Morgunblaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2004 13  JÓHANN Elí Guðjónsson læknir varði doktorsritgerð sína við lækna- deild Háskóla Íslands 29. nóv. sl. Heiti ritgerðarinnar er Psoriasis: Erfðir, klínísk einkenni og mein- gerð. Andmælendur voru dr. Vil- mundur Guðna- son, for- stöðulæknir Rannsóknastöðv- ar Hjartavernd- ar, og prófessor Lionel Fry, Im- perial College, London. Dr. Stefán B. Sigurðsson, forseti læknadeildar, stjórnaði at- höfninni. Doktorsritgerðin er að miklu leyti byggð á niðurstöðum rann- sóknarsamvinnu sem hefur verið á milli Íslenskrar erfðagreiningar og Helga Valdimarssonar prófessors, á erfðum psoriasis. Psoriasis er krónískur bólgu- sjúkdómur í húð en hluti psoriasis- sjúklinga fær einnig bólgusjúkdóm í liði. Orsakir sjúkdómsins eru enn að mestu óþekktar, en ljóst er að um samspil erfða- og umhverfisþátta er að ræða. Ritgerðin byggist á sex greinum sem fjalla um genaleit í sjúkdómnum, klínísk einkenni sjúk- dómsins í tengslum við erfðamörk og umhverfisþætti í psoriasis. Nið- urstöður sem fjallað er um í rit- gerðinni sýna að psoriasis er flókn- ari sjúkdómur en áður hefur verið talið og að erfðaþættir hans hafa töluverð áhrif á birtingu sjúkdóms- ins og mismunandi tengsl við þekkta umhverfisþætti, eins og streptókokkasýkingar í hálsi. Í framsýnni rannsókn er sýnt fram á mikilvægi streptókokkasýkinga í versnun á psoriasis og sýnt er fram á að ákveðin klínísk einkenni sjúk- dómsins virðast hafa mismunandi erfðaþætti. Þannig var t.d. stað- settur sérstakur erfðaþáttur sem virðist ráða uppkomu psoriasis- liðagigtar. Á sama hátt voru stað- settir aðrir erfðaþættir fyrir önnur mismunandi birtingarform sjúk- dómsins. Í doktorsnefnd sátu dr. Bárður Sigurgeirsson húðlæknir, dr. Björn Rúnar Lúðvíksson læknir, dósent, sérfræðingur í ónæmisfræði, pró- fessor Helgi Valdimarsson yf- irlæknir og forstöðumaður fræða- sviðs, dr. Jeffrey R. Gulcher læknir, framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs Íslenskrar erfðagrein- ingar, og dr. Augustine Kong, fram- kvæmdastjóri tölfræðisviðs Ís- lenskrar erfðagreiningar. Jóhann Elí er fæddur 1972. For- eldrar hans eru Guðjón Elí Jó- hannsson og Auður Hermunds- dóttir. Hann stundaði nám í læknisfræði við Háskóla Íslands 1992–1998. Eft- ir kandídatsár við Landspítala – há- skólasjúkrahús 1999 innritaðist hann í doktorsnám við læknadeild Háskóla Íslands með aðstöðu við ónæmisfræðisdeild Landspítalans undir handleiðslu Helga Valdimars- sonar prófessors. Frá júní 2003 hef- ur Jóhann stundað framhaldsnám í húðlækningum við University of Michigan. Jóhann var varaformaður Félags ungra lækna 2001–2002 og formaður 2002–2003. Eiginkona Jó- hanns er Jódís Bjarnadóttir fé- lagsfræðingur og eiga þau tvo syni, Bjarna Elí og Hlyn. Jóhann Elí fékk verðlaun menntamálaráðherra til ungs og efnilegs vísindamanns á XI. vís- indaráðstefnu lækna-, tannlækna- og lyfjafræðideilda Háskóla Íslands árið 2002. Verðlaunin fékk hann fyrir psori- asisrannsóknir sínar. Doktors- vörn í læknisfræði NEMENDUR Iðnskólans í Reykjavík breyttu út af vananum í vikunni og héldu það sem kallað er „Öðruvísi dagar“ í skólanum. Þessa daga var skólastarfið opnað á þann hátt að bæði gátu nemendur kynnt sér það sem er að gerast í öðrum deildum skólans en þeirra eigin en að auki var fitjað upp á margskonar skemmt- unum, bæði innan skólans og utan. Öðruvísi dagar í Iðn- skólanum Morgunblaðið/Heiðar Þór FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.