Morgunblaðið - 06.03.2004, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 06.03.2004, Qupperneq 61
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2004 61  ÞRÓTTI úr Reykjavík hefur verið úrskurðaður 3:0 sigur gegn Stjörn- unni í efri deild deildabikars karla í knattspyrnu. Þróttur vann reyndar leik liðanna um síðustu helgi, 2:1, en Stjarnan tefldi fram ólöglegum leik- manni, Andrési Má Logasyni, sem var skráður í FH, og því breytist markatalan í leiknum í samræmi við það. Andrés gekk frá félagaskiptum yfir í Stjörnuna í gær.  DANSKA Íþrótta- og ólympíu- sambandið hefur veitt Vésteini Haf- steinssyni, landsliðsþjálfara danska kastlandsliðsins í frjálsíþróttum, undanþágu til að fara með íþrótta- mönnum sínum á Ólympíuleikana í Aþenu í sumar. Danska Íþróttasam- bandið hefur strangar reglur um að menn sem hafa fallið á lyfjaprófi séu ekki fulltrúar Dana á Ólympíuleik- um, en Vésteinn féll á lyfjaprófi fyrir 20 árum. Ákveðið var að gera und- anþágu að þessu sinni fyrir Véstein og Jesper Worre, formann danska hjólreiðasambandsins, en hann féll á lyfjaprófi fyrir 12 árum. Danir gera sér vonir um að lærisveinn Vésteins, Joachim B. Olsen kúluvarpari, vinni til verðlauna á Ólympíuleikunum.  SOUTHAMPTON hefur sent Ag- ustin Delgado, sóknarmann frá Ekvador, til heimalands síns þar sem hann verður í láni hjá Aucus fram á sumar. Delgado hefur skorað 22 mörk í 49 landsleikjum með Ekva- dor en hefur aldrei náð sér á strik með Southampton eftir að hann kom til félagsins frá Necaxa í Mexíkó fyr- ir rúmlega tveimur árum.  STJÓRN enska félagsins Man- chester United hyggst skoða ofan í kjölinn kosti þess og galla að fjölga sætum við völl félagsins, Old Traf- ford, þannig að hann rúmi 75.000 áhorfendur, en í dag er tekur hann 67.500. Talið er að ef félagið ráðist í í þessa framkvæmd geti það fært því um 4 milljónir punda í viðbótar- tekjur á hverri leiktíð, það eru um 520 milljónir króna.  RUUD van Nistelrooy segist ekki vera sáttur við þá ákvörðun Sir Alex Fergusons að vera ekki í byrjunar- liðinu gegn Fulham um síðustu helgi en Ferguson sagði að Hollendingn- um hefði ekki veitt af því að slaka að- eins á. Nistelrooy segir hins vegar að hann vilji vera í byrjunarliði Man- chester United í hverjum leik.  ROBERT Pires segist vonast til að framlengja samning sinn við Arsenal svo hann geti leikið á nýjum velli fé- lagsins, Ashburton Grove, sem verð- ur tekinn í notkun haustið 2006. Samningur Pires við Arsenal rennur út sumarið 2006. „Ég vil gjarnan leika á nýja vellinum frammi fyrir 60.000 áhorfendum. Málið er hins vegar í höndum Arsenal, það er hvort félagið vill framlengja samn- inginn við mig,“ segir Pires. FÓLK ENSKA knattspyrnusambandið ákvað í gær að undanúrslitaleik- irnir í bikarkeppninni verða leiknir á Villa Park í Birmingham og Old Trafford í Manchester. Ef Man- chester United nær að leggja Ful- ham að velli leikur liðið á Villa Park í undanúrslitum. Ef Arsenal leggur Portsmouth að velli og mæt- ir ekki Manchester United í undan- úrslitum, þá yrði það hlutverk Ars- enal að leika á Old Trafford. Leikmenn liðsins þekkja völlinn mjög vel því að þeir hafa fagnað sigri þar sl. þrjú ár í undan- úrslitum. Leikið á Villa Park og Old Trafford