Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 2
111,1 .................................................................... —.................................................................. Að undanförnu hefur svonefnda Mööruvallahreyfingu mjög horið í mál manna á förnum vegi og i blöð- um, og nú siðustu daga stefnuávarp hennar. Þessi hreyfing mun sprott- in af fundi, sem allmargir Fram- sóknarmenn. yngri og eldri, þar á meðal nokkrir úr miðstjórn Fram- sóknarflokksins. héldu á Akureyri i haust. Nú inun framkvæmdanefnd hreyfingarinnar hafa samið drög að stefnuávarpi og sent tveim eöa þrem hundruðum trúnaðarmanna Framsóknarflokksins til álita. Hreyfing þessi innan Fram- sóknarf lokksins mun aðallega skipuö fólki, sem telur, að Fram- sóknarflokkurinn hafi á síðari ár- um þokazt um of frá kjarnastefnu sinni, félagshyggjunni, og lyft í þess stað undir sjónarmiö einka- rekstrar og einkagróöa i staðinn og um leið fjarlægst þá stöðu aö vera annar armurinn á vinstri fylkingu stjórnmálanna i landinu, en lagt þvi meira kapp á stöðu miðflokks, sem gæti átt jafngóöa samleiö með ihaldsflokki lengst til hægri sem vinstri flokkum. i stefnuávarpinu er þetta rökstutt nokkuð og nefnd dæmi þessu áliti til stuönings og sagt m.a. aö á siðustu árum hafi ýmsir fésýslumenn einkarekstrar aukizt að völdum og áhrifum i lykilstööum flokksins. Hver maöur, seni fylgzt hefur með þessum mál- um. veit að þetta er satt og rétt. i þessu felst enginn ..rógur’’ um það góða fólk. þótt það sé staðreynd. að þetta er töluverð nýlunda i Frani- sóknarflokknum og lifsskoöun sú. sem bundin er þessu rekstrarkerfi er ekki ofarlega á stefnuskrá flokksins. Um þetta allt geta að sjálfsögðu verið skiptar skoðanir, en hvorki getur þaö kallazt rógur né óhæfa af félagshyggjufólkinu aö benda á þessa þróun og hvetja til skýrari varðstöðu um meginstefnu flokks- ins. í stefnuávarpinu er þessi stefna sett málefnalega fram, og ég get ekki séð, að þar sé á neinn hátt vikið frá stefnukjarna flokksins, eins og hann var í öndverðu mótað- ur. Ég get þvi ekki séð, að i ávarp- inu felist nokkurs staðar svik við stefnu Framsóknarflokksins né „rógur” um forystumenn hans, heldur er hér um að ræða gagnrýni og málefnarök, sem hverjum félagshyggjumanni er skylt að láta i Ijós, telji hann þess þörf. Hér er um að ræða fólk. sem vill flokknum um fram allt vel, en vill að sjálf- sögðu gæta þess eftir megni, að hann sé stefnu sinni trúr, þeirri stefnu. sem olli þvi, að það gekkst undir merki hans. Um réttmæti siikrar gagnrýni er auðvitað rétt og skvlt að ræða. og hún getur verið álitamál sem annað flest, en slik- um umræöum ber að fagna í hvaða flokki sem er, og á opinskáum tim- um á að ræða stefnumá) flokka fyr- iropnum tjöldum. Það má hverjum manni vera Ijóst, að tilgangur svo- nefndrar Möðruvallahreyfingar er sá. að styrkja og styðja Fram- sóknarflokkinn til þess að halda ómengaðri stefnu sinni og hug- sjónaþreki. Uað getur lika verið umdeilan- legt. hvort Framsóknarflokkurinn hefur i stefnu og forystuliði færst meira til hægri en góðu hófi gegnir. en rétt er þó að benda á eina loft- vog. sem gjarnan segir til um það, á hvora hönd flokkar hallast. Jaðarátök i flokkum eru slik mundangsvog. A árunum milli 1930 og 1940, þegar Framsóknarflokkur- inn hafði nánast samstarf við skyldasta flokka til vinstri svo að sumum foringjum hans var stund- um brugðið um sósialisma fyrir bragðiö. mynduöust átök i hægri jaðri hans, sem ollu stofnun Bændaflokksins. Nú eru jaðarátök- in i vinstri armi, gagnrýnin á flokk- inn hjá félagshyggjufólkinu. Milli 1930 og 1940 myndaðist rúm fyrir nýjan flokk milli Framsóknar- flokksins og ihaldsflokksins, en þá var ekkert rúm til vinstri fyrir nýj- an flokk. Nú er þessu öfugt farið. Nú er rúmið ekkert hægra megin en allir vita, hvað gerðist i síðustu kosningum vinstra megin. Þannig stendur þessi loftvog núna og segir sina sögu. Þau undur hafa gerzt, að aðal- málgagn Framsóknarflokksins hefur kallað stefnuskrárávarp Möðruvallahreyfingarinnar i for- ystugrein „rógsbréf” og kjarna þess „soralegan róg um forystu- menn Framsóknarflokksins”. Þar hafa átta miðstjórnarmenn flokks- ins i framkvæmdanefnd hreyfingarinnar verið stimplaðir rógberar. og munu allmargir fleiri miöstjórnarmenn hljóta að taka einkunnina til sin. Siðan er heitið á „holla" flokksmenn að svara svona vinnubrögöum á viðeigandi hátt. Þvi miður er þessi forystugrein ósæmandi málgagni frjálslynds flokks eins og Framsóknarflokkur- inn er. og þegar farið er að höfða til „hollra" flokksmanna til varnar gegn málefnalegri og opinskárri gagnrýni i frjálsum félagssamtök- um. er sá andi farinn að svifa yfir vötnum, sem maður hlýtur að frá- biðja sér. — AK Möðruvalla- hreyfingin 658 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.