Morgunblaðið - 06.03.2004, Síða 56

Morgunblaðið - 06.03.2004, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 6. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Lukku Láki – Dalton bræðurnir taka lestina © DARGAUD Smáfólk Smáfólk ÞEIR FLÝTA SÉR AÐ GERA HITT OG ÞETTA, FARA HINGAÐ OG ÞANGAÐ... ...OG AFREKA MJÖG MIKIÐ... ... EN BARA Á MIÐVIKUDÖGUM Á MIÐVIKU- DÖGUM ERU RITARAR DUGLEGIR SNOOPY, PÓSTUR! Æ NEI ÉG HELD ÉG VITI HVAÐ ÞETTA ER ÉG ÞOLI ÞETTA EKKI! MAÐUR ÞARF AÐ SKRIFA YFIR- HUNDINUM HVAÐ MAÐUR HEFUR GERT MERKILEGT 1. HVERSU MARGAR KANÍNUR HEFUR ÞÚ ELLT? NÚLL. ÞETTA ER NEYÐARLEGT 2. HVERSU MARGA KETTI HEFUR ÞÚ ELLT? ENGAN. EKKI GÓÐ BYRJUN! 3. HVAÐ GELTIR ÞÚ AÐ MÖRGUM UGLUM? 12, EN ÉG SÁ BARA TVÆR. 4. TÓKST ÞÚ ÞÁTT Í EINHVERJUM REFAVEIÐUM? NEI, HEF ENGAN ÁHUGA Á AÐ VERA TROÐINN NIÐUR AF HESTUM ÞENNAN HLUTA HATA ÉG! 5. SAMBAND ÞITT VIÐ MENN. VARST ÞÚ GÓÐUR VIÐ HÚSBÓNDANN? BEISTU EINHVERN? ÞETTA ERU ALLT OF PERSÓNULEGAR SPURNINGAR GEYMDU GULA EYÐUBLAÐIÐ EN SENDU ÞAÐ BLÁA TIL YFIRHUNDSINS Í ÞÍNU HVERFI EN SÚ LEIÐINDI... ÉG GÆTI EINVERN TÍMAN ORÐIÐ YFIRHUNDUR! ...AF HVERJU GERI ÉG ÞETTA? framhald ... SMÁFÓLK BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í BÚNAÐARRITI gefnu út árið 2003 fyrir árið 2002, er margt fróð- legt að finna. Í rekstraryfirliti fyrir árið 2002 sést að tekjur til fé- lagslegrar starfsemi Bændasam- takanna, eru rúmar 197 milljónir króna. Þar af eru rúmar 90 millj- ónir króna búnaðargjald. Á bls. 10 í ritinu er sýnd skipting verðmæta landbúnaðarframleiðslunnar eftir búgreinum, reiknað á grundvelli gjaldstofns til búnaðargjalds. Sam- kvæmt því eru verðmæti fram- leiðslu sauðfjár, geita og nautgripa að meðtöldum beingreiðslum rúm 69% af heildarverðmæti búnaðar- framleiðslunnar og verðmæti ann- arra búnaðargjaldskyldra greina því rúm 30% af heildarframleiðsl- unni. Þessar síðasttöldu búgreinar, með um 30% hlutdeild í búnaðar- gjaldi leggja því til Bændasamtak- anna um 30 milljónir króna og áætla ég að hlutdeild þeirra í öðrum tekjum Bændasamtakanna gæti verið svipuð hlutfallslega. Reiknað með þessum hætti gætu tekjur Bændasamtakanna af öðrum grein- um en sauðfé og nautgripum numið um 60 milljónum króna á ári. Í yf- irliti um starfsemi Bændasamtak- anna á bls. 66 í Búnaðarritinu er skilgreining á hlutverki samtak- anna og tek ég hér upp fyrstu tvær greinarnar: „Að vera málsvari bændastéttarinnar og beita sér fyr- ir bættum kjörum hennar. Að taka þátt í að móta stefnu í málefnum bænda og landbúnaðarins í heild.