Það hefur gengið mikið á í her-búðum Stjörnunnar í vetur þar sem að lykilmenn hafa verið frá um lengri tíma vegna meiðsla og nú nýverið hætti hinn reynslumikli leik- maður Gústaf Bjarnason að leika með liðinu. En hann var jafnframt aðstoðarþjálfari Sigurðar Bjarna- sonar, sem er á meiðslalista. Leikurinn byrjaði af nokkrum krafti og virtust bæði lið staðráðin í að bæta fyrir slaka frammistöðu í síðustu leikjum en þau höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sín- um. Eftir fimm mínútna leik var staðan 5:3, þá sýndu Framarar hversu hungraðir þeir voru því á næstu tíu mínútum skoruðu þeir tíu mörk á móti einu Stjörnunnar, staðan orðin 6:13 og róðurinn þung- ur fyrir heimamenn. Framarar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 11:16, og eftir að hafa skorað fyrstu þrjú mörkin í síðari hálfleiknum voru þeir með leikinn í hendi sér. Heimamenn bráðvantaði einhvern til að taka af skarið í sókninni sem voru hægar og ónákvæmar. Ef ekki hefði verið fyrir Jacek Kowal í markinu hefði munurinn hæglega getað verið meiri, hann varð mest- ur ellefu mörk undir miðbik síðari hálfleiks. Eftir það gáfu Framarar aðeins eftir, skiptu yngri og óreyndari mönnum inn á og fengu þá heimamenn tækifæri til að grynnka aðeins á muninum. Á síð- ustu tíu mínútunum skoruðu Stjörnumenn átta mörk á móti tveimur gestanna og litlu af stolt- inu því bjargað – lokastaðan sem fyrr 26:31. Jón Bjarki Pétursson og Valdi- mar Þórsson stóðu upp úr liði Fram en Jón gerði átta mörk og Valdimar sjö. Hjá Stjörnunni skoruðu Bjarni Gunnarsson og Gunnar Ingi Jó- hannson sjö mörk hvor. Gunnar Ingi leysti stöðu Gústafs Bjarna- sonar, sem hætti að leika með lið- inu fyrir þennan leik, nokkuð vel og var sprækastur heimamanna. Leikurinn var annars lítið fyrir augað og leikmenn virtust hálf and- lausir á vellinum, spiluðu meira af nauðsyn en skemmtun og skilaði það sér vel til þeirra örfáu áhorf- enda sem mættir voru í Ásgarð. „Þetta var mjög slakur leikur hjá okkur, hvort sem var sóknar- eða varnarlega,“ sagði Arnar Theó- dórsson, leikmaður Stjörnunnar, en Stjarnan hefur nú tapað þremur leikjum í röð, hverjum öðrum verr, og virðast á hraðri niðurleið eftir ágætis byrjun í úrvalsdeildinni. Upplausnarástand „Það er búið að vera mikið brott- fall úr liðinu, lykilmenn eru meiddir og alltaf virðist bætast við, nú sein- ast að Gústaf hætti. Það hefur því verið nokkur upplausn hjá okkur. En við getum ekkert annað en reynt að þjappa okkur saman, það þarf líka mikla hugarfarsbreytingu hjá okkur ef við ætlum okkur ein- hvern árangur. Við leikum næst á móti ÍR og það segir sig sjálft að ef við spilum eins og í kvöld eigum við í vanda,“ sagði Arnar. Framarar gerðu góða ferð í Garðabæinn í gærkvöldi þegar liðið mætti Stjörnunni í RE/MAX úrvalsdeild karla í handknattleik. Gest- irnir fóru létt með vængbrotið lið Stjörnunnar og sigruðu með fimm mörkum, 31:26, eftir að heimamenn skoruðu síðustu fjögur mörkin. Eftir leikinn eru bæði lið með 10 stig í 5.