Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 18
/ Að lokinni frumsýningu liggur ieikstjóra, Erlingi Halldórssyni (lengst ttl hægri), margt á hjarta vió leikendur. Rætt við ungan leikritahöfund og leikstjóra NÚTlMALEIKRIT HENTA ÁHUGALEIKUR UNUM VEL Stundum heyrist aS því spurt, hvort skáldsagan sé aS deyja út sem list- form. Hins vegar sjást síður en svo nokkur dauðamerki á ieikritinu. Á þeim vettvangi rikir mikið fjör og sífellt koma fram höfundar með nýj- ar hugmyndir. Frægasta nótimaleikritið er líklega "Beðið eftir Godot1' eftir Samúei BeckeH. Það fékk þó dræmar undir- tektir fyrst t stað í París, þar sem höfundur þess býr. Ýmis leikhús höfnuðu því að segja má með orðum einnar persónunnar: "Ekkert skeður, enginn kemur, enginn fer, það er hræðilegt." En skyndilega vaknaði mikill áhugi á þessu leikriti. Á fimm árum var það sýnt í fjöldamörgum borgum, frá Osló til Tokíóar (Reykjavík 1961). Að minnsta kosti einum áhorfendahópn- um væri ómögulegt að bregða um snobb. Það voru 1400 sakamenn í ríkisfangelsi Kaliforníu, San Quen- tin. Þeir voru djúpt snortnir af því. Og nú heyrist Samúel Beckett nefnd- ur sem líklegur til að hljóta Nóbels- verðlaun. Leikrit Becketts, Ionescos og fleiri eru stundum kölluð heyra til ”fjar- stæðuleikhúsum", ef til vill vegna þess, að frá þeirra sjónarmiði virðist hegðun manneskjunnar fráleit og.út í hött. í annan stað hafa höfundar eins og Max Frisch og Friedrich Diirren- matt frábrugðinn stíl. Kallað er, að með háfleygu ímyndunarafli taki þeir vandamál samtíðarinnar til meðferð- ar í djúpsæjum, sorglegum gaman- leikjum (eða skoplegum harmleikj- um!). Víst má gera ráð fyrir, að höfund- arnir reyni að gera þetta á sem allra ljósastan og auðskildastan hátt. Ég varð þó meira en lítið hissa, þegar ég frétti, að leikrit eftir Frisch hefði nýlega verið sett á svið með mestu prýði í fiskiþorpi við Önundarfjörð, þar sem íbúar eru innan við 400. Gat ég ekki stillt mig um að leita nánari frétta af þessu hjá leikstjór- anum, Erlingi E. Halldórssyni. — Hvernig stóð á því, að þér datt í hug að setja upp Biedermann og brennuvargana á Flateyri? — Þú ert hneyksluð! Það er sjálf- sagt von. Leikrit þetta var búið að fá á sig það mark, að það væri fyrir fáa útvalda. Að setja það á svið með áhugaleikurunum — ég tala nú ekki Um, þegar sýningin heppnast mjög vel — -orkar á þá, sem telja sig til 978 T í 1W 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.