Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 9
ans öfundin, sem rak hana áfram. — Þeim þótti honum of gott að eiga hús og heimili, þessum herrum. Hann átti alltof góða daga. En var hann kannski einhverjum til baga? Nei, ó-nei — eng- inn gat sagt það með sanni. Hann bjargaðist með ellilaunin og kálgarð- ana sina, seldi dálitið af kartöflum. Það var satt, að hann bað stundum um mjólk handa köttunum, en aldrei þó nema handa nýgotnum læðum. Sjálfur vildi hann fá að vera i friði, og annað fór hann ekki fram á. Þessir fuglar i heilbrigðisnefndinni gátu bara látið fullfriskt fólk afskiptalaust — Þeim gat verið nóg að hugsa um skanka sjálfra sin. Hann skildi enginn reka á elliheimili, að minnsta kosti ekki lif- andi. Fyrr skyldi fjandinn gleypa bæði hann og heilbrigðisnefndina. — Þvi hét hann og lofaði. Og þannig áfram alla daga. Pétur hélt hættuna nálægari en hún var. Gerðabækur rifa ekki hús, og heil- brigðisnefndin var ekki jafnfikin i að láta til skarar skriða og hann óttaðist. Menn höfðu um margt annað að hugsa og það voru skrifaðar nýjar áiyktanir um ný málefni i gerðabókina góðu. Það var ekki lengur aðkailandi að gera út um málefni Péturs gamla. Hann fékk að sitja i náðum i kofa sinum fyrst um sinn. Veturinn var mildur, vorið kom snemma, og með hækkandi sólargangi færðist fjör i kattlifið hjá Pétri. Ef við köllum hús Péturs kattagisti- hús, þá er ekki úr vegi að vikja að dyraverðinum. Það var óvenjulega stór högni og hét Brandur — hinn mesti garpur, með rifin eyru og ör og ákomur um allan skrokkinn. Hann var gráyrjottur, nema hvað önnur fram- loppan var hvit. Vinstra augnalokið var eins og dálitið siðara en hitt. Hann hafði verið á fjórða ár i þjónustu Pét- urs. ef gerlegt er að kalla það þjón- ustu. er i rauninni var einræði og al- ræði. Þvi að Brandur var herra gisti- hússins. Hann gætti siðferðis staðarins og þoldi ekki neitt næturdrabb eða létt- úð af nokkru tagi og braut alla högna til hlýðni við sig. Fastagestirnir voru þvi allir læður, oftast sex eða sjö tals- ins, stundum heil tvlft, einkanlega á vorin. þegar stórstraumur var i kattarsálinni. Þá lifði Brandur eins og austurlenzkur fursti i sibreytilegu har- em.i, sem hann endurnýjaði án afláts. í þvi voru svartar læðughvitar, gular og gráar. einlitar og bröndóttar eins og tigrisdýr. Þær komu og fóru, stöldruðu við einn dag eða fáa, sumar kannski viku eða lengur. Pétur þekkti skyndi- gestina og fastagestina mætavel að, en þó var Brandur enn gleggri á þetta. Um nætur lá Pétur lengi vakandi og hlustaði á óð kattanna., en loks festi Sunnudagsblaö Tímans hann þó svefn, þrátt fyrir óðlistina. Hann sofnaði út frá grænum glyrnum, sem stirndi á i myrkrinu. Kolbeinn var skransali. Hann var si- fellt á ferli um umdæmi sitt, fjórar sýslur, akandi i léttivagni með brotn- um fjöörum. Fyrir beitti hann brúnni meri, sem farin var að hærast. Hann kom á hverju hausti til Péturs gamla og gisti hjá honum eina nótt. Mjótt og magurt andlitið benti til þess, að Kolli væri grennri en ráðið varð af fyrirferðamikilli yfirhöfn hans. Menn gátu sér til að annað tveggja væri hann i nokkuð mörgum flikum innan undir kápu sinni, eða fóðrið i henni i efnismeira lagi. Hann var svartur á brún og brá eins og skoll- inn sjálfur, en hæglátlegt ökulag hans á þjóðvegunum benti sannarlega ekki til þess að hann væri af húsi og kyn- þætti hinna skuggalegu manna, Tatar- anna. Sjálfur gekk hann ævinlega við hliðina á vagninum og hélt i taumana. Merin stjórnaði ferðinni og stað- næmdist þar, sem vel var sprottið á vegarbrúnum. Kolli beið þolinmóður, þar til hún hafði bitið að vild sinni. Merin hét Brúnka, og hún var komin talsvert til ára sinna. Þetta haust seinkaði Kolla venju fremur, hann kom ekki fyrr en seint i nóvembermánuði. Þann dag var lág- skýjað og himinninn