Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR Laugardagur 22. marz 1975 —10. tbl. 8. árg. Nr. 201. TIMANS Sólveig Eggerz F. 8.8. 1887 D. 26.2. 1975 Nýlega var gerð frá Dómkirkjunni útför Sólveigar Eggerz, ekkju Sigurð- ar Eggerz, en hún lézt aö kvöldi 26. febrúar sl., aðeins tveimur dögum fyr- ir aldarafmæli manns sfns. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast föðursystur minnar á þessari kveðju- stund, svo snar þáttur sem hún var I lifi minu alla tfð. Það þarf ekki endi- lega að rikja sorg, þegar háöldruð manneskja kveður þennan heim. Að loknu litriku og fjölbreyttu ævistarfi, einkum þegar heilsan fer að dvina, getur dauðinn verið liknsamasta lausnin. Ég segi það hér, einsog svo oft hefur verið sagt, þvi fram á hinztu stund átti Sólveig þvi láni að fagna að halda að mestu óskertu sinu andlega atgervi. Og við, sem nánast henni stöndum, hefðum ekki óskað, að hún hefði þurft að þola það að verða ör- vasa, svo mikil reisn, sem hafði alla tið verið yfir henni. Hún hefði heldur ekki óskað þess Um aðild hennar að opinberu lifi þarf ekki að ræða hér, þvi 1. marz sl. voru manni hennar Sigurði Eggerz, gerði góð skil hér i blaðinu á aldarafmæli hans. Sigurður lézt 1945. Allt frá þvi, að Sólveig varð ekkja, bjó hún ásamt dóttur sinni, Ernu, i litla húsinu við Suðurgötu 29, rétt ofan við ráðherrabústaðinn, þar sem hún hafði átt heimili um árabil með manni sinum, meðan hann ýmist gegndi for- sætisráðherraembætti eöa öðrum ráð- herraembættum. Það lætur að likum, að oft hefur verið annasamt á heimili þeirra hjóna, Sólveigar og Sigurðar. Sigurður tók mikinn þátt i stjórnmála- lifinu, einsog kunnugt er, og gegndi hvað eftir annað mikilsverðum ráð- herraembættum og öðrum þýðingar- iniklum embættum, en hann var um æfina sýslumaður i fjórum stórum sýslum, auk þess bankastjóri Islands- banka. Það hefur oft verið sagt, og mun mála sannast, að umsvif á sviði stjórnmála og framkvæmda, verði ekki sómasamlega af hendi leyst, nema að bakhjarli sé góð eiginkona. Ég tel það fullvist, að Sigurður heföi ekki notið sin einsog raun varð á, hefði hann ekki eignazt jafnmikla mann- kostakonu og Sólveig var. Það þurfti mikið á að ganga til þess að henni yrði haggað. Veraldleg upphefð hafði sára- litil áhrif á hana, en skyldum sinum mætti hún ætið af festu og fyrirhyggju. A langri ævi sem eiginkona embættis- manns, þurfti hún oft að hafa vista- skipti. Fyrstu hjúskaparár þeirra var Sigurður sýslumaður Skaftfeílinga með búsetu i Vik i Mýrdal. Þar varð til sálmurinn „Alfaðir ræður” vegna mikils sjóslyss, sem þorpið varð fyrir. Þetta atvik er flestum kunnugt, en Siguröur var mjög hrifnæmur og skáld i eðli sinu, og kom það honum vel að eiga eiginkonu, sem skapaði kjölfestu með rólegu en sterku skapferli. Mér hefur oft verið hugsað til þess, hve vel þau hæfðu hvort öðru sem lifsföru- nautar. Sólveg og Sigurður, eins og þau voru ólik að skapferli, en sam- eiginlega nær fullkomin. Sigurður verður fyrst forsætisráð- herra 1914-15, en segir af sér, einsog frægt er orðið, vegna ágreinings við dönsku stjórnina I sjálfsstæðismáli okkar Islendinga. Siðan liggur leiðin i Borgarnes, en þar er Sigurður sýslu- maður i tvö ár. Þá verður Sigurður aftur ráðherra, þá fjármálaráðherra I fyrstu stjórn Jóns Magnússonar. Jón Magnússon óskaði ekki eftir að flytja úr húsi sinu við Hverfisgötu, nú hús Hins islenzka prentarafélags, svo Sigurður og Sólveig fengu ráðherrabú- staðinn þar sem þau voru húsnæðis- laus er þau komu frá Borgarnesi. Þar á Sólveig siðan heimili með Sigurði allt til ársins 1926. Fyrstu kynni min af föðursystur minni eru einmitt frá þeim árunum en siðan eru 56 ár. Þá geisaði hér Spánska veikin og var mannskæð, einsog kunnugt er. For- eldrar minir bjuggu þá i Tjarnargötu 14. Þau létust bæöi i veikinni og heimilið var i upplausn, einsog svo mörg önnur um það leyti. Þá var það að Sólveig tók mig til sin i ráðherrabú- staðinn. Það var ekkert launungar- mál, þeim er það varðar, að Sólveig ætlaði sér að fóstra mig upp. Hjá henni dvaldi ég fram um áramótin 1919. En þá skipuðust málin öðruvisi, og ég og systir min ólumst upp hjá móðurföður okkar. Þótt ég yrði ekki áfram i húsi Sól- veigar, sleppti hún raunar aldrei full- komlega af mér hendinni. Hún var mér alla tið tryggur vinur og leiðbein- andi, sem ég gat leitað til hvenær sem var. Hélzt það alla tið. Ég hef alla mina ævi, getað gengið um heimili Sól- veigareinsogþað væri mitt eigið. Mun ég væntanlega gera það áfram hjá

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.