeins 9 ára gamall og var það honum mikið áfall. Alla tíð hugsaði hann vel um Önnu og Eyvind og kom daglega til þeirra eftir að þau fluttu á Elliheim- ilið Grund. Fyrstu átta ár ævi okkar vorum við alin upp saman á Grímsstöðum við Grímsstaðaholt. Þar bjuggu for- eldrar Árna og foreldrar okkar ásamt ömmu og afa. Í þá daga stóðu nokkrir bæir niðri við sjóinn og tún allt um kring. Þarna voru Bjarna- staðir, Bjarg, Jónshús, Björnshús og Grímsstaðaholtið. Þetta var okkar Paradís. ÁRNI EYVINDSSON ✝ Árni Eyvindssonfæddist á Gríms- stöðum á Gríms- staðaholti 13. febr- úar 1940. Hann lést á heimili sínu 12. febr- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 20. febrúar. Margt var hægt að gera þar sér til gamans og oft fórum við í fjör- una til að veiða eða taka á móti afa og Ey- vindi og hinum köllun- um þegar þeir komu af sjó með rauðmagann á vorin. Við Árni vorum alltaf spennt að vita hvort eitthvað hefði komið úr netunum okk- ar því afi gaf okkur aflann úr sitt hvoru netinu. Það var ein- kennileg tilviljun að við fengum alltaf jafn mik- inn afla. Eyvindur og Árni eignuðust síðar stærri bát sem brann úti á sjó og björguðust þeir naumlega áður en báturinn sökk. Árni stundaði sjóinn í nokkur ár og réð sig síðan til Raf- magnsveitu ríkisins og starfaði þar til dauðadags. Grímsstaðir hafa alltaf verið ákveðinn miðpunktur í lífi okkar, eins konar fjölskylduhús enda alltaf mikill gestagangur þar. Grímsstaðir voru okkur alltaf opnir og gengum við inn án þess að banka. Eftir að fjölskylda mín flutti héldum við áfram að fara vestureftir öll áramót til að horfa á flugelda og brennur og hitta heimilisfólkið á Grímsstöðum. Hrygg í huga kveð ég elskulegan frænda minn og þakka honum fyrir allar samverustundir og skemmti- legar endurminningar. Ég sendi Hönnu og börnunum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Nanna. MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 6. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við Leó vorum næstu nágrannar í meira en 30 ár. Soffía Eygló, konan hans, var fyrst af mín- um góðu nágrönnum við Víghóla- stíginn til að bjóða okkur Ingþór velkomin. Það var í árslok 1969. Það tók mig sannast sagna dálít- inn tíma að kynnast Leó og læra að meta hann að verðleikum. Ingþór sá fljótt hvern mann hann hafði að geyma. Þeim varð vel til vina og óx sú vinátta eftir því sem árin liðu. Leó var húsasmiður og handverks- maður, sérstaklega laginn og hjálp- samur. Ég naut hjálpsemi hans hvað mest í sambandi við trjárækt en hún var honum hugsjón. Það var afskaplega gaman að hlusta á Leó segja frá. Hann var mikill sagnasjór, einkar minnugur á menn og málefni, víðlesinn og fróður um alla heima og geima og frásagnir hans lifandi og skilmerkilegar. Hann var pólitískt þenkjandi og trúr sinni afstöðu í þeim efnum alla tíð. Hann talaði aldrei illa um nokkurn mann. Enginn var slíkur í hans aug- um að hann ætti sér ekki málsbæt- ur. Leó kunni manna best sem ég hef þekkt að gleðjast yfir líðandi stund; að taka hverjum degi með gleði og þakklæti. Það segir þó alls ekki að hann hafi ekki velt fyrir sér alvöru lífsins. Hann var þvert á móti mikill fílósóf. Það var oft undursamlega skemmtilegt að fá að taka þátt í pælingum hans og jafnvel að komast að niðurstöðu. Þeir undu sér marga stundina við slíkt, Ingþór og Leó, í sumarbústaðnum okkar við Apa- vatn. Að dvelja þar urðu með tím- anum þeirra beggja bestu stundir. LEÓ GUÐLAUGSSON ✝ Leó Guðlaugs-son, húsasmíða- meistari í Kópavogi, fæddist á Kletti í Geiradal í Barða- strandarsýslu 27. mars 1909. Hann lést í Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 14. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digranes- kirkju 26. febrúar. En eftir lát Ingþórs ár- ið 1999 hafði Leó þó ekki löngun til að fara oftar, þótt honum stæði það til boða. Hans mesta yndi var að fara á bátnum út á vatn, dútla við netin og gera að aflanum. Hann naut fegurðar um- hverfisins, breytileika veðursins og róseminn- ar sem þarna ávallt hvílir yfir. Sem dæmi um lífskúnst hans að njóta hverrar stundar af einlægni, átti hann til að segja þar sem hann sat við opna kamínuna og horfði í eldinn: „Getur nokkur maður haft það betra?“ Ég eldaði stundum kjötsúpu til heillar helgar fyrir þá vinina að hafa með sér austur í bústað. Eitt- hvert mesta hrós sem ég hef fengið um ævina er þegar Leó sagði ein- hverntíma eftir kjötsúpumáltíð: „Það veit ég að Þorbjörg verður gerð að yfirsúpugerðarengli á himn- um þegar hún kemur þangað!