regnþrútinn. — Hún heldur holdum, sagði Pétur gamli, er kunningi hans kom i hlaðið og virti Brúnku fyrir sér. — O-o aldrei verður hún nú feit garmurinn, svaraði Kolli litillátur, þótt honum þætti væt um hrósið, sem merin fékk. Þvi fór fjarri að Brúnka væri feit. Hún fékk sjaldan kornlúku — henni varð að nægja gras og hálmur. Hún var söðulbökuð, hnúturnar áber- andi og rifin i henni mátti telja. Samt var hún vel snyrt og þrifin. Kolli spennti vagninn frá, tók aktyg- in af Brúnku og sleppti henni i hlað- varpann. Siðan rambaði hann með poka niður að sorphaugnum og leitaði að tómum flöskum. Meðan Kolli var við hauginn, þuklaði Pétur gamli hlassið á vagninum, þvi að honum lék hugur á að vita, hvað gistivini hans hefði áskotnazt. Það var venjulega bæði margt og sundurleitt, sem hann hafði meðferðis. Nú bar mest á ryðg- aðri eldavél, og við nánari athugun kom i Ijós að ofan i hana hafði verið stungið verki úr gamalli dalaklukku og pappastokk, sem i voru flugnaveiðar- ar. Pétur tók einn flugnaveiðarann og skoðaði hann, en komst að raun um, að ekki var jafn-auðvelt að losna við hann aftur. Þarna var lika mikið safn nagla af ýmsum stærðum og gerðum, rær og járnfleygar, ofnrör, leifar af saumavél og stýri af reiðhjóli með bjöllu á. Hann prófaði bjölluna, og sei-sei já: Húp hringdi. Hana mátti sem bezt nota, og reyndar gat hún heitið sem ný. Loks voru á vagninum pokar, fullir af bein- um og tuskum, tómum glösum og flöskum. Það var ekki ónýtt að skoða þetta. Þegar Kolli kom aftur úr haugnum, settist Pétur á kassa á hlaðinu. Siðan klippti Kolli hann. Það var orðið langt siðan það hafði verið gert siðast,bæði ár og dagur bókstaflega talað, og rauður lubbinn var gróskumikill. Kolli notaði á hann grófar vélklippur. Hvorugur mælti orð frá vörum, á meðan á þessari athöfn stóð. Alengdar sat högninn Brandur og mændi á. Pét- ur lokaði augunum og gretti sig fer- lega, þvi að hárið vildi festast i skær- unum, en Kolli ekki beinlinis laghent- ur. Þetta var snoðklipping, og þegar henni var lokið skein skallinn á Pétri eins og tungl i fyllingu. Siðast blés Kolli laus hár niður undir kragann á bakið á Pétri, rétt eins og æfðir hárskerar gera. Það kvöldaði og nú fór að úða úr lofti. Þeir kunningjar hjálpuðust að við að breiða tóma poka yfir Brúnku, svo að henni yrði ekki kalt, og að þvi búnu gekk Kolli að vagninum, og rak hönd- ina niður i skranið, sem á honum var. Það var engu likara en tilviljun réði, hvar höndin lenti, en þegar hann dró hana út hélt hann á flösku. Og hún var ekki tóm, flaskan sú, heldur var hún full af brennivini, þriggja pela flaskan. Pétur horfði á hann aðdáunaraugum, en Kolli brosti hógvær á svip. Brandur elti þá inn, og þrjár læður, sem þar voru fyrir, hörfuðu hálf- smeykar út i horn. Pétur kveikti á oliulampa, sem hékk á nagla, er rek- inn hafði verið i reykháfinn. Siðan kveikti hann upp eld, og setti kaffi- könnuna yfir. Hann lét Kolla setjast á eina stólinn, sem til var — það var öndvegi þessa húss. Sjálfur tyllti hann sér á gamalt kvartil. Svo byrjuðu þeir að drekka brennivinskaffi, og þegar þeir höfðu hýrgað sig, hófust samræð- urnar. Heilt ár var liðið siðan þeir sá- ust siðast og um nóg að tala. Kolli hafði fyrir skemmstu hitt Enok á elliheimilinu og flutti Pétri kveðju hans. Pétur fékk undir eins óbragð i munninn, þegar elliheimilið var nefnt. Þungbúinn á svip hlýddi hann á frá- sögn Kolla. Enok hafði yfir mörgu að kvarta og ekki að ástæðulausu. Nú var hann lika orðinn ósköp heilsuveill. Það voru einhver skollans útbrot á höndun- um á honum, og þau komu af sifelldum þvottum. Það var ekki nóg með þvotta bæði kvölds og morgna,hann varð þess utan að þvo sér mörgum sinnum á dag. Kæmi hann frá að reyta arfa i garðin- um, var ekki að sökum að spyrja: 665

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.