Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 8
Fritiof Nilsson Piraten: Pétur gamli og elliheimilið Þaðhefði verið mannhætta að leggja tennur að hörðu brauði í kofa Péturs gamla. svo hrörlegur var hann orðinn. En með þvi að Pétur var orðinn tann- laus. freistaði slikt glæfraspil hans ekki. Fáir tóku sér gistingu hjá hon- um. utan kettir, og þeir kærðu sig ekki um brauðskorpur. Eiginlega var kofi Péturs gististöð heimilislausra katta. Pétri gamla stóð mikil ógn af elli- heimilinu. Þvi var þannig farið, að heilbrigðisnefndin haföi úrskurðað kofa hans óhæfan til ibúðar, þótt ekki þyrfti að lasta loftræstinguna. Pétrí þótti vænt um kofaskömmina og fannst þetta dágóð vistarvera. Margt heyrðist iskyggilegt um elli- heimilið. Meðal annars hafði þetta flogiö fyrir: Kunningi Péturs, sem En- ok hét, hafði hafnað þar. og einn góðan veðurdag heimsótti systursonur hans hann. Hann hafði með sér pott af öli til þess að hyrga Enok með. En forstöðu- konan gerði sér hægt um hönd, og lagði hald á flöskuna. Hún hafði hugsað sér að mylgra ölinu i hann. hálfu glasi i senn. Fjóra næstu daga átti Enok að fá hæfilegan dreitii af kjarngóðu öli með matnum. Hann visaði þessu á bug með fyrirlitningu: Einsog menn átu brauð- sneiðina brotalaust, átti að drekka úr ölflösku i einu lagi, helzt á svipstundu. Forstöðukonan var full af þver- móðsku. Enok gat lika verið þrár. Og ölinu var hellt niður tað sagt var), ef forstöðukonan drakk það ekki sjálf (eins og Enok grunaði). Það var skilj- anlegt. að Pétri stæði stuggur af svona harðstjórn. Eldvarnaeftirlitið kom einu sinni á ári eins og lög og reglur buðu. Hjá Pétri var þó engin von um kaffi og brennivin. Hann var fámáll við gest- ina, reyndi ekki aðdylja neitt né verja. Reykháfurinn var sprunginn, og lokin fyrir sótopunum dingluðu laus. Gest- irnir þögðu og héldu leiðar sinnar. Menn vonuðu, að kofaskriflið brynni einhvern daginn. Oðrum hefði ekki stafað nein hætta af þvi. Kofinn var langt frá öðrum mannabústöðum. bak við sorphaug þorpsbúa, sem kallaður var ódýri markaðurinn. Einn morguninn var læða búin að gjóta i húfu Péturs gamla. Um kvöldið hafði hann látið hana á gólfið innan við dyrnar eins og hann var vanur. Eins og vænta mátti um slikan hirðumann, þá hafði hann látið kollinn snúa niður, svo að kettlingarnir fjórir lágu i húf- unni, en ekki á henni. Fóðrið hafði kannski kvolazt eitthvað, en sjálf hafði húfan ekki skitnað neitt. Pétur varð að fara út og fá mjólk handa kettinum. Hann fór margar ferðir á dag að ná i mjólk, og berhöfðaður varð hann að fara þetta. Kötturinn vék ekki frá kettlingunum i heila viku, og allan þann tima varð Pétur að vera húfu- laus, og var hann þó nýklipptur i þokkabót. Þetta var að haustlagi og heldur hröngviðrasamt. Hann kvefað- ist og fékk hósta. Það heyrðist langar leiðir, þegar hann var á ferli, þvi að hann hóstaði svo hressilega, að undir tók i húsunum. Hóstinn i Pétri gamla minnti heil- brigðisnefndina á skyldu sina og á- byrgð. Þetta var ljótur hósti, og hver var kominn til að segja, nema karlinn fengi lungnabólgu upp úr þessu? Samt ruku menn ekki upp til handa og fóta i neinu bráðræði: Nefnd. er nefnd, og einn var forfallaður i þetta skipti og annar i næsta. Ekki var