“ Ef ég lít yfir farinn veg, t.d. síð- ustu 20 ár eða þar um bil, þann tíma sem tekist hefur verið á við stjórn- un á búvöruframleiðslunni, sýnist mér að Bændasamtökin hafi fyrst og fremst sinnt hagsmunum naut- gripa- og sauðfjárræktar. Ég tel ekki þurfa að rökstyðja það nánar, en bendi á að fjármunir, sem eru nærri að nema eðlilegum launalið í þessum greinum, greiðast þeim beint frá ríkinu sem beingreiðslur samkvæmt samningum, sem Bændasamtökin hafa gert við ríkið fyrir hönd viðkomandi búgreina. Ég er þeirrar skoðunar, að þeir fjármunir sem pólitísk sátt er um á hverjum tíma, að renni til landbún- aðar, eigi að fara til stuðnings at- vinnulífs í sveitum almennt, enda eru beingreiðslurnar túlkaðar sem byggða- og búsetustyrkir bæði af forystumönnum bænda og stjórn- málamönnum þegar henta þykir. Mér finnst vanta skýr markmið í hlutverkaskrá Bændasamtakanna um að þeim beri að stefna að því að viðhalda byggð í sveitum landsins. Ég hefði viljað sjá stefnu Bænda- samtakanna breytast, en sé ekkert sem bendir til að svo muni verða í náinni framtíð. Því tel ég tímabært að taka til alvarlegrar athugunar að skipta Bændasamtökunum upp, annars vegar í samtök bein- greiðslubúgreinanna (sauðfé, naut- gripir) og hins vegar í samtök ann- arra búnaðargjaldskyldra greina. Ef forsvarsmenn búgreinanna utan beingreiðslugeirans sjá ekki ástæðu til að eiga sér félagslegan málsvara, þá væru þeir fjármunir sem þessar greinar leggja til rekstrar Bændasamtakanna nú, betur komnar sem orlofs- og endur- menntunarsjóður fyrir fólkið, sem þessar búgreinar stundar. SÆVAR KR. JÓNSSON, Miðskeri, Hornafirði. Bændasamtökin og atvinnulíf sveitanna Frá Sævari Kr. Jónssyni: ÉG gekk inn á Mokka föstudaginn 28. febrúar að gæða mér á súkku- laði. Í þetta sinn tók á móti mér annar andi en nokkru sinni fyrr í líki sýningar, sem tók skynjun mína alla strax í dyragættinni. Ég er reyndar á stundum með afbrigð- um hrifnæmur, en að athuguðu máli hafði ég fulla ástæðu til að hrífast. Sýningin er sterk og hefir magnaða skírskotun til trúar, hefð- ar, náttúru og mannlegrar sköp- unargleði. Ég er enn nokkrum dögum síðar dolfallinn yfir dirfsku listakonunnar frú Ágústu Aðal- heiðar Ágústsdóttur, t.d. í mynd- verkinu „Kristur var hér“. Hrotta- skapurinn, pyntingin og smánin, sem er hluti krossdauða Krists, Guðs lambsins sem leitt var til slátrunar, blasir við í meðhöndlun listakonunnar í aflóga naglaspýt- um, sem eins og af tilviljun mynda kross, alsettan gaurum, gadda- vírskórónu og merkimiða slátur- húss Kaupfélags Vestur-Húnvetn- inga. Þetta verk, eitt út af fyrir sig, er vert heimsóknar á Mokka. Hin myndverkin 15 eru fjöl- breytt, en flestum þeirra sameig- inlegt að setja í listrænt samhengi verkfæri eða notahluti úr fyrri tíð og í mörgum þeirra er trúarleg til- vísun, m.a. tvö önnur krossverk. Margræð hugsun er greinileg og skopskyn frú Ágústu nýtur sín vel enda sýnir hún á Mokka lyklavöld- in sín. Ég hvet til skoðunar á þessum myndverkum. FLOSI MAGNÚSSON, Klapparstíg 11, 101 Reykjavík. Sterk myndlistar- sýning á Mokka Frá Flosa Magnússyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.