Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 17
lends sýslumanns Ólafssonar og danskrar konu hans. Um svipað leyti kaus hann syni sínum spámannsnafn- ið Esajas. Bróðir Lárentínusar lét dreng heita Eleasar, og síðar spruttu á þessum ættmeiði Sakarías, Jesper, Klásína og Rakel. Ef til vill hefur það verið smekkur sýslumannsson- anna, sem veitti bónda norður í Hæla- vík kjark til þess að koma upp nafni kveinstafaspámannsins Jeremíasar. Áður en hér var komið hafði bóndi í Inndjúpi orðið sér úti um viðhafn- arnafn, sem bar annan svip, þótt sótt væri á sömu fiskislóð: Dósóþeus. Með því var brautin rudd fyrir Þeó- fílus og Tímóteus. í Ögri óx upp Móses endurborinn og varð mikill ættfaðir, og vestur á fjörðum kom Natanael til sögunnar. Sum þessara nafna höfðu að sönnu þekkzt áður í landinu, og ekki verð- ur því með öllu hafnað, að öðrum kunni að hafa brugðið fyrir einhvern tíma. En ekki höfðu verið mikil brögð að þeim. En nú hraðfjölgaði þeim: Gídeon og Samson, Jósúa og Jóab, Jóakim og Hilaríus, Jónatan og Bóas uxu á legg í norðurhluta ísafjarðar- sýslu, og meðal stúlknanna voru Sal- óme, Júdit, Rebekka, Sara, Verónika og Debóra. En ekki var látið staðar numið við ritningarnöfn eða nöfn af trúarlegum toga. í héraðinu komu upp annars konar skrautnöfn á elskaðar dætur, Listalín og Rósinlilja, og drengir voru skírðir Hagalín, Rósinkrans og Rósinkar. Loks var leitað fanga í goðafræði og rímur. Áður en átjánda öhdin var öll, hafði telpa í Bolungar- vík verið skírð Hippólíta, og seinna komu til rímnanöfnin Fertram og Líkafrón. Á svipuðum slóðum komst Janus í tölu íslenzkra mannanafna. Því fór fjarri, að fólk, sem þvílík nöfn hlaut, hefði óbeit á þeim. Það var þvert á móti hreykið af þeim, og þau lögðust í ættir. Húsfreyjan á Dynj anda í Jökulfjörðum, Rebekka Benediktsdóttir, nefndi dætur sínar Rebekku og Rakel. Vagn Ebenesers- son, sem nokkru síðar bjó á sama bæ, átti Otúel, Híram, Dóróteu og Kristjönu, sem þá var enn fágætt nafn. Fegurðarskyn þeirra Rósinkars á Svarthamri í Álftafirði og Gídeons á Oddsflöt í Grunnavík hefur aftur á móti sveiflazt milli tveggja skauta: Álftfirðingurinn átti Konkordíu, Nik- ólínu, Rósinkrans og Salóme, en Grunnvíkingurinn Rakel, Fertram, Rósu og Svanhvít. Enn haldast við sum þessara nafna, er koma hvað ein kennilegast fyrir sjónir, þótt jafnan hafi nafnberar verið fáir og um tvö hundrað ár séu liðin síðan þessi alda reis. Vitaskuld bólaði víðar á fágætum nöfnum úr ritningum, rímum og kappasögum, ekki sízt á Snæfellsnesi. Þar hét maður Sýrus og stúlka Jael, ÁR í UPPSVEITUM í Sunnudagsblaði Tímans 3. október lýkur Arnór Sigurjónsson hinni fróðlegu og skemmtilegu grein sinni um Ljósavatnsfund- inn 16. ágúst 1908 á vísu, sem hann tilgreinir ekki hver ort hafi, en telur tildrög hennar hafa ver- ið alþingiskosningarnar, sem þá stóðu fyrir dyrum. Það vill nú svo til, að ég var áheyrandi að því, er vísan var kveðin og þekki atvikið. Svo stóð á, að Hjálmar Stefánsson, sá fjölgáfaði og list- fengi maður, var að kítta glugga á vesturstafni hússins á Vegamót- um, næsta húsi við hús föður míns, Árna Sigurðssonar. Kallar hann þá til föður míns, sem þá fór til hans, en égælti. Sláturtíð var þá nýbyrjuð hjá kaupfélaginu, og hafði það borið við, er farið var innan í einn ærskrokkinn, að þar kom í Ijós nær fullburða lamb. Þetta hafði orðið Hjálmari að yrkisefni, og hafði hann kveðið hálfa vísu, sem hljóðaði