Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 6
og gengið frá gráleitum ljóshjálm- inum, færði hann lampann yfir á stærra borðið og setti hann vinstra megin við mig. „Sitjið þér nú fast við borðið,“ sagði hann svo. Ég færði mig nær borðinu. Beint á móti mér, hinum megin í her- berginu var tjaldlausi fimmskipti bogaglugginn. „Þér sitjið nú, þar sem hinn maðurinn, fyrirrennari minn, var vanur að sitja, þegar hann borðaði,“ sagði hann og lagði þunga hönd sína á öxl mér. Ég gat ekki að því gert, að ég hrökk við og leit framan í hann. Mér fannst óþægilegt að vita af honum svona yfir mér, bák við mig, þar sem ég gat ekki séð hann. Hann virtist undrandi. „Gerið það fyrir mig að vera ekki hræddur, herra“, sagði hann. „Snú ið yður við og segið mér, hvað þér sjáið.“ Ég hlýddi. „Ég sé glugg- ann“, sagði ég. „Ekkert fleira?“ spurði hann. Ég starði í gluggann. „Jú,“ svar- aði ég, „ég sé líka fimm spegil- myndir af sjálfum mér, sína í hverri rúðu“. „EinmLtt það,“ sagði gamli mað- urinn, „einmitt það. Það sá hann líka, fyrirrennari minn, þegar hann sat hér aleinn og borðaði. Hann sá hina fimm og hver þeirra snæddi einn út af fyrir sig. Þegar hann hellti niður vatnsdropa, helltu þeir líka niður, og þegar hann kveikti í vindlingnum sínum, kveiktu þeir einnig í sínum vindl- ingum.“ „Auðvitað,“ sagði ég. „Og þetta skelfdi vin yðar, prestinn?" „Síra James Baxter", sagði gamli maðurinn, „það var nafn hans. Gætið þess vel, að gleyma því ekki, vinur minn, og ef ein- hver spyr yður, hver búi hér, mun- ið þá að segja, að það sér síra James Baxter. Enginn veit að . . . að .. . „Enginn veit, það sem þér haf- ið sagt mér, ég skil“. „Einmitt,“ sagði hann og lækk- aði röddina skyndilega. „Enginn veit það. Ekki nokkur sála, þér er- uð fyrsti maðurinn, sem ég hef minnzt á þetta við“. „Og þér hafið ekki verið spurð- ur?“ sagði ég. „Þessa herra Baxters hefur ekki verið saknað?“ Hann hristi höfuðið. „Nei,“ sagði hann. „Jafnvel frú Bellows, sem alltaf hefur unnið hér húsverkin, varð þess ekki vör, hvað skeði.“ Ég sneri mér við og horfði tor- tryggnislega á hann. „Varð þess ekki vör, þér meinið að.. . ?“ „Varð þess ekki vör, að ég er ekki hann. Við vorum nefnilega mjög líkir. Ég get sýnt yður ljós- mynd af honum, áður en þér far- ið, svo að þér getið séð það sjálf- ur“. Nú ákvað ég að fara, hvað sem regninu liði. Að öðru leyti sýnd- ist ekki mikil ástæða fyrir mig að dvelja þarna lengur. Ég stóð á fæt- ur. „Jæja, herra“, sagði ég, „ég vona, að þér finnið fróun í að hafa létt af hjarta yðar . .. leyndarmál- inu“. Gamli maðurinn var mjög hrærður. Hann hreyfði slappar hendurnar í sífellu. „Ó, þér megið ekki fara strax. Þér hafið ekki heyrt helminginn af því. Þér hafið ekki heyrt, hvernig það skeði. Ég hafði vonað, herra — þér hafið ver ið svo vingjarnlegur — að þér vilduð sýna þá þolinmæði og vel- vild að ... “ Ég settist aftur niður á bekkinn. „Fyrir alla muni“, sagði ég, „hald- ið áfram, ef þér hafið meira að segja.