Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 11
sumarið 1923. Þá átti ég erindi til stöðva Kf. Hallgeirseyjar. Var það mtn fyrsta ferð um Rangárþing. Á þriðja degi ferðarinnar kom ég til Hallgeirseyjar og var þar i tvo daga. Guðbrandur hafði snögglega átt brýnt erindi til Vestmannaeyja svo við hitt- umst ekki i þessari ferð. Matthildur var þvi gestgjafinn. Gunnar Vigfússon var þá aðstoðarmaður Guðbrandar við verzlunina. Hann sýndi mér húsnæði verzlunarinnar og alla aðstöðu, en Matthildur ibúð þeirra hjónanna. íbúðin var i gömlum bæ, þröngum og þægindasnauðum borið saman við það, sem þá gerðist, hvað þá siðar. Tæplega hefur Matthildur flutt þangað inn með glöðu geði. Hjönin voru gestrisin, þurftu oft að taka á móti gestum úr fjarlægð og af félagssvæðinu i sambandi við verzlunarreksturinn. Aðstaðan til þess var mjög erfið og engin til að hýsa næturgesti, en Matthildur var sérlega úrræðagóð og naut einnig aðstoðar húsmæðra i Hallgeirsey, þar sem húsnæði var rýmra. Þar gisti ég. Auðvitað átti þetta húsnæði að vera til bráðabirgða, en vegna slæms verzlunarárferðis og annarra erfið- leika fluttu þau hjónin fyrst i nýtt hús sem kaupfélagið byggði haustið 1925. Það sem af var ferð minni hafði þoka byrgt fjallasýn. Ég gekk fram sandinn til sjávar, sá tugi eða hundruð sela bylta sér i brimröstunum eins og krakka I snjóskafli. Sá að: „Eigi er ein báran stök, yfir Landeyjasand”, eins Grimur Thomsen segir i kvæðinu „Olag”. Þaðan gekk ég heim til Matthildar, þar sem hún stóð við þvottabalann utan bæjardyra. Rædd- um við margt saman. Fræddist ég mikið um lif fólksins i þessum vatna- byggðum, erfiðleika sem það átti við að striða og ekki sizt þá ógnvalda, vötnin og sandinn, sem mundu með timanum leggja þessar sveitir i auðn, ef ekki reyndist unnt að stöðva eyð- ingarmátt þeirra. í þessum umræðum hafði ég orð á þvi, að mér þætti þessi staður ömurlegur yfir að lita, þar sem maður sæi aðeins mýrar og svarta dansa. Matt- hildur rétti úr sér við balann og sdgði: „Ég vildi óska að þokunni létti áður en þú ferð á morgun. Þá sæir þú fleira oggleymir sandinum.” Matthildi varð að ósk sinni.Morguninn eftir þeg- ar við Gunnar Vigfússon lögðum af stað austur undir Eyjaf jöll og i Fljóts- hlið var þokunni létt. Sólin, móðir lifs- ins, ljóss og varma stafaði geislum sinum yfir láð og lög. Til landsins blasti við fjallahringurinn fagur, tignarlegur og litbrigðarikur. Við Matthildi sagði ég: „Þú hafðir rétt fyrir þér. Þetta er ljómandi útsýni. Nú íslendingaþættir er sandurinn ekki eins áberandi og i gær”. Þannig sá Matthildur björtu hliðarnar á hverjum hlut og mannlif- inu, jafnvel i gegnum þokuna. Þessi tveggja daga kynning okkar Matthild- ar hefur ætið verið mér minnisstæð. Það þurfti óvenjulega bjartsýni og áræði til að setja upp verzlunarmið- stöð við Landeyjasand einkum vegna þess að stundum var ólendandi við sandinn vikum saman, en landleiðin aðeins fær hestum. Þau hjónin voru að sumu leyti ólik, en samvalin til að sameina fólk I fé- lagsmálum. Þau voru gædd skaplyndi landnemans, sem finnur vöðvana þrútna við tilhugsunina um að ryðja tálmunum úr vegi og skapa lifvænleg skilyrði fyrir búsetu komandi kynslóða. Þau voru aðeins átta ár i Hallgeirsey. Arangur starfs þeirra beggja verður ekki mældur á vog eða stiku, en áreiðanlega var hann ómet- anlegur fyrir fólkið i lágsveitum sýslunnar. 