Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 9
Keisarastjórnin rússneska hefur safnað glóðum elds að höfði sér: Byltingin er dunin ytir, ot, rauðliðar og hvítliðar berast á bana- spjótum.Allt er á ringurreið, og á þúsundum heimila rikir óvissa um afdrif sona, eiginmanna og bræðra í þessum hildarleik. Hrjáð gamatmenni og hrelldar konur reyna í lengstu lög að hlú að von- inni í brjósfi sér, þó að auðsæ fa Isvon sé, og niðurbælt hatur gref- ur um sig. Þannig hefst þessi saga Sjólókoffs úr Kósakkahéruðum við Don. Fyrsti snjórinn kom á degi heil- ags Filippusar eftir föstuna. Um kvöldið skall á stormur, sem stóð af Don. Það þaut í sölnaðri bú- rótinni á sléttunni, og vindurinn færði snjóinn í skafla og skóf fölið af hnökróttum vegunum. Nóttin hjúpaði þorpið hljóðri,. grænslikjaðri rökkurblæju. Hand- an húsanna blundaði óplægð sléttan, vaxin kyrkingslegum runnum. Um miðnættis barst ómur af ýlfri FYRSTI HLUTI , ■MiDiii—iiiii 11 ii iimi ii mii iiiiin ii úlfanna frá gljúfrunum, hundarnir í þorpinu tóku undir, og Gavríla gamli vaknaði. Hann tylíti sér á hlóðar- steininn, lét fæturna lafa og hallaði sér upp að reykháfnum. Þarna sat hann um stund hóstandi, en spýtti síðan og þreifaði eftir tóbakspungn- um. Gamli maðurinn vaknar hverja nótt við fyrsta hanagal, situr reykj- andi og hóstandi og ræskir sig til þess að hreinsa hroðann úr lungun- um. Á milli hóstakastanna reikar hugur hans gamaltroðna slóð. Hann hugsar einlægt um hið sama, gamli maðurinn: soninn, sem hvarf í stríð- inu. Hann hafði ekki eignazt annan soi. — þetta varð hinn fyrsti og síðas’i, og hans vegna hafði Gavríla stritað hvíldarlaust. Svo rann sá dagur uop, að hann varð að sjá á eftir horum til vígstöðvanna, þar sem hann atti að berjast við rauðliðana. Þá leiddi gamli maðurinn tvö uxaeyki á markaðstorgið og keypti hest a' Kal- míkumanni fyrir andvirðið. hann var raunar engum hesti likur, því að hann þaut áfrant eins og æðis- genginn sléttuvindurinn. Gavríla sótti hnakk og beizli með silfurstöng- um, sem afi hans hafði átt, í ættar- kistuna. Þegar þeir skildu, sagði hann: ”Jæja, Pjotr, ég hef kennt þér að bera höfuðið hátt, og hver liðs- foringi væri fullsæmdur af reiðtygj- unum þínum.Vertu traustur hermað- ur eins og faðir þinn var, svo að þú verðir Kósakkahernum og hinni lygnu Don ekki til vansæmdar. Þú skalt þjóna keisaranum eins og afar þínir og langafar gerðu.“ Nú starði hann út um gluggarúð- una, sem grænleitt tunglskinið hrísl- I I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 969

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.