Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 17
Þegar ég rak prestslömbLn út í Flugumýrarsóknina um aldamótin „Mér eru fornu niinnin kær meira en sumt hið nýrra, því, sem tíminn þokaði fjær, það er margt livað dýrra". Þegar Magnús Gíslason fyrrver- andi iireppstjóri á Frostastöðum í Blönduhlíð kom til mín hérna um daginn, rifjuðust upp fyrir mér gamlar minningar um fyrstu komu mína í Réttarholt og Frostastaði. Þetta er hálfrar aldar gömul endurminning eða vel það. Um liaustið 1899 i októbermánuði síðla vorum við Guðbrandur bróðir minn og ég látnir reka prestslömbin út í Flugumýrar- sóknina. Ég var 10 ára en hann 14 eða 15 ára. Ég hugsaði víst gott til glóðar- innar að fá að reka fóðralömbin út í Flugumýrarsókn. Við lögðum af stað með lömbin úr málaverk- um, eða þegar við vorum búnir að borða morgunmatinn. Vorum við vel útbúnir, með nýja skó, nesti þurftum við ekki. Það man ég, að síðast voru mér bundnar fótólar, sem faðir minn átti. Ekki man ég, hvað lömbin voru rnörg, eitthvað á milli 10 og 20. Líklega um 20, hafi Akratorfu- lömbin verið með, sem mig minn- ir. En það var svo alvanalegt að koma á Torfubæina, að það er ekki eins fast í hugann bundið og hitt ferðalagið. Allt voru þetta fjalla- lömb, hvítar gimbrar hornóttar, allar sumargengnar af Krókárdal í Silfrastaðaafrétt. Þangað voru lömbin ætíð rekin eftir fráfærur, því þar eru hagar miklir og kjarn- góðir. Þótti þeim þar vel borgið sumarlangt. Sú ferðaáætlun var okkur gefin, að við skyldum stanza í Réttarholti og hvergi á öðrum bæjum en gista á Frostastöðum. Ekki man ég annað en oklkur gengi sæmilega að reka lömbin yf- k Dalsána, sem er þó nokkurt vatnsfall, og þá enn óbrúað. ViÖ fórum úr sokkum og óðum bei’* fættir yfir. Það var ekkert farið að frjósa að ánni þvj tíð var góð. Mig minnir að þennan dag væri sunn- anátt hæg, aðeins andvari. Þegar við komum út á Dalsár- eyrar kom maður á móti okkur. Þekktum við hann gjörla, var það Ólai'ur frá Dal, bróðir Jóns á Þor- leifsstöðum, einsýnn með svarta bót fyrir öðru auganu. Fór hann til Ameríku vorið næsta á eftir. Kom hingað snögga ferð 1930 og þekktum við þá hvor annan eftir þessi 30 ár. Fór hann að athuga lömbin og ráðleggja okkur að láta ekkj velja úr hjá okkur, heldur vera ákveðnir á hyaða bæ hvert lamb skyldi fara, annars yrðu lök- ustu lömbin eftir seinast. Fyrsta lambið, sem við afhent- um í fóður var á Syðstu-Grund hjá Gunnlaugi bónda, er þar bjó. Frá Mið-Grund héldum við að Réttarholti. Var ég mjög feginn að komast þangað af því að okkur hafði verið leyft að stanza þar. Hef líklega verið farinn að þreytast eft- ir gönguna. Þar afhentum við eitt lambið en hin voru rekin á beit á bakkana fyrir ofan lækinn og litið eftir þeim á meðan við stönzuðum. Þá bjó í Réttarholti Rögnvmdur Björnsson sýslunefndarmaður. Hann leiddi okkur í baðsto:u til Freyju konu sinnar. Fengum við þar hinar hlýlegustu og beztu við- tökur sem frekast orðið gat, því þetta var eitthvert almesta rausn- arheimili sveitarinnar og áreiðan- lega hvergi betra að koma. Var mér boðið sæti þar í svo mjúkum stól með fjaðrasetu, að í slíkt sæti hafði ég aldrei sezt fyrr. Átti víst hálf bágt með að sitja kyrr í hon- um, þurfti að smáhreyfa mig til þess að finna sem bezt mýktina í fjöðrunum. Húsfreyjan sýndi mér tvær dæt- ur sínar, sem voru svo að segja á sama aldri og ég, Filipíu og Mar- gréti. Filipía hálfu ári eldri en ég og Margrét hálfu ári yngri en ég. Filipía dó árið eftir, en Margrét var konan mín eftir full 12 ár. Höfum við nú búið saman i ástríku hjónabandi í 88 ár. Þarna sá ég hana 1 fyreta sinni. Eftir þessa ágætu hvíld og hlý- legu viðtökur í Réttarholti Jiéldum við áfram ferð okkar með lömbin. Hafði Jón sonur þeirra hjóna í Réttarholti gætt þeirra á meðaa við stönzuðum. Hann varð síðar bóndi i Réttarholti, kvæntist elsku- legri stúlku, Sólveigu, dóttur Hall- dórs Einarssonar á Syðstu-Grund. Þeirra son er Rögnvaldur bóndi og kennari í Flugumýrarhvammi. Jón dó ungur. Fórum við upp Hvammsáreyrar, upp að Flugumýrarhvammi. ^ar bjó Albert Jónsson. Þar skildum við eftir 3 lömb, eitt að Hvammi, annað, sem átti að fara að Torf- mýri, það þriðja, sem átti að fara að Djúpadal. Frá Hvammi héldum við að Bjarnastöðum. Þar var tví- býlt. Á öðru búinu bjó Ste.fán Sig- urgeirsson, fór til Ameríku skömmu á eftir. Vildi hann vera alveg sjálfráður hvaða lamb hann tæki úr hópnum, og létum við það gott heita. Á hinu búinu bjuggu hjónin Sigríður Benónísdóttir og Magnús Hjálmarsson. Á Bjarna- stöðum urðu eftir tvö lömbin, sitt hjá hvorum bónda. Alls staðar var okkur boðið inn, en af því að dagurinn er oröinn stuttur seinast í októbermánuði, máttum við hvergi koma inn nema á þessum eina bæ, Réttarholti. Við þurftum helzt að ná í skímu út í Frostastaði. Á Bjarnastöðum var einna harðast að komast undan því að stanza, hjá þeirn Magnúsi og Sigríði. Var Sigríður með afbrigðum greiðug og góðsöm kona. Hún fór inn og sótti kandís og tróð í vasa okkar. Frá Bjarnastöðum héldum við í Hjaltastaði. Þar bjó að mig minn- ir Jón Hjalti og Helga. Þar varð eftir eitt lamb. Þaðan fórum við að Hjaltastaðahvammi. Ég man ekki eftir að við kæmum neitt að Hjaltastaðakoti, líklega enginn búið þar þá. í Hjaltastaðahvammi bjó Jón Jónasson, sem fluítist að Þorleifsstöðum vorið eftir og var þar til dauðadags. Guðrún Þorkels- dóttir hét kona hans, ljósmóðir IÍMINN — SUNNVDAGSBLA9 665

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.