Morgunblaðið - 06.03.2004, Síða 17

Morgunblaðið - 06.03.2004, Síða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2004 17 CDU og CSU, kristilegu flokkarnir sem bera uppi stjórnarandstöðuna í Þýzkalandi, myndu fá hreinan meirihluta atkvæða á þýzka Sam- bandsþinginu ef kosið yrði nú um helgina. Jafnaðarmannaflokkur Gerhards Schröders kanzlara, SPD, fengi aftur á móti ekki nema 28% atkvæða, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar voru á þýzku sjónvarpsstöðinni ZDF í gær. CDU og CSU fengju samkvæmt könnuninni 49% atkvæða og hreinan þing- meirihluta. Vin- sældir kristilegu flokkanna virðast aldrei hafa verið jafnmiklar. CDU vann um síðustu helgi mikinn kosningasigur í Hamborg, hefðbundnu vígi jafnað- armanna, og virðist stemmningin meðal kjósenda í Hamborg endur- spegla heildarstemmninguna meðal kjósenda í landinu öllu. Samdráttaraðgerðir valda óvinsældunum Samkvæmt ZDF-könnuninni er fylgi Græningja óbreytt, í kring um 10%. Frjálsir demókratar, sem lengi voru samstarfsflokkur CDU/ CSU í ríkisstjórn en hafa líka vermt stjórnarandstöðubekkinn síð- an haustið 1998, mælast nú aðeins með 5% fylgi og því alveg á mörk- um þess að fá úthlutað þingsætum. Það sem einkum hefur bakað samsteypustjórn jafnaðarmanna og græningja óvinsældir upp á síðkast- ið eru ráðstafanir sem ætlaðar eru til að draga úr kostnaði í velferð- arkerfinu, stuðla að meiri sveigj- anleika á vinnumarkaðnum og ýta undir hagvöxt. Þær ráðstafanir hafa mælzt mjög misjafnlega fyrir, með þessum afleiðingum fyrir forystu- flokk stjórnarinnar. CDU fengi hreinan meiri- hluta á þýzka þinginu Berlín. AFP. Angela Merkel NÝGRÆÐINGUR á akri bókmennt- anna hefur fengið óvenjumikla um- fjöllum í fjölmiðlunum á Írlandi, tugi milljóna frá útgefendum víða um heim og vakið eftirtekt í Holly- wood vegna nýrrar skáldsögu um ástarsorg, leynimakk og ástarbréf að handan. Höfundurinn er líka dóttir forsætisráðherrans. Cecelia Ahern, sem er 22 ára, áritaði nýlega eintök af fyrstu bók sinni, „P.S. ég elska þig,“ fyrir nokkur hundruð aðdáenda í bóka- verslun í Dublin. Hún neitar því að velgengni hennar sé frægð föð- urins, Bertie Ahern, að þakka. „Ég tel að það væri oflof um föð- ur minn að halda því fram að hann hefði svona mikil áhrif í Hollywood og úti um allan heim,“ segir hún. Hún bætir við að útgáfurétturinn hafi þegar verið seldur í löndum þar sem írski forsætisráðherrann sé lítt þekktur og þegar nafn hans beri á góma sé viðkvæðið: „Hvaða Bertie?“ Cecelia Ahern hefur gert samn- inga við útgefendur í 23 löndum, meðal annars í Bandaríkjunum þar sem hún fékk andvirði 70 milljóna fyrir útgáfuréttinn. Kvikmynda- framleiðandinn Wendy Finerman, sem er þekktust fyrir óskars- verðlaunamyndina „Forrest Gump“, keypti kvikmyndaréttinn fyrir andvirði sjö milljóna króna. Ahern segist hafa þénað nógu mik- ið til að geta keypt fyrstu kjöltu- tölvuna og flutt að heiman. „P.S. ég elska þig“ var gefin út í 50.000 eintökum á Írlandi og varð strax söluhæsta bók landsins, þótt viðtökur gagnrýnenda væru blendnar. Hún fjallar um þrítuga konu í Dublin, Holly, en hún er gift manni sem deyr af völdum heila- æxlis. Hún kemst að því að hann skildi eftir tíu bréf þar sem hann lýsir verkefnum, sem hún þarf að leysa af hendi næstu tíu mánuðina, og tilgangurinn með þeim öllum er að hjálpa henni að yfirvinna sorg- ina. Dóttir leið- togans varð metsölu- höfundur Dublin. AP. AP Cecelia Ahern áritar eintök af fyrstu skáldsögu sinni í Dublin. DILBERT mbl.is Fást í verslunum um land allt H. Blöndal ehf. Sími 517 2121 www.hblondal.com Purga-T sjálfvirku slökkvitækin fyrir sjónvörp • Alltaf á vakt • Slekkur eldinn strax • Fullkomlega öruggt H O L L U R O G S V A L A N D I D R Y K K U R Í D Ó S A ug l. Þ ór hi ld ar 1 31 0. 18 Lj ós m .Í m yn d & H re in n M ag nú ss on E I N N V I N S Æ L A S T I D R Y K K U R L A N D S I N S LÉTT DRYKKJAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.