Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 16
Þórarinn frá Steintúni: ÞROUN i. í myrkviði aldanna er maðurinn borinn, fokið er nú í fyrstu sporin. Slóðin liggur sem leyndur þráður um leiðir aldanna, gleymdur, máður. Honum var úthlutað viti og vilja, mættinum til að meta og skilja, frelsi til góðra og vondra verka, valið svo lagt í hendur þess sterka. Dýrin sér aðeins drepa til matar. Maður án tilgangs myrðir og hatar. Við klofið efnið og kerfað getum. Kærleik og siðgæði lítils metum. II. Li'fið getum við lagt í eyði með lævi og nornaseið vísindanna, sem veginn leggja, og vísa okkur hinum leið: Leið til frelsis, gleði oq gæfu eða glötunar beint í hyl. Það er einnig undir mér komið, hvort ég vil eða ekki vil. ína hefur þó orðið vinsæhst slíkra nýmyndana, og tefla fsfirðingar fram fjörutíu og átta og Þingeyingar tutt- ugu af áttatíu og bremur á öllu land in, Ekki kemur á óvart að sjá, að Stefaníur eru orðnar rúmar fjöru tíu. en nálega helmingur þeirra er í Norður-Múlasýslu, enda heita þai f'fdri menn Stefán er, annars staðar. Um annað nafn hafa Sunn Mýlingar forystu: Pálína. Er. þau hér- uð, sem hafa mest tileinkað sér þessa nýjung, leggja að öðru leyti til langflestar Pálínurnar, sem orðn- ar eru tæpar sextíu. Þó eru ísfirðing- ar að þreifa fyrír sér, hvort Pálína fari ekki fullt eins vel. Á svipaðan hátt er það enn á reiki hvað bezt fari, þegar breyta skal karlmanns- nafninu Pétur í nafn á telpur: Petra, Petrea, Petrína, Petúlína. Þó eru Það enn fáar konur, er heita slíkum nöfn- um. Eðlilega eru líka komniir upp Ólafíur og Ólínur, á milli tuttugu og þrjátíu á hvort nafn. Ólína hefur þó enn vinninginn. kannski sökum út- lendra áhrifa. Það eru sömu héruðin, sem einkum fóstra þessi nöfn — ísa- fjarðarsýsia, Snæfellsnes og Barða- strandarsýsla, og Múlasýsla hið fyrra, en austanvert Norðurland hið síðara. Úr því að leiða mátti Jóna af Jón, mátti beita þeirri aðferð við fleiri nöfn. Þó var þar farið hægt í sak- irnar. fsfirðingar höfðu þreifað fyrir sér, hvernig IJinrika, Rósinkransa, og Guðmunda gæfist, en sumir þar vestra hugðu þó, að Guðmundína væri betra. Yfirieitt virðist það fólk, sem tók upp þessa nýbreytni í nafngiftum hafa haft mesta trú á endingum eins og -lína, -sína, -ína og -ía. Og þar voru ísfirðingar langfremstir í flokki, en næstir komu Snæfellingar, Barð- strendingar og Þingeyingar. Þeirra á meðal urðu tll nðfn eins og Anton- ía, Baldvinía, Bárðlína, Benónía, Berglína, Daðína, Eggertína, Egil- lína, Friðlína, Guðlína, Haflína, Hákonía, fvarlína, Magnína, Skúlína, Sumarlína, Sveinsína, Tómassína, Þorlákína. Húnvetningar reyndu, hvort ekki gæti farið vel á því, að stúlka, sem hét eftir Jónasi, væri nefnd Jónesa, og Einara var líka uppfinning þeirra. Múlsýslungar eignuðust aftur á móti Jónassínu, Eyjólfínu, Hálfdaníu, Hermanníu, Kjartínu og Þorstínu, Stranda- menn Vigfússínu, Skaftfellingar Guðjónýju, og í Gullbringu- og Kjósarsýslu var vatni ausin Hafliða. Enn voru þetta mest tilraunir. Nafnberar voru sjaldnast nema einn og stundum tveir eða þrír á öllu landinu. Því miður fjölgaði þeim þó brátt. Og stundum gat það verið næsta spaugilegt, hvernig eitt nafnið fæddi annað af sér. Sveinsínur voru þrjár árið 1855 og hafa að sjálfsögðu hlotið nafn sitt af karlmanni, er hét Sveinn. En svo rak að því, að syni einnar Sveinsínunnar skyldi gefið nafn eftir móður. Ekki var þó horfið aftur til upprunans, heldur var aum- ingja barnið látið heita Sveinsíníus. Þessum manni þótti tæi--.st réttlátt, að syndir feðranna kæmu niður á börnunum, og þess vegna nefndi hann sig jafnan Svein í þrássi við ki’khibækurnai XIX. Við skulum svo Ijúka þessum lestri með því að virða betur fyrir okkur nafngiftir í tveimur héruðum. Nöfn- in eru þó ekki merkileg fyrir þær sakir, að þau yllu straumhvörfum. Þau brast þvert á móti vaxtarmegn- og komust ekki í tölu tíðra nafna, þótt þau hrepptu staðbundna eða ætt- bundna hylli. Einmitt þess vegna settu þau sérkennilegan svip á mannanöfn í þessum héruðum. Við bregðum okkur fyrst vestur í fsafjarðarsýslu. í byrjun átjándu ald- ar voru mannanöfn þar um fátt frá- brugðin því, sem annars staðar var á landinu. En þegar líður að aldar- lokum taka að skjóta þar upp koll- inum mjög undarleg nöfn, mörg hver sótt í skriftina eða aðrar helgar ritn- ingar. Þetta var upphaf hinna skrítnu nafna, sem einkenndu Horn- strandir á nítjánu öld og allt til þessa tima, er byggð lagðist þar : iður, Upp úr 1760 þótti einum bóndan- um í Aðalvík hlýða að nefna son sinn Egedíus, sem sennilega hefur verið almanaksnafn. Áratug síðar fann granni hans syni sínum nafn í fyrstu Mósebók, þar sem raktar eru ættir frá Adam til Nóa. Þar er getið um Mahalalel, sem varð 895 ára gam- all, og Mahalalel var drenganginn látinn heita. Sunnan Djúpsins bjó nefndarbóndi, Lárentínus, sonur Er- 976 T I M I N N - SUNNUDAGSIILAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.