þannig: Þá var ár í uppsveitum, ærnar báru í gálganum. En hér rak Hjálmar í stanz. Kallar hann til föður míns og bið- ur hann að leggja sér lið. Hann var sérlega hraðkvæður, og eftir örlitla umhugsun segir hann: Reiddi fár að ráðherrum, risu hár á kónginum. Þar með var vísan fullgerð, og kom þeim saman um, að þetta skyldi teljast fyrri helmingurinn. En hér er að því sveigt, að þá fyrir svo að segja fáum dögum hafði sá atburður gerzt í Kaup- mannahöfn, að danski dómsmála- ráðherrann (sem ísafold gleymdi ekki að var líka íslandsráðherra), gekk á fund lögreglustjðrans og kærði sjálfan sig fyrir stórfelld fjársvik. Var þetta þá eitt hið mesta umræðuefni hér á landi. Mér er tilorðning þessarar vísu svo 'minnisstæð sem hefði þetta gerzt í gær. Meir en þrjátíu árum síðar var hún svo prentuð i Þing eyskum ljóðum, án vitundar höf undar, að ég ætla, en þar eignuð Hjálmari einum. Það er ekki sízt fyrir þá sök, að ég geri nú þessa athugasemd, þegar hún er ný rifj uð upp. Ekki getur hún sérlega merkilegt kallazt, þó að slétt sé hún kveðin. Þó er það ekki með öllu ómerkilegt, hve ólík þau efni eru, sem höfundarnir hafa í huga Annar er í heimahögunum og hugsar um það, sem þar gerist Hinn er með hugann við sögu legan atburð í fjarlægu landi, en það er atburður, sem látinn var vefast inn í stærsta deilumálið sem þá var á dagskrá íslenzkrai þjóðar — máske mesta hitamálið sem nokkru sinni skipti íslend ingum í tvær andstæðar fylkingar Og það er fyrir þá sök, að Arnór tekur hana upp í frásögn sína Það er sagnfræðingurinn, sem þar talar. Lára Árnadóttir. heitin eftir konu einni í Dómara- bókinni, sem drýgði þá vafasömu dáð að skjóta með faguryrðum skjóls- húsi yfir örþreyttan flóttamann og reka síðan tjaldhæl í gegnum þunn- vangann á honum, er hann var sofn- aður. í Þingeyjarsýslu var Bernótus, í Barðastrandarsýslu Blansiflúr og í Skagafirði Eberharð, sem minnir ískyggilega á Felsenborgarsögurnar, ekki sizt vegna þess, að norðan lands brá fyrir öðru Felsenborgarnafni — Konkordíu. En séu nöfnin í raun og veru sótt í Felsenborgarsögurnar, hafa þau verið tekin upp úr hinni dönsku útgáfu þeirra. Það var þó Húnavatnssýsla, sem skartaði sérkennilegustum nöfnum, næst ísafjarðarsýslu, þótt með allt öðrum hætti væri. Að vísu var slang- ur af nöfnum, sem ekki hefðu skorið sig úr vestfirzku nöfnunum. Þar var til dæmis Kaffónas, góð- kunningi úr Líkafrónsrímum Sigurð- ar Breiðfjörðs — sá, er fágætlegast þóttist óvígur, er hann dvaldist i hell inum hjá skessunum. Bændur í hér- aðinu hétu Jónadab og Sakkeus og húsfreyja í Langadal Medónía. Allir kannast við Natan og Rósant Berthold, son þeirra Vatnsenda- Rósu. Um nafn Natans er sú saga, að Satan sjálfur hafi vitjað nafns, en prestur fengið heiii drengsins breytt í Natan. -Auðvitað þarf ekki að geta þess, að slíkt og þvílíkt er ein- ungis fjarstæðukennd þjóðsaga, og hefur nafnið, sem mjög var títt í Danmörku meðal manna af Gyðinga- ættum, annað tveggja verið sótt til einhvers verzlunarmanns eða far- manns eða verið stytting úr Natanael á líkan hátt og Bjarni Hákonarson frá Reykhólum og kona hans létu á þess- ari öld dóttur sína heita Evu, þótt amma hennar héti Evlalía. En það, sem setti sérkennilegan svip á húnvetnsku nöfnin á nítjándu öld var mergð biblíunafna, sem að Framhald á 982. síðo. T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 977

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.