Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 15
Þorbjörn ólafsson frá Hraunsnefi. Þeim fækkar nú óðum gömlu Norð- dælingunum, sem settu sinn sérstæða svip á „dalinn” okkar fagra i upphafi þessarar aldar og á árunum eftir fyrri heimsstyrjöld. 1 byrjun þessarar aldar var Norðurárdalur i Mýrasýslu talin ein harðbýlasta sveit i Borgarfirði. Þar rikti vetrarriki mikið, en engum mun samt hafa dulizt, að náttúrufeg- urð er þar stórbrotin. Afskekkt hefur þessi fagra sveit verið ef miðað er við samgöngur um siðustu aldamót, en með batnandi vegagerð og breyttum aðstæðum munu skoðanir manna hafa snúizt á annan veg i þessu sambandi á siðari árum. Nú er Norðurárdalurinn i alfaraleið. Þekktur bóndi i Norðurárdal, sem jafnframt var góður hagyrðingur, orti eftlrfarandi visu eftir siðustu alda- mót: Norðurárdalur, næsta er svalur frammi, engar meyjar una þar, allt eru gamlar kerlingar. Vissulega er oft næðingssamt i Norðurárdalnum, en á fáum stöðum á lslandi er meiri náttúrufegurð og það voru þrautseigir og dugandi menn, sem bundu tryggð við þessa harðbýlu sveit i upphafi þessarar aldar. Einn þeirra var Þorbjörn Ólafsson bóndi á Hraunsnefi, sem var burtkallaður eftir sitt langa lifshlaup þann 28. janú- ar sl. Þorbjörn fæddist á Steinum i Staf- holtstungum þann 14. marz árið 1884 og var þvi á 91 aldursári þegar hann lézt. Foreldrar hans Guðrún Þórðar- dóttir og Ólafur ólafsson voru þá i vinnumennsku á Steinum. Skömmu siðar fluttu þau að Desey i Norðurár- dal og þar mun Þorbjörn hafa alizt upp að mestu. Systkini Þorbjarnar voru alls 10 og voru þau i Borgarfirði jafnan nefnd „Deseyjarsystkinin”. 011 voru þau gervileg og gædd miklum mann- kostum. Systkini Þorbjarnar voru: El- in húsfreyja á Háreksstöðum i Norður- árdal, Halldór bóndi i Tjaldanesi i Döl- um, Þórður bóndi á Brekku i Norður- árdal, Þorbergur rakari, nú búsettur á Akureyri, Jórunn húsfreyja á Hamra- hóli i Holtum, Kristin, sem dó ung, Ástriður, húsfreyja á Selfossi, Ólafur kristniboði, þjóðkunur maður, Helga búsett i Danmörku, en yngstur er Al- bert, skólastjóri og rithöfundur, bú- settur i Noregi. Ungur að árum fór Þorbjörn að heiman og hóf búskap á Hraunsnefi i Norðurárdal árið 1906 aðeins 22ja ára íslendingaþættir aö aldri. Hann mun þá hafa verið yngsti bóndinn i sveitinni. Arið 1908 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Guðnýju Bjarnadóttur frá Geirakoti i Flóa, glæsilegri konu, sem er gædd miklum mannkostum. Þau eignuðust þrjár mannvænlegar dætur, en þær eru: Stefania gift Friðriki Þórðarsyni framkvæmdastjóra, Olga, gift Kristjáni Gestssyni afgreiðslumanni i Borgarnesi og Svava, sem er skrif- stofustúlka i Þjóðleikhúsinu, en henn- ar maður var Jóhann Bernhard rit- stjóri, látinn fyrir nokkrum árum. Um margra ára skeið var Hrauns- nes i Norðurárdal endastöð á bilvegi frá Reykjavik til Akureyriar. Þegar akvegi bifreiða lauk tóku gömlu is- lenzku reiðvegirnir við, fram Norður- árdal — yfir Holtavörðuheiði, og til Norðurlands. Oft var þvi gestkvæmt hjá hinum ungu hjónum á Hraunsnesi i upphafi búskaparferils þeirra. Marg- an hraktan ferðamann bar þar að garði frá Norðurlandi, en öllum var þeim tekiðaf míkillihlýju og