Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 6
sér jafnan annað veifið rétt til verzlun- ar i Vogunum og Brunnastaöahverfinu aö Brunnastaðatanga, enda höfðu bændur þar um slóöir rekið verzlun sitt á hvað til Hafnarfjarðar og Kefla- víkur, meðan kaupsviðin voru eigi ströngum takmörkunum bundin. Arið 1681 var tekið þingsvitni um þetta á Kálfatjörn og sannaðistþar.að bændur allir fyrir innan Vogastapa höfðu þá I næstliöin 40 ár rekið verzlun til Hafn- arfjarðar, og staðfesti Hinrik Bje.lke höfuðsmaður það með úrskuröi sinum 8. mai 1683. En Keflavikurkaupmenn véfengdu þennan úrskurö og lék jafn- an siöan nokkur vafi á um þessi hverfi. Keflavik þótti ein með beztu fiskihöfn- um landsins, þvi útræði var mikið um allar þessar slóðir og urmull af ver- mönnum norðan úr landi, sem ráku þar mikla verzlun, þó að þeir væru eigi búsettir i umdæminu. Þeir voru saman um þessa höfn og tvær aðrar fyrir norðan (Skagaströnd og Reykjar- fjörð) Jens Thomsen og Olafur Jóns- son KIow, þegar hafnirnar voru fyrst boðnar upp árið 1684, og buðu þá I þær allar 840 rikisdali, en þegar aftur kom til uppboðs árið 1689, var Jens Thomsen dauður, gekk þá ekkjá. hans i félag við Ólaf Klow um þessar 3 hafnir og buðu þau i samein- ingu 1535 rd. i þær". Ég vil geta þess að sú staðhæfing hjá Jóni, sem fram kemur i þessari frásögn og er um aö verzlunarhúsin hafi staðið á hólma skammt frá landi, getur vart átt sér stað, sakir þess að engin'Svo stór hólmi er fyrir Keflavikurlandi, og dýpi er þar mjög mikiö. Að visu er sker eitt i suövestanverðri Keflavikinni, Óssker svokallað (það er i Ósnum). En i dag er það mjög litið og flæðir nánast yfir það á flóði. Getur þvi vart verið að skerið hafi minnkað svo frá timum Hamborgara ofan i það sem það er núna. Það hefði tekið sjóinn legnri tima að vinna á þvi. Liklega ruglar Kaalund, sem Jón hefur þessa heimild frá, hér við Reykjavik. eða Hólminn, einsog kaupstaðurinn þar hét til forna. Eins og fram kemur i þessari frá- sögn Jóns Aðils var kaupsvi'ö Kefla- vikur- og Hafnarfjarðarverzlananna mjög svo óljost og urðu deilur um það. Mun ég hér á eftir rekja nokkuð mál eitt er taliö hefur verið einhver hinn svartasti blettur i verzlunarsögu þessa lands. Birtist það orðrétt úr jólablaði Faxa (útg. i Keflavik) 1965 eftir Magnús Ólafsson útvegsbónda og for- mann i Höskuldarkoti i Ytri-Njarðvik: „Mál Hólmfasts Guðmundssonar hefur lengi verið talið einhver svart- asti blettur i verzlunarsögu vorri. Þykir þvi hlýða að segja hér nokkuð frá þvi, þó að það snerti ekki Keflavik, nema að nokkru leyti. Hólmfastur 662 flutti til Njarðvikur skömmu eftir hýð- inguna, bjó hann þar sem húsmaður 1703. (Manntal A.M.) Heimildir er að iinna i embættis- bréfum Arna Magnússonar og dóma- bókum Gullbringusýslu árið 1698. Var Knud Storm kaupmaður i Hafnarfirði, mikilsmetinn maður eins og siðar verður sýnt. Þá kom mál þetta fyrir eftir strangri kröfu hans. Hólmfastur Guðmundsson var tómt- húsmaður, er bjó i hjáleigukoti frá Brunnastööum (á Vatnsleysuströnd. Innskot S.M.). Hann mun ekki hafa vitað um úrskurð Hinrik Bjelkes frá 1683, enda voru takmörk kaupsviö- anna lengi óviss, eins og áður er sagt. Hann fór á báti sinum frá Brunnastöð- um til Keflavikur með 10 ýsur, 3 löngur og 2 sundmaga, sem var virt á minna en 2 mörk. Með honum á bátnum var maður er hét Jón Erlendss. og haföi hann meö sér 20 fiska er metnir voru á 2 1/2 mark, og seldu þeir fiskinn i Keflavik. Ariö eftir var haldið manntalsþing i mai, að Kálfatjörn. Kom þangað Jens Jörgensen, umboðsmaður Storms Hafnarfjarðarkaupmanns, og kærði Hólmfast fyrir brot á verzlunarlögun- um. Hólmfastur játaði þegar brotið, en bar við vanþekkingu sinni. Þá var Jón Eyjólfsson sýslumaður i Gullbringu- sýslu og lét hann