“ Leó gaf okkur stundum sprota úr garðinum sínum þegar hann var að hreinsa til á vorin og líka plöntur með rótum. Einhverju sinni fengum við nokkra stofnbúta sem eldivið. Einn af þessum lurkum lenti undir pall við bústaðinn og þar lá hann frá miðju sumri og fram á næsta vor. Þá dró ég hann fram og sá að hann var farinn að bruma, svona stýfður í báða enda, kominn með lítil græn brum um sig allan. Í stað þess að saga hann í eldinn stungum við hon- um í mold þar sem hann festi rætur og er nú hið myndarlegasta tré, þéttlaufgað á hverju sumri. Þannig var Leó líka: traustur og staðfastur, hraustur og hristi af sér ýmis hrakveður um ævina, en hann bar í sér lífsmagn sem entist langa ævi. Hann var í raun síungur og brumaði á hverju vori. Með þakklæti fyrir að hafa kynnst einstökum manni. Þorbjörg Daníelsdóttir. Aðfaranótt 9. febrúar dreymdi mig að ég hitti meistarann minn, með hattinn á hausnum, heima á Víghólastígnum. Hann tjáir mér að útlit sé fyrir að hann nái að gera upp við mig lífeyrissjóðinn áður en hann fari. Þetta kom nokkuð flatt upp á mig því ekki vissi ég til að við ættum óuppgerða reikninga, lauk svo draumnum. Þessa nótt dó faðir minn, fimm dögum síðar var Leó all- ur. Þessir tveir menn voru þeir sem helst áttu að koma mér til manns. Pabbi sem ók jafnan á M-59 og Leó lærifaðir minn og frændi að lang- feðgatali sem hafði Y-59 á sínum bíl. Ég get ekki látið hjá líða að minn- ast nokkrum orðum samskipta okk- ar Leós. Haustið 1968 í bullandi at- vinnuleysi fékk ég vinnu og síðan námssamning hjá Leó. Ég hafði skömmu áður flutt úr sveitinni, ang- andi af fjósalykt sem ég vildi fyrir alla muni losna við sem fyrst. Ég var átján ára og þóttist vera fullorð- inn. Það fór fljótlega í taugarnar á mér ef mér fannst Leó ekki fara troðnar slóðir, ég vildi vera eins og aðrir og vinna hjá manni sem væri eins og aðrir. Þetta kostaði nokkur fýluköst hjá mér sem höfðu að sjálf- sögðu lítil áhrif á jafn lífsreyndan mann og Lóa. Ekki fer á milli mála að Leó fæddist án silfurskeiðar í munni og þurfti að hafa fyrir hlutunum allt frá blautu barnsbeini. Þetta hefur án vafa gert svo réttsýnan mann sem hann var svo sósíalskan sem raun ber vitni. Ekki var það þó alveg and- skotalaust, því eitthvert sinn sagði hann mér hálfmæðulega: „Ég hef alla tíð reynt að vera vinstrimaður og kosið Alþýðubandalagið en ég finn að ég er alltaf að verða meira og meira íhald.“ Mér finnst rétt að komi fram nú á tímum námslána að á þeim árum sem hann lærði smíði vann hann sér inn alls fjórar krónur, það var fyrir aukavinnu, launin á námstímanum voru að öðru leyti aðeins fæði og húsnæði. Það þarf engan að undra þótt fólk sem elst upp við svona að- stæður sé nýtið, jafnvel aðeins úr hófi fram. Eftir að ég lauk námi hjá Leó höfðum við mjög lítil samskipti. Það er því nokkuð merkilegt að eftir því sem árin líða finnst mér ég njóta æ betur þeirrar fræðslu í smíðum og ekki síður þeirrar lífsspeki sem fylgdi með í pakkanum. Það er ekki í neikvæðri merkingu að ég segi að hann hafi verið sérvitur, heimurinn væri miklum mun fátækari ef engir væru sérlega vitrir. Hafðu heila þökk fyrir fræðslu og fylgd. Að- standendum votta ég samúð mína. Örnólfur Atli Hjartarson. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför BJARNA SÆMUNDSSONAR, dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hulda Vilhjálmsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, RAGNHEIÐAR ÞÓRISDÓTTUR, Ránarvöllum 3, Keflavík. Sigurður Friðriksson, Sigurveig Sigurðardóttir, Gunnar Þór Þorkelsson, Þóra Guðný Sigurðardóttir, Gunnar Marel Eggertsson, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku litla drengsins okkar, bróður og barna- barns, ANDRA SNÆS ÞORVALDSSONAR, Bakkastöðum 159, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á vökudeild Barnaspítala Hringsins fyrir einstaka umhyggju, hlýju og góða umönnun Andra Snæs. Þorvaldur Þorláksson, Helga Þóra Árnadóttir, Árni Þór Þorvaldsson, Árni Jón Arnþórsson, Ragnhildur Ásmundsdóttir, Jakob Þór Skúlason, Jóhanna Hallgrímsdóttir, Þorlákur Þorvaldsson, Ásta Jeremíasdóttir. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞORGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Mánahlíð 9, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu- daginn 1. mars. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju þriðju- daginn 9. mars kl. 14.00. Jóhann Gústafsson, Rósa Jónsdóttir, Ingi Gústafsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JENS MARKÚSSON, Hlíf I, Ísafirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 3. mars. Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju þriðju- daginn 9. mars kl. 14.00. Halldóra Jensdóttir, Jóhann Marinósson, Guðmunda Jensdóttir, Halldór Halldórsson, Ásgerður Jensdóttir, Guðmundur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.