Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 7
„Skein þá allt og glitraði, en þok an í dalnum var eins og eldhaf“ Það er um nónbil á miðju vori. Yfir héraðinu liggur gilbrúnt hita- mistur. Sólin yfir miðju Grísafell- inu, sem stendur sinn eilífa vörð norðan megin Vatnsskarðsins, þrýstið og hnubbaralegt. Ég er að huga að hornum mínum suður á klöppunum og á annríkt, því nú stendur á miðjum sauðburði. Eitt sinn, er ég rétti mig upp frá því að koma lambi á spena, sé ég hvar maður kemur framan austur- bakka Borgareyjarinnar, ríðandi rauðum hesti, og fer mikinn. Ég verð að gefa mér tíma til þess að hlaupa heim og láta vita', að hann þurfi ferju, hugsa ég. En hvað er nú þetta? Maðurinn ríður fram hjá ferjustaðnum, niður bakkann og slær hvergi af ferðinni. Skyldi hann ætla að leggja í Kvíslina? Hún er þó ekki árennileg, þar sem hún veltur fram bakkafull, straum- þung og kolmórauð eins og skolið af sokkaplöggum heyskaparfólks- ins, þegar það hefur verið að vaga úr leirdrögunum yfir á Engjaeyju. Og það ber ekki á öðru. Hann leggur, án nokkurs hiks, út í Suð- urkvíslina. Þessi maður hlýtur að vera kunnugur staðháttum, því að hann ríður út í Kvíslina nákvæm- lega á réttum stað: úr skarðinu í bakkann. Og þó geta hófspor- - in, sem eiga að vera á- sandinum í skarðinu, ekki verið honum nein leiðbeining, því að þau eru nú á kafi í korguðu jökulvatninu. Hesturinn grípur sund strax við suðurbakkann. Ég veit, að Kvíslin er þung á, þegar hún er í svona miklu flóði, og ég fer að hugsa um, hvort þeir félagar muni ná landi í Eggjarnestánni. Ef það tekst ekki, gæti málið farið að vand ast. En hér sýnist engin hætta á ferðum. Hesturinn syndir hraust- lega, teygir snoppuna fram yfir vatnsborðið, hrekur mjög lítiö og öðru hvoru gefur hann frá sér snögg fríshljóð, sem berast til mín gegnum hlýja kyrrðina. Það er auð séð, að þarna fara tveir, sem ekki eru óvanir því að svalka saman í Magnús H. Gíslason á Frostastöðum ræðir við Sigurð Þórðarson fyrrum bónda á Egg níræðan, um hjásetuna í Svarfað- ardal og Hólavist. - Fyrri hluti samtalsins. Vötnunum. Þótt heita megi hroka- sund landa á milli, þá þurfa þeir ekki á þrautalendingu Eggjarnes- táarinnar að halda. Þeir taka land í hólmanum austan við Tána. Þegar landi er náð, fer ferða- maðurinn af baki og strýkur hestin um um háls og bóga, stígur á bak á ný, ríður yfir stokkinn á milli hólmans og Eggjarnessins, sem nú tekur hestinum vel á miðjar síður, þótt venjulegast sé hann því nær þurr, og heldur síðan hvatlega út vesturbakkann, þar til hann hverf- ur sjónum mínum fyrir Hrossa- tangann. Seinna var mér sagt, að þarna hefði farið Sigurður á Egg á Úlfi gamla. Milli þessarar fyrstu minningar minnar um Sigurð og dagsins í dag liggur mikið haf margháttaðra, stórra og örlagaríkra atburða: Heimskreppa, heimsstyrjöld, þjóð- stjórn, nýsköpunarstjórn, vinstri stjórn og viðreisnarstjórn, svo að getið sé einhverra kennileita þessa umbrotasama tímabils. Og nú er Úlfur löngu fallinn og Sig- urður níræður orðinn. Og þótt hann sé sennilega hættur að sund- ríða, þá er hann samt jafnhressi- legur og hispurslaus í tali, jafn- áhugasamur um almenn mál og hvers konar framfarir, jafnvakandi yfir velfamaði sjálfs sín og sam ferðamannanna, bæði þessa heims og annars, og ætíð áður. Og meðá* annars af þessum sökum — og með því líka, að níræður maður kann frá mörgu að segja — er ég nú setztur hér andspænis Sigurð* til þess að hripa niður hrafl af því. sem á góma ber eina októberkvöld- stund. — Þú ert Svarfdælingur, Sig- urður? — Já, fæddur að Hnjúki í Svarf- aðardal, sonur hjónanna sem þar bjuggu þá, Þórðar Jónssonar og Halldóru Jónsdóttur. — Viltu segja mér eitthvað frá uppvaxtarárunum? — Ég veit nú ekki, hvort ástæða er til þess að fjölyrða um þau. Þau liðu með líkum hætti og þá gerðist hjá börnum og unglingum í sveit. Einhverjar björtustu minn- ingar mínar frá bernskuárunum eru t engdar hjásetunni, félags- skapnum við kvíaærnar. Þær voru um hundrað. Ekki var ég nú neitt ánægður yfir því starfi til að byrja með. Ég rölti af stað á eftir þeim grenjandi og kom heim með þær grenjandi. Soffía systir var með mér' þrjár fyrstu næturnar til þess að setja mig inn í starfið. Eitt sinn kom það fyrir — ég held það hafi verið um það bil viku eftir, að ég byrjaði hjásetuna — að fyrir skall sótþoka. Ég fór samt með ærnar út í hlíðina, en hélt þeim þó frá ánni, því að þar var hey. Ærnar lögðust um nótt- ina, og þá skreið ég upp á stóran stein, því að hvergi var hægt að setjast í grasið fyrir bleytu. Og þarna á steininum sofnaði ég. Þeg- ar ég svo hrökk upp, voru allar ærnar horfnar. Ég reyndi að rekja slóðina í blautu grasinu, en allt kom fyrir ekki. Sá ég fljótlega, að útilokað var að ná þeim saman með þessu móti, svo að ég tók til bragðs að siga liundinum út í þok- una, eins og ég væri að smala, og rölti svo heim á leið. Þegar heim kom,_kastaði ég tölu á ærnar, og vantaði aðeins tvær, Stórliyrnu T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 655

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.