Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 7
orðið hefur svo mörgum öðrum sæ- förum örðugur farartálmi. Enn einu sinni hafði Gárinn reynzt heillaskip. Síðan hröktust þeir í stórviðri frá Jórvíkurhöfða að Parrýhöfða, en sigldu þaðan til Karraeyja 16. ágúst. Þann dag var þessi orðsending skrif- uð, en síðan bætt við nokkrum orð- um daginn eftlr: Skútan hafði borizt á land, er þeir félagar voru að sækja sér vistir í birgðastöð Nares. Þar með voru örlög leiðangurs- manna ráðin. Á þriðja miðanum var frá því greint, að þeir félagar ætluðu að reyna að komast á báti norður til Fálkafjarðar og hafa þar vetursetu, og yrífu skilaboð skilin eftir í vörðu við Pandóruhöfn. Þá var þess einn- ig getið, að þeir félagar hefðu aukið svo vistir sínar í ensku birgðastöð- inni, að þeir hefðu mat fram í júní- mánuð næsta ár. Það virðist lítt skiljanlegt í fljótu bragði, hvers vegna Björling kaus að halda norður til' Fálkafjarðar, sem er í grennd við Etah, um fimmtán Ikílómetra norfían við Alexanders- höfða. Þangað voru þrjú hundruð sjómílur frá Karraeyjum. Innsta vog þessa fjarðar nefndi Allan Young Pandóruhöfðan eftírskipinu Pandóru, sem þar lá árið 1875 með menn, sem voru Nares til aðstoðar. Ekki verður séð í bókum, að þar hafi birgðir verið skildar eftir, og engar birgðir hafa heldur fundizt við Fálka höfn, vetrarhöfn Haynes 1860. Nord enskjöld, Ohlin, Bryant og fleiri hafa velt því fyrir sér, hvers vegna Björling vildi komast svo langt norð- ur til vetursetu, er hann þurfti miklu styttra að fara til þess að komast til mannabústaða. Hann vissi líka, að Peary var í námunda. Þeir fé- lagar hefðu ekki þurft að róa nema tuttugu og fimm sjómílur í norð- austur til þess að komast til Parrý- höfða, og þar hefði áhöfnin á Flug- drekanum, sem sigldi fyrir höfðann með Peary innan borðs hinn 24. ágúst, ef til vill orðið þeirra vör. Hefði það brugðizt, gat Björling leit- að á náðir Eskimóa við Jórvíkur höfða. Hann gat líka reynt að kom- ast í vetrarbækistöð Pearys: Húsin við Rauðunúpa. En Björling valdi ekki þessa kosti, og ti] þess hljóta að hafa legið ein- hver rök. Sennilegast er, að hann hafi gert sér vonir um, að hann gæti innt af höndum það verk, sem hann ætlaði sér: Að rannsaka Elles- mereland. Hann gat hugsað sér að fara á bátnum frá Grænlandi yfir til Ellesmerelands. Sundið er einmitt mjóst milli Sólarupprásmhöfða við mynni Fálkafjarðar og ísabelluhöfða á Ellesmerelandi, tæpar þrjátíu sjó- mílur. Bæri þeim vanda að höndum á leiðinni norður til Pandóruhafnar, var unnt að ieita í Eskimóabyggð- Karl Kann, skipstjórl á Gáranum. irnar eða jafnvel snúa til húss Pearys og njóta góðs af vistastöðv- um hans í Prudholelandi. Þetta virðist fjórða orðsending Björ- lings styrkja. Hana skrifaði hann 12. októbermánaðar um haustið: „Eins og þið getið séð af orðsend- ingum mínum hér, reyndi ég að kom ast til Fálkafjarðar til vetursetu, þeg ar skip mitt strandaði. En þegar ég var kominn til Norðymbralandseyj-' ar, varð ég af ýmsum orsökum að hætta við ferðina og snúa aftur til Karraeyja. Eftir langa nauðungar- dvöl á þessari eyju sökum illviðra sný ég nú för minni til byggða Eski- móa við Klarenshöfða eða Faraday- höfða á Ellesmerelandi. Þar eð óg vona, að hvalfangarar komi næsta vor til Karraeyja, mér og mönnum mínum til bjargar, mun ég reyna að komast hingað fyrir 1. júlí. Ef ekke”t hvalveiðiskip verður komið l'j. júií. verð ég að reyna að brjótast til dönsku kaupstaðanna, ef ég get Ef þið komið hingað eftir 1. jú!í og finnið ekki neitt bréf frá mér um ferð mína til dönsku kaupstaðanna, væri ég ykkur mjög þakklátu" ef þið ’ vilduð fara til Klarenshöfða (þangað eru fimmtíu mílur). þvi að þar mun ég skilja eftir ski’abo* í vörðu á austasta oddanum um afri if okkar félaga í vetur. Loks bið ég ykkur að senda alla vitneskju um mig til Nordenskjölds prófessors í Stokkhólmi eða næsta ræðismanis Svía, að tilgreindum stað og tíma, er bréf mín fundust. Vistir okkar endast ekki lengur en til áramóta, ef ég kemst ekki í byggðir Eskimóa, nema ég geti aukið við þær í ein hverri birgðastöð. Við erum nú fimm, en einn er að dauða kominn.“ Frá Björlingsey til Klarenshöfða eru ekki fimmtíu sjómílur, heldur að minnsta kosti áttatíu — og allt að níutíu og fimm til Faradayhöfða. Margir hafa undrazt þá diffsku að ætla þangað. En er hún svo torskilin? Ungu stúdentarnir, sem fylgdu Lauge Koch til Grænlands, og þeir, sem voru með A. Rosenkrantz í Núgs súak-leiðöngrunum eftir heims- styrjöldina síðari, munu að minnsta kosti skilja Björling Þeir voru þá sj'álfir ungir með helgan eld í brjósti, og fegurð heimskautsland- Minnisvarðl, sem reistur hefur verið á Björlingsey. lÍMlNN - SUNNUDAGSBLAÐ 967

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.