útnefna 6 menn til að dæma i málinu, en ekkert var þó gert frekar, enda var Storm kaupmaöur þá i Danmörku, en var væntanlegur innan skamms. Var svo þingi slitið. Bjuggust allir við, að málið væri úr sögunni, en þvi fór fjarri að svo væri. Þann 27. júli 1699heldur Jón sýslumaður nýtt þing á Kálfatjörn. Kom þangað Storm kaup- maður, auk þess sjálfur amtmaðurinn á Bessastöðum. Christian Möller, skyldi nú gera út um málið, en þá kom ..babb i bátinn", eins og máltækið seg- ir. Sýslumaðurinn hafði gleymt að stefna Hólmfasti og var hann þvi ekki viðstaddur. Nú dugði ekki að ómaka höfðingjana, svo að þeir færu erindis- leysu. Var þvi Hólmfastur sóttur og kom hann á þingið. Aftur á móti var ekkert fengizt við Keflavikurkaup- manninn og er það þó full sannað, að honum var vel kunnugt um að Hólm- fastur bjó i Brunnastaðahverfi og samkvæmt úrskurði Bjelkes höfuðs- manns. átti hann að verzla i Hafnar- firði, og Keflavikurmenn máttu alls ekki eiga kaup við hann. En enginn þorði að hreyfa við þeim dösnku. Is- lendingurinn varð að bera alla sökina. Sýslumaðurinn og 6 meðdómendur dæmdu Hólmfast sekan fyrir að hafa selt fyrrnefnda fiska i Keflavik og var refsingin ákveðin 8 marka sekt og Brimarhólmsvist að auki. (Brimar- hólmur var fangelsi i Danmörku og voru þangað fluttir dæmdir menn af Islandi unz tugthúsið i Rvik., nú Stjórnarráð, var byggt. Innskot S.M.) En ef hann gæti ekki borgað sektina, skyldi hýða hann 16 vandarhögg viö staur. Þá báðu dómendur um, að hann mætti fá lausn frá þrælahúsinu i Brim- arhólmi. Eins og vænta mátti varð Hólmfastur gripinn skelfingu, er hann heyrði dóminn, bauð hann fram aleigu sina til þess að sleppa við frekari refsingu. En hann átti litið til nema gamlan bát, sem Storm kaupmaður neitaði að þiggja. Nú var gengið greitt til mála. Jón sýslumaður lét leiða Hólmfast inn i tóft eina og binda hann þar við bjálka og var svo Bessastaðaböðull látinn hýða hann 16 vandarhögg I viðurvist amtmanns. Svo féll málið niður. Kaupmenn þorðu ekki að minnast á Brimarhólmsvistina, þvi að þá hefði málið orðið að fara fyrir konung, en það vildu þeir sízt af öllu. Jón Erlendsson virðist hafa sloppið við refsinguna af þvi hann átti ekki bátinn. Með þessu var málinu ekki lokið. Hólmfastur virðist hafa verið einbeitt- ur maður og hraustmenni og mun hýð- ingin hafa haft þau áhrif á hann, að hann hugði á hefndir, en ekki aðeins við kaupmann Storm, heldur lika við sýslumann og Keflavikurkaupmann. En hér var við ramman reip að draga þvi að allir menn á Suðurnesjum voru auðsveipir fyriri Bessastaðavaldinu. Loks kom tækifærið árið 1703. Voru þeir Arni Magnússon og Páll Vidalin á Suðurnesjum við að semja jarðabók- ina og höfðu þeir dómsvald i mörgum málum. Hólmfastur kom til þeirra og krafðist að fá uppreisn æru sinnar og skaðabætur fyrir misþyrmingar. Varð þetta til þess. að Arni Magnússon rit-' aði konungi bréf, dagsett á Kirkjubæj- arklaustri 24. sept. 1704, með þeim vanalega kuldablæ. sem jafnan ein- kenna bréf Árna Magnússonar. Rekur hann sögu málsins. Tekur hann tvennt fyrir. sem helzt mátti Hólmfasti að gagni verða. Óvissuna um skiptingu kaupviðsins og hin fornu lög Islend- inga um kærur og refsingu. Telur hann þau brotin af sýslumanninum. sem sýnt hafi mikla fijótfærni og er jafnvel dróttað að honum illvilja og heimsku. enda virðist Jón Eyjólfsson hafx verið mikið háður kaupmanni, liklega skuldað honum. Einokunarkaupmenn voru vanir að lána embættismönnum riflegt fé. til þess að ná tangarhaldi á þeim. Hvernig málinu lauk er ekki kunn- ugt. Liklega hefur ekkert frekar verið gert i þvi. En bréf Árna Magnússonar, ásamt utanför Gottrups amtmanns 1702 hafði samt þau áhrif, að eftir Sunnudagsbiað Tímans i

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.