heldur til fagnaðar að flýta sér og hvort tveggja gamalt, maðurinn og húsið. Vikur liðu. Pétri vannst timi til þess að lækna sig með terpentinu. sem hann bar á brjóstið og Hoffmannsdropum, sem hann drakk. En dag nokkurn i jólavik- unni gerði heilbrigðisnefndin honum aðför, nefndarmennirnir allir með tölu. Hann tók á móti komumönnum úti á stétt. — Þetta getur ekki verið heilsusam- leg vistarvera, sagði formaðurinn og potaði stafnum i vegginn. Stafurinn gekk á kaf i fúna fjöl, og það heyrðist skarka i múrsteininum. sem röskuðust við þetta. Þrir kettir stukku út á milli steina i grunninum. — Ryðjið ekki húsinu um koll. sagði Pétur gramur i geði. Formaðurinn gekk inn, en kom jafn- harðan út aftur og kveikti sér i vindli. Eftir þessa tilraun var talið nægja að skoða kofann að utan. Ekki sást i rúð- urnar fyrir skit, þar sem fjölum hafði þá ekki veri tyllt fyrir gluggana eða strigapokum troðið i gáttina. Til hliðar við gluggana mátti sums staðar sjá þvert i gegnum húsið. Og ekki að nefna þakið: Það var horfið næst reykháfn- um, sem virtist einna helzt risa upp úr brunni, upsirnar voru hörmulega skörðóttar og sperrurnar mátti telja i gegnum mosann — Þær minntu mest á rif ihálfrotnuðu liki. Nefndarmennirn- ir virtu þetta allt fyrir sér og komust að óyggjandi niðurstöðu um ásig- komulag þessa húss, og formaðurinn fór að spyrja Pétur nærgöngulla spurninga. En Pétur gamli anzaði ekki neinum spurningum. Hann fór sjálfur að spyrja gesti sina um heilsufar þeirra og liðan. Aður en gestirnir uggðu að sér, var hann farinn að yfirheyra þá. Hann hvessti grá hiklaus augun á þá hvern af öðrum. Sjálfur var hann prýbilega á sig kominn. Holdafarið ó- aðfinnanlegt, án þess að fita iþyngdi honum. og hárið ekki farið að gisna, þó ab hann væri kominn talsvert yfir sjö- tugt. Heilbrigðisnefndin var ekki nærri eins heilsugóð. Formaðurinn þjáðist af gigt og beinverkjum, skrifarinn var kvalinn af andarteppu, einn nefndar- manna hafði strfðan verk i mjöðm og kona annars var geðbiluð. Það hafði komið i ljós skömmu eftir að maður hennar setti miðstöð og baðherbergi i húsið. Pétur spurði vandlega um alla heilsubresti gesta sinna. harmaði ólán þeirra, óaði og æaði. og lagöi til gób ráð. Komumenn voru honum hæfilega þakklátir fvrir þessa umhyggju, og höfðu sig fljótlega á brott. Hann fylgdi þeim spölkorn á leið og kvaddi þá með kurteislegri visbendingu um sam- hengið milli nútima þæginda og geb- truflana. Heilbrigðisnefnd átti sér náttúrlega gerðabók, og i gerðabókum var skrifað að kofaræksnið væri óhæf- ur mannabústaður. Pétri var sendur útdráttur úr gerðabókinni. Hann not- aði blaðið til þess að lima yfir gat á gluggarúðu. Reyndar hafbi honum fyrst dottið i hug að nota þennan blað- snepil til annars. — svo litils sem hann virti samþykktir og ályktanir heil- brigðisnefndarinnar, sagði hann. En þó að hann bæri sig hraustlega. var honum ekki rótt. Innst inni fann hann, að heilögum réttindum hans var ógn- að. og hann kveið þvi. sem i vændum var. Hann bar þetta i tal við hvern ein- asta mann. sem hann hitti, varði mál sitt og lét heilbrigðisnefndina heyra, hvað henni gekk til. Það var andskot- Sunnudagsblað Tímans 664

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.