Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 15
Því hét þá 27. hver maður í Húna- vatnssýslu, en hinar norðlenzku sýsl- urnar stóðu svo vel í ístaðinu, að hlutfall Norðlendinga varð jafnvel enn hærra en í hinum nöfnunum tveim. Eyfirðingar voru hvergi fremst ir í flokki, en tóku öllum þessum nöfnum tveim höndum, líkt og þeir ættu bágt með að gera upp á milli þeirra. Mörg nöfn, sem skipa mætti í þennan flokk, þótt ekki reynd- ust þau þeim jafnsigursæl, höfðu mikinn framgang norðan lands. Þannig gazt Þingeyingum svo vel að nöfnum eins og Jakob, Jónatan og Jósef, að sem næst hundraðasti hver Þingeyingur hét hverju þessara nafna um sig um miðbik nítjándu aldar, og var þó önnur sýsla, Húnaþing, fremst í flokki um tvö þeirra eins og síðar verður drepið á. Dönsku konunganöfnin kröfðust einnig síns réttar um þetta ley.ti. Kristján var nafn, sem ávaxtaðist svo vel, að þeim, sem það báru, fjölg- aði sjötugfalt á hundrað og fimmtíu árum — úr níu í 627. Þó er sú tímasetning of rúm til þess að gefa rétta hugmynd um skjótan viðgang þessa nafns, því að það komst ekki í tízku fyrr en með nítjándu öld- inni. En frumkvæðið norðlenzka er ótvírætt. Þingeyingum var mest kappsmál að eignast lítinn Kristján í vöggu, og svo fast sóttu þeir þetta, að upp úr miðri öldinni hét svo 19. hver Þingeyingur. Eyfirðingar fylgdu fast í slóðina, en vesturhéruðin slógu slöku við, svo að ekki var alveg helm- ingur allra Kristjána á Norðurlandi. Fólkið í byggðarlögum umhverfis Breiðafjörð hljóp undir baggann. Friðrik átti örðugra uppdráttar, þótt svo héti konungur landsins í þrjátíu ár, er nafnbreytingarnar voru hvað örastar. Hér voru Eyfirðingar drýgst- ir með góðu atfylgi Þingeyinga og Skagfirðinga. Friðrikar losuðu því tvö hundruð við lok tímabilsins, þar af tæpur helmingur norðan lands. Skaftfellingar létu sem fyrr nýjung- arnar lönd og leið og fóstruðu eng- an Friðrik, en sá skakki var veginn upp í ísafjarðarsýslu og Gullbringu- og Kjósasýslu. Hans og Valdimar voru tíðast nöfn í Þingeyjarsýslu — hið síðara þó enn hlutfallslega harla fágætt. Davíð hafði langmest gengi í Húnaþingi, Eyja- firði og Þingeyjarsýslu. Lárus var talsvert tíðkað um vestan vert Norð- urland. Júlíus, Ágúst og Anton voru enn fágæt nöfn, en forystan í hönd- um Eyfirðinga, og Kristinn þekktist varla nema norðan lands og tveir fimmtu allra. sem svo hétu, voru Eyfirðingar. Gamalgróin nöfn af útlendum upp- runa, sem fjölgaði til mikilla muna á þessu skeiði, fóru sínar götur. Þó var Pétur orðið hlutfallslegra tíð- ara nafn í Skagafirði en annars stað- ar á landinu um miðja nítjándu öld, enda þótt fleiri nafnberar væru í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Nálega helmingur allra Benedikta var þá á Norðurlandi, þótt Þingeyingar og Húnvetningar nytu þar lítils styrks úr Skagafirði og Eyjafirði, og Egg- ertar voru flestir í Húnaþingi. Stefán var líka orðið ákaflega títt nafn norðan lands um þessar mundir, miklu tíðara en vestan lands og sunnan. En þó fengu Norðlendingar þar ekki att kappi við Múlsýslunga, sem höfðu á að skipa 136 Stefánum af 533 á öllu landinu. Tómas og Filippus voru nöfn Rangæinga, enda stóðu þau þar á gömlum merg, eink- um hið síðar talda. XVIII. Við lítum þessu næst á nöfn kvenna og verðum þess fljótt áskynja, að þau hafa tekið viðlíka breytingum og nöfn karla: Útlendum kvenna- nöfnum hefur fjölgað stórlega, og þar eru sömu héruðin fremst í flokki: Austan vert Norðurland, Húnavatns- sýsla, Vestfjarðakjálkinn, Snæfellsnes og Gullbringu- og Kjósarsýsla. En jafnframt er tekið að bóla á öðru: Það er farið að breyta nöfnum karla í kvennanöfn með nýjum ending- um. Þar hafa ísfirðingar gengið á undan, og Snæfellingar og Barðstrend ingar fylgt í fótspor þeirra. Nokkuð ber þó á hinu sama í Þing- eyjarsýslu og Eyjafirði, og í tveim- ur tilvikum eru