Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 12
XV. Samson var karl, sem sjaldan^ varð iflfátt — á því fengu ljónin í ísrael ið kenna. Hann var líka dálítið út índir sig. Ritningarfróðir menn nunu minnast þess, að hann hugðist :ska sér konu af kyni Filistea, og sló l»:.rn þá upp veizlu mikilli, eins kon- ar festaröli, þegar kvonfangið var ráðið En með nokkrum fláttskap var tii þeirrar veizlu stofnað, því að brúð- guminn hafði hugsað upp ráð til þess að hagnast talsvert á gest- um sínum. Hann bar upp fyrir þeim gátu og bauðst til þess að gefa þeim þrjátíu kyrtla og þrjátíu hátiðabún- inga, ef þeir fengju ráðið gátuna, áð- ur en veizlan væri úti. En að öðrum kosti vildi hann sjálfur hafa af þeim þessa hugnun. Þetta gróðabrall misheppnaðist hrapallega. Filistearnir, frændur brúð arinnar, fengu hana í lið með sér og létu hana ginna svarið út úr brúðgumanum. Vél'abrögðum kvenna hefur löngum verið við brugðið, og við þeim sá hinn nafntogaði ljóna- bani og gátusmiður ekki. Hann brást að líkum reiður við, þegar boðsgest- irnir réðu gátuna og kallaði konu- efnið sitt kvígu, enda virðist hann ekki hafa verið neinn skapdeildar- maður. En veðféð varð hann að reiða af höndum, hvort sem honum var það ljúft eða leitt. Svo blessunarlega tókst til, að honum varð ekki skota- skuld úr því: „Þá kom andi drottins yfir hann, svo að hann fór ofan til Askalon og drap þrjátíu menn . . . , tók klæðn- aði þeirra og gaf þeim að hátíða- klæðum, er ráðið höfðu gátuna.“ Þá var þeim skuldaskilum lokið. Þegar blaðað er í manntalinu árið 1855, kemur þa manni nokkuð á óvart að finna bónda vestur á Mýr- um, sem heitir Arent Askalon Arentsson. Margt var fólkið lát- ið heita og stundum spaugilega leit- að fanga í Dómarabókinni, en með ólíkindum er, að sá maður hafi verið ofar moldu, er léti son sinn hljóta nafn þess staðar, þar sem Samson karlinn komst í hin nafntoguðu fata- uppgrip. Það er líka fljótgert að átta sig á því, að hér er málum blandað. Aska- lon bóndi bar gervinafn, sem orðið var til vegna afbökunar í munni al- þýðu. Uppruna sinn átti hann norður í Höfðakaupstað. Sumarið 1816 var þar viðloða um skeið danskur mæl- ingamaður, Arent Aschlund. Kaup- mannsfrúin í Höfðakaupstað, madd- ama Schram, var kát og fjörug kona, þó að hún væri að minnsta kosti átta barna móðir. Aschlund beitti mæl- ingafræðinni, og eftir hárnákvæma staðarákvörðun gerði henni ni- unda barnið, sem fæddist síðara hluta vetrar 1817, um svipað leyti og móð- irin komst í kynni við hinn nýja sýslu mann Strandamanna, ísak Bonnesen, er síðar tók hana að sér. Drengurinn var skírður Arent og annað ekki. En þegar hann óx upp, hefur ætíar- nafni föður hans verið bætt við meö þeirri breytingu, sem á því naíði orðið manna á meðal. Það hefur þótt munntamara þannig en í hinni upp- runalegu mynd sinni og fór þeim kunnuglega á vörum, er biblíufróðir voru. En þó að þetta nafn sé þanmg f rauninni dæmt úr leik, er engin burrð á kynlegum nöfnum, sem börnmn á íslandi voru gefin um svipað leytl og maddama Schram var á dögutn. Og þó nokkur þeirra voru úr Dóm- arabókinni. Samt var það einnngis eínn þáttur mikilla breytinga, sem urðu á nafngiftum í landinu frá oyrj- un átjándu aldar og fram á miðja nítjándu öld. XVI. Átjánda öldin var tími mikilla and- stæðna. Annars vegar var rótgróinn vani og kyrrstaða þjóðar, sem átti sér það markmið eitt að þrauka með- an þraukað varð — hins vegar flóð nýrra hugmynda, stórmannlegra ný- mæla og óheyrðra fyrirmæla og laga- boða, sem tóku til landsmanna allra. 97 2 rlUINN - SUNNUDAGSBI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.