Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 22
málasérfræðiAia? stungi upp á því, að rústirnar yrðu hafðar til sýnis, og ekki annað byggt að nýju en fáein gistihús. Samt reis þarna ný og stærri borg en sú, sem lögð hafði verið í auðn. Nokkur hlutir ústanna var þó látinn óhreyfður, svo að menn geti á komandi tímum gert sér í hugarlund, hvað yfir þessa borg gekk. Á Mamajevhæð, þar sem sumar grimmilegustu orrusturn- ar voru háðar, fundust brot úr sprengjum af ýmsum gerðum, sem nægja myndu til þess að þekia þúsund ekrur lands. Þar er nú minnismerki, þar sem logar eldur, er aldrei slokknar, og hátt á stalli stendur einn skriðdreka þeirra, sem notaðir voru í gagn- sókninni, auðvitað smíðaður í dráttarvélaverksmiðjum í Stalín- grað. Vafalaust mnn margt stórsögu- legra atburða eiga eftir að gerast í héruðunum við Volgu. Hamingj- an forði þó því, að aftur komi til svinaðra atburða og gerðust við Staiíngrað fyrir tæpum þrjátíu ár- um. Maðurinn sem reykti Framhald af bls. 654, starði á mig stjörfum augum. „Já, mínar hendur.“ Nú varð ég fyrst verulega hræddur Við störðum hvor á ann- an án þess að segja orð. Hann var ennþá móður eftir geðshræring- una. Til þess að reyna að sefa hann, sagði ég eins rólega og ég gat: „Ég skil. Svo þér hafið verið sá fimmti í glugganum?“ Hann benti á pípuna á borðinu. „Já.“ hóstaði hann. „Ég, — ég sem reyki pípuna.“ Ég stóð á fætur. Mér datt fyrst í hug að flýta mér fram að dyr- unum. En ég hikaði, mér fannst ómannúðlegt að yfirgefa hann al- einann á valdi þessara hræðilegu ímvndana, og með óljósri von um að geta komið fyrir hann vitinu, geta linnað andiegar þiáningr ar hans, spurði ég: ,,Og hvað gerð- uð hér af líkinu?“ Hann greip andann á lofti, sk’álfti afskraemdi andlit hans og með krepptum hnefum fór hann að berja sér ofsalega á brjóst. „Hér“, hrópaði hann í angist, „hér er líkið“. Ingi l'^>’gg4 ason, þýddi. VIÖ GLUGGANN Lögregluþjónn í Stokkhólmi hefur verið dæmdur til fang- elsisvistar í einn mánuð fyrir óviðurkvæmilega meðferð á handteknum manni. Sjö lög- regluþjónar voru á ferð um borgina í lögreglubíl, er þeir handtóku mann og settu í bíl- inn hjá sér. Á leiðinni að lög- reglustöðinni bylti einn lög- regluþjónanna manninum á gólfið, sparkaði í hann, sneri upp á hendurnar á honum og sló hann að síðustu í andlitið. Þessum misþyrmingum var haldið áfram, er í lögreglustöð- ina kom. Engir aðrir lögreglu- * A ýmsom nótum Framhald af bls. 650. safnanna eru greinilegar og auðvelt að fara eftir þeim. Þannig er unnt að losna við dýra könnun, og þeir fá þetta gjald sem eiga. Að sjálfsögðu er réttmætt að hafa mismun- andi gjald til að mynda veru- Ijga hærra af ljóðaþókum, og hærri af íslenzkum bókum en þýddum, en um fram allt verð ur að hætta sem fyrst þessum fáráanleik með gjald af eintaka fjölda í söfnum og taka upp réttmæt gjöld fyrir útlánin. Þessu þarf að breyta í lögun- um, sem nú munu vera í endur skoðun. En nú skal aðeins á það minnst síðast, að forsjármönn- um þessarar fésýslu ber að leggja skýrslur um meðferð fjár ins á borðið. Þar eiga höfundar ekki einir hlut að máli og rétt til skýrslu, heldur ekki síður almenningur, sem gjaldið greið ir, og þjóðinni allri ber réttur til að sjá, hvort farið hefur verið að lögum um alla skipt- ingu. — AK. Lausn 27. krossgátu þjónar skiptu sér af þessu, hvorki þeir, sem í bílnum voru, né hinir, sem voru í lögreglu- stöðinni. Þeir sögðu allir, er rannsókn hófst, á þessum at- burði, að þeir hefðu einskis orð ið varir, þótt allir viti, að sá framburður hlýtur að vera ósannur. ★ Árið 1965 var lyft að brugga svokallað milliöl í Svíþjóð, og var því þá trúað, að það myndi draga úr drykkjuskap í land- inu. Reynslan hefur þó orðið á annan veg, og er talið, að milli- ölið hafi átt verulegan þátt í því að auka drykkjuskap ungs fólks, er nú er meiri en áður hefur þekkzt á þessari öld. Það segir sína sögu, að stórlega hef- ur dregið úr slysum, afbrotum og ofbeldisverkum, þegar öl- þrot hefur orðið vegna verk- falla. ★ Á rúmum fimm mánuðum hafa tuttugu morð verið fram- in í Danmörku, og hefur annað eins aldrei gerzt þar fyrr á friðartímum. Búizt er, að laga- brotum í landinu fjölgi um allt að 25% á þessu ári, ef svo fer fram sem stefndi fyrstu fjóra mánuði ársins. Þetta veldur miklum áhyggjum í Danmörku. snv*ls $ N/ivb a A NAC.fi n 'a i t> Hfi hagr Þ’RfíVCR I H V i M N I § f rtfí 4í Sgt 'iéfsát, k 3$l Hi fl fifiU 9* ifik? H ll tíft F £&T ílfiF K l R H'ATSi NTAPA ATM ítpiNA R Zfí MB >0 rz n a ti m C.RAMAI* l Ul ; A N N A Þ AH i l * R TAK ‘CB AN A S F 'þ V h sj? NA2 'g r t s gzu VlNjfiS * I N tefe I N 670 ItlHINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.