Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 11
Gamli bærinn í Reykholti Þetta er gamli bærinn i Reykholti í Borgarfirði, en hann stóð nokkuð fram á þessa öld. Nú er hann horfinn, og önnur hús og háreistari á staðnum, þótt vafa- laust þyki þau nú oröin gömul og úrelt að sumu leyti sem skólahúsnæöi. En þess- ar stéttir eru sögusvið Borgarættarinnar. Kirkjan, sem sér á til vinstri stendur enn hin reisulegasta með sama sniði hið ytra að minnsta kosti og á dögum þessa bæjar. Ekkjan Framhald af bls. 672 hugfró eða gleði að þvi? Langar þig ekki að lifa lengur? Viltu nú ekki láta af þessari kvennaþrákelkni og njóta lífsins. meðan dagur er? Dauði eigin- mannsins ætti einmitt að vera þér ábending um það, hve hverfult lifið e^ og þvi nauðsynlegt að njóta þess, meðan það varir.” Það er segin saga, að mat standast þeir sizt. sem orðnir eru fangsoltnir, jafnvel þótt þeir seu stað- ráðnir i þvi að svelta sig i hel, og þeir falla auðveldlega i kænlegar gildur , sem egndar eru i þvi skyni að fá þá til að nærast. Og þar kom. að unga ekkj- an réðst á matinnafengu minni græðgi en ambáttin. Og þá fór lika fyrir henni eins og svo mörgum fyrr og siðar, að viðhorfið til dauðans og lifsins ger- breyttist. Orð hermannsins tóku allt i einu að ná eyrum hennar. og þegar hann þóttist sjá, að honum hefði tekizt að kalla hana til lifsins aftur, færði hann sig upp á skaftið og fór að gera hosur sinar grænar. Hann herti æ meira á ástarhjaii sinu, þvi að honum virtist konan bæði fögur og girnileg. Ambáttin lét ekki heldur sitt eftir liggja og sagði með vandlætingu við húsmóður sina: ,,Er það ætlun þin að afneita með öllu hverju þvi, sem veitir þér unað. og leggja bönd á hverja þá löngun, sem i þér bærist?” Og þar kom, að ekkjan unga lét einnig skynsemina ráða i þessum efn- um og þáði ástgjafir hermannsins. Þau gættu þess að halla hurð grafar- skútans að stöfum, svo að ættingjar konunnar, sem ef til vill fvladust með gerðum hennar, sæju ekki ljósið og héldu, að nú hefði þessi dyggðum prýdda kona vigst eigir.manni sinum öðru sinni i dauðanum. Hermaðurinn varð svo sæll af ástar- leiknum, að hann fór á næturkrá og keypti hvers kyns sælgæti fyrir allt- skotsilfur sitt að færa ekkjunni, og þau nutu næturinnar þarna i gröfinni allt til morgunsárs. En i myrki næturinnar hafði svo borið við, að ættingi eins hinna kross- festu manna hafði læðzt út að gálgan- um, og þegar hann sá engan þar á verði, tók hann lik frænda sins af krossinum og jarðaði það. Þegar her- maðurinn kom á vörð sinn eftir gleði næturinnar að áliðnum morgni, brá honum illa i brún, er hann sá einn korssinn auðan. Hann varð skelfingu lostinn og taldi, að fyrir þessa van- rækslu mundi hann hljóta dauða- refsingu. Hann skauzt þvi niður i gröf- ina til ekkjunnar og sagði henni, að hann vildi ekki biða dómsins, heldur ljúka lifinu með eigin sverðstungu i hjartastað. Hann kvaðst aðeins vilja biðja hana einnar bónar siðastra orða, og hún væri sú, aðhonum veittist hvila við hlið hins látna, svo þar hvildu saman elskhuginn og eiginmaðurinn, og hún gæti grátið þá saman. En þá var annað uppi (eningi hjá ekkjunni. Hún var allt i einu hlaðin lifsfögnuðu og sagði með hita og þunga : „Nei, guð forði mér frá þvi að þurfa að horfa á þá liggja dauða saman, þessa tvo menn, sem ég hef unnið á ævinni. Einn er nú meira en nóg. Ég vil heldur, að sá dauði sé hengdur, en sá, sem lifir, deyi. Mér kemur ráð i hug.” Og siðan lét hún hermanninn taka lik hins látna eiginmanns og hengja það á auða krossinn. Hermaðurinn varð alls hugar feginn, en fólk, sem hafði séð auðan krossinn um morguninn, undraðist þau stórmerki, að sá kross- festi skyidi vera kominn þangað aftur. Hann virtist aðeins hafa vikiðsér frá sem snöggvast. Og þvi segi ég þaö, vinir minir: „Trúðu vindunum fyrir skipi þinu, en konu aldrei fyrir hjarta þinu. SÍkvik aldan á sænum er staðfastari en trúnaöur kvenna. Engin kona er góð i eðli sinu, og geri hún eitthvað gott af tilviljun, snýst það góðverk ætið með einhverjum hætti tii ills.” Sunnudagsblað Tímans 667

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.