Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 03.11.1973, Blaðsíða 10
Fjallafála Herdisarvikur-Surtla er fræg i sögunni fyrir fráleik sinn og frelsisást. En loks féli hún fyrir skotmanni, sem vann meö þvi til verölauna. Ýmsum hefur oröiö þetta aö yrkisefni. iiún varöi djörf sitt frelsi á fremstu kelttasnösum meö feigðarboöum kúlnaregn i eyrum hennar hvein. Þar hefði jafnvel steingeitinni oröiö hætt viö hrösun á hamrasyllum tæpum, hvar sjórinn undir gein. Þaö stafar frægöarljóma af svartrar kindar sögu — sannleiksgildi hennar fær enginn maöur rift. Fáir hafa unnað heitar æsku sinnar högum. Eftir skipun pestarkónga var hún lifi svipt. Það sannast máske aldrei, hvort sýkil hafi hún boriö er sauöfjárpestum veldur eöa kvilla i neinni mynd. Og þvi fæst ekki endanlega úr þvi heidur skorið, hvort umrædd Surtla hafi veriö þjóöhættuleg kind. Einar Hjálmar Guöjónsson. Þvoöu þér um hendurnar, Enok. Slægöi hann fisk var það sama við- kvæðið. Þvo sér rétt einu sinni. For- stöðukonan var hreint og beint haldin einhverju andskotans hreinlætisæði. En hún keypti samt óhræsis sápu. þó að hún fengi peninga til þess að kaupa prima vöru — það var sannað. Enok átti sýnishorn af þessari sápu á eld- spýtnastokk. sem hann geymdi i rúmshorninu. Þetta var óþverrasápa, og Enok sveið undan henni, eins og sýru hefði verið skvett á viðkvæmt hörundið á höndunum á honum. Pétur hlustaði agndofa á þessa ógn. — Bölvaður týranni má þetta vera! hraut út úr honum. Og láta mann fara að þvo sér,þó að hann slægi fisk!!! Ég skyldi hreinsa sild i heilan kút og vera jafnhreinn að þvi loknu, og þegar ég bvrjaði. — Skyldi manni verða skotaskuld úr þvi? tók Kolli undir. Nú kom að Pétri að segja frá. sem fyrir hann hafði borið. Hann kastaði undireinsút mörsiðrinu: Honum hafði verið ógnað með elliheimilinu! Kolli vildi fyrst ekki trúa þessum ó- sköpum, en þá benti Pétur honum á blaðið á rúðunni, — útdráttinn úr gerðabók heilbrigðisnefndarinnar. Og þá varð Kolli að trúa orðum hans. Það stóð þarna svart á hvitu: Heilbrigðis- málanefndin sat um færi'að læsa klón- um i Pétur. — Hvað halda þessir menn, að þeir séu, sagði Kolli sárhneykslaður. Og þú sem átt fasjeign, auk alls annars! — Það er nú akkúrat fasteignin, sem þeir hafa ágirnd á, svaraði Pétur. Þeir halda að þeir geti náð henni fyrir ekki neitt. Og svo lagði hann út af texta sinum. Það mátti á honum heyra, að heil- brigðismálanefndin sæti um hann dag og nótt og skirrðist hvorki við að beita löglegum né ólöglegum ráðum gegn honum. Raunar hafði hún ekki aðhafzt neitt annað en að senda honum út- dráttinn úr gerðabókinni. Það var eina lifsmarkið. — Ég stefni þeim, sagði Pétur, þó að það kosti mig bæði hús og lóð, skal ég stefna þeim. Hann tæmdi könnuna sina og sat sið- an hljóður um stund. Og nú hitnaði honum fyrst i hamsi. Hann sá sjálfan sig kominn i hörð og langvinn mála- ferli, og skyndilega skellti hann könn- unni svo harkalega i gluggakistuna að hún brotnaði. — Ég leita á náðir kóngsins, æpti hann. Ég á heimtingu á þvi að fá á- heyrn hjá honum. Kolli tók eindregið undir það: Til kóngsins — hann átti rétt á þvi. Það var orðið áliðið. og Brandur lygndi