Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 20
inn skj'ilfta. Rljóp ég þá í einum spretti ofan eftir til þess að hafa úr mér hrollinn. En hann vildi allt um það ekki hverfa. „Þú skelfur", sagði Konráð, „það gengur ekki, ég verð að hafa úr þér hrollinn11 — og dreif í mig brennivín. En skjálftinn lét sér hvorki segj- ast við hlaúpin né brennivínið, og fór ég við svo búið af stað með beituna. Svo smáhvarf samt skjálftinn. en þá tók við þrúgandi máttleysi. Ég rakst á hrossahóp, hugðist ræna mér hesti til reiðar, en náði engum. Ég skrúfaðist svo áfram með veikum burðum, þar til ég mætti manni frá Enni. Gekk hann undir mér ofan í Grafarós, og er mér til efs, að ég hefði nokk- urn tima náð þangað hjálparlaust. Við bátsverjar lágum í útihúsi, og þar lagðist ég nú fyrir. Einn hásetanna var Þorgils Hjálmarsson frá Kambi. Hann þaut þegar út í Hofsós á fund Magnúsar læknis. Gaf Gilsi sér ekki tíma til að heilsa Magnúsi, en segir: „Komdu undir eins niður i Grafarós, hann Siggi er að rifna“. Þarna lá ég nú í svæsinni lungnabólgu og var í viku á milli heims og heljar, lengst af með óráði, og var ekki hugað líf. Magnús læknir kom til mín flesta daga. Tvær stúlkur úr Hofsósi vöktu til skiptis yfir mér. Hefur það víst ekki verið skemmtilegur starfi, því að ég stóð alltaf í rnann- drápum í óráðinu. Eina nóttina fór ílelga frá Naustum — önnur stúlk- an, sem yfir mér var — út og vissi ég, að hún fór til þess að biðja Ilallgrím að vera yfir mér meðan ég skildi við. Og mér var svo sem alveg sama. Hafði orðið enga lífslöngun. Hallgrímur kom og sagði: „Líð- ur þér illa?“ „Nei. vel“, svaraði ég. og það var alveg satt. Mér fannst mér bara líða vel. Og þetta var byrjunin á batanum. Eftir sex vikur frá því ég lagðist, leyfði Magnús læknir mér að fara. En lengra en í Ósland mátti ég ekki fara fyrsta daginn, og þó því að- eins þangað, ef ég hefði hest. Það- an komst ég í Hóla, og heim náði ég rétt fyrir jól. Magnús læknir sendi mér koníaksflösku með orð- um um að fá mér eitt koníaks- staup kvölds og morgna. Ég kveið því nokkuð að mér mundi reynast örðugt að greiða læknishjálþina, því að peningaráð hafði ég engin önnur en aurana fyrir hina stuttu og endasleppu vinnu á Höfða- 668 ströndinni. En hér reynðlst allur kvíði ástæðulaus, því að reikning- ur Magnúsar læknis hljóðaði upp á einar sjö krónur, sem var nán- ast ekki neitt fyrir alla þá hjálp, sem hann var búinn að veita mér. Frá öðru atviki, sem snertir við- skipti okkar Magnúsar, vil ég gjarnan skýra. Ég var þá fluttur til Skagafjarðar, en skrapp norður í Svarfaðardal. Mig minnir, að það væri á góu 1920. Tíð var góð, svo að mér datt í hug að skjótast norð- ur og heilsa upp á pabba og mönnnu. Daginn, sem ég lagði af stað heimleiðis, fór ég aðeins frá Hnjúki og fram að Dæli. Þaðan fór ég um fótaferðartíma morgun- inn eftir. Rögnvaldur bróðir bað mig fyrir skilaboð í Mela. Er þang- að kom, var enginn vaknaður á bænum, svo að ég fór á glugga og vakti upp. Nokkur bið. líklega allt að hálftími, varð samt á því að Hallgrímur kæmi fram. Töluvert ‘mikið forst var, en logn og hrein- viðri, og með því að ég var heit- ur af göngunni, setti að mér með- an ég beið. Ég skilaði boðunum og hélt svo rakleitt áfram í Klaufa- brekknakot til Jóhanns bróður. Þar borðaði ég. Jóhann fylgdi mér á hesti fram undir heiði. Ég hafði skíði meðferðis, en dró þau oftast, þvi að hjarn var á og ekki skíða- færi. Þegar upp að Heljardalsheið- inni kom, fann ég, að ég var að verða Iasinn, og tók ég að liugleiða, hvað nú skyldi gera. Lengra var til bæja vestan heiðar en niðri í dalnum. Taldi mig þó betur settan, ef ég kæmist i Skriðuland eða Fjall og hélt þvi áfram, þó að ég þættist vita, að alvara færi á ferð. Ég fór mjög hægt, settist annað slagið, en sat aldrei svo lengi, að mér yrði kalt. Þegar ofan í Heljardal kom. var ég alveg að guggna. Ég gerði mér fulla grein fyrir því, að svo gæti farið. að ég bæri þarna beinin. Og mér fannst það eiginlega e kkert óttaleg tilhugsun. Nel, alls ekki. Ég myndi bara sofna og ekki vakna aftur. Styngi ég niður stafnum og setti veifu á hann. var Iíklegt, að ég fyndist. Þó ætlaði ég ekki að gefast upp fyrr en i síðustu lög. Þegar myrkrið var að skella á, sá ég hvar maður kom á móti mér með liest. Það reyndist vera Árni frá Atlastöðum í Svarfaðardal. Árni setti mig þegar á hestinn og sneri við. En ég þoldi ekld að sitja hestinn, vlldi heldur ganga, Og Árni gekk undir mér ofan að Fjalli. Svo stóð annars á ferðum Árna, að hann fór vestur í Skagafjörð að sækja hest. Honum varð leit úr hestinum og síðan þurfti að járna hann, og hvort tveggja olli því, að Árni var seinna á ferð en hann ætlaði. Er ég viss um, að sú töf, sem hann varð þannig fyrir, varð mér til lífs. Það var gersamlega vonlaust, að ég næði bæjum hjálp- arlaust. Á Fjalli fór vel um mig. Hall- dór, bróðir séra Zóphóníasar í Við- vík, bjó þar þá. Hann fór þegar yfir í Skriðuland og fékk þar mann til að senda á fund Magnús- ar læknis í Hofsósi. Var þá að ganga í norðan stórhríð. Magnús kom samt undir morgun. Og hvað kostaði svo ferðin? Jú. Þrjár krón- ur — og svo ein króna fyrir með- ul. Svona seldi nú Magnús sína læknishjálp. Og eftir þennan túr fékk ég aldrei að borga neitt, þó að ég leitaði til hans. f Þeir, sem hugsa sér að halda Sunnudags- blaðinu saman, ættu að athuga hið fyrsta, hvort eitthvað vantar í hjá þeim og ráða bót á því. TtniNN — SUNNUÐAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.