gestrisni. Þar átti húsfreyjan einnig sinn stóra þátt að. Þorbjörn átti á þeim árum ágæta hesta og þurfti oft að veita ferðamönnum aðstoð stutta eða langa bæjarleið allt eftir aðstæðum. Hús- bóndinn taldi aldrei eftir sér sporin og margar ferðir fór hann i vondum veðr- um með ferðamönnum um langan veg. Sá, sem þetta ritar minnist þess, að hanri hóf sina fyrstu skólagöngu á heimili þeirra hjóna aðeins átta ára að aldri. Þá var farskóli fyrir „niður-dal- inn” eins og svo var nefnt á Hrauns- nefi.Það tók þrjá stundarfjórðunga að l^bba i skólann og þótti stuttur gangur á þeim árum, jafnvel þótt ungursvein- stauli ætti i hlut. Eftir nær hálfa öld minnist ég þessarar fystu skólagöngu minnar og alls aðbúnaðar húsráðenda á skólastaðnum með miklu þakklæti. Þorbjörn og Guöný voru á vissan hátt foreldrar okkar. Húsfreyjan hlý og elskuleg og reyndi að gera allt fyrir okkur, en húsráðandinn glettinn og hress i anda og lék sér við okkur krakkana og reyndi að færa allt til betri vegar þegar ýfingar urðu með okkur strákunum. Eflaust þætti skóla- stofan gamla i Hraunsnesi ekki háreist samanborið við skólastofur i nútima- skólum, en okkur krökkunum fannst hún hlýlég og góð. Glatt og gott hjarta- lag húsráðenda sat þar i fyrirrúmi og það bætti allt annað upp. Þorbjörn var mjög söngelskur mað- ur eins og systkini hans öll, enda hafa dætur hans allar tekið að erfðum tón- listarhneigð hans. Ekki átti Þorbjörn þess kost að fá neina fræðslu i þeim göfugu fræðum fremur en flestir jafn- aldrar hans á þeim árum, en fátt mun hafa glatt hann meira en fögur tónlist. 1 32 ár bjuggu þau Guðný og Þor- björn á Hraunsnefi miklu myndarbúi. Þau fluttu i Borgarnes árið 1938 og byggðu sér þar reisulegt hús. 1 Borg- arnesi áttu þau heima eftir það. 1 mörg ár stundaði Þorbjörn þar alls konar at- vinnu, en að hlúa að gróðri og koma nýgræðingi til góðrar ræktar var hans mikla áhugamál. Margir blómagarðar i Borgarnesi bera þess enn vitni. Margsinnis heimsótti ég þau hjón Þorbjörn og Guðnýju i Borgarnesi og hafði mikla ánægju af þeim fundum. Alltaf rikti þar sama gestrisnin og tryggðin við gamla vini og kunningja. Hugleiknast var honum að ræða um gamla daga — Um „dalinn” okkar fagra, Norðurárdalinn og gamla góða fólkið, sem byggði þessa harðbýlu en um leið fögru sveit. Einlægt og þétt var handtak hans og góðlátlegur kýmnisglampi i augunum. Siðast bar fundum okkar saman á liönu ári. Þá var heilsan þrotin, en samt kveið hann engu. Hann sætti sig við orðinn hlut og sagði við mig eitt- hvað á þá leið, að gaman hefði verið að lifa svo langan dag. Þorbjörn andaðist á Landspitalan- um þann 28. jan. sl. eftir stutta legu. Minningarathöfn um hann fór fram i Dómkirkjunni þann 7. febrúar. Fagur og tilkomumikill söngur hljómaði frá söngstúku kirkjunnar þann dag. Það hefur að minum dómi glatt minn gamla vin. Hann var lagður til hinztu hvildar i Borgarnesi daginn eftir. Hér- aðið skartaði sinu fegursta þann dag. Heiðskirt veður svo vel sást til hinna fögru fjalla, sem hann unni svo mjög. Borgfirzki drengurinn var aftur kom- inn heim. Far þú i friði gamli vinur. Blessuð sé mining þin. Klemenz Jónsson. 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.