Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 13
Lára Pálsdóttir frá Tungu í FáskrúSsfirSI. sameiningu, hann og franski lsekn- irinn. — Urðu ekki einhverjir eftir- minnilegir atburðir, þar sem svo margir erlendir fiskimenn „gerðu innrás“ í fámennt og friðsælt þorp? — Ef þú átt við sukk og vand- ræði, þá var ekki slíku til að dreifa, enda var bersýnilegt, að Frakkarnir lutu ströngum aga, einkum þeir sem á herskipinu voru. En það strandaði einu sinni frönsk skúta á Fáskrúðsfirði, og pabbi, sem þá var hreppstjóri varð að bjóða upp strandgóssið. En hann kunni ekki frönsku, og var þá til fenginn ungur piltur, Stef- án Þorsteinsson á Eyri, til þess að vera túlkur á uppboðinu, því hann kunni orðið heilmikið í frönsku af kynnum sínum við Frakkana. Sannaðist þar þetta, sem þú varst að hafa eftir honum Laxness, þarna áðan, að Fáskrúðsfjarðar- — Um hvert leyti komu þær svo? — Stærsti viðburðurinn var nú, þegar herSkipið kom. Það var snemma sumars, oftast í júní. Þá kom franskt herskip inn á Fá- skrúðsfjörð og lá þar allt sumar- ið, að minnsta kosti fram í ágúst. Það átti að sjálfsögðu að vera fiski- duggunum til halds og trausts, þar var franskur læknir um borð og fleira starfslið. — Þeir hafa auðvitað þurft að hafa á takteinum margvíslega þjónustu fyrir svo stóran flota fiskiskipa, sem þarna var um að ræða? — Já, mikil ósköp. Á þessum árum var á Búðum franskt sjúkra- hús, frönsk kirkja og franskur prestur — katólskt, hvort tveggja — Og upp i hlíðinni, þeim meg- in fjarðarins, sem þorpið stendur, var franskur grafreitur, mjög snyrtilega hirtur, með mörgum hvítum krossum, sem sáust langt til. — Það hefur þá auðvitað ein- göngu verið franskt starfslið á sjúkrahúsinu? — Herskipið var bækistöð Frakkanna og þar mun starfslið þeirra að mestu hafa hafzt við. Eins og ég sagði, þá var læknir- inn franskur, en aftur á móti er ég ekkert viss um að svo hafi ver- ið um allt starfsfólkið. Ég man mjög vel eftir því, þegar þetta fólk var að koma heim til okkar og fá lánaða hesta til útreiða. Þá man ég eftir að minnsta kosti einni hjúkrunarkonu, sem talaði dönsku. Held ég helzt, að hún hafi ekki verið frönsk. Læknirinn okk- ar, Geong Georgsson, sem var franskur konsúll, hafði aðgang að franska spítalanum, og man ég, að ég heyrði talað um mjög mikla læknisaðgerð, sem þeir gerðu í T I M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ 661

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.