Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 19
þessa hóps, sem hálfgildis rán. Satt að segja datt mér þetta í hug af því að ég vissi, að það var fram- kvæmanlegt. Það er varasamara en maður gerir sér Ijóst að láta sér „detta“ annað í hug. Undanfarna þrjá vetur hafði ég unnið hjá Leik- félagi Flateyrar, og ég vissi nokkurn veginn, hvað mátti bjóða leikurunum. í helztu hlutverkin átti félagið leik- ara, sem hæfðu mjög vel, eftir því sem ég gat bezt séð. Þar að auki hafði ég gengið með þetta leikrit ”á heilanum“ um árabil. Ég sá sýningu Grímu í Tjarnarbæ, ég sá líka sýn- ingu á leiknum, þegar ég dvaldist í Austur-Berlín haustið 1962. Báðar þóttu mér ófullnægjandi. Kom rauði þráðurinn í leikritinu — hvernig óvitaskapurinn tekur smám saman á sig mynd örlaganna — nógu skýrt í ljós? . . . Þú fyrirgefur: það er hugsanlegt að leika leikrit ,,vel“ án þess að flytja það skýrt, ég á við: Leikararnir geta sýnt mikla tækni, enda þótt efni leikritsins fari for- görðum. Sem sagt: Allt mælti eigin- lega með því, að ég setti Biedermann og brennuvargana á svið á Flateyri. — Fékk sýningin nokkrar undir- tektir? — Það er víst, að undirtektir geta verið margvíslegar. Sumir leikhús- menn kjósa, að áhorfendur falli í leiðslu í byrjun sýningar og ranki ekki við sér fyrr en henni er lokið. Eg hef heyrt stúlku svara spurningu um, hvernig henni þótti tiltekin sýning: ”Ég bara veit það ekki, ég lifði mig alveg inn í hana.“ Það kalla ég vel af sér vikið . . . Aðrir leikhúsmenn láta sér ekki nægja minna en að áhorfendur velt- ist um í krampakenndum hlátri alla sýninguna. Það fyrirfinnast höfundar sem geta verið alveg bráðfyndnir, Á þeirri sýningu á Biedermann og brennuvörgunum, sem ég var við- staddur, ríkti mikil eftirtekt í saln- um. Alltaf öðru hverju mátti greina hlátur, en ekki allra, heldur ein- stakra. Á myndum má sjá ólíkustu svipbrigði á andlitunum: Undrun, gáska, alvarlegan og hugsandi svip, hneykslun. í einu orði sagt voru undirtektirnar hinar ákjósanlegustu, sem ég get hugsað mér: Fólkið var lifandi. Umræðurnar, sem ég heyrði manna á milli um leikritið og sýn- inguna, voru eftir því. —*Hvernig gengu æfingarnar? — Að heila má snurðulaust. Kór- arnir ollu okkur erfiðleikum fyrst í stað. Ég held, að ég megi segja, að þeir séu á kafla of óljósir frá hendi höfundar — hann notar líkingar, sem verða tæplega gripnar í einni andrá. Þorgeir Þorgeirsson endurskoðaði þýðingu sína, áður en við byrjuðum, en jafnframt þýddi hann fyrir okkur Biedermann; Kór slökkvilið'smanna reynir að hindra atburðarrásina. ^Sá gamli" ráðgerir að loka Helvíti vegna lítiliar aðsóknar. Stórglæpamenn komast allir 1 betrl staðinn, gegnum hliðardyr. eftirleikinn, sem hafði verið sleppt á Grímusýningunni. Hann gerist í Helvíti. Ég klauf kórinn að nokkru leyti í tvennt, greindi kórstjórann frá, til þess að fá meiri tilbreytni og koma á samtali milli kórstjóra og kórs. Yfirleitt er kór í leikritum hið leiðandi afl, en í Biedermann og brennuvörgunum hamlar hann á móti, reynir að hindra atburðarásina. Þegar maður hafði áttað sig_ á þessu, varð allt auðveldara. Ég sá ekki belur en að leikararnir skemmtu sér á æf- ingunum, en það er náttúrlega mikil- vægt. Sá, sem ekki skemmtir sér, leggur sig ekki fram. Alls æfðum við hátt á sjöttu viku, eingöngu á kvöld- in frá klukkan átta til hálftólf, nema um helgar, þá höfðum við oftar dag æfingar. Leiktjöldin bjuggum við til sjálf. Mér þótti óþarfi að teikna stof- una nákvæmlega, tók aðeins það, sem var óhjákvæmilegt: Á baksviði var reistur pallur fyrir atriðin á háa- loftinu. Leikfélagið er orðið allvel búið kösturum — þess nutum við. Sýningar urðu þrettán víðsvegar um Vestfirði, áhorfendui um 1000. Að endingu fór leikflokkurinn i smáleikför. Þá var sýnt í Sævangi í Strandasýslu og Vogalandi i Reyk- hólasveit við mjög góða aðsókn. Mér óar hálfpartinn við því að fjöl- yrða svona um þetta. Það virðist vera föst regla hjá leikstjórum okk- ar að láta aldrei neitt uppi um vinnubrögð sín eða viðborf Ef til » i n i n m $Ll\Nl)UAGSBI.An 979

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.