augunum þrevtulega upp á þá. Umræðuefnið var óþrjótandi. En flaskan var tóm og olian á lampanum var að þrjóta. Þeir lögðust andfætis á hálmdýnu á gólfinu og steinsofnuðu samstundis. Þungir draumar trufluðu þó svefn þeirra. Þeir byltu sér á fletinu og brut- ust um. og einu sinni hrökk Kolli upp við það, að honum fannst Pétur kyssa sig. Hann þreif til með hendinni og fyr- ir honum varða hárbrúskur. Þar brá undarlega við: Þetta var langi og stritt hár, en Pétur átti að vera ný- klipptur. og þar að auki hafði hann höfuð við fætur Kolla. Kolli sleppti tak- inu, þetta hlaut að vera skynvilla. Samt var hann einhvernveginn undar- lega glaðvakandi, i næstu andrá vakn- aði Pétur lika og stjakaði Kolla frá sér með harkalegum viðbrögðum og mið- ur nettum orðum. Þeir áttust við i myrkrinu á meðan þeir voru að átta sig á þvi.hverjir þeir voru, og svo sofn- uðu þeir aftur. En verulegrar hvildar nutu þeir ekki. Þegar þeir vöknuðu morguninn eft- ir, stóð Brúnka inni hjá þeim. Hún hengdi hausinn yfir Kolla og nasaði af andlitinu á honum, vesalings hrossið. Það var farið að hellirigna, þegar leið á nóttina, og Brúnka hafði af hyggind- um sinum leitað sér skjóls innan dyra. Hitt benti ekki til eins mikilla hygg- inda (fannst Pétri og Kolla), að hún hafði etið hálmdýnuna, svo að þeir vöknuðu á beru gólfinu. Þeir voru fljótir að spretta á fætur til þess að virða fyrir sér verksummerkin. Pok- arnir, sem breiddir höfðu verið yfir Brúnku, lágu í hrúgu i i dyrunum. Það var þröngt innan dyra, þegar hross var komiþ þangað/Og það var ekki fyrirhafnarlaust að snúa Brúnku þannig að hausinn á henni horföi við dyrunum. Samt tókst þeim það að lok- um með sameiginlegum átökum. En oft urðu þeir að segja: hott, hott — er ekki hægt að mjaka merarskrattanum til? Nú var eftir að koma henni út. Fljótt á litið sýndist það hreint og beint lygi- legt,að hún skyldi geta troðið sér gegn- um þessar þröngu dyr. En það hlaut að vera rétt, sem Pétur sagði: Hafi hún fariö hér inn, þá hlýtur hún lika að komast út. Og Pétur togaði i beizlið. Kolli ýtti aftan á hana af öllu afli. Þeir hottuðu og hóuðu, og loks rak Brúnka hausinn og hálsinn með tregðu út um dyragættina og steig svo fram á dyra- helluna. Þar stöðvaðist hún, þvi að bogarnir námu við dyrastafinn. Pétur fann fáeina sykurmola og reyndi að ginúa hana með þeim. Brúnka teygði fram hausinn og geiflaði flipann, en Pétur færði sig undan með sykurmol- ana. Merin þrýsti herðakambinum fram i gættina. og steig enn eitt skref — og annað. — Purr æpti Pétur. og purr. æpti Kolli. En það var of seint. Brúnka braust út og húsið fylgdi henni eftir. Það marraði i bjálkum og brakaði i stöf- um. og svo heyrðist brothljóð, er vegg- irnir gáfu sig og þakið seig. Brandur og læður hans hentust i loftköstum með skottið upp i loftið. Kolli bjargað- ist út gegnum þakið. Revkháfurinn einn stóð uppi. þegar húsið sjálft hrundi eins og spilaborg. Og nú er Pétur gamli kominn á elli- heimilið. En það var ekki heilbrigðis- nefndin, sem dreif hann þangað — það getur hann þó huggað sig við. A einskis manns færi er að fara i mál við meri. 666 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.