Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 19
• • • „Skein þá allt og glitraði Framhald af bls. 659. því aS hann var aflangur og stóð upp á endann. — Og hvernig var svo skóla- náminu háttað? — Og blessaður vertu, það var aðeins heimanám — engin skóla- ganga fyrir fermingu. En seinna var ég hálfan mánuð við nám á Ytra-Hvarfi hjá Jóhanni Jóhanns- syni, frænda mínum, sem hafði verið í Möðruvallaskóla og var áhugasamur um að fá stráka heim til sín til að kenna þeim. Byrjaði hann kennsluna að jafnan eftir ný- árið. Kennslugjald, ásamt fæði og húsnæði á Ytra-Hvarfi, var annað hvort 65 eða 75 aurar á dag — ég man ekki hvort heldur. Frá Hnúki fór ég 1898 og þá í Syðra-Hvarf til mágs míns, Gísla, sem seinna bjó á Hofi. Þar var ég hálft annað ár. Svo var það vorið, sem ég var á Syðra-Hvarfi, að þeir fóru vestur í Hóla, Jóhann Páll frá Hjaltastöðum, en hann var alltaf hjá Jóhanni að læra, og Þorsteinn Þ. Þorsteinsson skáld, sem síðar fór til Vesturheims, en hann var alinn upp á Syðra-Hvarfi. Er fram á vorið leið, kom Jóhann kennari að máli við mig og svo gott sem skipaði mér að fara einnig vestur í Hóla. Ég var tregur, hafði enga trú á, að ég yrði hlutgengur þar við nám. Þó langaði mig í Möðru- velli eftir að liafa stundað lengra nám hjá Jóhanni. „Þú getur farið í Hóla fyrst og svo Möðruvelli á eftir“, sagði Jóhann. „Þú ge ir lært alveg eins og liinir og þ;..ít ekkert að vera banginn, þó að þú fáir lægri einkunn en þeir — þeirra undirbúningur er orðinn miklu meiri“. Það endaði með því, að ég lét að orðum Jóhanns og fór vestur í Hóla um haustið. Aðalsteinn í Hreiðarsstaðakoti hafði lofað að fylgja mér vestur. En þá vantaði mig hross til ferðarinnar. Bað Árna í Dæli, föðurbróður minn, að lána mér Grana sinn, en hann neit- aði, Jón á Syðra-Ilvarfi átti jarpa hryssu, en ekki bjóst ég við, að til neins væri að biðja um liana. Svo fór loks, að Sigurður í Sælu lán- aði mér skjótta hryssu. Kom svo í Hreiðarsstaðakot á laugardags- T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ kvöldi. Þá kom upp úr kafinu, að Aðalsteinn gat ekki fylgt mér vest- ur. Komst ekki fyrir heyönnum. Leizt mér nú ekki á blikuna, því að ég var algerlega ókunnugur leiðinni. En minnkun fannst mér að því að gefast upp og fór einn. Gekk ferðin ágætlega. Kom ég nú í Skriðuland í Kolbeinsdal í fyrsta sinni, en ekki síðasta. Þar var mér jafnan vel tekið upp frá því, þeg- ar mig bar að garði. Svo stóð á, að fólfcið á Skriðulandi var á leið til kirkju á Hólum, og slóst ég í för- ina. — Hvernig féll þér svo Hóla- dvölin? — Mér líkaði hún að flestu leyti vel. Jósef var mikill skólamaður og mjög vel menntaður. En á einu fannst mér ég svikinn ó Hólum, og það var fjármennskan. Ég fékk ekkert meira fyrir hana, en hinir, en ég er alveg viss um, að e.iginn strákurinn hirti á móti mér féð og raunar engar skepnur. Námið reyndist mér nokkuð erfitt, sem ekki kom hvað sízt til af því, að kennslubækurnar voru flestar á dönsku, en hana hafði ég ekki lært nema í hálfan mánuð. Skólalífið var fjörugt og mikið flogizt á. Ég var meinstríðinn í þá daga og hafði gaman af að hleypa strákunum upp, enda tókst mér það með þá alla. nema Sæmund Sigfússon, síð- ar bóksala. Hann haggaðist aldrei. Einhvern tíma eftir nýár fréttum við, að ball ætti að vera á Flugu- mýri. Þangað fórum við fjórir: Ég, Jóhann Páll, Þorsteinn og Krist- inn nokkur. Ballið átti að vera á sun dagskvöld, en kvöldið áður lögc n við af stað og gistum í Hlíð "1 á Hrafnhóli í Hjaltadal, því við ákváðum að stytta okkur leið m- 'i því að fara yfir fjall- garðinr; Fórum upp úr Hvamms- dal c komum niður í Fiugumýr- ardr og gekk ferðin vel, þó að engi i okkar rataði raunar. Kom- um r -:ira að segja svo, snemma í Flr umýri, að við náðum þar í i :su. Snerist ræða prestsins tölu- v t um dansleikina, og var það ekki illa til fundið eins og á stóð, en ekki lagði hann þeim liðsyrði. Af þeim, sem þarna voru á ball- inu, er mér minnisstæðastur Sveinn heitinn Sigurðsson, sem seinna bjó á Giljum í Vesturdal og víðar. Þeir Þorsteinn reyndu með sér í svonefndu nautaati — nú er það víst stundum nefndur hanaslagur. Fer sá leikur þannig fram, að menn krossleggja arm- ana á brjóstinu, hoppa á öðrum fæti og rennast síðan á. Naut Þor- steinn þess, að hann var svona við- ureign vanari og vék sér stundum undan, þegar Sveinn hoppaði að honum, og féll þá Sveinn á grúfu. Þótti þetta hin bezta skemnv.un þarna á ballinu. Heimleiðis fórrm við svo út sveit til þess að sjá okkur betur um i héraðinu, og man ég, að við vorum orðnir hálf- slæptir þegar til Hóla kom. — Hvað tók svo við að skóla- vist lokinni? — Þegar henni lauk, réðst ég í jarðabótavinnu út á Höfðaströnd. Ætlaði að vera þar um haustið. Er ég hafði verið þar í um það bil viku, brast á norðanstórhríð, sem færði allt í kaf. Var þá úti um alla bótavinnu og ekkert að gera. Lagði ég þá leið mína í Grafarós, sem þá var verzlunarstaður. Þar vann Hallgrímur Tómasson frá Völlum í Svarfaðardal við skrif- stofustörf, en Karl Hólm hét sá, sem var fyrir verzluninni, og var Hallgrímur kvæntur fósturdóttur hans. Hallgrímur stundaði eitthvað útgerð og átti bát, en vantaði nú mann á hann. Varð úr, að ég hlypi þar í skarðið, því að sjóróðrum var ég allvanur úr Svarfaðardal. Formaður á bátnum var Guð- mundur, faðir Guðvarðar á Syðri- Brekkum og þeirra bræðra. Út- gerðin gekk skrykkjótt, alllaf norðanátt og gaf sjaldan á sjó, en ég dundaði við þaö í landlegum að hlaða stétt framan við hús Hall- gríms. Svo kom að því, að út leit fyrir veðurbreytingu til batnaðar, og Hallgrímur sagði, að nú myndi liann vera að ganga niður og lík- lega verði hægt að róa í nótt. En þá vantaði beitu, og bað hann mig að sækja hana út á Bæjarklrtta. Jú, beitan var til reiðu hjá Kon- ráði f Bæ, en „farðu inn og I ðu þér kaffi og komdu svo til nín ofan á Bæjarkletta“. Er ég 1 >m út frá kaffinu, setti að mér : ik- éú7

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.