1 félagsmálum, menningarmálum og ekki sizt eftir- minnilegri og vel heppnaðri baráttu þess við náttúruöflin, sem eyddu gróðurlendum og breyttu i svarta sanda. Ég get imyndað mér hrifningu þeirra, er þau siðar heimsóttu þessar sveitir eftir að ógnvaldarnir voru sigraðir og mýrum og söndum breytt i fagurgrænar gróðurlendur, sér með- vitandi að hafa einnig lagt hönd á plóg- inn. Aftur hefst nýtt timabil I ævi þeirra hjóna. Þau flytja til Reykjavikur 1928. Guðbrandur verður forstjóri Áfengis- verzlunar rikisins. Haustið 1934 flytj- ast þau i eigið húsnæði að Asvallagötu 52 með stóra fjölskyldu. Þar eignast þau eftirtektarvert glæsilegt heimili. Það var eins og listasafn. Matthildur var mikil hannyröakona, mikilvirk og listræn. Allt lék i höndum hennar. Maður undrast hversu miklu hún gat komið I verk ásamt annasömum húsmóðurstörfum. Handavinna henn- ar prýddi stóla, gólf og veggi, en á þeim héngu ótal dýrindis málverk, flest eftir Kjarval. Guðbrandur sagði eitt sinn: „þaö eru Matthildur og Kjarval, sem hafa skapað þetta heim- ili”. Matthildur starfaði I ýmsum félög- um kvenna. T.d. Framsóknarfélagi kvenna Reykjavik, I Mæðrastyrks- nefnd um árabil og fleiri kvennasam- tökum. Hún var góður liðsmaður hvar sem hún starfaöi. Hún var natin við ræktun i garði sinum og bar hann þvi órækt vitni. Eitt af hennar slðustu verkum i heimilinu var að ganga frá plöntum sinum fyrir veturinn. Hún hlúði að þeim hlýjum, mjúkum hönd- um, einsog móðir börnum sinum undir nætursvefn. Þau hjónin voru bæði mjög áhugasöm um skógrækt eins og aðra ræktun. Sennilega hefur sá áhugi glæðzt, er þau á yngri árum störfuðu i ungmennafélögum, dvöldu i Laufási og voru i næsta nágrenni við Einar Helgason I Gróðrarstöðinni, Reykja- vik. Asamt manni sinum sótti Matthildur flesta fundi Skógræktarfélags Islands hvar á landinu sem þeir voru haldnir. Þau hjónin áttu sömu áhugamál á flestum sviðum og unnu að þeim af ósérhlifni og þeim dugnaði sem báðum var gefinn. A hugmyndum minninganna birtast þau ætið hlið við hlið eins og þau lifðu i 56 ára hjónabandi. Oft var gestkvæmt á Ásvallagötu 52. Meðal annarra heimsótti þau oft vinir þeirra austan úr sveitum, er þeir voru á ferð I borginni. Matthildur hafði fjölhæfar gáfur, mikla þekkingu á mönnum og málefn- um. Stálminnug, glaðlynd og frásagn- arglöð. Einnig glöggskyggn á brosleg- ar hliðar mannlifsins. Hún gat blandað geöi við alla. Þessum eiginleikum hélt hún óskertum til hinztu stundar. Hún varð mjög vinsæl hjá nágrönn- um, ekki sizt konunum. 1 hverfinu hafði meiri hluti eldri kynslóðarinnar búið álika lengi og hún, eða siðan það var byggt fyrir 40 árum. Kjartan, elzta barn þeirra Matthild- ar og Guðbrandar andaðist 6. febrúar 1952 frá konu og þremur börnum. Varð það mikill harmur eiginkonu, foreldr- um og öllum vandamönnum. Aðrir niðjar þeirra eru nú þrjátium þar af sautján barnabörn og niu barnabarna- börn. Sendi ég þeim innilegar samúðarkveðjur. Hallgrimur Sigtryggsson. 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.