Múlsýslungar lang- fremstir í flokki. Slíkt þekkist tæp- ast enn á Suðurlandi um miðja nítj- ándu öld og í Skagafirði og á stór- um svæðum vestan lands tíðkast þetta mjög lítið. Víkjum fyrst að þeim nöfnum, sem auðsjáanlega hafa verið tekið upp að erlendri fyrirmynd. Árið 1855 eru Maríur í landinu orðnar384, meira en helmingur þeirra norðan lands. Breyting er. mikil og gagn- ger frá 1703. Soffíur, sem nokkrar voru 1703, eru orðnar 185. Ríflega hundrað eru norðlenzkar, þar af 46 í Eyjafirði og 26 í Þingeyjarsýslu. Eina héraðið utan Norðurlands, þar sem verulega kvað að þessu nafni, var Gullbringu- og Kjósarsýsla. Jak- obínur, sem engar voru til í landinu árið 1703, eru líka orðn- ar rúmar sextíu — yfir helmingur norðan lands og tuttugu og fjórar í Þingeyjarsýslu einni. Augljóst er, að þetta nafn hefur verið tekið upp að erlendri fyrirmynd, en ekki Ieitt af Jakobsnafni hérlendis, fyrr en þá seint á þessu tímabili. Annar nýgræð- ingur er Júlíana, en svo heita orðið 66 konur, nálega fjórði hlutinn í Húnavatnssýslu og sem næst helming- ur á Norðurlandi öllu. í Húnavatns- sýslu og Skagafirði hefur enn eitt óþekkt nafn, Elinborg, flætt yfir sveit- ir. Þær konur, sem svo heita, eru rúmar sextíu á landinu, átján í Húna- þingi og tíu í Skagafirði og fjórar í Þingeyjarsýslu, og þar að auki tefla I ísfirðingar og Snæfellingar fram átta hvorir. Elísabet er líka orðið algengt nafn, nafnberar nálega tvö hundruð, en Þó að þriðjungur þeirra sé á Norðurlandi, þar af nálega þrjátíu í Húnavatnssýslu einni, hafa ísfirðing- | ar ótvíræða forystu. Enn meira hefur j Jóhönnum n)ölgað — úr rúmum þrjá- j tíu í 635. Ekki er nema tæpur þriðj- ) ungur þeirra norðan lands, enda við ramman reip að draga: Þetta var nafn, sem Barðstrendingar og ísfirð- ingar höfðu helgað sér og Snæfell- ingar og Dalamenn höfðu einnig dá- læti á, enda hafði þetta nafn komið tiltölulega mjög snemma til sögu við norðan verðan Breiðafjörð. Öðru máli gegndi um KrisDönur, sem áður voru engar til: Rífur fjórð- ungur af 169 Kristjönum á landinu var í Þingeyjarsýslu einni og nálega jafnmargar í hinum sýslunum norð- lenzku. Má vera, að þar gæti þess, hve Kristjánar voru orðnir margir í Þingeyjarsýslu og menn hafi verið komnir upp á lag með að brevta því karlmannsnafni i kvenmannsnafn. Yfir tók þó, hve Önnum hafði fjölg- að, enda hefur það nafn vafalaust verið að sækja á alla átjándu öldina. Árið 1703 voru Önnur 264. er. 869 ár- ið 1855. Forysta Norðurlands ei þar ótvíræð, en ekki beinlínis vfirgiræf- andi: Tillag þess er 334 nafnberar. En auk þessa voru nú í upp 'ehngu Hansínur og Jensínur. Ágústur og Ágústínur og margt fleira a þvi tagi, og er framlag ísfirðinga og Snæfell- inga þar jafnmest. en Gullbringu- og Kjósarsýslu leggur talsvert að mprkum, ásamt austurhéruðum Nnrð- urlands. En nú er komið að þeirn nöfn- um, sem að líkindum eru íslenzk smíði, þótt auðvitað geti vafi leik- ið á um mörg, svo sem þau, sem dreg- in eru af karlmannsnöfnunum Páll og Pétur Það er bersýnilegt. að nöfn eins og Jóhanna, Kristjana og Jakob- ína, fengin hingað í öndverðu frá Danmörku, hafa komið landsmönn- um á sporið. Og svo sem eðlilegt er og við mátti búast, kveður í upphafi mest að því, að algengustu karl- mannsnöfnunum sé breytt í nöfn á stúlkur. (Jm þessa nýbreytni et frum- kvæðið ekki í höndum Norðlendinga þótt þeir eigi þátt í henni. Ein kona á landinu hét Jóná árið 1703. Árið 1855 eru Jónut þó ekki orðnar nema tuttugu og fimm, og það er glöggt, hvar þessi nýjung í nafngiftum hefur mestan framgang: Sex eru í ísafjarðarsýslu, sjö í Barða- strandarsýslu, sjö í Eyjafirði og Þing- eyjarsýslu. En menn eru fálmandi enn. Á Snæfellsnesi og Húnavatns- sýslu eru þó nokkrar Jóneur Jón- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 975

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.