-6. sæti. Andri Karl skrifar Gönguhraði í Garðabæ Gestirnir úr Kópavoginumreyndu strax að ná hraða í sóknina en heimamenn stóðust það fram í miðjan hálf- leik. Þá lögðu HK- menn áherslu á vörnina og það gekk upp, sem aftur skil- aði hraðaupphlaupsmörkum og um leið öryggi í sóknina. Að sama skapi fjaraði undan sóknarleik Gróttu/ KR, sem HK hélt auðveldlega niðri. Forystan varð mest 5 mörk og ef ekki hefði verið fyrir tvær kæru- leysislegar tilraunir HK-manns hefði staðan verið enn betri. Eins og svo oft áður mættu heimamenn grimmir til síðari hálf- leiks en þó þeim tækist ekki að saxa mikið á forskotið var ljóst að þeir voru búnir að ná sér á strik. Með fjórum mörkum í röð um miðjan síð- ari hálfleik komust þeir loks yfir 21:20 en þá tók þjálfari HK leikhlé, stillti strengina hjá sér og braut einnig upp einbeitingu mótherjanna. Það skilaði sér fljótlega án þess að heimamenn gætu nokkuð að gert. Magnús Agnar Magnússon fyrir- liði Gróttu/KR fékk ekki sína óska- gjöf en hann varð þrítugur í gær. „Þetta var ömurlegt í einu orði sagt en HK-menn voru aðeins betri en við og áttu skilið að vinna. Við tók- um óskynsamlegar ákvarðanir á mikilvægum augnablikum og skor- um ekki þegar við erum einum fleiri. HK-mönnum tókst að hægja á sóknarleik okkar en það ætluðum við einmitt að forðast,“ sagði afmæl- isbarnið. „Það er fúlt að við unnum KA og ÍR hérna heima og síðan Stjörnuna en nú er öll sú vinna farin svo að við verðum að ná stigi eða stigum gegn Fram.“ Páll Þórólfs- son, Þorleifur Björnsson og Daði Hafþórsson áttu góða kafla hjá Gróttu/KR. Hjá HK var Andrius Rackauskas í ham og Augustas Strazdas góður. Alexander Arnarson stóð að venju fyrir sínu og Ólafur Víðir Ólafsson tók af skarið á réttum augnablikum þegar sóknin var oft að renna út í sandinn. Hörður Flóki Ólafsson stóð sig vel í markinu, með góðri vörn. „Ég er virkilega stoltur af strák- unum,“ sagði Árni Stefánsson þjálf- ari HK eftir leikinn. „Við missum þá framúr okkur í síðari hálfleik en tökum þá leikhlé og náum að róa menn niður því við vorum að spila illa og missa boltann of mikið. Menn voru orðnir þreyttir því ég er að pína menn áfram, til dæmis Straz- das sem er að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli,“ bætti Árni við og þó HK sitji eftir sem á botni deild- arinnar telur hann ekki alla nótt úti enn. „Vonandi erum við að skríða saman eftir meiðsli og veikindi en deildin er þannig að allir geta strítt öllum svo það má aldrei slaka á. Ef við hefðum tapað þessum leik væri staðan ekki glæsileg, við værum búnir að missa hina fram úr okkur. Við erum samt enn í vondri stöðu og verðum að halda áfram á sigur- braut. Við sýndum okkur sjálfum að við getum spilað mjög góða vörn og skorað eftir hraða keyrslu upp völl- inn.“ Morgunblaðið/Golli Alexander Arnarson úr liði HK var einbeittur er hann braust inn af línunni gegn Sverri Pálmasyni, varnarmanni Gróttu/KR. HK hristi af sér slenið LENGI framan af höfðu HK-menn undirtökin gegn Gróttu/KR á Sel- tjarnarnesi í gærkvöldi en misstu þessi tök um miðjan síðari hálf- leik. Það var ekki fyrr en þjálfari þeirra tók leikhlé að hann náði að rétta kúrsinn og menn hans hristu af sér slenið, skoruðu 6 mörk á móti tveimur og unnu síðan 29:26. Þrátt fyrir sigurinn er HK enn í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar en það vantar ekki mikið uppá til að fara upp í miðja deild. Stefán Stefánsson skrifar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.