“ „Ég var að segja yður“, hélt gamli maðurinn áfram, „að ég — að hinn maðurinn — fyrirrenn- ari minn — var vanur að sitja hér meðan hann borðaði og horfa á myndir sínar herma eftir sér. Þegar hann kveikti í vindlingi, sá hann 'kveikt í fimm öðrum vindl- ingum um leið.-‘ „Auðvitað", sagði ég. „Já, auðvitað", sagði gamli mað- urinn. „Það var allt alveg eðlilegt eins og þér segið, alveg eðlilegt þangað til eitt kvöld, eitt hræði- legt kvöld“. Hann þagnaði og starði á mig með ótta í augum. „Og þá?“ spurði ég. „Þá vildi nokkuð einkennilegt og hræðilegt til. Þegar hann, fyrir- rennari minn, hafði kveikt í vindl- ingnum sínum og horfði á vini sína 1 glugganum eins og hann var vanur, sá hann að einn þeirra, sá sem var lengst til vinstri, hafði ekki kveikt í vindlingi, heldur pípu“. Ég skellti upp úr. „Haldið áfram, herra“. Gamli maðurinn neri hendurnar f geðshræringu. „Það er spaugi- legt, ég veit það,“ sagði hann, „en það er lí'ka hræðilegt. Hvað hefð- uð þér hugsað, ef þér hefðuð í raun og veru séð þetta sjálfur? Hefði yður ekki fundizt þetta hræðilegt? Munduð þér eklki hafa orðið óttasleginn?" „Jú,“ svaraði ég. „Ef þetta hefði í raun og veru gerzt. Ef ég hefði raunverulega séð þetta, hefði ég auðvitað orðið hræddur." „Einmitt“, sagði hann, „þetta var svona, á því lék enginn vafi. Það var voðalegt, ógurlegt." Skelfr ingin í rödd hans var líkust þvf, að hann hefði séð þetta sjálfur. „En kæri herra, þér hafið að- eins orð þessah erra . . . herra Baxters fyrir þessu“. Hann starði á mig. Augun Log- uðu af sannfæringu. „Ég veit, að þetta gerðist," sagði hann. „Ég veit það með miklu meiri vissu en þótt ég hefði séð það sjálfur. Hlustið þér nú á. Þetta hélt áfram fimm næstu daga. í fimm kvöld í röð hafði fyrirrennari minn gætur á því, hvort þetta lagaðist ekki af sjálfu sér.“ „En hvers vegna fór hann ekki — flutti úr húsinu?“ spurði ég. „Hann þorði það ekki,“ hvíslaði gamli maðurinn með erfiðismun- um. „Hann þorði ekki að fara, hann varð að bíða og sannfærast um, að allt félli í eðlilegt horf af sjálfu sér.“ „Og það varð ekki?“ „Sjötta kvöldið,“ sagði gamli maðurinn og andaði slitrótt, „var fimmta myndin, sú sem hafði óhlýðnast, farin.“ „Farin?“ „Já, farin úr glugganum. Fyrir- rennari minn sat agndofa og starði óttasleginn á auða rúðuna, og hinir fjórir störðu óttaslegnir inn í stofuna. Hann leit af uuðn rúðunni og á þá, og þeir horfðu á hann eða eitthvað að baki hans, hræðslan skein úr augunum. Þá byrjaði hann að kafna — — — að kafna,“ gamli maðurmn greip andann á lofti eins og hann væri að kafna sjálfur, „að kafna, vegna þess að gripið var um hálsinn á honum, hann var kyrktur" „Þér eigið við, að hendurnar uni hálsinn á honum hafi verið hend- ur þess fimmta?“ spurði ég, og það var aðeins óttinn við hræðslu gamla mannsins, sem hindraði, að ég gerði gys að þessari hugmynd". „Já,“ hvæsti hann og rétti fram sverar, þungar hendurnar og Framhald á bls. 670 654 T I A1 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.