Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 15
Búðakauptún i FáskrúðsfirSi Eftir þetta áttum viS Einar Hálfdánarson oft eftir að spjalla saman og með okkur tókst hinn bezti kunningsskapur. — Varst þú kannski einhvern tíma á Hafranesi? — Já. Ég var þar tvisvar nokkr- ar vikur í hvort skipti og kenndi börnum. Þá var nefnilega þannig á'statt í Fáskrúðsfirði, að ekki var neinn kennari í sveitinni. Þá var leitað til mín, og tók ég að mér kennsluna. Þetta stóð í tvo vetur. Fyrri veturinn kenndi ég á vegum tveggja heimila og fékk laun mín beint frá þeim, en seinni veturinn var ég farkennari á vegum hrepps- ins. — Hvernig líkaði þér kennara- starfið? — Það var á margan hátt lær- dómsríkt. Ég kynntist ýmsu, sem ég' að öðrum kosti hefði aldrei komizt í kynni við. Til dæmis var ég nokkrar vikur á Vattarnesi og kenndi þar börnum, þeirra á með- al Málfríði Jónasdóttur, blindu stúlkunni, sem margir hafa heyrt og lesið um, því um hana hefur ver- ið skrifað. — Það hefur verið nýstár- leg reynsla að kenna blindu barni? — Hún var þá þrettán ára og einstaklega greint og þroskað barn. Og svo ósLökkvandi var fróð- leiksfýsn hennar, að segja mátti, að hún væri gersamlega óseðjandi að heyra og nema meira og meira. Hún var ákveðin í því að drífa sig til útlanda og komast þar á blindra skóla. Kenndi ég henni því alla þá dönsku, sem yfir varð komizt við þær aðstæður, sem fyrir hendi voru. En tíminn var stuttur, og við höfðum ekki neina bók með blindraletri, enda hafði að sjálf- sögðu hvorugt okkar neina æfingu í að beita því. — Tókst henni að komast utan? — Já. Hún fór á blindraökóla í Danmörku og lærði þar einkum vefnað. Vann hún nokkuð að vefn aði hér í Reykjavík, eftir að heim kom. — Hún liefur verið myndarleg í höndunum? — Já. Hún var alveg frábær- lega myndvirk að eðlisfari, en auk þess hafði hún nokkra sjón sín fyrstu æviár, ég held fram um átta ára aldur. Hún mundi því aðferð við sum verk til dæmis að stinga nál, mjólka kú og þvo upp, enda kunni húrí þessi handtök engu verr, en hver annar. Ég man, að hún hafði með höndum það verk að þvo gólfið í stofunni, þar sem ég kenndi. Ég hef sjaldan séð svo hvítskúrað gólf. Það var drifhvítt eins og þau matarílát úr tré, sem einna bezt eru hirt. Það var í rauninni dýrmæt reynzla að fá að kenna þessu blinda barni, og alltaf síðan hefur mér þótt vænt um Mál- fríðj Jónasdóttur. — Nú hefur þú, Lára, um langt árabil annazt safnvörzlu við Þjóð- minjasafnið. Hvernig hefur þér lík- að sá starfi? — Mér finnst gainan að sitja í safninu. Annars er nú ekki víst, að það sé alveg rétt að orði komizt hjá mér, þegar ég tala um að „sitja á safni“, því margan daginn kemur það varla fyrir, að maður geti sezt niður. Þá er fólk að spyrja um þetta og hitt, og við auðvitað að ganga á milli og svara spurningunum. — Finnst þér aðsóknin að safn- inu vera að aukast? — Mér finnst hún eiginlega alltaf hafa verið mikil. En auðvit- að er liún talsvert misjöfn. Allir kannast við útlendingastrauminn á sumrin. Þeir koma mjög mikið á safnið. Svo er það nú veturinn með sínar aðstæður. Þá líður varla svo heil vika, að ekki komi einhver skóli eða skólabekkur í heimsókn. — Eru það nú ekki einkum skól arnir hérna í Reykjavík? — Nei. Það er engan veginn ein- skorðað við þá. Síðsst núna í vor, kom skóli norðan hr Skagafirði. ifMINN SUNNUDAGSBLAÐ 663

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.